Morgunblaðið - 01.12.2001, Blaðsíða 20

Morgunblaðið - 01.12.2001, Blaðsíða 20
LANDIÐ 20 LAUGARDAGUR 1. DESEMBER 2001 MORGUNBLAÐIÐ NÚ Í lok nóvember söfnuðust nem- endur og starfsfólk Grunnskólans í Ólafsvík saman á lóð skólans. Til- efnið var að allir nemendur í 8. bekk slepptu út í loftið sérstökum blöðrum merktum Comeníusar- verkefni og fána Evrópusambands- ins. Er þetta hluti af samstarfs- verkefni grunnskólans við fjóra skóla frá öðrum Evrópulöndum, Frakklandi, Þýskalandi, Ítalíu og Englandi. Samstarfið, sem er styrkt af menntaáætlun Evrópusambandsins, felur í sér gagnkvæmar heimsóknir milli nemenda og kennara skólanna og verkefnavinnu á Netinu. Við blöðrurnar sem nemendurnir slepptu var festur miði þar sem hver nemandi hafði skrifað jákvæð- ar hugsanir sínar um verkefnið, líf- ið og tilveruna. Blöðrum var einnig sleppt hjá öðrum skólum víðs vegar um Evrópu. Veður var afar hentugt til þess arna í Ólafsvík þennan um- rædda dag og fuku blöðrurnar beint á haf út. Morgunblaðið/Elín Una Jónsdóttir Nemendur í 8. bekk undirbúa blöðrusleppingu. Blöðrum sleppt á haf út Ólafsvík FÉLAGSKONUR í kvenfélaginu Brautinni í Bolungarvík héldu upp á það nýlega að níutíu ár voru liðin frá stofnun félagsins. Afmælisins var minnst með nokk- uð látlausum en táknrænum hætti. Brautarkonur fylktu liði og fóru í hressingargöngu um götur bæjarins að morgni afmælisdagsins og lauk henni við veitingastaðinn Finnabæ þar sem þær borðuðu saman léttan hádegisverð. Í tilefni af þessum tímamótum færðu félagskonur Hólskirkju að gjöf eitt hundrað áritaðar sálmabæk- ur, en kvenfélagið Brautin hefur ein- mitt á sinni níutíu ára starfsævi styrkt fjölmörg málefni og stofnanir í Bolungarvík. Kvenfélagið Brautin var stofnað 24. nóvember 1911 og var Sigríður Kristjánsdóttir kjörin formaður, aðrar í stjórn voru Elín Guðmunds- dóttir ritari og Þórdís Þorleifsdóttir gjaldkeri. Í fyrstu lögum félagsins má lesa eftirfarandi m.a.: „Tilgangur félagsins er að efla andlegan og líkamlegan þroska og fullkomnun kvenna og gera kven- fólkið í plássinu sem sjálfstæðast og færast til að inna af hendi skyldu- störf sín í hvaða stöðu sem það er. Að hjálpa eftir megni sængurkon- um og öðrum hjálparþurfandi sjúk- lingum og á annan hátt bágstöddu fólki í plássinu sem félagið sér sér á nokkurn hátt fært að líkna með fjár- framlögum úr félagssjóði, samskot- um, vinnu og fleiru sem félagskonur gætu látið í té.“ Það voru 38 konur sem árið 1911 stofnuðu Kvenfélagið Brautina og má ætla að því næst hver einasta húsmóðir í plássinu hafi verið stofn- félagi þess. Nú eru félagskonur 37 og glíma þær við að halda félaginu gangandi en við lá að félagið legðist af fyrir um fjórum árum þar sem illa gekk að fá einhverja til að gegna formennsku og var þá brugðið á það ráð, til að koma í veg fyrir að félagið sofnaði, að kjósa fimm konur í stjórn og skipta þær með sér verkum. Þessi nýja tilhögun á kjöri til stjórnar hefur gefist vel og tekist hefur að halda uppi starfsemi í félag- inu þótt oft hafi verið meiri kraftur í þessu merka félagi bolvískra kvenna. Kvenfélagið Brautin níutíu ára Bolungarvík Meðal verkefna að efla þroska og fullkomnun kvenna Brautarkonur komu saman og snæddu hádegisverð í tilefni dagsins. Ljósmynd/Gunnar Hallsson EFNT var til slagorðasamkeppni meðal nemenda í 7. til 10. bekk í Dalvíkurskóla og voru verðlaun veitt við afhöfn í skólanum nýverið. Þorgrímur Þráinsson flutti fyr- irlestur á athöfninni og veitti verð- launin. Fyrstu verðlaun hlaut Stefán Þór Ólafsson í 7. bekk Árskógarskóla fyrir slagorðið „Vösk án vímu“. Tvenn aukaverðlaun voru veitt og þau hlutu Íris Hauksdóttir, 9. bekk Dalvíkurskóla, fyrir „Hafðu skímu, enga vímu“ og Guðmundur Ingi Halldórsson, 8. bekk Húsa- bakkaskóla, fyrir „Áhugasamir og elskulegir foreldrar eru besta vörnin gegn vímuefnum“. Slagorðasamkeppnin er hluti af fjáröflunarleið 10. bekkjar Dalvík- urskóla og um leið tengd for- vörnum. Verðlaunaslagorðið verð- ur prentað á peysur sem 10. bekkur selur síðan til ágóða fyrir ferða- sjóð. Félagsmálaráð Dalvík- urbyggðar styrkti framtakið með 60 þúsund króna framlagi, auk þess sem Samherji, Sæplast og Olís veittu styrki. Þeir sem gáfu verð- laun voru; Tomman, Ásvideo, Sundlaug Dalvíkur, Félagsmið- stöðin og Blómabúðin Ilex. Hér fylgja nokkur slagorð til viðbótar: „Dóp = dauði“. „Ef Jónas Hall- grímsson hefði ekki verið drukk- inn, þá hefði hann ekki dáið“. „Ekki dóp í góðum hóp“. „Ég get sagt nei“. „Í sókn gegn sýru“. „Njótum lífsins allsgáð“. „Vertu frjáls án vímuefna“. „Vertu fullur af visku, ekki vímu“. „Vímulaus, vel valið“. „Það er töff að segja nei“. Morgunblaðið/Helgi Jónsson Sigurvegarar í slagorðasamkeppni, Stefán Þór Ólafsson, Guðmund- ur Ingi Halldórsson og Íris Hauksdóttir, en að baki þeim standa Halldór Guðmundsson félagsmálastjóri, Bjarni Gunnarsson, íþrótta- og tómstundafulltrúi, og Þorgrímur Þráinsson, Tóbaksvarnarnefnd. Vösk án vímu Dalvík Slagorðasamkeppni ungmenna í Dalvíkurbyggð HALDIÐ var fjáröflunarkaffi til kaupa á nýju orgeli fyrir Skeggja- staðakirkju í Grunnskólanum á Bakkafirði nýlega. Meðan gestir gæddu sér á kaffi og tertum sungu krakkarnir í kirkjuskólanum nokkur lög og krakkarnir í TTT-starfi kirkjunnar, 10 til 12 ára, fluttu leikþátt um mis- kunnsama samverjann í nútíðinni. Einnig söng kirkjukór Skeggja- staðakirkju nokkur létt lög. Góð mæting var og söfnuðust 64.000 krónur. Að sögn Freydísar Magnúsdóttur formanns sóknar- nefndar kostar orgelið um 800.000 krónur hingað komið. Hún sagði að kirkjunni hefðu borist nokkur gjafabréf að upphæð 290.000 krón- ur. Morgunblaðið/Áki Guðmundsson Krakkar í TTT-starfi kirkjunnar voru með leikþátt. Safnað fyrir nýju orgeli Bakkafjörður
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.