Morgunblaðið - 01.12.2001, Page 40
HEILSA
40 LAUGARDAGUR 1. DESEMBER 2001 MORGUNBLAÐIÐ
Spurning: Mér fannst athyglisverð
greinin þín um þunglyndislyf í Mbl.
nýlega. Eitt fannst mér þó vanta í
hana; hve gríðarleg framför hefur
orðið í þessum lyfjaflokki und-
anfarna áratugi. Alvarlegt þung-
lyndi er skelfilegur sjúkdómur og
mér finnst of lítið gert af því að lýsa
fyrir fólki fyrstu einkennum hans –
að ég tali nú ekki um þegar hann er
kominn á alvarlegt stig. Sjálfur
lenti ég í þessu á miðjum 8. ára-
tugnum. Mér var búið að líða
skelfilega illa langan tíma og einn
morguninn, þegar ég ætlaði á fæt-
ur og til vinnu, neituðu fæturnir að
bera mig – mér leið eins og ég væri
á blýþyngdum kafaraskóm. Ég
ætla ekki að lýsa skelfingunni sem
ég upplifði – ég hélt að ég væri að
lamast. Smám saman komst ég á
fætur og fór til læknis. Þegar ég
hafði lýst þessu fyrir honum sagði
hann þetta vera þunglyndi á alvar-
legu stigi. Ég varð mjög hissa –
flest annað hefði mér dottið í hug
þótt ég væri á þessum tíma undir
gríðarlegu álagi vegna vinnu.
Ég fékk ávísun á geðlækni.
Hann reyndist mér vel og gaf mér
lyfseðil fyrir tryptisol, sem ég var á
í nokkur ár. Það læknaði þunglynd-
ið en því fylgdu hins vegar skelfi-
legar aukaverkanir, mér var t.d.
aldrei sagt að vara mig á að drekka
ekki áfengi verandi á tryptisol –
sem gat verið skelfilegt.
Ég komst út úr þessum víta-
hring og losnaði við tryptisol með
því að fara að stunda innhverfa
íhugun sem ég gerði í mörg ár.
En „svarti hundurinn“, eins og
Árni Tryggvason leikari nefndi
þunglyndið í bók sinni, var ekki bú-
inn að gleyma mér því eftir hjarta-
skurðaðgerð tuttugu árum seinna
lenti ég aftur í svona lægð. Þá hafði
ég gleymt innhverfri íhugun (hefði
þurft að fara á annað námskeið) en
fékk fluoxetin (prosac) hjá heim-
ilislækninum. Það hjálpaði og ekki
ætla ég að bera saman hliðarverk-
anir þess og tryptisol, sem voru
ólíkt minni, en hins vegar finnst
mér ástæða til að nefna að ein af
áberandi hliðarverkunum þessa
nýja lyfs, a.m.k. hvað mig varðar,
er að það steindrepur alla kynferð-
islega löngun. Þess vegna er ég að
hugsa um að taka aftur upp inn-
hverfa íhugun.
Svar: Það er rétt að á und-
anförnum áratugum hafa orðið
miklar framfarir í meðferð á þung-
lyndi þótt enn sé langt í land að við
ráðum almennilega við þennan ill-
víga sjúkdóm. Þunglyndi getur
verið misalvarlegt, allt frá smáveg-
is depurð og kvíða og yfir í algert
svartnætti með sjálfsvígshugleið-
ingum, og allt þar á milli. Einkenn-
in fara eftir því hve alvarlegur
sjúkdómurinn er. Algeng byrj-
unareinkenni eru svefnleysi (t.d. að
vakna of snemma), lystarleysi og
almennt áhuga- og framtaksleysi.
Þetta getur þróast yfir í það að
sjúklingurinn getur ekki einbeitt
sér eða tekið ákvarðanir, hann lok-
ar sig af og getur hvorki tekið þátt í
gleði né sorg annarra, tekur ekki
þátt í samræðum, fyllist vonleysi
og fer æ oftar að hugsa um dauð-
ann. Sumir fá annars konar ein-
kenni og allt er þetta mjög ein-
staklingsbundið. Þeim þunglyndu
líður oft verst þegar skemmtilegast
er hjá öðrum og má þar nefna há-
tíðir eins og jól og nýár og svo á
vorin þegar náttúran er að lifna úr
vetrardvala. Þunglyndi er oftast
sveiflukennt, það kemur í mis-
löngum köstum og á milli kasta er
sjúklingurinn alveg eðlilegur eða
því sem næst eðlilegur.
Meðferð við þunglyndi getur
verið ýmiss konar og fer hún m.a.
eftir því á hve alvarlegu stigi sjúk-
dómurinn er. Við þunglyndi í væg-
ari kantinum er hægt að beita sam-
talsmeðferð, náttúrulyfjum
(Jóhannesarjurt), innhverfri íhug-
un eða öðru í þeim dúr eins og bréf-
ritari lýsir. Við alvarlegu þunglyndi
þarf næstum alltaf að beita lyfja-
meðferð auk ýmiss konar stuðn-
ingsmeðferðar og oft þarf að leggja
sjúklinginn inn á sjúkrahús meðan
ástandið er verst. Sjúklingar með
alvarlegt þunglyndi eru stundum í
aukinni sjálfsvígshættu þegar lyfin
eru að byrja að verka vegna þess
að þau auka framkvæmdasemi áð-
ur en þunglyndið sjálft fer að
lagast; á þessu tímabili þarf þess
vegna að fylgjast vel með þeim.
Tryptisol tilheyrir flokki gamalla
þunglyndislyfja sem hafa oft kröft-
uga verkun en geta haft ýmsar
óþægilegar aukaverkanir vegna
þess að lyfin hafa margs konar
áhrif á taugar í miðtauga- og út-
taugakerfi. Þau geta t.d. verið
varasöm fyrir sjúklinga með
hjartasjúkdóm, gláku eða stækk-
aðan blöðruhálskirtil, þau geta
valdið blóðþrýstingsfalli og hafa ró-
andi verkun sem eykur verulega
áhrif áfengis. Þessi lyf auka oft
matarlyst og sjúklingarnir þyngj-
ast, stundum óhóflega mikið. Ekki
má samt gleyma því að margir
sjúklingar hafa verulegt gagn af
þessum lyfjum án teljandi auka-
verkana. Á síðustu 10–15 árum
hafa verið að koma á markað lyf
með miklu sértækari verkun á heil-
ann og þar af leiðandi minni tíðni
aukaverkana. Lyfið fluoxetin er
eitt elsta lyfið í þessum flokki og
hefur notið mikilla vinsælda. Þessi
lyf geta haft aukaverkanir eins og
aukna svitamyndun, niðurgang og
fleiri meltingartruflanir, lyst-
arleysi, svima, minnkaða kynhvöt
og margt fleira. Aukaverkanir
þessara lyfja eru sjaldgæfari og
vægari en eldri lyfjanna en á móti
kemur að verkunin á þunglyndi er
líklega ekki eins öflug. Til eru fleiri
lyf við þunglyndi en hér hafa verið
nefnd og oft þarf að prófa sig áfram
fyrir hvern sjúkling til að finna
hentugustu meðferðina.
Meðferð við þunglyndi
MAGNÚS JÓHANNSSON LÆKNIR SVARAR SPURNINGUM LESENDA
Framfarir
í meðferð
Lesendur Morgunblaðsins geta spurt
lækninn um það sem þeim liggur á hjarta.
Tekið er á móti spurningum á virkum dög-
um milli klukkan 10 og 17 í síma 5691100
og bréfum eða símbréfum merkt: Vikulok.
Fax 5691222. Einnig geta lesendur sent
fyrirspurnir sínar með tölvupósti á net-
fang Magnúsar Jóhannssonar:
elmag@hotmail.com.
ekki. Merkjanlegur árangur náðist
jafnvel meðal þeirra sem reykja mik-
ið daglega, unglinga og reykinga-
manna sem sögðust lítt tilbúnir til að
hætta.
Dr. Jean-Francois Etter við Genf-
arháskóla, sem stjórnaði rannsókn-
inni, sagði að tölvuforrit sem yki lík-
ur á að fólk hætti að reykja og sem
væri aðgengilegt stórum hluta reyk-
ingafólks opnaði möguleika á að
koma í veg fyrir ýmsa sjúkdóma sem
tengjast reykingum.
Tölvuforritið er hægt að nálgast
ókeypis á slóðinni www.stop-tab-
ac.ch og er boðið á frönsku, þýsku,
ensku, ítölsku og dönsku.
TÖLVUFORRIT get-
ur hjálpað reykinga-
mönnum að losna und-
an fíkninni, að því er
fram kemur í rannsókn
vísindamanna í Genf í
Sviss.
Niðurstöður rann-
sóknarinnar voru birt-
ar í nóvemberhefti
læknaritsins Archives
of Internal Medicine.
Vísindamennirnir
telja að sérstakt tölvu-
forrit, sem styður þá
sem vilja hætta að
reykja, auki líkur á að
reykingamönnum tak-
ist að losna úr viðjum
tóbaksins og segja að
þetta eigi jafnvel við um þá sem ólík-
legastir séu til að ná árangri. Þeir
segja forritið geta hjálpað allt að 3,8
milljónum reykingamanna í Vestur-
Evrópu til að hætta, en alls munu
reykingamenn þessa heimshluta
vera um 105 milljónir talsins.
2934 reykingamenn tóku þátt í
rannsókninni, allt fólk sem reykti
daglega. Þeim var skipt í tvo hópa og
fékk annar tölvuforritið en hinn
reyndi að hætta af sjálfsdáðum.
Persónuleg
ráðgjöf
Tölvuforritið er byggt þannig upp
að notandinn svarar spurningum og
mótar þannig persónulegt viðmót
forritsins. Þeir sem notuðu forritið
voru 2,6 sinnum líklegri til að hætta
að reykja en þeir sem notuðu það
Tölvuforrit gegn
reykingum
TENGLAR
..............................................
www.stop-tabac.ch
PR Newswire.
Sérblað alla
sunnudag
H E I L B R I G Ð S K Y N S E M I
LÝSI&LIÐAMÍN
Allra liða
bót
án A og D vítamína
Hvað er
Liðamín?
Liðamín inniheldur
amínósýruna
glúkósamín, sem er
hráefni til viðgerðar á
brjóski, og kondróítín
sem er eitt algengasta
byggingarefnið í
liðbrjóski.
Hvers vegna
lýsi?
Lýsið í Lýsi & Liðamíni
inniheldur a.m.k. 30% af
omega-3 fitusýrum.
Rannsóknir sem gerðar
hafa verið á liðagigt
benda til þess að við
reglubundna neyslu á
omega-3 fitusýrum dragi
úr einkennum eins og
stirðleika á morgnana,
verkjum og þreytu.
www.lysi.is
Y
D
D
A
/
SÍ
A