Morgunblaðið - 01.12.2001, Síða 39

Morgunblaðið - 01.12.2001, Síða 39
LISTIR MORGUNBLAÐIÐ LAUGARDAGUR 1. DESEMBER 2001 39 EINSTÖK BÖRN - stuðningsfélag barna með sjaldgæfa sjúkdóma Jólakort til styrktar félaginu Einstökum börnum eru komin út Myndin er að þessu sinni eftir Gunnar Karlsson myndlistarmann. Kortin eru í stærð 15x21. Umslögin eru sjálflímandi. Kortin eru bæði til prentuð og óprentuð. Fimm korta pakkningar kosta 550 kr. Pöntunarsímar 568 2661 og 699 2661, arka@li.is . LÍFRÆNA – vélræna, sýning Einars Más Guðvarðarsonar, fjallar um lífið og tilveruna, hvernig mað- urinn mótar landið og lífið mótar manninn, hvernig er að lifa í heimi sem er bæði lífrænn og vélrænn, og tímann og umbreytingu allra hluta í tímans rás. Þetta eru miklar pæl- ingar og sýningin virðist vera kafli á leið listamannsins til víðari skiln- ings á lífinu. Verkin á sýningunni eru fjögur og mynda eina heildstæða innsetn- ingu. Við innganginn er sýnt mynd- bandsverk þar sem tunglið sést koma upp, frá vinstri til hægri. Í forgrunni er stór skipakrani. Hinum megin við vegginn er granítverk á gólfi með skautlaga gat sorfið ofan í og tvö fótspor, en verkið heitir Táknmynd sammannlegrar athafn- ar. Ráði nú hver fyrir sig en ég skildi þetta sem táknmynd frjósemi og sköpunar. Á veggnum fyrir ofan granítverkið hangir klukka sem undirstrikar þema sýningarinnar sem tengist því hvernig allt er und- irorpið tímanum sem enginn fær stöðvað. Við annan vegg er verk gestsins á sýningunni, Bjarne Lönnros, en það er búið til úr ljósu graníti. Á enda- vegg er titilverkið; Lífræna/vél- ræna. Myndbandsupptöku af sjó er varpað á vegg en á leiðinni þangað skellur myndin á þremur granít- verkum sem minna á brotna vél- arhluta. Í sýningarskrá veltir Einar því fyrir sér hvort myndvarpið geti umbreytt steinunum líkt og hafið umbreytir landinu, sem er áhuga- verð spurning. Allítarlegur texti í sýningarskrá með ljóðrænum vangaveltum Ein- ars leikur ekki minna hlutverk en verkin sjálf í að koma koma hugsun hans á framfæri. Má þar sjá margar fallegar vangaveltur, þó að ekki séu settar fram neinar ákveðnar skoð- anir eða lausnir. Á einum stað segir t.d. „… í ákveðnum aðstæðum eru þessi þrjú granítform gerð til að bregðast við og hegða sér á líf- rænan hátt við viss skilyrði í ákveðnum aðstæðum.“ Er Einar kannski að vísa til þess að formin séu leifar af gömlum vélum sem komist hafa til valda en tapað í stríðinu við manninn? Hérna verður manni á að hugsa til bandarísku bíó- myndarinnar Tortímandans þegar mennirnir áttu í stríði við vélar auk þess sem myndin Matrix fjallaði um svipaða veröld, stjórnað af vélum. Til að ná einhverjum heildstæð- um skilaboðum út úr sýningunni þarf áhorfandinn að sökkva sér ofan í hana og kemst þá aðeins nær hug- arheimi listamannsins og þeim boð- skap sem settur er fram. Einar er ekki nógu skýr í því sem hann vill segja og svo virðist sem hann hafi ofunnið sýninguna. Mér finnst t.d. að sýningar eigi að geta staðið án langs ljóðræns útskýringartexta og gestur sýningarinnar finnst mér óþarfur. Verk hans sker sig ekkert frá verkum Einars og gæti allt eins verið eftir Einar sjálfan. Það er eins og Bjarne viti sjálfur heldur ekki al- mennilega hvað hann er að gera þarna. Jafnframt finnst mér Einar vera of bundinn efninu. Hvaða máli skiptir það hvers lenskt granítið er sem höggvið er úr þegar um jafn hugmyndafræðilega innsetningu er að ræða og raunin er? Sýningin er mjög fagmannlega unnin en ákveðnari framsetningu vantar til að annars áhugavert um- fjöllunarefni komist betur til skila. Lífræna – vélræna eftir Einar Má Guðvarðarson. Vélarn- ar taka völdin MYNDLIST Listasafn Reykjavíkur – Hafn- arhús Einar Már Guðvarðarson og gestur hans: Bjarne Lönnroos. Sýningunni er lokið. INNSETNING Þóroddur Bjarnason
Síða 1
Síða 2
Síða 3
Síða 4
Síða 5
Síða 6
Síða 7
Síða 8
Síða 9
Síða 10
Síða 11
Síða 12
Síða 13
Síða 14
Síða 15
Síða 16
Síða 17
Síða 18
Síða 19
Síða 20
Síða 21
Síða 22
Síða 23
Síða 24
Síða 25
Síða 26
Síða 27
Síða 28
Síða 29
Síða 30
Síða 31
Síða 32
Síða 33
Síða 34
Síða 35
Síða 36
Síða 37
Síða 38
Síða 39
Síða 40
Síða 41
Síða 42
Síða 43
Síða 44
Síða 45
Síða 46
Síða 47
Síða 48
Síða 49
Síða 50
Síða 51
Síða 52
Síða 53
Síða 54
Síða 55
Síða 56
Síða 57
Síða 58
Síða 59
Síða 60
Síða 61
Síða 62
Síða 63
Síða 64
Síða 65
Síða 66
Síða 67
Síða 68
Síða 69
Síða 70
Síða 71
Síða 72
Síða 73
Síða 74
Síða 75
Síða 76
Síða 77
Síða 78
Síða 79
Síða 80
Síða 81
Síða 82
Síða 83
Síða 84

x

Morgunblaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.