Morgunblaðið - 01.12.2001, Síða 56
UMRÆÐAN
56 LAUGARDAGUR 1. DESEMBER 2001 MORGUNBLAÐIÐ
Fyrri menn, er fræðin kunnu,
forn og klók af heiðnum bókum,
slungin mjúkt af sínum kóngum,
sungu lof með danskri tungu.
Í þvílíku móður máli
meir skyldumk eg en nökkur þeira
hrærðan dikt með ástarorðum
allsvaldanda kóngi að gjalda.
Þetta erindi er úr meistara-
verki Eysteins Ásgrímssonar, því
er hann nefndi Lilju, en blóma-
heiti eins og Lilja og Rósa voru
oft notuð til að tákna Maríu
guðsmóður. Bragarhátturinn er
hrynhenda, mörgum sinnum eft-
ir tilurð þessa kvæðis kallaður
Liljulag. Hrynhendur háttur vík-
ur því aðeins frá dróttkvæðum
hætti, að atkvæði í hverri brag-
línu eru átta í stað sex. Fjöldi
braglína er jafn, og rím er með
sama hætti, skothendingar í
ójöfnu vísuorðunum, en aðal-
hendingar í hinum jöfnu. Sjáum
aðeins rímið: í fyrstu braglínu
menn-kunn, í annarri klók-bók, í
þriðju ung-kóng, í fjórðu sung-
tung, í fimmtu víl-mál, í sjöttu
meir-þeir, í sjöundu ærð-orð og í
lokabraglínunni ald-ald.
Þetta er allt hárrétt og gaman
að sjá hvað Eysteinn hefur verið
málfimur og næmur, þegar hann
rímar saman víl í þvílíkur og ál í
máli.
Íslenska er hér að fornum sið
kölluð dönsk tunga, og kvæðin
sem fornmenn kváðu til lofs kon-
ungum sínum, voru „slungin
mjúkt“, það er liðlega saman
sett, og er Eysteinn raunar eng-
inn eftirbátur þeirra.
En, segir Eysteinn, úr því
þetta tíðkaðist í heiðnum sið, að
skáld kvæðu lof um jarðneska
konunga, hversu meir væri hann
þá ekki skyldugur að yrkja á
þessu sama móðurmáli, það er ís-
lensku, vel gert kvæði um þann
konung sem öllu réði, það er guð
almáttugan, eða á hann kannski
við Krist?
Engin furða er, þótt það orð
legðist á, að „allir vildu Lilju
kveðið hafa“, og þarf að bíða
sálma Hallgríms Péturssonar til
að finna eitthvað sambærilegt
eða betra.
Heyrum svo aftur hvernig mál
meistarans hrynur í „hrærðum
dikt“:
Veri kátar nú virða sveitir.
Vættig þess, í kvæðis hætti
vórkynni, þótt verka þenna
vandag miðr en þætti standa.
Varðar mest til allra orða,
undirstaðan sé réttlig fundin,
eigi glögg þótt eddu regla
undan hljóti að víkja stundum.
Ekki sakar að geta þess, að
undirstaða í þessu erindi merkir
skilningur, ekki grundvöllur.
Fimmta og sjötta lína merkja
sem sagt: Mestu skiptir um allt
sem sagt er að það skiljist rétt.
Séra Snorri var þegar á æsku-
skeiði manna hraðkvæðastur. Og
þá er hann var skólasveinn í
Skálholti gerðist hann svo bratt-
stígur í lærdómi að margir læri-
meistarar og gamlir latínugránar
máttu fara að gá að sér. Er það í
minnum haft að um það bil sem
hann útskrifaðist úr skóla, þá
ber þar að garði franskan tign-
armann á staðnum, og hafði sá
meðferðis látínubók eigi alllitla,
og var látína á þeirri svo
harðsnúin, einkum á seinni part-
inum, að þar var einginn maður í
lærifeðratölu er þættist geta út-
lagt slíkan texta. Var þá til
kvaddur Snorri á Húsafelli.
Snorri leit á bókina og glotti, en
síðan tók hann til og snaraði á ís-
lensku hverju orði sem þar var í
letur fært, rétt einsog það væri
annað móðurmál hans, og stóðu
kríngum hann prestar, lærifeður
og fransmenn einsog nokkrir sól-
argapar af undrun yfir slíkum
lærdómi. En þá er Snorri var
spurður þess mörgum árum
seinna hvílík sú látína hefði verið
er þar ráku skálholtsprestar í
vörðurnar, þá hlær hann við lít-
inn þann og segir að slíkt var
eigi furða með því fyrri helm-
íngur bókarinnar var á grísku en
seinniparturinn á hebresku.
Unglingur utan kvað:
Mælti Kristín: Mér þykir frú Metta
mögnuð að leyfa sér þetta;
úti á grundu
um árdegis stundu
herra Aðalstein klæðum að fletta.
Orðið maður merkir stundum
karlmaður, en stundum bæði
kynin, og ég mæli með því. Kon-
ur eru tvímælalaust menn, en
karl er hinsvegar ónothæft um
konuna. Mér finnst rétt að segja
beri karl og kona, með fullri
virðingu fyrir skáldsögu Jóns
Thoroddsens, Maður og kona.
Þið hafið trúlega veitt því at-
hygli, að í frændmálum okkar
hefur haldist upphaflegt n, þar
sem ð er komið í íslensku. Þetta
byggist á því að nnr breytist í ðr
í íslensku. Þetta kalla menn
ófullkomna samlögun. Þessi
breyting gat gengið til baka, sem
betur fór, t.d. í mannsnafninu
Finnur, en ð-ið hefur haldist, t.d.
í suður.
Ævagamalt er að man(n)
merki bæði karl og konu yfir-
leitt, þó að orðið hefði einnig sér-
merkinguna karl. Þessa sjást
merki jafnvel í fornri indversku
og í gotnesku biblíunni, sem
Wulfila (Ylfill) byskup þýddi á
seinni hluta 4. aldar, er ni manna
= engin(n), en það á sér skilgetið
afkvæmi í þýsku niemand.
Í enska orðinu woman = kona
er fyrri hlutinn sami og okkar víf
(í þýsku das Weib). Enska orðið
var í gömlu máli wiman („víf-
maður“).
ÍSLENSKT MÁL
Umsjónarmaður Gísli Jónsson
1.138.þáttur
Hér birtist 1.138. og síðasti þáttur Gísla Jónssonar um íslenzkt mál. Gísli skilaði
honum til blaðsins 26. nóvember sl. en hann lézt að kvöldi sama dags. Þátturinn
er birtur að höfðu samráði við aðstandendur Gísla. Morgunblaðið þakkar Gísla
Jónssyni langa samfylgd og óþreytandi varðstöðu um íslenzkt mál.
FYRSTI landsfund-
ur Samfylkingarinnar
er nú að baki og var
hann glæsilegri en
nokkurn óraði fyrir.
Þingfulltrúar voru um
500 að jafnaði og auk
þess sótti fundinn
fjöldi manna til að
fylgjast með og taka
þátt í málstofum eða
öðrum viðburðum
þingsins. Ljóst er af
viðtökunum og fundin-
um að jafnaðarmenn
eiga öflugan vettvang í
þeim jafnaðarflokki
sem Samfylkingin er.
Mikil málefnavinna fór
fram og var ályktað um alla helstu
málaflokka. Ég vil gera tvo þeirra
að umtalsefni hér, Evrópu- og vel-
ferðarmálin.
Evrópumálin í forgrunni
Í Evrópumálum voru stigin
ákveðin mikilvæg skref. Lögð var
fram Evrópubókin, sem er gerð af
fjölmörgum sérfræð-
ingum víða að. Þar eru
brotin til mergjar
samningsmarkmið Ís-
lendinga ef kemur til
umsóknar um aðild að
Evrópusambandinu.
Hún er framhald
þeirrar miklu umræðu
og fundaherferðar,
Evrópuúttekarinnar,
sem Samfylkingin
gekkst fyrir á síðustu
mánuðum.
Það kom fram hjá
Össuri Skarphéðins-
syni formanni og fleir-
um sem fylgst hafa
með þessari úttekt og
vinnu að kostirnir við aðild að Evr-
ópusambandinu eru fleiri en gall-
arnir. Eftir að hafa verið efasemda-
maður um Evrópusambandsaðild
lengi vel er ég einnig komin að
þeirri niðurstöðu eftir að hafa farið
yfir þessi mál. Það er komið að því
að við gerum upp við okkur hvort
við sækjum um aðild að ESB og tel
ég tímabært að við sendum inn um-
sókn. Ljóst er að EES-samningur-
inn dugar skammt og stækkun sam-
bandsins mun gera okkur erfiðara
fyrir að halda hagsmunum okkar
fram. Það er einnig óviðunandi að
geta ekki komið að gerð stórs hluta
þeirrar lagasetningar sem okkur
ber að lögfesta hér á landi.
Í ljósi lýðræðishefðarinnar sem
skapast hefur í flokknum var sam-
þykkt tillaga formanns um að
flokksmenn allir kæmu að ákvörðun
í þessu stóra máli, í póstkosningu,
eftir frekari umræðu í félögunum.
Ný þjóðarsátt –
traust atvinnulíf
Landsfundur Samfylkingarinnar
lýsti því yfir að eitt af verkefnum
flokksins væri að treysta stoðir at-
vinnulífsins í landinu. Eins og mál-
um er nú komið yrði það ekki gert
nema með því að hefja á ný þríhliða
samstarf stjórnvalda, atvinnulífs og
samtaka launafólks, sem núverandi
ríkisstjórn hefur markvisst brotið
niður en reyndist farsælt í upphafi
síðasta áratugar sem grunnur að
góðærinu. Stöðugleika verður ekki
náð að nýju nema í nánu samráði
við samtök launafólks. „Sem ábyrg-
um jafnaðarflokki ber Samfylking-
unni að stuðla að raunhæfum efna-
hagslausnum sem tryggja
samkeppnishæfni atvinnulífsins,
treysta kaupmátt og atvinnustig til
lengri tíma og skuldsetja ekki kom-
andi kynslóðir,“ segir í ályktun
landsfundarins.
Öflug velferðarþjónusta
Velferðarmálin voru mikið rædd
á fundinum og var ein aðalmálstof-
an tileinkuð þeim málaflokki. Þar
var farið yfir stöðu Íslands í alþjóð-
legum samanburði í heilbrigðis- og
félagsmálum undir kjörorðunum
„Auðsköpun og velferð“.
Fundurinn tók undir þá tillögu
þingmanna flokksins að í samráði
Jafnaðarflokkur-
inn Samfylkingin
Ásta R.
Jóhannesdóttir
Stjórnmál
Ljóst er af viðtökunum
og fundinum, segir Ásta
R. Jóhannesdóttir, að
jafnaðarmenn eiga öfl-
ugan vettvang í þeim
jafnaðarflokki sem
Samfylkingin er.
KUNERT
WELLNESS
Sokkabuxur
Hnésokkar
Ökklasokkar
iðunn
tískuverslun
2. hæð, Kringlunni, sími: 588 1680
v/ Nesveg, Seltjarnarnesi, sími: 561 1680
G
læ
si
le
g
a
r
g
ja
fa
vö
ru
r Skál
kr. 8.350
Mörkinni 3, sími 588 0640
Opið mán.-fös. frá kl. 12-18.
Lau. frá kl. 11-14.