Morgunblaðið - 01.12.2001, Page 57

Morgunblaðið - 01.12.2001, Page 57
UMRÆÐAN MORGUNBLAÐIÐ LAUGARDAGUR 1. DESEMBER 2001 57 Í þessari nýju og hörkuspennandi Útkallsbók Óttars Sveinssonar er lýst ótrúlegum mannraunum þegar óveður gekk yfir Ísafjarðardjúp í febrúar 1968. Breski sjómaðurinn Harry Eddom komst einn af þegar togarinn Ross Cleveland sökk og lýsir hér vistinni í gúmbátnum með látnum félögum sínum og baráttunni við náttúruöflin þegar í land var komið. Þessa óveðursdaga barðist á fimmta hundrað sjómanna við að halda skipum sínum á floti í gífurlegri ísingu í Djúpinu. Þar á meðal var áhöfn togarans Notts County sem strandaði skammt frá þeim stað þar sem Ross Cleveland sökk. Varðskipið Óðinn var statt í Djúpinu og þar um borð þurftu menn að höggva ís upp á líf og dauða. Í þessari einstöku frásögn Harrys Eddoms, Notts County-manna og áhafnar Óðins upplifir lesandinn ógnaratburði sögunnar eins og hann væri sjálfur á vettvangi. Ævisaga Lúkasar Kárasonar er ævintýri líkust. Barnungur bjargaði hann skipshöfn í Steingrímsfirði. Síðar fór hann sem sjómaður til Grænlands, kynntist lífi útigangsmanna í Svíþjóð og endaði á fjarlægari slóðum í Afríku og Asíu en tamt er um aðra landa okkar. Hann var skotinn niður inni á hersvæði í Dakar, flúði undan flóðhestum í Bujumbura, lenti í fangelsi í Tanzaníu og keypti jörð í Zambíu með rósarækt í huga. Með blöndu af húmor og næmri tilfinningu segir Lúkas frá störfum sínum, ferðalögum, ævintýrum og mörgum kynlegum kvistum sem urðu á vegi hans. Syndir sæfara er sönn saga ótrúlegs ævintýramanns. Rauðási 4 I 110 Reykjavík Sími 554 7700 Óttar Sveinsson Á metsölulistaMorgunblaðsins M Á T T U R IN N & D Ý R Ð IN við lífeyrissjóði og samtök lífeyris- þega verði gerður samningur um afkomutryggingu sem hafi það að markmiði að enginn þurfi að una óvissu um framfærslu sína eða lifa í fátækt. Hér er ekki síst um að ræða öryrkja og sjúklinga, með sérstakri áherslu á kjarabætur til ungra ör- yrkja, og sístækkandi hóp aldraðra. Samningurinn verði grunnur nýrra endurskoðaðra laga um almanna- tryggingar. Það er sérstök skylda okkar eins og nú er í pottinn búið að forða einstökum hópum frá fátækt- argildrum. Tryggjum öllum þátttöku í samfélaginu Ítrekað var það lykilstef í stefnu Samfylkingarinnar sem er hin sam- eiginlega ábyrgð manns á manni. Öflug velferðarþjónusta fyrir alla er grunnurinn að réttlátu sam- félagi. Með öflugri velferðarþjón- ustu, almannatryggingum og rétt- látu skattkerfi vill Samfylkingin skapa fjölskyldum og einstakling- um öryggi og tryggja að allir hafi tækifæri til mannsæmandi lífs og fullrar þátttöku í samfélaginu. Það er sérstök skylda okkar að forða einstökum hópum frá fátæktar- gildru. Í því skyni hafa þingmenn Sam- fylkingarinnar lagt fram ítarlegar tillögur og fjölda þingmála. Lagt var til að ráðist yrði í átak til upp- byggingar leiguíbúða á viðráðan- legum kjörum í samvinnu við sveit- arfélög og lífeyrissjóði og valkostum fjölgað fyrir fólk með lágar tekjur og meðaltekjur. Þá var lögð áhersla á mikilvægi forvarna- og uppeldisgildis íþrótta- og æskulýðsstarfs sem öll börn og ungmenni skuli hafa aðgang að í skólum og félagsmiðstöðvum, óháð efnahag foreldra. Frammistaða ríkisstjórn- arinnar í málefnum fatlaðra fordæmd Það var vilji fundarins að hlut sjúklinga í greiðslum fyrir ýmsa heilbrigðisþjónustu yrði stillt í hóf, nóg væri komið af hækkunum til sjúklinga í heilbrigðisþjónustunni. Einnig var samþykkt að settar yrðu reglur um hámarksbiðtíma sjúk- linga eftir þjónustu heilbrigðis- stofnana, en undirrituð hefur flutt frumvarp í þá veru. Auk þess yrði almannatryggingakerfið að skapa þeim sem þurfa að vera frá vinnu vegna langvinnra veikinda barna sinna viðunandi aðstæður. Fundurinn samþykkti að sérstök áhersla yrði lögð á að bæta stórlega þjónustu við geðfatlaða og lang- veika og að ráðist yrði í átak til að útrýma biðlistum eftir greiningu, búsetu, dagþjónustu og skamm- tímavistun fyrir fatlaða í samráði við hagsmunasamtök þeirra. Á fundinum var einnig samþykkt áskorun til stjórnvalda um að sjá til þess að fólki með fötlun og aðstand- endum þess verði veitt sú þjónusta sem því ber samkvæmt lögum um málefni fatlaðra og lýst fullri ábyrgð á hendur félagsmálaráð- herra og ríkisstjórninni vegna skammarlegrar frammistöðu í mál- efnum fatlaðra. Stuðningur við baráttumál aldraðra Landsfundurinn hvatti þingmenn til að vinna bug á því ranglæti að líf- eyrissparnaður sé tvískattaður eða skattaður sem almennar tekjur og því ranglæti að lífeyrisþegar sem einvörðungu byggja afkomu sína á bótum almannatrygginga greiði sem svarar einum mánaðarlaunum í skatt á ári. Landsfundurinn lýsti stuðningi við réttindabaráttu eldri borgara í þessum málum. Höfundur er alþingismaður. Stórhöfða 21, við Gullinbrú, s. 545 5500. www.flis.is  netfang: flis@flis.is lím og fúguefni

x

Morgunblaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.