Morgunblaðið - 01.12.2001, Side 41
HEILSA
MORGUNBLAÐIÐ LAUGARDAGUR 1. DESEMBER 2001 41
MARGIR sem verið hafa í heilsu-
átaki undanfarið, borðað hollan mat
og hreyft sig fyrir jólin hafa eflaust
leitt hugann að þeim freistingum
sem boðið er upp á yfir jólahátíðina.
Bandaríkjamenn þekkja þetta
vandamál vel og nú hefur næring-
arfræðingurinn Rella Rotonda gefið
nokkur góð ráð til þess að auðvelda
fólki að halda heilnæmu mataræði og
línunum í lagi yfir jólin:
– Ekki sleppa máltíðum til að eiga
inni hitaeiningar, það leiðir oftast
nær til ofáts. Leggðu áherslu á að
hafa það sem þú borðar í veislum og
matarboðum í samræmi við hitaein-
ingainntöku þína yfir daginn.
– Takmarkaðu það magn sem þú
borðar af hitaeiningaríkum mat.
Veldu frekar ferskt grænmeti, létt
kex, brauð og ávexti. Notaðu ídýfur
og hitaeiningaríkt meðlæti í hófi.
– Ákveddu fyrirfram hvað þú ætl-
ar að borða og settu þér markmið. Ef
þú veist að borinn verður á borð
ákveðinn réttur sem þú getur ekki
staðist, fáðu þér lítinn skammt og
njóttu hans. Ekki fá samviskubit yfir
neyslu hitaeiningaríks matar, en
takmarkaðu hann.
– Ef þú átt sjálf/ur að mæta með
rétt í veislu, veldu léttan rétt með
fáum hitaeiningum og lítilli fitu.
Þetta tryggir að þú hefur a.m.k. einn
heilsusamlegan rétt til að snæða í
veislunni.
– Borðaðu eitthvað létt áður en þú
mætir í veislur. Aldrei mæta svöng/
svangur í veislur.
– Ekki standa of nálægt hlaðborð-
inu. Veldu hvað þú ætlar að borða,
færðu þig frá borðinu og njóttu fé-
lagsskapar annarra.
– Vertu þér meðvitandi um hita-
einingainnihald áfengra drykkja ef
þú drekkur áfengi.
Við þetta bætir Rotunda að hóf-
semi er best til að halda heilsusam-
legu mataræði. Samkvæmt áður-
nefndum heilræðum getur
hátíðarmatur auðveldlega passað inn
í heilsusamlegt mataræði.
Haldið í línurn-
ar yfir jólin
Morgunblaðið/Einar Falur
Allt er best í hófi, líka um hátíðarnar.
TENGLAR
..............................................
www.summahealth.org
www.manneldi.is
Mikið úrval af
fallegum
rúmfatnaði
Skólavörðustíg 21, Reykjavík, sími 551 4050
Súrefnisvörur
Karin Herzog
Oxygen face
Geisladiskahulstur
aðeins 500 kr.
NETVERSLUN Á mbl.is