Morgunblaðið - 01.12.2001, Síða 72

Morgunblaðið - 01.12.2001, Síða 72
DAGBÓK 72 LAUGARDAGUR 1. DESEMBER 2001 MORGUNBLAÐIÐ MORGUNBLAÐIÐ, Kringlunni 1, 103 Reykjavík. SÍMAR: Skiptiborð: 569 1100. Auglýsingar: 569 1111. Áskriftir: 569 1122. SÍMBRÉF: Ritstjórn: 569 1329, fréttir 569 1181, íþróttir 569 1156, sérblöð 569 1222, auglýsingar 569 1110, skrifstofa 568 1811, gjaldkeri 569 1115. NETFANG: RIT- STJ@MBL.IS, / Áskriftargjald 2.100 kr. á mánuði innanlands. Í lausasölu 190 kr. eintakið. Skipin Reykjavíkurhöfn: Skógafoss, Gandí og Mánafoss fara í dag. Hafnarfjarðarhöfn: Venus fór í gær. Fréttir Bókatíðindi 2001. Númer laugardagsins 1. des. er 84.965 Mannamót Aflagrandi 40. Opið hús fimmtud. 6. des. Húsið opnað kl. 19.30, félagsvist kl. 20, kaffi á könnunni. Jólakvöld- verður verður í félags- og þjónustumiðstöðinni Aflagranda 40, föstud. 14. des. Skráning í af- greiðslu, s. 562-2571. Árskógar. Aðventu- stund verður 5. des. kl. 13.30. Sr. Gísli Jón- asson flytur hugvekju. Karlakórinn Kátir karl- ar syngja nokkur lög., Súsanna Svavarsdóttir les úr bókinni Diddú. Kaffihlaðborð. Félag eldri borgara í Hafnarfirði, Hraunseli, Reykjavíkurvegi 50. Á mánudag verður púttað í Bæjarútgerðinni kl. 10 og félagsvist kl. 13.30. Félag eldri borgara, Garðabæ, Jólahlaðborð verður í Kirkjuhvoli föstud. 7. des. Húsið opnað kl. 19. Tryggvi Þorsteinsson leikur á flygil, hugvekja sr. Hans Markús Haf- steinsson. Kór eldri borgara Garðabæjar syngur undir stjórn Kristínar Pétursdóttur, fjöldasöngur. Sighvatur Sveinsson skemmtir og leikur fyrir dansi. Félag eldri borgara, Reykjavík, Ásgarði, Glæsibæ. Kaffistofan opin alla virka daga frá kl. 10–13. Kaffi – blöðin og matur í hádegi. Sunnud. Félagsvist kl. 13.30. Verðlaunaaf- hending. Síðasta fé- lagsvistin fyrir jól. Dansleikur kl. 20, Caprí-tríó leikur fyrir dansi. Mánud: Brids kl. 13. Danskennsla Sig- valda, framhald, kl. 19 og byrjendur kl. 20.30. Þriðjud: Skák kl. 13 og alkort kl. 13.30. Miðvi- kud: Göngu- Hrólfar fara í göngu frá Hlemmi kl. 9.45. Jóla- fagnaður í Ásgarði, Glæsibæ, miðvikud. 5. des. og hefst kl. 20. Hugvekju flytur sr. Pétur Þorsteinsson, prestur Óháða safn- aðarins. Sálmar sungn- ir af söngvökugestum, lesin verða jólasaga og jólakvæði. Kaffihlé, sungin verða jólalög. Danshópur Sigvalda sýnir línudans og dans- að á eftir. Skráning á skrifstofu FEB. Miðar seldir við innganginn. Baldvin Tryggvason verður til viðtals um fjármál og leiðbein- ingar um þau mál á skrifstofu FEB fimmtud. 6. des., panta þarf tíma. Skrifstofan er flutt í Faxafen 12, sama símanúmer og áð- ur. Félagsstarfið er áfram í Ásgarði, Glæsibæ. Uppl. á skrif- stofu FEB kl. 10–16, s. 588-2111. Furugerði 1. Aðventu- skemmtun verður hald- in 6. des. Skemmtunin byrjar kl. 20. Hugvekja sr. Kristín Pálsdóttir, smásaga Jónína H. Jónsdóttir, söngur Ágústa Ágústsdóttir. Furugerðiskórinn syngur. Hátíðarkaffi. Gerðuberg, félagsstarf, Sund og leikfimiæf- ingar í Breiðholtslaug á vegum ÍTR á mánu- og fimmtudögum kl. 19.30. Boccia á þriðjud. fellur niður fram að áramót- um. Mánud. 3. des. kl. 13.30–14.30 bankaþjón- usta. Myndlistarsýning Bryndísar Björns- dóttur opin kl. 13–16. í dag, listamaðurinn á staðnum. Veitingar í veitingabúð. Uppl. um starfsemina á staðnum og í s. 575-7720. Gjábakki. Laufa- brauðsdagur verður í Gjábakka í dag kl. 14. Ungir sem aldnir eru hvattir til þátttöku og beðnir að taka með sér áhöld til laufabrauðs- gerðar. Á sama tíma verður jólamarkaður, jólalög verða leikin á harmónikku og heitt súkkulaði og heima- bakkelsi. Gullsmári. afmæl- isfagnaður verður 5. des. kl. 14. Helga Ing- varsdóttir spilar og syngur, Helga Þorleifs- dóttir flytur frumsamin ljóð, afmæliskaffi. Hraunbær 105. Föstud. 7. des. verður jólahlað- borð, húsið opnað kl. 17.30, ræðumaður Sig- urður Sigurðsson dýra- læknir, kór leikskólans Núps syngur jólalög. Séra Sigrún Ósk- arsdóttir verður með hugvekju, Ágústa Sig- rún Ágústsdóttir syng- ur einsöng. Uppl. í s. 587-2888. Hæðargarður. Að- ventuskemmtun verður sunnud. 2. des. kl. 14– 16. Fjórar nýjar bækur kynntar, tónlist. Jóla- hlaðborð/skemmtun verður föstudags- kvöldið 7. des. Tilkynna þarf þátttöku. S. 568- 3132. Vesturgata 7. Jólafagn- aður verður fimmtud. 6. des. Húsið opnað kl, 17.30. Ragnar Páll Ein- arsson leikur á hljóm- borð. Jólahlaðborð, kaffi og eftirréttur. Kór leikskólans Núps syngja jólalög. Kvartett spilar kammertónlist. Gyða Valtýsdóttir, Ing- rid Karlsdóttir, Helga Þóra Björgvinsdóttir og Anna Hugadóttir. Danssýning frá Dans- skóla Jóns Péturs og Köru. Gospelsystur í Reykjavík syngja. Und- irleikari Agnar Már Magnússon Fjölda- söngur. Hugvekja, séra Hjálmar Jónsson dóm- kirkjuprestur. Skrán- ing í s. 562-7077. Vitatorg. Aðventu- og jólafagnaður verður 6. des. Jólahlaðborð, ým- islegt til skemmtunar. Skráning í s. 561-0300. Kirkjustarf aldraðra, Digraneskirkju. Opið hús á þriðjudag kl. 11. Leikfimi, matur, helgi- stund og fleira. Félag fráskilinna og einstæðra. Fundur í kvöld kl. 21 í Konna- koti, Hverfisgötu 105, Nýir félagar velkomnir. Munið gönguna mánu- og fimmtudaga. Úrvals-fólk – Kanarí. Ennþá er laust í ferðina 5. jan. 2002. Uppselt í ferðina 2. mars, höfum bætt við dagsetningum fyrir Úrvals-fólk 23. feb. í 4 vikur og 9. mars í 3 vikur. Nýir félagar í Úrvals-fólki kynnið ykkur afsláttinn. Uppl. gefur Valdís og sölufólk á skrifstofu Úrvals- Útsýnar í s. 585-4000. Söngfélag Skaftfell- inga verður með aðventustund sunnud. 2. des. kl. 16 í Skaftfell- ingabúð, Laugavegi 178. Kórinn syngur og boðið er upp á veit- ingar. Eftirlaunadeildar Póstmannafélagsins. Félagsmenn, munið að- ventufagnaðinn á Grettisgötu 89 kl. 14 mánudag 2. des. Kvenfélagið Fjallkon- urnar verður með jóla- fund í Safnaðarheimili Fella- og Hólakirkju, þriðjud. 4. des. kl. 19.30. Jólamatur, Kon- ur eru beðnar að muna eftir jólapökkunum. Tilkynnið þátttöku til Binnu, s. 557-3240. Kvenfélag Kópavogs heldur jólabasar á morgun kl. 14. í Hamraborg 10, 2. hæð til hægri. Tekið á móti munum og kökum, frá kl. 14–16. laugard. 1. des. og fyrir hádegi sunnud. 2. des. Kvenfélag Hreyfils. Jólafundurinn verður haldinn miðvikud. 5. des. kl. 19. Tilkynnið þátttöku í s. 899-2119 eða 553-6288, fyrir þriðjud. 4. des. Munið pakkana. Safnaðarfélag Ás- prestakalls kökubasar verður sunnud. 2. des. í safnaðarheimili Ás- kirkju kl. 15. Jólafund- urinn verður í safn- aðarheimili kirkjunnar föstud. 7. des. og hefst með boðhaldi kl. 19. Steinunn Jóhann- esdóttir les úr bók sinni Reisubók Guðríðar Símonardóttur. Til- kynnið þátttöku fyrir 4. des. í Áskirkju, s. 588- 8870, Erla, s. 553-4784, Guðrún, s. 553-0088 Þóranna, s. 568-1418. Kvenfélagið Hring- urinn. Jólakaffi og happdrætti Hringsins verður haldið sunnud. 2. des. á Hótel Íslandi og hefst kl. 13.30. Í dag er laugardagur 1. desember, 335. dagur ársins 2001. Fullveld- isdagurinn. Orð dagsins: Þú varp- aðir mér í djúpið, út í mitt hafið, svo að straumurinn umkringdi mig. (Jónas 2, 4.) Börn fái hressingu í skólum ÉG er sammála Þráni Bert- elssyni þar sem hann fjallar um það í Fréttablaðinu að fullorðnu fólki sé boðin hressing á vinnustöðum en ekki börnum í skólum. Mörg börn fá enga hress- ingu fyrr en eftir marga klukkutíma og mörg ís- lensk börn borða ekkert áð- ur en þau fara í skólann. Því er nauðsynlegt að börn fái hressingu, t.d. ávexti, í skólanum. Og þá er ég ekki að meina að þetta sé til sölu í skólanum, því börnin eyða peningunum bara í sæl- gæti, heldur að þau fái þetta endurgjaldslaust. Móðir. Evrópska klinkið KONA hafði samband við Velvakanda og vildi hún koma því á framfæri við banka landsins að þeir taki við erlendu klinki fyrir ára- mót áður en evran tekur gildi. Segir hún að þetta klink sé fólki ónýtt eftir áramót. Segir hún að nota megi þennan pening til styrktar einhverjum líkn- arsamtökum. Hálsmen merkt Gylfi og Bíbí ÁSTA hafði samband við Velvakanda og sagðist hún hafa keypt í Kolaportinu fyrir 1–2 árum nisti úr silfri með steini. Á nistinu var áletrunin Gylfi og Bíbí. Ef einhver kannast við þetta þá hafið vinsamlega sam- band við Ástu í síma 553- 8237. Tapað/fundið Laura Ashley-hanskar týndust LAURA Ashley-hanskar týndust, annaðhvort í Nóa- túni í Hamraborg eða í Íþróttahúsinu í Smáranum 20. nóv. sl. Eins týndist Gucci-armband líklega fyr- ir utan Gauk á Stöng 30. ágúst sl. Armbandið hefur mikið tilfinningalegt gildi fyrir eiganda. Skilvís finn- andi hafi samband við Ást- ríði í síma 564-3745. Barnagleraugu týndust BARNAGLERAUGU, gulllituð, týndust á leiðinni frá Granda að Reynimel. Skilvís finnandi hafi sam- band í síma 552-4103. Hannyrðapoki týndist MÁNUDAGINN 26. nóv. sl. týndist hannyrðapoki merktur Þjóðminjasafni með mynd af fjallkonu. Ef einhver hefur fundið þenn- an poka þá vinsamlega haf- ið samband í síma 554-1199. Armband týndist Gullhlekkjaarmband týnd- ist, líklega í byrjun nóvem- ber. Skilvís finnandi hafi samband í síma 551-3070. Dýrahald Hvít kanína týndist HVÍT kanína týndist í Fossvogi, nær Svartaskógi, 17. nóv. sl. Þeir sem hafa orðið hennar varir hafi samband í síma 699-1660. Kettlingar fást gefins 2 kettlingar, 7 mánaða, blandaðir skógarkettir, fást gefins, helst á sama heimili. Uppl. í síma 555-0692. VELVAKANDI Svarað í síma 569 1100 frá 10-12 og 13-15. Netfang velvakandi@mbl.is Víkverji skrifar... VÍKVERJI er mikið jólabarn oghlakkar óskaplega mikið til þess að hátíð ljóss og friðar gangi í garð. Jólahátíðinni fylgir samvera með nánum ættingjum og vinum, afslöpp- un og notalegheit með góðum bókum og skemmtilegu sjónvarpsefni. Fann- fergið hér sunnanlands að undan- förnu gerir höfuðborgarsvæðið jóla- legra í byrjun desember en verið hefur um langa hríð og vísast munu fjölmargir setja upp skreytingar í og við híbýli sín nú um helgina. Sumir eru í þeim efnum metnaðarfyllri en aðrir, eins og gengur, og má búast við því að álagstoppur komi hjá Orku- veitunni síðar í mánuðinum þegar saman fer rafmagnsnotkun vegna ljósa í skreytingum ýmiss konar og anna í eldhúsinu. Þá tikka orkumæl- arnir sem aldrei fyrr. x x x AÐ MATI Víkverja er meðalhófiðallra best þegar kemur að skreytingum innan dyra jafnt sem ut- an. Honum finnst jafnátakanlegt að horfa upp á heilu raftækjaverslanirn- ar samankomnar í einum og sama garðinum og að sjá almyrkvuð hús mitt í öllu skammdeginu. Ljósin eru nú einu sinni órjúfanlegur hluti jólahátíðarinnar og sérstaklega finnst Víkverja að forráðamenn fyrirtækja og stofnana sem ráða yfir myndarleg- um og stórum byggingum ættu að sjá sóma sinn í að skreyta með einhverj- um hætti. Í því sambandi hefur lengi vakið nokkra furðu Víkverja að það fyrirtæki sem allra mestan hag ætti að hafa af aukinni rafmagns- og ljósa- notkun landsmanna, nefnilega Landsvirkjun, skuli leggja jafnlítið upp úr ljósaskreytingum í höfuð- stöðvum sínum við verslunarmiðstöð- ina Austurver við Háaleitisbraut. Þar hefur stundum verið kolniðamyrkur þegar flest húsin í kring skarta sínu fegursta og hafa margir furðað sig á ljósleysinu. Kannski Landsvirkjun sé að spara hjá sér rafmagnið? x x x BLESSAÐUR snjórinn gefur ekkiaðeins til kynna að senn komi jólin, heldur finnur Víkverji nú áþreifanlega í fyrsta sinn sem foreldri hversu börnin elska að ærslast í mjöllinni og leika sér. Snjórinn hefur alveg sérstakt aðdráttarafl fyrir yngstu kynslóðina og í leikskóla son- arins vestur í bæ hafa kennarar og annað starfsfólk ekki farið varhluta af gleði barnanna. Nú eru það snjókall- arnir, snjóboltarnir og snjóþoturnar sem gilda og litlu skinnin láta sig litlu varða þótt frost bíti í kinnar og tær kólni hratt. Skemmtilegast er að vera úti og leika. Foreldrar ganga sjálfir í barndóm, hnoða í bolta og rúlla í snjó- karla milli þess er mokaðir eru göngustígar sem aldrei fyrr. Hraust- legur rauður litur setur þá svip sinn á andlit þeirra eldri sem yngri og af- skaplega fátt bendir til þess að úti- vera eigi undir högg að sækja. x x x LÍKLEGA verður aldrei nógsam-lega brýnt fyrir foreldrum að verja tíma með börnum sínum sem mest þau mega. Hver stund er hér dýrmæt, hver leikur svo skemmtileg- ur, hvert andartak svo eftirminnilegt. Fyrr en varir kemur að því að hina yngri fýsir ekki jafnmikið að leika sér með foreldrunum og fer þá oft saman löngun foreldranna til leikja og sam- veru með börnunum. Þannig er gang- ur lífsins. 6 8 11 15 22 1 24 12 3 10 17 21 4 9 13 18 23 14 5 19 7 20 2 16 K r o s s g á t a LÁRÉTT: 1 flækingar, 8 flaska, 9 les, 10 drepsótt, 11 bik, 13 peningar, 15 sokkur- inn, 18 varpa hlutkesti, 21 fæða, 22 smjaðurs, 23 slæmt hey, 24 liggur í makindum. LÓÐRÉTT: 2 hamingja, 3 heimting, 4 hindra, 5 annríki, 6 við- bót, 7 skjótur, 12 sefa, 14 reyfi, 15 bryggjusvæði, 16 ís, 17 bátaskýli, 18 harðneskja, 19 furða, 20 fædd. LAUSN SÍÐUSTU KROSSGÁTU: Lárétt: 1 skafl, 4 Hekla, 7 kollu, 8 álman, 9 Týr, 11 rann, 13 hríð, 14 Iðunn, 15 fátt, 17 étur, 20 gat, 22 rifna, 23 rúðan, 24 afræð, 25 rímur. Lóðrétt: 1 sekur, 2 allan, 3 laut, 4 hrár, 5 kamar, 6 ann- að, 10 ýsuna, 12 nit, 13 hné, 15 farga, 16 tófur, 18 tíðum, 19 Ránar, 20 garð, 21 trúr. VIÐ sem eigum von á börnum í heiminn á næsta ári munum aldrei sætta okkur við það þegjandi að langþráðum framlengdum rétti feðra til samvista við nýfædd börn sín verði slegið á frest. Alltaf skal vera möguleiki á að ganga endalaust á fjölskyldueininguna. Hafið þið ekkert lært? Börnin okkar þurfa á foreldrum sínum að halda. Íslenskt fjöl- skyldufólk hefur al- mennt ekki það góðan fjárhagslegan grunn að það geti dvalist tekju- laust heima hjá nýfædd- um börnum sínum. Þar er ekkert val. Við erum ófáir foreldrarnir sem höfum þurft að skilja kornung börn okkar eftir í gæslu lungann úr deginum. Við erum jafn miður okkar yfir því og börnin sjálf. En glugga- pósturinn berst jafnt sem áður og sýnir enga biðlund. Mánuður af lífi barna okkar Íslendinga er meira virði en ferðir stjórnarliða um heim- inn, fínar byggingar og jarðgöng og svo mætti lengi telja. Á vel rekn- um heimilum er sam- dráttur ekki tekinn út á börnunum heldur er allt annað tekið fyrir fyrst. Og á því stóra heimili sem ríkisstjórnin stend- ur fyrir má forgangs- röðunin ekki vera röng. Frestið þið öðru en auk- inni fjölskyldusamveru, það mun borga sig í betra sálarlífi Íslend- inga í nútíð og framtíð. Kjósendur. Endalaust gengið á fjölskyldueininguna
Síða 1
Síða 2
Síða 3
Síða 4
Síða 5
Síða 6
Síða 7
Síða 8
Síða 9
Síða 10
Síða 11
Síða 12
Síða 13
Síða 14
Síða 15
Síða 16
Síða 17
Síða 18
Síða 19
Síða 20
Síða 21
Síða 22
Síða 23
Síða 24
Síða 25
Síða 26
Síða 27
Síða 28
Síða 29
Síða 30
Síða 31
Síða 32
Síða 33
Síða 34
Síða 35
Síða 36
Síða 37
Síða 38
Síða 39
Síða 40
Síða 41
Síða 42
Síða 43
Síða 44
Síða 45
Síða 46
Síða 47
Síða 48
Síða 49
Síða 50
Síða 51
Síða 52
Síða 53
Síða 54
Síða 55
Síða 56
Síða 57
Síða 58
Síða 59
Síða 60
Síða 61
Síða 62
Síða 63
Síða 64
Síða 65
Síða 66
Síða 67
Síða 68
Síða 69
Síða 70
Síða 71
Síða 72
Síða 73
Síða 74
Síða 75
Síða 76
Síða 77
Síða 78
Síða 79
Síða 80
Síða 81
Síða 82
Síða 83
Síða 84

x

Morgunblaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.