Morgunblaðið - 01.12.2001, Blaðsíða 30

Morgunblaðið - 01.12.2001, Blaðsíða 30
ERLENT 30 LAUGARDAGUR 1. DESEMBER 2001 MORGUNBLAÐIÐ ÞÓTT einungis tuttugu ár séu liðin frá því að sjúkdómurinn alnæmi var fyrst greindur eru öll rök fyrir því að hann sé kallaður „skelfilegasti sjúk- dómur mannkynssögunnar“. Það er a.m.k. mat Peters Piots, yfirmanns alnæmisstofnunar Sameinuðu þjóð- anna, UNAIDS. Piot benti á það á miðvikudag, þegar UNAIDS og Alþjóðaheil- brigðisstofnunin, WHO, kynntu nýja skýrslu um útbreiðslu alnæmis, að sjúkdómurinn færi enn sem eldur í sinu um mörg fjölmennustu ríki heims og að þar að auki væru fyr- irbyggjandi aðgerðir einfaldlega ekki að skila árangri í ýmsum lönd- um Vesturheims. Piot tók sem dæmi að í Úkraínu væri nú um 1% landsmanna smitað af HIV-veirunni og er það í fyrsta sinn sem útbreiðsla sjúkdómsins kemst á slíkt stig í einhverju Evr- ópuríkjanna. Sagði hann jafnframt ljóst að meira en ein milljón Kínverja væri HIV-smituð og það vekti sér- stakar áhyggjur hversu hratt sjúk- dómurinn breiddist út í þremur fjöl- mennustu ríkjum heims, Kína, Indlandi og Indónesíu. Mest er útbreiðslan meðal yngra fólks en meira en helmingur smit- aðra er yngri en tvítugur. Meira en tuttugu milljónir manna hafa dáið úr alnæmi á þeim 20 árum, sem liðin eru frá því að sjúkdómurinn var fyrst greindur, og um fjörutíu millj- ónir manna eru smitaðar af HIV- veirunni sem veldur AIDS. Sagði Piot að staðan ætti því miður eftir að versna til muna áður en hún tæki að batna. Áætlað er, að í Kambódíu séu 170.000 manna smitaðar og þar er nú talað um, að þjóðin sé að missa enn eina kynslóðina en ekki vegna stríðs- átaka, heldur vegna alnæmisins. Í Kína eru um 1,5 milljónir manna smitaðar en á Indlandi allt að fjórar milljónir eða um 10% af öllum smit- uðum í heiminum. Í Nígeríu var fyrsti smitaði mað- urinn ekki greindur fyrr en 1996 en nú eru smitaðir þar í landi að minnsta kosti hálf fjórða milljón. Er hlutfallið 5,8% af öllum fullorðnum. „Skelfilegasti sjúkdóm- ur mannkynssögunnar“ Moskvu. AFP.            !"#$%  &' ()*+, &# - . !' / "! *0% # ! !1   ( ., / $  # 2'13 4  % 5 &# % 4      ! "!#$% $  & '$()!# * + * + * ,!-&" . *  * + * /) #()!#  * . * *+ * .% )001  % )001  + % )001  ($$02  '3 ("!# . *  * ++ * 40$ "120 5 678(5# 3 40$ "120 67897 ($"00 #5(  3: 40$ "120 0"  67897 (5# ,;&" '3 (! . *  * * * $$( '3 (! + *  * * * 0! '3 51(10  * 8$( < * . *  * $$( < '3 (! .* * * * *06 .  #     '!  $ 7889 '4     ($ ,       !"#$% &%   5# 3 $ & 3 "0 ! &) $) 60$"00 678(5# "!# #   %. )001* 67897 ($"200  .%+ )001* 51 678(5# 3  % )001* +% =  0!" ) 6789 ! 0'# 120 -  ) ) &" )$  -4 "'0 3  7  % )001* *06 . &# ! 4  60$ ;  + +  KÚBUSTJÓRN hefur keypt mat- væli í Bandaríkjunum, þar á meðal hveiti, maís og hrísgrjón, í fyrsta sinn í fjóra áratugi. Var frá því skýrt í tilkynningu frá bandaríska landbúnaðarráðuneytinu. Þrjú bandarísk fyrirtæki hafa selt Kúbustjórn 50.000 tonn af hveiti, 43.000 tonn af maís, 12.500 tonn af hrísgrjónum og 12.000 tonn af sojabaunum auka annarra af- urða. Gengið var frá sölunni eftir miðjan síðasta mánuð. Kúbverska innflutningsstofnun- in, sem sá um kaupin, Alimport, pantaði einnig frosna kjúklinga og önnur matvæli, sem afhent verða síðar. Talið er, að samningurinn hafi verið upp á 3,3 milljarða ís- lenskra króna. Fidel Castro, forseti Kúbu, til- kynnti öllum að óvörum 8. nóvem- ber sl., að hann ætlaði „í þetta eina sinn“ að kaupa matvæli og lyf í Bandaríkjunum vegna þess tjóns, sem fellibylurinn Michelle hefði valdið kúbverskum landbúnaði. Áð- ur hafði hann hafnað aðstoð frá Bandaríkjunum vegna hamfaranna vegna þess, að hún var bundin því skilyrði, að hún færi ekki um hend- ur stjórnvalda. Bandaríkjaþing samþykkti með miklum mun í fyrra að heimila matvælasölu til Kúbu en þing- mönnum, sem voru andvígir því, tókst að koma í veg fyrir þá fjár- mögnun, sem til þurfti. Kúbverjar eru um 11 milljónir og flytja inn matvæli árlega fyrir um 110 milljarða ísl. kr. Hafa banda- rískir útflytjendur, einkum land- búnaðarafurða, lengi barist fyrir því, að refsiaðgerðunum gegn Kúbu verði aflétt. Washington. AFP. Fyrstu viðskiptin milli ríkjanna í fjörutíu ár Castro kaupir mat frá Bandaríkjunum oroblu@sokkar.is skrefi framar 20% afsláttur af öllum sokkum og sokkabuxum. Ef keypt er tvennt frá fylgir kaupauki. Kynnum í Lyfju Laugavegi í dag, laugardag, kl. 12-16. Jólakaffi Hringsins verður haldið á Brodway (Hótel Íslandi ) á morgun, sunnudag 2. desember, kl. 13.30 Dagskráin verður sem hér segir: Nemendur úr dansskóla Jóns Péturs og Köru sýna sígilda samkvæmisdansa. Anna Pálína og Aðalsteinn Ásberg syngja fyrir unga sem aldna. Feðgarnir Jónas Þórir Dagbjartsson og Jónas Þórir Jónasson leika ljúfa tónlist á fiðlu og píanó. Glæsilegt happdrætti - girnilegt kaffihlaðborð. Velkomin í Hólagarð         Golfkúlur 3 stk. í pakka aðeins 850 kr. NETVERSLUN Á mbl.is TONY Blair, forsætisráðherra Bret- lands, og Bertie Ahern, forsætisráð- herra Írlands, komust ekki að neinni niðurstöðu á fundi sínum í Dyflinni í gær um framtíð kjarnorkuendur- vinnslustöðvarinnar í Sellafield. Írska ríkisstjórnin krefst þess að henni verði lokað og hefur auk þess höfðað mál fyrir Hafréttardómstól Samein- uðu þjóðanna. Krefst hún þess þar að bannað verði að taka í notkun nýja endurvinnslubyggingu við verksmiðj- una, eins og stefnt er að. Deilt um Sellafield Dyflinni. AFP. ♦ ♦ ♦
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.