Morgunblaðið - 01.12.2001, Qupperneq 36

Morgunblaðið - 01.12.2001, Qupperneq 36
LISTIR 36 LAUGARDAGUR 1. DESEMBER 2001 MORGUNBLAÐIÐ Borgarbókasafn, Tryggvagötu 15 Bókaútgáfan Iðunn og Borg- arbókasafn standa að jólastund í aðalsafni safnsins kl. 14.30. Lesið verður upp úr bókunum Með Bólu í bæjarferð eftir Sigrún Eddu Björnsdóttur, höfundur les. Ger- semar goðanna eftir Selmu Ágústs- dóttur, höfundur les. Tsatsiki og Mútta eftir Moni Nilsson- Brännström. Þýðandi bókarinnar, Friðrik Erlingsson, les og Gísli Rúnar Jónsson les úr bókinni Kött- urinn með hattinn eftir dr. Seuss. Auk þess syngur Magga Stína jóla- lög og Hörður Bragason leikur á farfisu. Bókasafn Garðabæjar Upplestur verður kl. 13.30. Kristín Helga Gunnarsdóttir og Yrsa Sigurð- ardóttir lesa upp úr nýútkomnum bókum sínum Í mánaljósi og B10. Gallerí Smíðar og skart, Skóla- vörðustíg 16a Myndlistarkonan Steinunn Einarsdóttir opnar sýn- ingu kl. 14. Þar gefur að líta 18 verk unnin með olíu á striga og vatns- litum. Hún lauk prófi í sjónrænum listum og hönnun árið 1994 frá Myndlist- arskólanum TAFE í Ástralíu. Gallerí Reykjavík Benedikt S. Lafleur opnar málverkasýningu kl. 15 undir yfirskriftinni „Flugfiskur í mósaík eða lausn á smáfiskadrápi“. Sýningin er opin alla daga kl 12–18, laugardaga kl. 11–18, og lýkur 30. desember. Gallerí Sævars Karls, Banka- stræti 27 nemendur LHÍ opna sýn- ingu á verkum sínum kl. 14. Verkin eru í áfanga undir handleiðslu Hall- dórs Björns Runólfssonar. Þema sýningarinnar er „Málverkið eftir málverkið“. Sýningin stendur til 14. desember. Verslunin Te og kaffi, Laugavegi 27 Gréta Berg teiknar andlits- myndir af gestum frá kl: 10–18 á löngum laugardegi. Glerblástursverkstæðið á Kjal- arnesi, milli Klébergsskóla og Grundarhverfis, er opið frá kl. 10– 17 og á morgun kl. 10–15. Þar verð- ur unnt að fylgjast með glerblæstri/ mótun, og versla á útsölu útlitsgall- aða glermuni. Iðnó Félagar í Reykjavík- urakademíunni kynna bækur, sem koma út á þeirra vegum, kl. 11 á svokölluðum „brönsfundi“. Meðal þeirra sem kynna verk sín eru sagnfræðingarnir Sigurður Gylfi Magnússon og Davíð Ólafsson, bók- menntafræðingurinn Jón Karl Helgason, þjóðfræðingurinn Rakel Pálsdóttir, rithöfundarnir Steinunn Jóhannesdóttir og Þórunn Valdi- marsdóttir og þýðendurnir Ingunn Ásdísardóttir og Vigfús Geirdal. Víðistaðakirkja Lúðrasveit Hafn- arfjarðar heldur tónleika kl. 16. Meginuppistaða þeirra er þekkt jólalög úr ýmsum áttum. Auk lúðra- sveitarinnar kemur fram kór, skip- aður söngfólki úr Kammerkór Hafnarfjarðar og Kór eldri félaga úr Fjölbrautaskólanum í Breiðholti. Stjórnandi lúðrasveitarinnar er Stefán Ómar Jakobsson. Álafosskvos, Mosfellsbæ Þríbýl- ið býður til samfagnaðar og gleði- stundar kl. 16–20. Híbýlahaldarar eru listamennirnir Hildur, Tolli og Palli. Vinnustofur þríbýlisins verða opnar allar helgar í desember frá kl. 14–18. Listasafn Borgarness Anna Gréta Arngrímsdóttir opnar sýningu kl. 14. Þar verða til sýnis vatns- litaverk, einkum smámyndir sem bregða upp leiftri frá liðnum tíma. Sýningin opin virka daga frá kl. 13– 18 og þriðjudags- og fimmtudags- kvöld til kl. 20. Sýningunni lýkur 21. desember. Reykholtskirkja Gradualekór Langholtskirkju, undir stjórn Jóns Stefánssonar, syngur kl. 16 á að- ventutónleikum Tónlistarfélags Borgarfjarðar, Reykholtskirkju og Borgarfjarðarprófastsdæmis. Skaftfell, Seyðisfirði Rithöf- undakvöld hefst klukkan 21. Þar munu rithöfundarnir Vilborg Dag- bjartsdóttir, Vigdís Grímsdóttir, Elísabet Jökulsdóttir, Sjón og Sig- fús Bjartmarsson lesa úr verkum sínum og ræða við gesti. Í DAG „HVER maður og hvert mannslíf er safn upplýsinga. Hver nýr dagur og hver athöfn er uppspretta nýrra upp- lýsinga í formi reynslu. Langflest erum við svo upptekin af að reyna að ráða við móttöku þessa upplýsingaflæðis að við komum ekki auga á heildarmyndina. En smám saman tekst okkur þó að sjá í gegnum allt áreitið og upplýsingarnar sem að okkur streyma og áttum okkur á því að við höfum náð yfirsýn án þess að þurfa að hætta að taka taka á móti nýjum upplýsingum. Þegar yfirsýn er náð lærum við að meta þau skynrænu boð sem um- hverfi okkar sendir okkur og við sjáum verðmætin sem liggja hvar- vetna og fegurðina sem við blasir, í öllu – hvert sem litið er.“ Ég velti þessum orðum Þórodds Bjarnasonar fyrir mér. Hann hefur ritað þau í sýningarskrá sýningar sem hann opnar í ReykjavíkurAka- demíunni, JL-húsinu við Hringbraut, 4. hæð, í dag. Ég er á leið til hans í ös- inni og umferðinni eftir hádegi á föstudegi. Mitt starf, blaðamennskan, hverfist um upplýsingar og ég spyr mig í hljóði: Hef ég öðlast þessa yf- irsýn? Sé ég verðmætin? Greini ég kjarnann frá hisminu? Þetta orð, upplýsingar, hrýtur mér strax af vörum, þegar Þóroddur tekur á móti mér í bækistöð Reykjavík- urAkademíunnar. Hann grípur það á lofti. „Upplýsingar eru orðnar svo hlut- lægar, áþreifanlegar. Tölvubyltingin hefur umturnað öllum okkar hug- myndum. Við lifum á öld margmiðl- unar, þar sem allt er skilgreint sem upplýsingar. Ég, þú. Við erum öll bú- in til úr upplýsingum. Var ekki Ís- lensk erfðagreining að ljúka við að kortleggja manninn? Hann er ekki lengur hold og blóð, heldur upplýs- ingar,“ upplýsir Þóroddur og ég gríp ósjálfrátt um læri mér. Jú, ég er hérna enn þá! Framhald síðar… Eitt verka Þórodds á sýningunni, án titils, snýst um hráar upplýsingar. Orð á blaði, þar sem einn hópur rekur annan. Byggingaverkamenn, gítar- leikarar, Skagamenn, börn, myndlist- armenn, prestar, karlmenn, bændur, pílukastarar, jarðarbúar og margir fleiri. Fljótt á litið virðast þessir hóp- ar eiga fátt sameiginlegt. „Sennilega þurfa menn að þekkja mig til að geta lesið út úr þessu. Þess- ir hópar eiga það í raun sameiginlegt að ég samsama mig þeim öllum. Á einhverjum punkti í lífinu hef ég til- heyrt þeim,“ segir Þóroddur en nið- urlag verksins er „framhald síðar“. „Allt byggist þetta á því hvernig við skilgreinum okkur sjálf og hópana sem við tilheyrum. Ég hef mikið velt þessu fyrir mér í fyrri verkum og held því áfram hér. Hvers vegna dregur fólk sig saman? Þetta tengist oftar en ekki þjóðerniskenndinni og við sjáum þetta daglega um þessar mundir í stríðinu í Afganistan. Þorri manna stendur saman gegn hryðjuverka- mönnum, „vondu körlunum“. Allt gengur þetta út á skilgreiningu.“ En það eru ekki stríð og hörmung- ar sem eru Þóroddi efst í huga. Þvert á móti. „Fegurðin er mínar ær og kýr. Ég leitast stöðugt við að koma henni á framfæri. Fá fólk til að staldra við,“ segir hann og tekur upp búrhníf sem liggur fyrir framan hann á borðinu í kaffistofu Akademíunnar þar sem við sitjum. Hann verður óvænt að atriði í málflutningi listamannsins. Kjör- dæmi. „Sjáðu þennan hníf hérna! Fegurð- in blasir við okkur. Ef við viljum sjá hana. Það er þetta sem ég er alltaf að glíma við – og reyna að túlka.“ Aumingja hnífurinn fer hjá sér þegar Þóroddur leggur hann frá sér. En svei mér ef hann hefur ekki fríkk- að! Fegurðina fangar Þóroddur í myndbandsverki, sem strangt til tek- ið er ekki á sýningunni en má nálgast á slóðinni http://www.kvikmynd.is/ thorodduroggabriel á Netinu. „Við Gabriel Garcia Márquez deil- um sömu hugmyndum um lífið. Kannski er það blekking ein, en enn hefur engum tekist að sjá í gegnum þá blekkingu,“ segir Þóroddur en á myndbandinu les hann brot úr texta eftir Nóbelsskáldið, þar sem það veg- samar manngæsku og kærleik. „Breyttu í dag eins og morgundag- urinn renni aldrei upp…“ Tré í felum Í þriðja lagi getur að líta á sýningu Þórodds þrjú ljósmyndaverk sem öll kallast á, Camouflage gata, Cam- ouflage tré og Camouflage hús. Hvaða feluleikur er þetta? „Fyrstu myndina, af trénu, tók ég þegar ég bjó í Japan. Gatan mín var uppfull af svona camouflage-trjám. Þau heilluðu mig. Það er fróðlegt að sjá tré reyna að fela sig inni í miðri borg, þar sem það liggur auðvitað vel við höggi. Síðan fór ég að sjá þessi tré víðar, í París og á Spáni. Götu-myndin er frá Spáni. Hús-myndin er líka frá Spáni, þar sem ég dvaldist um skeið í haust. Það var merkilegt að sjá þetta sama mynstur í húsinu sem ég bjó í,“ segir Þóroddur en á myndinni má sjá vegg skipta um ham. Myndlistarmenn fagna kreppunni Þóroddur hefur haft hægt um sig undanfarin misseri, síðasta einkasýn- ing hans var í Nýlistasafninu 1998 en um líkt leyti sýndi hann á Mokka. Hann hefur þó tekið þátt í nokkrum samsýningum síðan. „Ástæðan fyrir því hvað ég hef sýnt lítið er tvíþætt. Annars vegar hef ég verið upptekinn við að koma mér upp þaki yfir höfuðið og hins vegar er því ekki að neita að ástandið í myndlist- arlífinu hérna heima hefur verið af- leitt.“ Það stendur til bóta. „Samfara kreppunni er Eyjólfur að hressast. Við fögnum kreppunni, myndlistar- menn. Það kann að hljóma undarlega en þannig er þetta nú samt. Þegar kreppa skellur á hætta menn að velt- ast í allsnægtum og verða reiðir á ný. Reiðin kallar á sköpun, framsýni. Menn eru þegar farnir að stinga sam- an nefjum og leita leiða til að breyta ástandinu. Markmiðið er að gera okk- ur sýnilegri fyrir hinum alþjóðlega myndlistarheimi. Það er tími til kom- inn. Peningarnir eru til, þetta snýst bara um það hvernig á að nota þá. Það þarf að búa til verðmæti úr íslenskri myndlist, því á endanum snýst þetta allt um markaðssetningu og sölu- mennsku. Því fyrr sem menn viður- kenna það, þeim mun betra.“ Að sögn Þórodds eru þó ekki allir myndlistarmenn á sama máli. „Mörg- um finnst ástandið ekkert slæmt. Við tökum þátt í einni og einni norrænni sýningu erlendis og allt er í himna- lagi. Sýningin í Corcoran-safninu í Washington er gott dæmi um þetta. Eflaust ágæt sýning en það er bara ekki þetta sem skiptir máli. Þetta er bara landkynning, ekki kynning á myndlist. Myndlistarmenn þurfa ekki á því að halda að vera alltaf settir í samhengi. Það er líka einkenni á ís- lenskri myndlist að menn eru alltaf að bíða eftir að vera uppgötvaðir. En við getum ekki beðið endalaust. Við verð- um að bjóða fremstu sýningarstjór- um heims til landsins, þeir koma ekki annars, og sýna þeim hvað við erum að gera. Þannig eigum við möguleika á að komast þangað sem hlutirnir eru að gerast.“ Það er sum sé sitthvað í deiglunni. Sýning Þórodds stendur til 31. jan- úar 2002. orri@mbl.is Morgunblaðið/Þorkell Þóroddur Bjarnason við verk sitt Camouflage tré. Fegurðin blasir við Á myndlistarsýningu í ReykjavíkurAkademíunni, sem er opnuð í dag, fjallar Þóroddur Bjarnason um sjálfan sig og umhverfi sitt. Orri Páll Ormarsson ræddi við listamanninn um upplýsingar, fegurð, tré í felum, útrás íslenskrar myndlistar og sitthvað fleira. LEIKFÉLAG Ólafsfjarðar frum- sýnir í kvöld gamanleikinn Barið í brestina í Tjarnarborg. Leikritið er eftir Guðmund Ólafsson sem jafnframt leikstýrir. Leikfélagið er 40 ára um þess- ar mundir og fékk Guðmund til að setja upp verk af því tilefni. Guðmundur er Ólafsfirðingur og fór þá leiðina að skrifa sjálfur verkið nú í haust. Leikritið gerist á sambyggðri heilsugæslustöð og elliheimili á einum degi, segir frá lífi fólksins sem þar býr og starfar og hvern- ig það leysir vandamál sem upp koma eins og til dæmis óvænta heimsókn heilbrigðisráðherrans og ýmislegt fleira. Næstu sýningar verða þriðju- daginn 4. og sunnudaginn 9. des- ember kl. 20.30. Nýr gamanleikur sýndur á Ólafsfirði Morgunblaðið/Helgi Jónsson Guðný Ágústsdóttir, Sigríður Ingimundardóttir og Björn Þór Ólafsson. Ólafsfirði. Morgunblaðið.
Qupperneq 1
Qupperneq 2
Qupperneq 3
Qupperneq 4
Qupperneq 5
Qupperneq 6
Qupperneq 7
Qupperneq 8
Qupperneq 9
Qupperneq 10
Qupperneq 11
Qupperneq 12
Qupperneq 13
Qupperneq 14
Qupperneq 15
Qupperneq 16
Qupperneq 17
Qupperneq 18
Qupperneq 19
Qupperneq 20
Qupperneq 21
Qupperneq 22
Qupperneq 23
Qupperneq 24
Qupperneq 25
Qupperneq 26
Qupperneq 27
Qupperneq 28
Qupperneq 29
Qupperneq 30
Qupperneq 31
Qupperneq 32
Qupperneq 33
Qupperneq 34
Qupperneq 35
Qupperneq 36
Qupperneq 37
Qupperneq 38
Qupperneq 39
Qupperneq 40
Qupperneq 41
Qupperneq 42
Qupperneq 43
Qupperneq 44
Qupperneq 45
Qupperneq 46
Qupperneq 47
Qupperneq 48
Qupperneq 49
Qupperneq 50
Qupperneq 51
Qupperneq 52
Qupperneq 53
Qupperneq 54
Qupperneq 55
Qupperneq 56
Qupperneq 57
Qupperneq 58
Qupperneq 59
Qupperneq 60
Qupperneq 61
Qupperneq 62
Qupperneq 63
Qupperneq 64
Qupperneq 65
Qupperneq 66
Qupperneq 67
Qupperneq 68
Qupperneq 69
Qupperneq 70
Qupperneq 71
Qupperneq 72
Qupperneq 73
Qupperneq 74
Qupperneq 75
Qupperneq 76
Qupperneq 77
Qupperneq 78
Qupperneq 79
Qupperneq 80
Qupperneq 81
Qupperneq 82
Qupperneq 83
Qupperneq 84

x

Morgunblaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.