Morgunblaðið - 01.12.2001, Blaðsíða 25

Morgunblaðið - 01.12.2001, Blaðsíða 25
VIÐSKIPTI/ATHAFNALÍF MORGUNBLAÐIÐ LAUGARDAGUR 1. DESEMBER 2001 25 BAUGUR hf. skilaði 131 milljónar króna hagnaði á fyrstu níu mánuðum ársins samanborið við 394 milljóna króna hagnað á sama tímabili í fyrra. Rekstrartekjur samstæðunnar námu 26 milljörðum króna á tíma- bilinu en voru 16,5 milljarðar króna á sama tíma í fyrra. Rekstrargjöld námu tæpum 25 milljörðum króna en voru ríflega 15 milljarðar í fyrra. Hagnaður fyrir afskriftir og fjár- magnsliði, EBITDA, nam tæpum 1,1 milljarði sem er svipað og af sama tímabili í fyrra. Hagnaður af reglu- legri starfsemi eftir skatta nam 454 milljónum króna á tímabilinu en var 644 milljónir króna allt árið 2000. Áhrif hlutdeildarfélaga Baugs námu 626 milljónum króna á tíma- bilinu en hlutdeild í óreglulegum gjöldum hlutdeildarfélags námu 284 milljónum. Alls er tekjufærð hlut- deild í afkomu hlutdeildarfélaga að fjárhæð 341 milljón króna. Eignir Baugs námu í lok septem- ber 34,2 milljörðum króna og hafa ríflega tvöfaldast frá áramótum en þá námu eignir félagsins 15,4 millj- örðum króna. Aukningin er að mestu tilkomin vegna aukinna eignarhluta í dóttur- og hlutdeildarfélögum og aukinna vörubirgða. Skuldir samstæðunnar tvöfölduð- ust einnig frá áramótum, svo og eigið fé. Skuldir námu í lok tímabils 23 milljörðum króna en eigið fé nam 11 milljörðum. Veltufé frá rekstri nam 534 milljónum en var tæpir 1,3 millj- arðar um áramót. Gert er ráð fyrir að veltufé verði 1,7 milljarðar í árs- lok. Í tilkynningu frá Baugi segir að niðurstöður níu mánaða uppgjörsins séu í samræmi við væntingar for- svarsmanna að frátöldum rekstri móðurfélagsins á heimamarkaði í septembermánuði. Þá segir að mikill kostnaður hafi fallið á félagið í sept- ember vegna opnunar átta verslana í Smáralind. Hagnaður Baugs 131 milljón króna TAP varð á rekstri Kaupfélags Ey- firðinga og dótturfélaga fyrstu níu mánuði ársins og nam það 419 millj- ónum króna, að teknu tilliti til skatta og annarra tekna, skv. óendurskoð- uðu árshlutauppgjöri félagsins. Rekstrartekjur samstæðunnar námu 3.904 milljónum króna og rekstrargjöld fyrir afskriftir og vexti námu 3.705 milljónum króna. Af- skriftir námu 185 milljónum króna og rekstrarhagnaður fyrir fjármagnsliði nam 60 milljónum króna. Fjármagns- gjöld umfram fjármunatekjur námu 606 milljónum króna og vegur þar stærst gengistap á erlendum lánum og afleiðusamningum að fjárhæð 517 milljónir króna, að því er fram kemur í tilkynningu til Verðbréfaþings. Tap á reglulegri starfsemi félags- ins eftir skatta nam 440 milljónum króna en tap ársins nam 419 millj- ónum króna. Veltufé til rekstrar nam 413 milljónum króna. Bókfært eigin- fjárhlutfall samstæðu er 25% og móð- urfélags 40%. Eiríkur S. Jóhannsson kaupfélags- stjóri segir að uppgjörið sé vonbrigði en áfram verði unnið í því að ná fram aukinni hagræðingu í rekstri innan samstæðunnar. Ytri skilyrði félagsins séu áfram óhagstæð eins og flestra annarra fyrirtækja. Um áramótin verða allar eignir og skuldir Kaupfélags Eyfirðinga svf. færðar í sérstakt hlutafélag sem mun hafa fjárfestingar- og eignaumsýslu að meginstarfsemi. Tap Kaupfélags Ey- firðinga 419 milljónir ÚTBOÐ Hlutafjár í Bakkavör Group hf. í framhaldi af kaupum félagsins á breska matvælafyrirtækinu Kats- ouris Fresh Food Ltd. í Bretlandi fyrir 15,6 milljarða króna verður að fjárhæð 2,9 milljarðar króna að markaðsvirði. Útboðið verður tví- skipt. Þannig er áformað að 700 milljónir króna að markaðsvirði verði seldar til almennings á genginu 6,8, sem þó gæti lækkað ef endanlegt útboðsgengi, sem ákvarðast mun af áhuga fagfjárfesta, verður lægra. Lokaverð bréfa í Bakkavör var í gær 7,15 á VÞÍ og hefur gengið hækkað úr 4,54 frá því tilkynnt var um kaupin á breska fyrirtækinu. Sala til almennings (almennt út- boð) mun fara fram með rafrænum hætti á heimasíðu Kaupþings hf., www.kaupthing.is, frá kl. 10:00 föstudaginn 7. desember n.k. til kl. 18:00 miðvikudaginn 12. desember. Þá er ætlað að selja hlutabréf að markaðsvirði 2,2 milljarðar króna til fagfjárfesta á Íslandi, í Svíþjóð og í Danmörku. Útboðsgengi verður á bilinu 6,2 – 6,8. Mun endanlegt út- boðsgengi ákvarðast af áhuga fag- fjárfesta á svokölluðu „book-build- ing“ tímabili, sem er frá kl. 10:00 mánudaginn 3. desember n.k. til kl. 18:00 miðvikudaginn 12. desember n.k. Tilkynnt verður um endanlegt útboðsgengi eftir lok tímabilsins. Í tilkynningu til Verðbréfaþings kemur fram að heimilt er að hækka fjárhæð hlutafjár sem boðið verður fagfjárfestum um allt að 700 millj- ónir króna í allt að 2,9 milljarða króna að markaðsvirði, enda verði um verulega yfiráskrift fagfjárfesta að ræða. Kaupþing hf., Búnaðar- banki Íslands hf., Íslandsbanki hf. og MP – Verðbréf hf. munu annast sölu til fagfjárfesta á Íslandi, Aragon Fondkommission AB og Kaupthing Investment Bank, Stokkhólmi, til fagfjárfesta í Svíþjóð og Kaupthing Bank Danmark til fagfjárfesta í Danmörku. Þannig verður heimilt að hækka heildarfjárhæð útboðsins í allt að kr. 3,6 milljarða króna að markaðsvirði, enda verði um verulega umframeft- irspurn að ræða. Útboð hlutafjár í Bakkavör Group hf. Gengi á bréfum til almennings verður 6,8
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.