Morgunblaðið - 01.12.2001, Síða 33

Morgunblaðið - 01.12.2001, Síða 33
ERLENT MORGUNBLAÐIÐ LAUGARDAGUR 1. DESEMBER 2001 33 undirfataverslun, Opið mán.-laugard. frá kl. 12-18 Lagerútsala - Síðumúla 3-5 Undirföt - náttföt - sloppar - heimagallar Merkjavara á frábæru verði MEÐ andláti George Harrisons erutveir af fjórum liðsmönnum Bítl-anna, sem óhætt er að kallaáhrifamestu popphljómsveit sögunnar, fallnir frá en sem kunnugt er var John Lennon skotinn til bana í New York árið 1980. Harrison, sem var 58 ára að aldri, lést á heimili vinar síns í Los Angeles í Bandaríkj- unum um hálftíu á fimmtudagskvöld að okkar tíma. Bæði eiginkona Harrisons, Olivia, og Dhani sonur þeirra voru við dánarbeð hans. Harrison var yngstur Bítlanna, fæddur 25. febrúar 1943. Hann var því ekki nema rúm- lega nítján ára gamall þegar Bítlarnir slógu í gegn haustið 1962 og lengi vel fór lítið fyrir hinum rólynda aðalgítarleikara hljómsveit- arinnar. Hlaut hann enda snemma við- urnefnið „þögli bítillinn“. Mikilvægi hans var þó óumdeilt, enda var hann færari hljóðfæra- leikari en Paul McCartney og Lennon og raunar er Harrison sagður hafa kennt þeim síðarnefnda að spila á gítar. Og sól Harrisons reis mjög er á leið og hann gerðist meira en vel liðtækur lagasmiður. Lög Harrisons komu fyrst fyrir sjónir almennings á annarri breiðskífu Bítlanna og á plötunni Help, sem kom út 1965, átti hann síðan tvö lög, I Need You og You Like Me Too Much. Á næstu plötu, Revolver, átti Harrison lagið Taxman sem ávann sér nokkrar vinsældir og á Hvíta albúminu gat að heyra lagasmíðina While My Guitar Gently Weeps, fyrstu klass- ísku lagasmíð gítarleikarans, sem jafnframt söng lagið sjálfur. Here Comes the Sun og Something voru á næstsíðustu plötu Bítlanna, Abbey Road, og halda á lofti framlagi Harr- isons til glæstrar sögu hljómsveitarinnar. En áhrif Harrisons fólust ekki aðeins í laga- smíðum hans. Þannig var það t.d. Harrison sem beitti sér mest fyrir því að Bítlarnir kynntu sér austurlenska heimspeki en áhrifa hennar gætti mjög í tónlist þeirra er á leið sjö- unda áratuginn, m.a. með því að Bítlarnir tóku að leggja meiri vinnu og dýpri hugsun í verk sín. Sólóferillinn fór vel af stað Upp úr samstarfi Bítlanna slitnaði árið 1970 eins og frægt er orðið. Allir hófu þeir sólóferil og má vel halda því fram að Harrison hafi farið best af stað því platan All Things Must Pass, sem kom út 1971, er talin alveg hreint afbragð. Hafði hún m.a. að geyma lagið My Sweet Lord sem gerði það gott en þótti reyndar líkjast gömlu lagi hljómsveitarinnar The Chiffons heldur mikið. Þetta sama ár stóð Harrison fyrir tón- leikum í New York sem ætlað var að safna fé til hjálpar hungruðum í Bangladesh og Pak- istan. Fékk Harrison þar m.a. til liðs við sig menn eins og Ringo Starr, trommuleikara Bítlanna, sítarspilarann Ravi Shankar, Eric Clapton og Bob Dylan. Má segja að Harrison hafi þar gefið tóninn fyrir söfnunarverkefni eins og Live Aid-tónleikana, sem Bob Geldof stóð fyrir 1985 – einnig vegna þess að þó að milljónir dollara kæmu í kassann leikur vafi á að þær hafi allar skilað sér á réttan stað. Harrison hélt áfram að senda frá sér sóló- plötur en með misjöfnum árangri. Lagið All Those Years Ago, sem samið var til heiðurs Lennon, gerði það þó gott 1982 og fimm árum síðar sendi Harrison frá sér plötuna Cloud Nine sem seldist vel. Á henni var einnig að finna lag, When We Was Fab, er fjallaði um tíma Harrisons í frægustu popphljómsveit sögunnar. Kannski vísaði allt þetta veginn til þeirrar ákvörðunar Harrisons, McCartneys og Starrs árið 1996 að koma saman á nýjan leik og taka upp efni undir nafni Bítlanna auk þess sem gefnar voru út þrjár safnplötur, Anthology I–III, sem höfðu að geyma fágætt hnossgæti frá frægðarárum sveitarinnar. Þremenningarnir nýttu sér síðan gamlar upptökur af söng Lennons á tveimur áður óút- gefnum lögum, Free As A Bird og Real Love. Sýndu viðtök- urnar að áhrif hljómsveit- arinnar munu vara enn um stund. Hið sama má segja um safnplötu vinsælustu laga Bítl- anna, One, sem kom út í fyrra og seldist í bílförmum. Hafði Harrison þó í millitíð- inni átt velgengni að fagna ásamt þeim Bob Dylan, Roy Orbison og Jeff Lynne en fjór- menningarnir komu saman ár- ið 1988 undir hljómsveitarheit- inu The Traveling Wilburys. Harrison setti á stofn eigið útgáfufyrirtæki, Dark Horse, í tengslum við útgáfu plötunnar All Things Must Pass og á áttunda áratugnum gaf fyrirtækið út plötur ýmissa tónlistar- manna, auk verka Harrisons sjálfs. Undir lok áttunda áratugarins snéri Harrison sér síðan að kvikmyndagerð þegar fyrirtæki hans framleiddi Life of Brian, ógleymanlega grín- mynd vina Harrisons í Monty Python- genginu breska. Stóð Harrison að gerð þekktra mynda eins og Time Bandits og Mona Lisa á níunda áratugnum en almennt gekk þessi rekstur heldur brösuglega. Greindist með krabbamein 1998 Harrison var tvígiftur. Hann kvæntist fyr- irsætunni Patti Boyd árið 1966 en þau skildu 1973. Hún giftist síðar vini Harrisons, gít- arleikaranum Eric Clapton, sem samið hafði lagið Layla til hennar. Var Harrison við brúð- kaupið. Sjálfur gekk hann að eiga Oliviu Arias árið 1979 og áttu þau einn son, Dhani. Harri- son lagði áherslu á einkalíf sitt og lét reyndar hafa eftir sér að honum hefði alltaf mislíkað hversu Bítlaæðið svokallaða hefði skaðað það sem raunverulega skipti máli, þ.e. að búa til góða tónlist. Hann barst því ekki á, þó að hann væri óhjákvæmilega nokkuð í sviðsljósinu, og þótti einkar viðfelldinn í viðkynningu. Harrison greindist með krabbamein í hálsi árið 1998 en geislameðferð bar góðan árang- ur. Ári síðar var hann hins vegar hætt kominn af orsökum alls ótengdum krabbameini, en þá lagði innbrotsþjófur á heimili hans til hans með hnífi. Mátti Harrison þakka fyrir að sleppa lifandi en gat kom á lunga við hnífs- stunguna. Í mars á þessu ári fundu læknar síðan krabbamein í lungum og var það fjarlægt með skurðaðgerð. Aðgerðin var sögð hafa tekist vel en í júlí heyrðist orðrómur um að Harrison væri alls ekki heill heilsu. Lét fjölskyldan fara frá sér yfirlýsingu þar sem Harrison sagðist „hafa það mjög gott“. Var hann staddur í Sviss og undirgekkst þar frekari geisla- meðferð við krabbameini en meinið hafði þá borist í heila Harrisons. Táraðist við heimsókn McCartneys og Starrs í fyrri viku Fyrr í þessum mánuði var Harrison skráð- ur inn á Staten Island-háskólasjúkrahúsið í Bandaríkjunum og gekkst hann þar undir til- raunameðferð en allt kom fyrir ekki og í kjöl- farið lagðist hann inn á UCLA-háskólasjúkra- húsið í Los Angeles. Ráðlögðu læknar honum þar að gera úrslitatilraun í baráttunni gegn vágestinum mikla og gangast undir lyfja- meðferð gegn krabbameininu, en ekki var tal- ið vænlegt að Harrison legðist enn undir hníf- inn. Hún bar ekki árangur. Fréttir herma að McCartney og Starr hafi heimsótt Harrison í síðustu viku og var gít- arleikarinn þá ekki nema svipur hjá sjón. Mun hann hafa tárast við þennan hinsta fund félag- anna þriggja, sem ásamt Lennon settu svo sterkan svip á menningarsögu tuttugustu ald- arinnar. Jafnframt hefur verið greint frá því að Harrison hafi tekið upp lag í sumar og fjallar það um sjúkrasögu hans að einhverju leyti. Lagið ku heita Horse to the Water og verður á plötu sem hljómlistarmaðurinn Jools Hol- land gefur út á næstunni. „Vinur minn þjáist svo mjög. Sumt fólk sigl- ir í gegnum lífið en nú er svo komið að hann steytir á skeri,“ segir í texta lagsins. Það mun halda minningu Harrisons á lofti á næstu mánuðum en hitt er raunar ljóst að hans þátt- ur í frægðarsögu Bítlanna hefur tryggt að hans verður minnst um ókomin ár. „Þögli bítillinn“ fallinn frá AP George Harrison á tónleikum í London árið 1995. Hann þótti afar fær gítarleikari. Bítlarnir fjórir fyrir framan Buckingham-höll í London eftir að Elísabet Englandsdrottning heiðraði þá með MBE-orðu breska heimsveldisins í október 1965. London. AFP, AP.
Síða 1
Síða 2
Síða 3
Síða 4
Síða 5
Síða 6
Síða 7
Síða 8
Síða 9
Síða 10
Síða 11
Síða 12
Síða 13
Síða 14
Síða 15
Síða 16
Síða 17
Síða 18
Síða 19
Síða 20
Síða 21
Síða 22
Síða 23
Síða 24
Síða 25
Síða 26
Síða 27
Síða 28
Síða 29
Síða 30
Síða 31
Síða 32
Síða 33
Síða 34
Síða 35
Síða 36
Síða 37
Síða 38
Síða 39
Síða 40
Síða 41
Síða 42
Síða 43
Síða 44
Síða 45
Síða 46
Síða 47
Síða 48
Síða 49
Síða 50
Síða 51
Síða 52
Síða 53
Síða 54
Síða 55
Síða 56
Síða 57
Síða 58
Síða 59
Síða 60
Síða 61
Síða 62
Síða 63
Síða 64
Síða 65
Síða 66
Síða 67
Síða 68
Síða 69
Síða 70
Síða 71
Síða 72
Síða 73
Síða 74
Síða 75
Síða 76
Síða 77
Síða 78
Síða 79
Síða 80
Síða 81
Síða 82
Síða 83
Síða 84

x

Morgunblaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.