Morgunblaðið - 01.12.2001, Side 42

Morgunblaðið - 01.12.2001, Side 42
42 LAUGARDAGUR 1. DESEMBER 2001 MORGUNBLAÐIÐ Hallgrímur B. Geirsson. Styrmir Gunnarsson. Framkvæmdastjóri: Ritstjóri: STOFNAÐ 1913 Útgefandi: Árvakur hf., Reykjavík. Aðstoðarritstjórar: Karl Blöndal, Ólafur Þ. Stephensen. Fréttaritstjóri: Björn Vignir Sigurpálsson. FULLVELDISDAGURINN GEORGE HARRISON SAMÁBYRGÐ Á FÁTÆKT OG SJÚKDÓMUM Ífrétt á forsíðu Morgunblaðsins í gær var sagt frá þvíað nær átján milljónir barna lifa við sára fátækt íMið- og Austur-Evrópu og fyrrverandi lýðveldum Sovétríkjanna. Fátæktin hefur aukist sl. tíu ár frá því kommúnisminn hrundi en mest er hún í ríkjum fyrrver- andi Sovétríkjanna. Á þeim slóðum er þriðja hvert barn vannært og tveir þriðju lifa innan fátæktarmarka. Eymd og fátækt er víðar að finna. Milljónir götubarna í Suður-Ameríku eru staðreynd og aðgengi heimsbyggð- arinnar að hreinu vatni er hratt vaxandi vandamál. En einn stærsti faraldur sem farið hefur um heimsbyggðina undanfarna áratugi er útbreiðsla alnæmis. Alnæmisvand- inn í heiminum er gríðarlegur en talið er að um fjörutíu milljónir manna séu smitaðar af HIV-vírusnum í heim- inum. Þar af smituðust fimm milljónir af vírusnum í ár, og þrjár milljónir létu lífið af völdum hans á þessu ári. Alnæmisvandinn er langumfangsmestur í Afríku, sunnan Sahara, þar sem alnæmi er helsta dánarorsök fólks. Í sumum löndum eins og Botswana er einn af hverj- um þremur smitaður af alnæmi og í Suður-Afríku einn af hverjum níu. En alnæmisvandinn breiðist enn út og fer hratt vaxandi í Asíu, Austur-Evrópu og fyrrverandi lýð- veldum Sovétríkjanna eins og sjá má á fréttaumfjöllun Morgunblaðsins í dag sem er tileinkuð alþjóðlegum degi alnæmis. Vandamálin sem blasa við heimsbyggðinni og fyrirsjá- anleg vandamál sem bresta munu á fyrr en síðar eru gríð- arleg. Engin lausn er í sjónmáli á mörgum þeirra sem að mestu leyti herja á fátækari þjóðir heimsins. En í því felst einmitt stór hluti vandans. Þjóðir hins vestræna heims einblína fremur á að leysa vandamál sem standa þeim nær en fjarlæg vandamál, sem þó eru í mörgum tilvikum mun alvarlegri og umfangsmeiri. Fjármögnun rannsókna á sjúkdómum sem herja einkum á fátækar þjóðir hefur ekki gengið sem skyldi. Slík verkefni eru vanrækt þar sem þau eru ekki fremst í forgangsröðun fjármagnsaðila og stór- fyrirtækja. Lyf halda til dæmis „lífinu í mörgum alnæm- issjúklingum í ríkum löndum á meðan milljónir manna í fátækum löndum deyja löngu fyrir aldur fram og skilja eftir sig eymd, milljónir munaðarleysingja og efnahags- hrun“, skrifaði Jeffrey Sachs, prófessor í hagfræði við Harvard-háskóla, í Morgunblaðið fyrr á þessu ári. Samt sem áður höfum við lifað við alnæmisvandann í um tutt- ugu ár og fylgst með honum vaxa á þessum fátæku svæð- um. Átaksaðgerðir hjálparstofnana duga skammt þegar barist er við svo stóran vanda og betur má ef duga skal, alþjóðasamfélagið þarf að sýna vilja og láta til sín taka. Kofi Annan, framkvæmdastjóri Sameinuðu þjóðanna og Nóbelsverðlaunahafi, benti á það fyrir nokkrum dög- um að töluvert fé hefði safnast í sjóð til að berjast gegn al- næmi. Samt sem áður skorti enn verulega á pólitískan vilja og áhuga heimsins til að taka á þessu vandamáli. „Líf eftir 11. september hefur fengið okkur til að hugsa meira og dýpra um hvernig heim við viljum búa börnum okkar. Það er sami heimur og við vildum hinn 10. september – heimur þar sem barn deyr ekki úr alnæmi á hverri ein- ustu mínútu,“ sagði Annan í tilefni alþjóðadags alnæmis í ár. Hvort sem það er barn sem deyr úr alnæmi í Botswana, barn sem deyr úr vatnsskorti í Eþíópíu eða barn sem deyr úr hungri í fyrrverandi lýðveldum Sovétríkjanna kemur það öllum við. En til þess að láta okkur þessi mál varða verðum við að frétta af þeim. Fjölmiðlar bera ríka ábyrgð á því að gera slíkum málum góð skil. Hvers vegna er jafn alvarlegu máli og fátækt átján milljóna barna ekki slegið upp í stórri forsíðufrétt? Hvers vegna er alltaf minnst á eymdina og fátæktina í fjarska í framhjáhlaupi? Gerir fólk sér ekki grein fyrir að á bak við tölur um milljónir sem þjást eru enn fleiri milljónir mannlegra harmleikja sem uppfullir eru af sorg, grimmd og eymd. Með því að vekja meiri athygli á slíkum atburðum er líklegra að fleiri láti sig þá varða og séu tilbúnir að leggja sitt af mörkum til að hjálpa. Stjórnmálamenn og aðrir sem hafa fjárveitingarvald bera einnig ríka ábyrgð og ættu að hafa tekið höndum saman um lausnir á jafn sorglegum málefnum og alnæm- isvandanum fyrir löngu. Nelson Mandela, fyrrverandi forseti Suður-Afríku og Nóbelsverðlaunahafi, sagði í við- tali við Morgunblaðið í sumar: „Ég dáist ekki að fólki vegna stöðu þess í samfélaginu eða í ríkisstjórn. Ég dáist að fólki sem gerir það sem í þeirra valdi stendur til að bæta stöðu annarra lifandi manna. Fólki sem gerir það sem það getur til að koma í veg fyrir fátækt, sjúkdóma og ólæsi.“ Ef valdastéttir heimsins hefðu hugarfar Mandela gæti verið að þær færu í auknum mæli að takast á við hin raun- verulegu vandamál nútímans því þau munu ekki hverfa, heldur vaxa á komandi árum. Fullveldisdagurinn, 1. desember, er einn merkasti dag-urinn í sögu Íslands. Þennan dag árið 1918 varð Ísland til sem sjálfstætt ríki, þótt það væri áfram í konungssam- bandi við Danmörku. Það skref, sem stigið var 1. desember 1918, var að mörgu leyti miklu stærra en það, sem stigið var 17. júní 1944 þegar konungssambandinu var sagt upp og lýðveldið stofnað. Árið 1918 fengu Íslendingar ríkisvaldið í sínar hendur og sjálfsforræði allra sinna mála, en lýðveld- isstofnunin 1944 hafði fremur ríka táknræna merkingu, enda var þá endanlega sagt skilið við dönsku krúnuna. Það er því full ástæða til að minnast 1. desember og halda daginn hátíðlegan, ekki síður en 17. júní. Því miður hefur 1. desember smátt og smátt vikið til hliðar í huga þjóðarinnar. Síðari ár hefur hann fyrst og fremst verið há- tíðisdagur stúdenta, en full ástæða væri til að gera meira úr þessum degi og nota hann til að ræða inntak og gildi þeirra verðmæta, sem Íslendingar fengu í sínar hendur 1918. Það er ekkert sjálfgefið að smáþjóð eigi sitt eigið ríki; lykil að áhrifum á alþjóðavettvangi og sæti við margvísleg samningaborð. Það var enn síður sjálfgefið árið 1918. Stað- reyndin er þó sú að íslenzka þjóðin eignaðist þá eigið full- valda ríki, nokkuð sem ýmsar margfalt fjölmennari þjóðir, sem ekki standa Íslendingum á nokkurn hátt að baki í sam- kennd og þjóðarvitund eða í menningarlegu tilliti, hafa aldrei eignazt. Ekkert ógnar þeirri mikilvægu staðreynd um þessar mundir. Hins vegar er ljóst að Íslendingar fengu fullveldið á grundvelli raka um að hér byggi sérstök og sjálfstæð þjóð, með eigin tungu og menningararf. Það eru verðmæti, sem okkur ber að rækta og hlúa að um alla fram- tíð. Við verðum aftur á móti líka að ræða hvernig við tökum á móti þeim mikla fjölda nýrra Íslendinga, sem vill búa hér og taka þátt í þjóðlífinu en á ekki sömu tungu og menning- ararf og þeir, sem fyrir eru. Hvernig veitum við þeim hlut- deild í fullveldi okkar og tryggjum hollustu þeirra við ís- lenzka ríkið? Við mættum líka gjarnan nota fullveldisdaginn til að ræða hvernig inntak fullveldisins hefur breytzt – hvernig það verður í æ ríkara mæli tryggt og eflt með því að deila því með öðrum þjóðum í alþjóðlegu samstarfi. Viðburðir á alþjóðlegum vettvangi snerta okkur æ meir – sumir myndu segja að þeir skertu í ríkari mæli fullveldið, ráðrúm ís- lenzkra stjórnvalda til að taka sjálfstæðar ákvarðanir í mál- um er varða hagsmuni landsins. Á móti kemur að tækifær- um okkar hefur fjölgað til að nýta alþjóðlegt samstarf til að hafa áhrif á hina alþjóðlegu þróun í þágu hagsmuna okkar. Tvö nýleg dæmi eru annars vegar góður árangur íslenzkra samningamanna við að fá sérstöðu landsins viðurkennda í viðræðum um framkvæmd Kyoto-bókunarinnar og hins vegar samþykkt Heimsviðskiptastofnunarinnar, sem Ís- land beitti sér mjög fyrir, um að unnið skuli að afnámi rík- isstyrkja í sjávarútvegi. Okkur ber skylda til að halda á lofti mikilvægi þeirra sögulegu kaflaskipta, sem urðu með því að Ísland fékk full- veldi, og við eigum líka að ræða hvernig við notum og varð- veitum fullveldið. Enginn dagur er betur til þess fallinn en 1. desember. Með George Harrison er genginn merkur tónlist-armaður, sem átti sinn þátt í að gera Bítlana að því áhrifamikla menningarfyrirbrigði, sem sú hljóm- sveit varð. George Harrison stóð lengst af í skugganum af þeim John Lennon og Paul McCartney, sem án efa fylla hóp merkustu tónlistarmanna okkar samtíma. George Harrison mótaði ekki síður en félagar hans sérstakan stíl Bítlanna og hljóm enda skapandi og framsækinn tónlistarmaður. Beztu lög hans munu lifa ekki síður en þau sem þeir Lennon og McCartney sömdu enda tónlist fjórmenninganna frá Liverpool sí- gild. Stiglitz er nú prófessor viðColumbia háskólann í NewYork, en var um tíma með-al efnahagsráðgjafa Clint- ons Bandaríkjaforseta og um nokk- urra ára skeið aðalhagfræðingur Alþjóðabankans í Washington. Í október síðastliðnum var tilkynnt að hann hlyti Nóbelsverðlaunin í hagfræði 2001. Stiglitz skilaði skýrslu sinni til Seðlabankans í júní og hefur Seðla- bankinn gefið hana út og hana er meðal annars að finna á heimasíðu bankans. Hér á eftir eru birtir í heild sinni þeir tveir hlutar af samantekt Seðlabankans um meginefni skýrslu Stiglitz sem snúa sérstak- lega að Íslandi. Að auki er fjallað um þá tvo hluta sem eru almenns eðlis. Algeng líkön að ýmsu leyti ófullnægjandi Í fyrsta hluta samantektarinnar er fjallað um lítil og opin hagkerfi almennt og þar segir meðal annars að algeng líkön af litlum og opnum hagkerfum séu að ýmsu leyti ófull- nægjandi vísbendingar um æskileg- ar efnahagsaðgerðir, því þau séu svo mikið einfölduð að þau séu ónot- hæf til að lýsa sem skyldi aðstæðum sem koma upp. Þessi líkön geri ráð fyrir að hærri vextir auki framboð erlends fjármagns sem er að öðru óbreyttu til þess fallið að styrkja gengi innlenda gjaldmiðilsins. Ef hærri vextir auki hættu á vanskil- um, sérstaklega í mjög skuldsettum löndum, sé ekki sjálfgefið að fram- boð erlends fjármagns aukist þegar vextir hækki. Efnahagsvandi Íslands Þá segir í samantekt Seðlabank- ans: „Næst fjallar Stiglitz um þann efnahagsvanda sem Íslendingar glíma við um þessar mundir: 1. Íslenska hagkerfið glímir um þessar mundir við mörg þeirra vandamála sem hrjá lítil og opin hagkerfi sem nýlega hafa afnumið höft á fjármagnshreyfingar. Ísland hefur fylgt stefnu í peninga- og fjár- málum sem mætti halda að væri skynsamleg. Samt sem áður hefur viðskiptahalli landsins aukist í 7% af VLF 1998/1999 og fór yfir 10% á árinu 2000. Það virðist vera ein- dregin skoðun flestra að þessi halli sé ekki sjálfbær. Lykilatriðið er hins vegar ekki hvort viðskiptahall- inn er sjálfbær, heldur með hvaða hætti hann leitar jafnvægis. Mun lækkun viðskiptahallans leiða til mikillar lækkunar á genginu? Mun hún leiða til fjármálakreppu? Og mun þessi kreppa hafa langvarandi áhrif á hagkerfið? Lykilatriðið, hvað stefnu stjórnvalda snertir, er hvernig koma má í veg fyrir fjár- málakreppu og/eða lágmarka nei- kvæð áhrif slíkrar kreppu. 2. Hagkerfið hefur á undanförn- um árum verið að ganga í gegnum mikla uppsveiflu. Hagvöxtur hefur verið mikill og atvinnuleysi hefur nánast horfið. Þetta er í sjálfu sér jákvætt. Það sem veldur áhyggjum er hins vegar hugsanleg ofhitnun hagkerfisins og hættan á því að ójafnvægið sem myndast við slíka ofhitnun leiði til kreppu. 3. Besta vísbending um ofhitnun hagkerfis er verðbólga. Verðbólga hefur vaxið á Íslandi að undan- förnu, en samt ekki jafn mikið og búast mætti við þegar litið er til uppgangsins í hagkerfinu. Verð- bólgan ætti hins vegar að lækka á ný þegar verðhækkanir af völdum gengissigs eru gengnar yfir. Þegar verðbólgusaga íslenska hagkerfis- ins er höfð í huga er ef til vill skilj- anlegt að mikil áhersla sé lögð á að ná verðbólgunni niður. rannsóknir hafa hins vega skaðsemi hóflegrar verðbó Verðbólga virðist hafa lítil in áhrif á hagvöxt, og sv sem vel útfærðar aðgerðir að draga úr verðbólgu mjög kostnaðarsamar, þ.e. burði við ábata uppgangstí 4. Athygli íslenskra stj ætti um þessar mundir að mun meira mæli að viðsk anum en verðbólgu. Það fer stæðum hvort viðskipta vandamál eða ekki. Ef v hallinn er notaður til þess magna fjárfestingu einkaa arðsemi fjárfestinganna lega nægja til þess að greið vaxtakostnað þjóðarbúsi skiptahalli af þessum toga að hafa nein áhrif að mark krónunnar. Þegar úr fjá dregur minnkar einfaldl skiptahallinn án þess að g lögun þurfi að koma til. 5. Á undanförnum áru verið afgangur af fjárlögum raungengi krónunnar hafi uppsveiflunni var hækku minni en á fyrri vaxtarske miðað er við meðaltöl fy virðist gengi krónunnar e verið of hátt skráð á árinu síðan hefur það lækkað Viðskiptahallinn sem Íslan um þessar mundir virðist þ vera til kominn vegna fjár né af of háu gengi krónunn þriðju hlutar af viðskipta anna 1997-2000 skýrast a andi sparnaði einkaaðila þriðji af aukinni fjárfestin arleg aukning útlána á þe um bendir til þess að auk fjármagnsflutningum hafi legu leyti valdið viðskiptah anfarinna ára. 6. En er sú staðreynd skiptahallinn á rætur sínar til hegðunar einkaaðila t um það að ríkið þurfi ekke hafast vegna hallans? N endilega. Þegar betur er ríkið nefnilega meiri þá skiptahallanum en virðist fyrstu sýn. Að svo miklu markaðsaðilar telja gen fast líta þeir á það sem t sem ýti undir erlendar Bankakerfið er að hluta Úttekt Nóbelsverðlaunahafa Viðskip helsti Seðlabanki Ís fyrra við hagf um að hann g kerfi, einkum þ legan stöðugl samantekt Se Bandaríski Nób

x

Morgunblaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.