Morgunblaðið - 01.12.2001, Page 47

Morgunblaðið - 01.12.2001, Page 47
MINNINGAR MORGUNBLAÐIÐ LAUGARDAGUR 1. DESEMBER 2001 47 leyft í tíma og ótíma. Þar mátti finna gersemar engu líkar sem sýndu tæplega aldar líf á Eyjólfsstöðum í hnotskurn. Það var ekki nóg með að húsið væri uppspretta endalausra ævin- týra. Gönguferðir með ömmu í Skinnhúfuhelli þar sem tröllkonan stóð steinrunnin við hellismunann komu ímyndunaraflinu af stað og frásagnir af Skinnpylsu fengu barnshjartað til að slá hraðar. Í garðinum, sem var stolt ömmu með háum trjám og miklum blómskrúði, var einnig hægt að hverfa inn í æv- intýraheim þar sem ljón og tígrisdýr voru á hverju strái. Árvissar berja- ferðir með ömmu í brekkurnar ofan við Eyjólfsstaði eru einnig minni- stæðar. Þær eru tengdar þeim spennandi tíma þegar afi lagði upp með blokksúkkulaði í hnakktösk- unni í heiðargöngur. Amma átti góða ævi. Samband þeirra afa var ástríkt og Hanna var henni stoð og stytta. Eftir að amma, afi og Hanna fluttu á Mýrarbrautina naut amma þess að geta tekið virkan þátt í félagslífi og ferðast, ekki ein- göngu um Ísland þvert og endilangt heldur einnig um lönd og álfur. Há- punkturinn var e.t.v. Kínaferðin sumarið 1999, en í henni fögnuðu amma og afi gullbrúðkaupsafmæl- inu. Líklega hafði hvorugu þeirra dottið í hug fimmtíu árum fyrr að þau ættu eftir að standa á Kína- múrnum og fagna fimmtíu ham- ingjuríkum árum. Amma hafði unun af söng og tón- list og hún tók þátt í kór- og kirkju- starfi af lífi og sál. Trúin var henni ákaflega mikilvæg og eflaust hefur hún veitt henni huggun og styrk er leið að lokum. Þegar við systkinin lítum til baka sjáum við hversu mikil forréttindi það eru að hafa alist upp við ástríki á borð við það sem amma veitti okkur. Amma kenndi okkur að trúa á hið góða í hverjum manni og umgangast meðbræður okkar og allt sköpunarverkið af virðingu. Við biðjum algóðan guð að vaka yfir ömmu um ókomna tíð og sendum elsku afa og Hönnu frænku innileg- ar samúðarkveðjur. Magnús, Ingvar, Björn Huldar og Ingibjörg Hanna. Það er bjart yfir minningunum sem við systurnar eigum frá Eyj- ólfsstöðum og fólkinu þar. Fyrst voru það Jenný „amma“ og Bjarni sem réðu þar búi og síðar tóku dótt- ir þeirra Lillý og maður hennar Doji við búskapnum. Eyjólfsstaðir voru jafnframt æskuheimili móður okkar Kristínar, einnig kölluð Lillý, en í kringum 1940 seldi Þorsteinn afi okkar Bjarna jörðina. Áður höfðu Bjarni og Jenný búið í Hvammi sem er næsti bær. Strax á unga aldri urðu Lillý og móðir okkar nánar vinkonur enda á svipuðum aldri. Var það ævi- löng vinátta sem aldrei bar skugga á. Við systurnar eigum margar góð- ar og dýrmætar minningar frá dvöl okkar á Eyjólfsstöðum. Þegar for- eldrar okkar voru að koma undir sig fótunum í Reykjavík hjálpaði móðir okkar til við heyskapinn og hafði okkur eldri systurnar ungar með sér. Sú yngsta var síðan í „kaupa- vinnu“ nokkur sumur. Heimsóknirnar voru árvissar og alltaf var einhver ævintýraljómi yfir þeim. Fyrstu árin þurfti að róa yfir Vatnsdalsá og fylgdi því mikill spenningur. Þegar komið var heim í bæ voru allir umfaðmaðir og boðnir velkomnir af einstakri hlýju. Ekki leið svo á löngu áður en þær syst- urnar Lillý og Hanna voru búnar að töfra fram veisluborð. Aldrei skild- um við hvernig þetta var hægt, en frystikistan í búrinu var sú stærsta sem við höfðum augum litið. En Lillý var ekki einungis snill- ingur í matargerð, hún hafði líka mikinn áhuga á blómarækt. Norð- urstofan á Eyjólfsstöðum var stofan þeirra Lillýjar og Doja og er hún í minningunni eins konar helgidómur, sem maður gekk inn í með lotningu. Stofan lýsti Lillý og áhugamálum hennar á margan hátt. Þarna voru myndir af fjölskyldunni og vinum, framandi blómstrandi stofublóm, handavinna og aðrir fallegir munir. Lillý var sannkallaður fagurkeri og bar heimilið þess merki. Kringum Lillý var alltaf léttleiki og jákvæðni og þessi mikla hlýja, sem jafnframt einkenndi hjónaband hennar og Doja. Þeir sem eru þess umkomnir að gefa mikið af sjálfum sér búa yfir innri friði og jafnvægi. Lillý var slík manneskja. Elsku Doji og Hanna. Við sendum ykkur og fjölskyldunni okkar inni- legustu samúðarkveðjur. Margrét Þóra, Sigrún og Guðmunda Hrönn Guðlaugsdætur. Í dag kveðjum við Ingibjörgu Bjarnadóttur eða Lillý eins og hún var jafnan kölluð. Lillý var einstak- lega hjartahlý og glaðlynd kona. Hún var listræn og mikill fagurkeri. Foreldrar hennar Jenný og Bjarni tóku við búi af föðurafa okkar og ömmu að Eyjólfsstöðum í Vatnsdal. Mikill vinskapur tókst á milli þess- ara fjölskyldna. Eflaust hafa sterkar taugar föðurfólks okkar til Eyjólfs- staða og einstök gestrisni þeirra Bjarna og Jennýjar ráðið þar mestu um. Þegar Bjarni og Jenný hættu búskap þá tók Lillý og maður henn- ar Ingvar Steingrímsson eða Doji við búskapnum ásamt Hönnu systur Lillýjar. Bjarni og Jenný bjuggu þó áfram á Eyjólfsstöðum til æviloka. Fyrir nokkrum árum hættu Lillý og Doji búskap og fluttu til Blönduóss ásamt Hönnu. Alltaf var einstaklega vel tekið á móti okkur þegar við fórum norður. Tvær okkar systra urðu þeirrar gæfu aðnjótandi að fá að vera í sveit nokkur sumur á Eyjólfsstöðum. Við eigum margar góðar minningar um Lillý og veru okkar í Vatnsdalnum. Kallið er komið, komin er nú stundin, vinaskilnaðar viðkvæm stund. Vinirnir kveðja vininn sinn látna, er sefur hér hinn síðsta blund. Margs er að minnast, margt er hér að þakka. Guði sé lof fyrir liðna tíð. Margs er að minnast, margs er að sakna. Guð þerri tregatárin stríð. Far þú í friði, friður Guðs þig blessi, hafðu þökk fyrir allt og allt. Gekkst þú með Guði, Guð þér nú fylgi, hans dýrðarhnoss þú hljóta skalt. (Vald. Briem.) Við vottum Doja, Hönnu, Heiðu, Steingrími, Jennýju, Bjarna, Nonna, tengdafólki, barnabörnum og öðrum vinum, okkar dýpstu samúð. Megi Guð vera með ykkur. Marta, Sigrún og Steinunn Ósk Konráðsdætur og fjölskyldur. Það varð hlutskipti þeirra Eyj- ólfsstaðahjóna, Ingvars Steingríms- sonar og Ingibjargar Bjarnadóttur, að hverfa frá jörð sinni og búi er ald- ur og vinnulúi fór að gera vart við sig. Leið þeirra lá til Blönduóss, sem fleiri sveitunga þeirra, en aðrir tóku þann kost að fara alla leið í drauma- staðinn Reykjavík eða einhvern ann- an stað sem hagkvæmt þótti. Fram- ansögð fá orð bregða upp mynd af því sem gerst hefir í vaxandi mæli í þjóðlífi okkar Íslendinga á síðustu árum og komið hart við mörg sveit- arfélög og heila landshluta svo að til tvísýnu horfir, meira að segja í góð- sveitum. Þau Ingvar og Ingibjörg fundu hvort annað strax á unga aldri. Þá bjuggu foreldrar beggja, um skamman tíma, á höfuðbólinu Hvammi í Vatnsdal, en foreldrar Ingibjargar fluttu sig um set að næsta bæ, góðbýlinu Eyjólfsstöðum árið 1938, er Þorsteinn Konráðsson, er þar hafði búið frá árinu 1903, flutti ásamt stórri fjölskyldu til Reykjavíkur. Góð umgengni og snyrtimennska hafði fylgt Eyjólfsstöðum. Á því varð engin breyting er þau Bjarni Jónasson og Jenný Jónsdóttir, for- eldrar Ingibjargar, tóku við jörð- inni. Hagsæld og aukin umsvif fylgdu þroska barna þeirra til full- orðinsára. Sonurinn Jón endurreisti búskap á Bakka ásamt með eigin- konu sinni Kristínu Lárusdóttur frá Grímstungu og dóttirin Ingibjörg og Ingvar Steingrímsson gerðust bændur á Eyjólfsstöðum í sambýli við foreldra hennar, en yngri dótt- irin Jóhanna var að mestu heima og með einstakri samheldni mynduðu þessar fjölskyldur sterka heild inn- an sveitarfélagsins. Heimilishættir voru í föstum skorðum og glaðværð ríkti er dró að sér gesti og traust vináttusambönd mynduðust. Árin liðu. Bjarni bóndi andaðist árið 1981 og Jenný kona hans tíu árum síðar árið 1991, en búskapurinn á Eyjólfs- stöðum hélt áfram í höndum yngri hjónanna með traustri aðstoð Jó- hönnu systur Ingibjargar. Samstarf þeirra systranna var einstakt og ná- ið og þáttur Jóhönnu mikill í heim- ilishaldinu og uppeldi barna þeirra hjóna. Árin liðu, börnin fóru úr for- eldrahúsum, leið húsráðendanna á Eyjólfsstöðum lá til Blönduóss en samheldni fjölskyldunnar hélt áfram. Gleðin ríkti og snyrti- mennskan á nýju heimili. En lífið er hverfult og nú hefir Ingibjörg safn- ast til forvera sinna. Það urðu örlög hennar tíu árum eftir andlát móður hennar. Hún hafði notið hamingju og ástríkis eiginmanns og fjölskyldu og vináttu annarra þeirra en hún átti samleið með á lífsleiðinni. Ingibjörg Bjarnadóttir seildist ekki til félagslegra áhrifa utan heim- ilis síns en innan þess fór hún með þau af hógværð og naut því eftirlæt- is. Hún unni hljómlist og söng og starfaði með kirkjukór Undirfells- sóknar frá unglingsárum og síðan með kór Blönduósskirkju, meðan kraftar leyfðu. Hún hafði blæfallega sópranrödd og var góður og traust- ur félagi. Gleðistunda naut hún af heilum huga og með hógværð. Í dansi var hún „góð dama“ ávallt vel klædd og snyrtileg. Hennar verður gott að minnast. Sjálfur þakka ég góð kynni og gott samstarf við Ingibjörgu frá Eyjólfsstöðum, fyrst í sveitinni okk- ar, Vatnsdalnum, og síðan á Blöndu- ósi. Á þau ber engan skugga. Eig- inmanni Ingibjargar, frænda mínum Ingvari, börnum þeirra, systkinum hennar og öðrum vandamönnum votta ég samhug og bið blessunar Almættisins. Grímur Gíslason. „Nú fæ ég aldrei að sjá hana Lillý aftu,“ sagði níu ára gömul dóttir okkar klökk og leit okkur ásökunar- augum. Þegar við kvöddum ná- granna okkar á Mýrarbraut 33 í júlí sl. áttum við ekki von á öðru en að hitta þau öll hress og kát ári síðar. En nú er það komið á daginn að við kvöddum góða vinkonu okkar, hana Lillý, fyrir fullt og allt. Það er svo margt sem kemur upp í hugann þegar maður lætur hugann reika rúm sex ár aftur í tímann. Við vorum ekki búin að búa marga daga á Mýrarbraut 31, sumarið 1995, þeg- ar börnin okkar hurfu að heiman án þess að láta vita af ferðum sínum. Þegar þau komu til baka ljómuðu þau út að eyrum, södd og sælleg. „Við vorum í kaffi hjá Lillý, Doja og Hönnu.“ Þar með var lagður grunn- ur að vináttu sem varað hefur síðan og verið allri fjölskyldunni dýrmæt. Við erum þakklát fyrir allar þær góðu stundir sem við og börnin okk- ar áttum með Lillý og munum varð- veita þær í minningunni. Elsku Doji og Hanna, missir ykk- ar er mikill en við vonum að Guð verði með ykkur og styrki. Baldur, Ragna, Björn Grétar og Jóhanna Ásdís, Þrándheimi. Minningarkort Hjartaverndar 535 1825 Gíró- og greiðslukortaþjónusta                                              !"#   $               !" #  #  $     %& '( ))*   +,! '( ))*  '( )  $'( )  *- . +,! )*  .   '( ))*  *+ '( ))*  + +! + + +!  + + + +! $ &           /%001 23 4 ( (  5* + "6       ' () #*    +,% * -      #       ,%  * % ./%/0% *- 7 )8 * )*  0 08 ,! / )*  3 &(  $/    9  ) )*    /   3 9  :3;* )*   ( 5 /   %,   )*  + +! $ 3%% '% '  & -(  !<6  &:     .1% * 2     ) $  ) ) $ 3           '= ' >0%/    : ?       !    4      +1% * 5      6       7%  * % .0%/0% -     8     % -     )  !  ) +! + +!  + + +! $

x

Morgunblaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.