Morgunblaðið - 01.12.2001, Síða 60

Morgunblaðið - 01.12.2001, Síða 60
UMRÆÐAN 60 LAUGARDAGUR 1. DESEMBER 2001 MORGUNBLAÐIÐ Í VIÐTALI sem birt var í Morgunblaðinu 25. október síðastliðinn segir Birgir Ísleifur Gunnarsson seðla- bankastjóri að rík ástæða sé til að halda vöxtum svo háum sem raun ber vitni. Eru helstu rökin fyrir há- vaxtastefnunni þau að hinir háu vextir séu nauðsynlegir til að halda aftur af verð- bólgu. Þá hafi sam- dráttur á fasteigna- markaði ekki skilað sér í verðlækkunum. Stefna Seðlabankans í vaxtamál- um markast m.ö.o. mjög af því við- horfi að ennþá ríki almenn eftir- spurnarþensla í þjóðfélaginu. Til þess að draga úr þeirri þenslu sé nauðsynlegt, þrátt fyrir að það bitni á rekstrarafkomu fyrirtækja, að halda vöxtum háum, þannig að út- gjöld minnki. Hér verður þó að benda á að upplýsingar Þjóðhags- stofnunar sýna að þenslan sem ennþá eimir eftir af stafar fyrst og fremst frá miklum útgjöldum op- inberra aðila. Hávaxtastefna er ekki rétta leiðin til þess að bregðast við þeim vanda. Slík stefna bitnar fyrst og fremst á útgjöldum einkaaðila til neyslu og fjárfestingar, en þau eru þegar farin að dragast verulega saman og liggja fyrir margvísleg ummerki um það. Seðlabankar í Bandaríkjunum og Evrópu hafa fyr- ir alllöngu tekið að lækka vexti í því skyni að örva útgjöld einstaklinga og fyrirtækja. Íslenski seðlabankinn hefur því miður ákveðið að nota ný- fengið aukið sjálfstæði til þess að leika nokkurn einleik. Er undarlegt að bankinn hafi ekki ennþá komið auga á að verulegs samdráttar er farið að gæta á þeim sviðum, þar sem vaxtastig hefur hvað mest áhrif. Jafet Ólafsson, forstjóri Verð- bréfastofunnar, sagði á sama vett- vangi að vaxtakjörin sem stórum ís- lenskum fyrirtækjum stæðu til boða hér á landi væru í kringum 14%, en á sama tíma byðist er- lendum fyrirtækjum lán með 6–7% vöxtum. Til þess að líta á vaxtamálin frá sjónar- hóli íslensks bygging- ariðnaðar þarf auk þess að hafa í huga að stærsti hluti rekstrar- lána byggingariðnað- arins er í formi yfir- dráttarlána, en þau bera rúmlega 20% vexti. Vaxtabyrði ís- lenskra byggingarfyr- irtækja er því rúmlega þrefalt það sem erlend fyrirtæki greiða. Byggingariðnaðurinn hefur auk þess þá sérstöðu að „framleiða“ fjárfestingarvöru, þar sem smíði eða framleiðslutími er langur. Við þær samdráttaraðstæður sem nú eru óð- um að skapast dregur úr sölu á eignum. Fjárbinding byggingaraðila verður því enn meiri en áður. Áhrif hávaxtanna á byggingariðnaðinn eru því tvíefld. Lítum nánar á það hvort það sé raunhæft hjá Seðlabankanum að bíða með vaxtalækkun uns íbúða- verð hefur lækkað. Í þessu sam- bandi er eðlilegt að huga að þróun byggingarkostnaðar og hvaða áhrif nýlegar opinberar aðgerðir hafa haft þar á. Á síðustu mánuðum hefur verðlag á ýmsum byggingarvörum hækkað töluvert, m.a. vegna gengislækkun- ar krónunnar. Stærstu einstöku þættirnir sem aukið hafa bygging- arkostnað eru hins vegar mikil hækkun á lóðaverði og óhóflegur vaxtakostnaður. Segja má að helsta framlag Reykjavíkurborgar til „lækkunar“ á íbúðaverði hafi falist í því að minnka verulega lóðaframboð og láta síðan bjóða í þær fáu lóðir sem í boði hafa verið á frjálsum markaði! Lóðaverð í Reykjavík hefur því að sjálfsögðu margfaldast frá því sem áður var. Jafnframt hafa verið settar fram kröfur um mjög kostnaðarsamt skipulag. Þegar borgarstjóri var á sínum tíma spurð hvort allt að þre- Hávaxtastefn- an ógnar bygg- ingariðnaði Magnús Stefánsson Bankastræti 3,  551 3635 mat; eau de parfum japanski dömuilmurinn hannaður af MASAKÏ MATSUSHÏMA VERSLUNIN Laugavegi 52, s. 562 4244. Brúðhjón A l l u r b o r ð b ú n a ð u r - G l æ s i l e g g j a f a v a r a - B r ú ð h j ó n a l i s t a r
Síða 1
Síða 2
Síða 3
Síða 4
Síða 5
Síða 6
Síða 7
Síða 8
Síða 9
Síða 10
Síða 11
Síða 12
Síða 13
Síða 14
Síða 15
Síða 16
Síða 17
Síða 18
Síða 19
Síða 20
Síða 21
Síða 22
Síða 23
Síða 24
Síða 25
Síða 26
Síða 27
Síða 28
Síða 29
Síða 30
Síða 31
Síða 32
Síða 33
Síða 34
Síða 35
Síða 36
Síða 37
Síða 38
Síða 39
Síða 40
Síða 41
Síða 42
Síða 43
Síða 44
Síða 45
Síða 46
Síða 47
Síða 48
Síða 49
Síða 50
Síða 51
Síða 52
Síða 53
Síða 54
Síða 55
Síða 56
Síða 57
Síða 58
Síða 59
Síða 60
Síða 61
Síða 62
Síða 63
Síða 64
Síða 65
Síða 66
Síða 67
Síða 68
Síða 69
Síða 70
Síða 71
Síða 72
Síða 73
Síða 74
Síða 75
Síða 76
Síða 77
Síða 78
Síða 79
Síða 80
Síða 81
Síða 82
Síða 83
Síða 84

x

Morgunblaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.