Morgunblaðið - 01.12.2001, Síða 75

Morgunblaðið - 01.12.2001, Síða 75
FÓLK Í FRÉTTUM MORGUNBLAÐIÐ LAUGARDAGUR 1. DESEMBER 2001 75 ALMENNUR DANSLEIKUR með Geirmundi Valtýssyni í Ásgarði, Glæsibæ, í kvöld. Húsið opnað kl. 22.00. Allir velkomnir! STUÐMENN Í KVÖLD Húsið opnar kl. 23:30i l sími 551-8900 ÞETTA er mikið áfall. Ég tek þetta mjög nærrimér. Þetta er eins og að missa góðan vin,“ sagðiJón Ólafsson tónlistarmaður í samtali viðMorgunblaðið um lát Bítilsins fyrrverandi, George Harrisons. „Ég er mikill Bítlaáhugamaður og veit meira um George Harrison heldur en marga af mín- um bestu vinum,“ sagði Jón. Jón bendir á að hann hafi vitað að Harrison væri veikur og því hafi þetta ekki verið eins mik- ið áfall og þegar John Lennon var skotinn til bana í New York árið 1980. „Það er alltaf erfitt þegar einhver deyr sem manni þykir vænt um,“ sagði hann. Auk þessa eiga Jón og Harrison sama afmæl- isdag, 25. febrúar. „Manni fannst það voðalega flott þegar maður var yngri,“ sagði hann. Jón ræddi einnig um þau miklu áhrif sem Bítl- arnir hafa haft á þróun tónlistar og dægurmenn- ingar í heiminum. „Maður væri jafnvel ekki í tónlist ef Bítlarnir hefðu ekki verið í útvarpinu þegar maður var lítill,“ sagði hann. Jón minnist þess að Harrison hafi notið mik- illar virðingar sem tónlistarmaður og að tónlist- artímaritið Q hafi valið fyrstu sólóplötu Harr- isons, All Things Must Pass, sem bestu sólóplötu Bítils. Platan er þreföld enda segir Jón að Harrison hafi átt mikið af óútgefnu efni þegar hann hætti í Bítlunum. Þó að Harrison hafi ekki verið mest áberandi Bítillinn hafa mörg þeirra laga, sem Harrison kom að, endað í hópi hinna eftirminnilegustu, að sögn Jóns, og bendir á „Here Comes the Sun“ og „Something“ í þessu sambandi. Gúrú á kassagítarinn Eyjólfur Kristjánsson, félagi Jóns úr Bítla- vinafélaginu, tekur undir með honum hvað varð- ar þessi tvö lög. „Ég var farinn að gefa Harrison sérstakan gaum þegar Abbey Road kom út og féll sérstaklega fyrir þessum lögum sem þar er að finna. Sem kassagítarleikari hafði maður reynt mikið að ná gripunum hans Harrisons og það var eitthvað við stílinn hans sem höfðaði sterkt til mín. Maðurinn var algjört gúrú á kassagítarinn. Það jafnar engin þessar sérstöku gítarhendingar hans. Ég var aldrei neinn sér- stakur unnandi Bítlanna sem slíkra en Harrison var samt minn maður.“ Því hefur einmitt verið haldið fram að Eyjólf- ur sé í hópi örfárra sem kunna að spila „Here Comes The Sun“ nákvæmlega eins og á að gera það og nú hefur enn fækkað í þeim hópi við frá- fall höfundarins. „Mér var mjög brugðið,“ segir Eyjólfur er hann lýsir því hvernig honum varð við að heyra tíðindin. „Maður hafði svo sem al- veg búið sig undir þetta eftir að hafa fylgst með fréttum af heilsubresti hans undanfarið. En þetta er bítill sem var að deyja og það er alltaf áfall.“ Mjög sárt saknað Rúnar Júlíusson úr íslensku bítlunum Hljóm- um tekur undir það að Harrisons verði saknað og tónlistar hans verði minnst. „Hans verður mjög sárt saknað. Hann var einn af merkilegustu tónlist- armönnum síðustu aldar. Það hafa fáir haft eins djúp áhrif á heimsbyggðina í tónlist eins og Bítlarnir og þar með Harrison,“ sagði Rúnar og benti á að tónlist Bítl- anna hefði enn áhrif en skemmst er að minnast útkomu safnplötunnar 1, sem selst hefur í metupplagi um heim allan. Rúnar ætlar að leggja sitt af mörkum til að minnast Harrisons og tónlistar hans. „Ég bæti „My Sweet Lord“ á dagskrána hjá mér um helgina og í jólamánuðinum,“ sagði hann en lagið er af áðurnefndri All Things Must Pass og er eitt vinsælasta lagið frá sólóferli Harrisons. Sér á báti „Maður harmar náttúrlega alltaf þegar einhver af manns eigin kynslóð gengur burt, sérstaklega svona merkilegir tónlistarmenn eins og liðsmenn Bítlanna voru,“ segir Magnús Eiríksson þegar blaðamaður ber honum tíðindin af fráfalli Harrisons. Magnús segir að Harrison hafi haft þá sérstöku þýðingu fyrir sig að þegar hann hafi verið í bítlasveitum á 7. ára- tugnum hafi hann þurft að pikka upp sólóin hans nótu fyrir nótu „og slapp ekkert með minna held- ur en það“. Hann segist þá hafa gert sér grein fyrir að Harrison væri býsna merkilegur gítarleik- ari. „Hann var svolítið sér á báti, svona blanda af sjálfum sér og Chet Atkins. Hann var kannski ekki að mínu skapi sem gítarleik- ari en virkaði mjög vel í þeirri sveit sem hann var í. Ég var hrifn- ari af Peter Green og Clapton.“ Magnús segir engan vafa leika á því að Harrison hafi haft mjög mikil áhrif á seinni tíma gítarleik- ara. Mesti sjarmörinn Ragnheiður „Heiða“ Eiríks- dóttir, tónlistarkona, fyrrum söngkona í hljómsveitinni Unun og núverandi sólóstjarna, er Bítla- aðdáandi með meiru. „Mér hefur alltaf líkað rosalega vel við George Harrison, ekki bara vegna þess að hann var í Bítlunum heldur fyrir það að hann var framúrskarandi gítarleikari,“ sagði hún og minntist sérstaklega lagsins „While My Guitar Gently Weeps“ af „Hvíta albúminu“. „Hann var sá maður sem fór lengst inn í austurlenska speki og slíkt. Hann var með rosalega flottar pælingar,“ sagði Heiða en henni finnst George Harrison líka hafa verið sætasti Bítillinn. „Hann var mesti sjarmörinn að mínu mati,“ sagði Heiða. Henni finnst einnig sítar-hug- myndir Harrisons hafa verið mjög skemmtilegar og bendir á Bítlalagið „Within You, Without You“ af Sgt. Pepper’s Lonely Hearts Club Band í tengslum við þetta. „Það er eitthvað í tónlist Bítlanna sem allir í heiminum geta samsamað sig á einhverjum tímapunkti,“ sagði hún. Viðbrögð íslenskra tónlistarmanna við fráfalli George Harrisons Eins og að missa góðan vin AP George Harrison tapaði baráttu sinni við krabbameinið á heimili vinar síns í Los Angeles um klukkan hálftíu að kvöldi fimmtudags, að íslenskum tíma. Magnús Eiríksson Heiða Rúnar Júlíusson Jón Ólafsson Eyjólfur Kristjánsson
Síða 1
Síða 2
Síða 3
Síða 4
Síða 5
Síða 6
Síða 7
Síða 8
Síða 9
Síða 10
Síða 11
Síða 12
Síða 13
Síða 14
Síða 15
Síða 16
Síða 17
Síða 18
Síða 19
Síða 20
Síða 21
Síða 22
Síða 23
Síða 24
Síða 25
Síða 26
Síða 27
Síða 28
Síða 29
Síða 30
Síða 31
Síða 32
Síða 33
Síða 34
Síða 35
Síða 36
Síða 37
Síða 38
Síða 39
Síða 40
Síða 41
Síða 42
Síða 43
Síða 44
Síða 45
Síða 46
Síða 47
Síða 48
Síða 49
Síða 50
Síða 51
Síða 52
Síða 53
Síða 54
Síða 55
Síða 56
Síða 57
Síða 58
Síða 59
Síða 60
Síða 61
Síða 62
Síða 63
Síða 64
Síða 65
Síða 66
Síða 67
Síða 68
Síða 69
Síða 70
Síða 71
Síða 72
Síða 73
Síða 74
Síða 75
Síða 76
Síða 77
Síða 78
Síða 79
Síða 80
Síða 81
Síða 82
Síða 83
Síða 84

x

Morgunblaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.