Morgunblaðið - 01.12.2001, Side 69
FRÉTTIR
MORGUNBLAÐIÐ LAUGARDAGUR 1. DESEMBER 2001 69
s k e m m t i l e g a r b æ k u r
„Húmorinn, kraumar á hverri síðu.“
- Fréttablaðið.
Enn ein gagnrýnendarósin í hnappagat
Öddu Ísabellu.
Skáldsaga byggð á ótrúlegum minningum.
Spennandi og dáleiðandi lesning.
s a l k a f o r l a g . i s
O D D N Ý S E N H L Í N A G N A R S D Ó T T I R
MORGUNBLAÐINU hefur borist
ályktun frá Félagi ungra jafnaðar-
manna þar sem segir m.a.: „Ungir
jafnaðarmenn mótmæla harðlega
hugmyndum ríkisstjórnarinnar um
að fresta gildistöku ákvæða laga
um fæðingarorlof. …
Lög um fæðingarorlof eru tví-
mælalaust einn stærsti áfanginn í
jafnréttisbaráttunni. Endanleg
gildistaka laganna mun bæta stöðu
kvenna á vinnumarkaði með áþreif-
anlegum hætti þar sem konur
verða með þeim jafnverðmætur
vinnukraftur og karlar. …
Ungir jafnaðarmenn telja aðhald
í ríkisfjármálum nauðsynlegt en
gagnrýna forgangsröðun ríkis-
stjórnarinnar.
Margir aðrir málaflokkar ættu
að þola niðurskurð á undan jafn-
brýnu máli og lögin um fæðing-
arorlof eru, s.s. ýmis gæluverkefni
einstakra stjórnarþingmanna og
flokka, t.d. hið óskilvirka landbún-
aðarkerfi.“
Mótmæla
frestun fæð-
ingarorlofs
LÝÐSKÓLINN, sem starfað hefur
undanfarin ár hér á landi, starfar nú
í Danmörku – nánar tiltekið í Valle-
kilde á Sjálandi. „Síðastliðið vor-
misseri fóru 16 nemendur undir
stjórn Odds Albertssonar skóla-
stjóra til Vallekilde. Núna á haust-
misserinu fóru 20 nemendur á aldr-
inum 18 til 53 ára utan, og þegar eru
komnir 17 nemendur á lista fyrir
vormisserið,“ segir í fréttatilkynn-
ingu.
„Í lýðskólanum eru brautir, svo
sem tónlist, keramik og margmiðlun,
auk valfaga, leiklistar, ljósmyndun-
ar, matargerðar og myndlistar.
Nemendurnir búa í Vallekilde í fjóra
mánuði á heimavist.“
Morgunblaðið/Pétur Þorsteinsson
Helga Birna Jónasdóttir, Sindri Birgisson og Kristbjörg Þorsteinsdótt-
ir, nemendur á haustmisseri í Lýðskólanum.
Lýðskólinn í Danmörku
JÓLALAND í Vetrargarði Smára-
lindar verður opnað í dag, laugar-
dag, kl. 11 en dagskráin hefst kl.
12.45. Jólalandið er þorp með upp-
lýstum götum og rjúkandi reykháf-
um. Þar verður piparkökukaffihús.
Skólahjómsveit Kópavogs leikur,
Karlakórinn Þrestir syngur jólalög,
kötturinn Keli og Ásta úr Stundinni
okkar tendra ljósin á jólatré Smára-
lindar, jólaball kl. 13.20 og sjá
Magnús Kjartansson og Helga
Möller um tónlistina, von er á jóla-
sveinunum og foreldrum þeirra,
Grýlu og Leppalúða, jólasagan verð-
ur lesin, einnig syngur Hreimur úr
hljómsveitinni Landi og sonum og
fleira.
Í göngugötunni verða harmon-
ikkuleikarar og flautuleikarar, segir
í frétt frá Smáralind.
Jólaland opnað í Smáralind