Morgunblaðið - 01.12.2001, Blaðsíða 70

Morgunblaðið - 01.12.2001, Blaðsíða 70
70 LAUGARDAGUR 1. DESEMBER 2001 MORGUNBLAÐIÐ BRÉF TIL BLAÐSINS Kringlunni 1 103 Reykjavík  Sími 569 1100  Símbréf 569 1329  Netfang bref@mbl.is Allt efni sem birtist í Morgunblaðinu og Lesbók er varðveitt í upplýsinga- safni þess. Morgunblaðið áskilur sér rétt t i l að ráðstafa efninu þaðan, hvort sem er með endurbirtingu eða á annan hátt. Þeir sem afhenda blaðinu efni ti l birtingar teljast samþykkja þetta, ef ekki fylgir fyrirvari hér að lútandi. VIÐ SEM erum báðar hreyfihaml- aðar og notum hjólastóla höfum gegnum árin flogið oft með Flugleið- um og öðrum flugfélögum í Evrópu og Ameríku. Nú nýverið kom þjón- usta sú sem Flugleiðir veita hreyfi- hömluðum fram í sviðsljósið þar sem þeir voru að herða reglur um það hverjir gætu ferðast í flugi án aðstoð- armanna. Þetta leiddi til þess að við fengum margar fyrirspurnir frá vin- um og vandamönnum um það hvern- ig okkur gengi að ferðast með Flug- leiðum. Það er skemmst frá því að segja að þjónusta Flugleiða hefur verið mjög góð. Þegar miði er keypt- ur höfum við látið vita af hreyfihöml- un okkar og þá er það skráð á farseðil og gefið upp hversu mikillar aðstoðar er þörf. Í því felst aðstoð í flugstöð með því að ýta í hjólastólnum út að landgangi flugvélarinnar ef þörf krefur og styðja okkur til sætis, en við getum staðið upp úr hjólastól og komist inn í sæti með aðstoð. Einnig gengur starfsmaður frá því að koma hjólastólnum með í farang- ursrými. Síðan þegar komið er á áfangastað mætir aðstoðarmaður og veitir sams- konar þjónustu, í gegnum vegabréfa- skoðun, að farangri og, ef um milli- lendingu er að ræða, út að næstu vél. Þessi góða þjónusta Flugleiða hef- ur gert okkur kleift að ferðast áhyggjulaust þrátt fyrir fötlun okkar. Þess ber að geta að önnur fer yf- irleitt ein í flugið og nýtur því aðstoð- ar með handfarangur og aðra fylgi- hluti. Við skrifum þetta bréf til að þakka fyrir góða þjónustu, sem kom raunar á óvart þegar við fórum fyrst að ferðast um, því kynning á þessari þjónustu er engin og það er ekki fyrr en maður kynnist henni af eigin raun að maður uppgötvar hvað hún er frá- bær. Við hlökkum til frekari ferða- laga með Flugleiðum og þökkum ánægjuleg samskipti. HAFDÍS HANNESDÓTTIR, Furugrund 70, Kópavogi. SIGURBJÖRG ÁRMANNSDÓTTIR, Þingási 5, Reykjavík. Þakkir til Flugleiða Frá Hafdísi Hannesdóttur og Sigurbjörgu Ármannsdóttur: EINS OG svo oft áður er fátækt fólk í Afganistan nú leiksoppur átaka milli voldugra alþjóðlegra og þar- lendra stríðs- herra. Áður en loftárásirnar hóf- ust í haust var flest venjulegt fólk á vesturlönd- um andvígt þeim, m.a. 90% Íslend- inga. Eftir að loft- árásirnar byrjuðu og flestar ríkis- stjórnir eru búnar að lýsa yfir stuðningi við þær er meiri hluti almennings í heiminum samt á móti þeim. Þannig hefur þetta verið í öllum styrjöldum. Valdsmenn og stríðs- herrar tefla fram hersveitum sínum eins og peðum á borði í banvænu tafli. Þessir skákmenn dauðans hugsa ekki eins og venjulegt fólk. Þeir eru í slagtogi við aðra valds- menn í hernaðar- eða í viðskipta- bandalögum og gráta yfir óförum eða gleðjast yfir sigrum þessara bandamanna sinna. Hinir óbreyttu, venjulegar mann- eskjur, eiga hins vegar erfitt með að sætta sig við að öðru fólki skuli látið blæða út fyrir byssum eða sprengj- um eða verða hungri að bráð af því að tæknuvæddustu og ríkustu lönd heims vilja sprengja burt fyrir því lífsgrundvöllinn. Kannski eru hinir smærri valda- menn heimsins bara eins og strák- arnir eða stelpurnar sem taka þátt í einelti af því þeir þora ekki annað. „Ef við neitum að taka þátt í einelt- inu þá verðum við bara sjálf fyrir því.“ Valdsmennirnir eiga hins vegar fjölmiðla sem þeir nýta til að villa um fyrir fólki í þeirri von að það láti þá í friði á þessari leið sinni til glötunar. En það er önnur leið. Upphaf allra átaka í heiminum er misrétti. Hinir ríku eru stöðugt að verða valdameiri. Ríkidæmi tryggir vopn og völd, og völd tryggja ríki- dæmi. Hinir ríku traðka stöðugt harkalegar á hinum fátækari. Þeim fjölgar stöðugt sem andæfa, en jafn- framt eflist tækni valdsherranna til að halda þeim í skefjum. Á slíkum tímum sem þessum þyk- ir það sjálfsagt jaðra við barnsleg trúarbrögð að vonast eftir betra heimi og friði til handa öllum mann- eskjum. Framtíð og velferð okkar allra byggist samt á því og á því einu að vinna að slíku. Leiðin er að styðja baráttu hinna snauðu fyrir betra lífi, í Palestínu, í Afganistan og annars staðar í heim- inum. Sérhvert skref í slíkum stuðn- ingi eflir trú hinna snauðu á hinu manneskjulega í heiminum. Loft- árásir hinna ríku og auðugu til að tugta til hina kúguðu munu aðeins leiða til þess að fleiri sannfærast um að hryðjuverk séu eina leiðin. Breytum utanríkistefnu Íslands. Ef ríkisstjórn Íslands mundi nú snúa við blaðinu og segja hættið þessu stríði. Ef hún mundi biðja þjóðir Afganistan afsökunar á þeim hörmungum sem hún hefur tekið þátt í að leiða yfir þær og lofa að bæta fyrir brot sín, væri það aðgerð sem yrði tekið eftir um allan heim, mundi leiða til þess að fleiri lýstu slíku yfir, leiða til þess að fólk í Afg- anistan mundi aftur fá trú á hinum vestræna heimi. Hefjum friðarbaráttu sem miðar að slíku. Og þótt okkur takist það ekki núna, skulum við stefna að breyttri utanríkisstefnu Íslands, stefnu friðsamlegra lausna. Úr Nato herinn burt, Ísland verði aldrei aftur þátttakandi í slíku stríði. RAGNAR STEFÁNSSON, jarðskjálftafræðingur. Ísland taki upp friðarstefnu Frá Ragnari Stefánssyni: Ragnar Stefánsson
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.