Morgunblaðið - 01.12.2001, Qupperneq 76
INNIHALD dægurtexta hefur í gegnum tíðina
tekið á sig margs konar myndir. Ástin var auð-
vitað nr. 1, 2 og 3 í upphafi en þegar fram liðu
stundir og formið fór að þróast og víkka urðu
hugðarefnin sömuleiðis margbrotnari; súrreal-
ismi, pólitík og daglegt líf urðu allt eins að yrk-
isefnum.
Allt frá upphafi hefur dægurtónlistin haft á
sig orð hins skítuga bastarðs; enda þeirri al-
þýðulist eðlilega stillt upp gegn tónlist heldri
stétta, hinni svokölluðu „sígildu“ tónlist. Vafa-
samir og tvíræðir textar hafa fylgt dægurtón-
listinni, eða „poppinu“ alla tíð, þótt vissulega
hafi þeir ekki verið jafn beinskeyttir þá og í
dag.
Mikið var t.d. ýjað að hlutunum, Rolling Sto-
nes sögðu „Let’s Spend the Night Together“ og
Bítlarnir spurðu „Why Don’t We Do It in the
Road?“ sem gerir nú reyndar meira en að ýja
að einhverju. Með tilkomu pönksins komu svo
fram reiðilegir og óheflaðir textar, oftar en ekki
beint að yfirvaldi ýmiss konar. Bölv og blót varð
að viðteknu orðfæri í þeim geiranum sem síðar
átti eftir að verða eitt af megineinkennum
rappsins.
Ögrunin hefur alla tíð fylgt hipp-hoppinu/
rappinu. Tímamótalagið „The Message“ með
Grandmaster Flash & The Furious Five setti
tóninn í blábyrjun og þó að rappið hafi þróast í
margvíslegar áttir hefur andi háskans alltaf
svifið yfir.
Það er ekki að ástæðulausu sem poppfræð-
ingar segja rappið byltingarkenndasta tónlist-
arform síðustu tuttugu ára.
Til að ræða þessi mál voru komnir fimm
fulltrúar sem allir eiga það sameiginlegt að
starfa í hringiðu dægurtónlistar. Þeir Ágúst
„Bent“ Sigbertsson og Erpur Eyvindsson úr
XXX Rottweilerhundum, Hlynur Áskelsson,
sem notast við listamannsnafnið Ceres 4 (gaf út
hljómorðadiskinn Kaldastríðsbörn í fyrra og
hefur nú gefið út pönkplötu, Í uppnámi), hinn
kunni lagahöfundur Einar Bárðarson og skáld-
ið Kristján Hreinsson (en hann gaf út hljóm-
disk í sumar, Í stuði með Guði og gefur út nýjan
í dag sem nefnist Á kvisti með Kristi).
„Það er fyrst núna sem við erum að fara að
kynna hann,“ segir Erpur Eyvindsson og er
þar að vísa í nýútkomna plötu XXX Rottweiler-
hunda, rappsveitarinnar sem hann leiðir en þar
er allt rapp á íslensku. Á diskinum koma fyrir
setningar eins og „Mamma þín er beygla,“ „Ég
er fokkin’ Óðinn“ „Fokk þú og þitt krú“ og
„Rímur mínar eru svo grófar, þær eru bann-
aðar í Genfarsáttmálanum“ ásamt fjölda ann-
arra sem ekki er hafandi eftir hér. Enda er um-
slagið merkt með eftirfarandi skilaboðum
„Foreldrar athugið, óheflað málfar“.
Erpur er spurður hvort þeir hafi lent í ein-
herjum vandræðum út af textum plötunnar.
Erpur: „Já, eðlilega. Maður er nú bara orð-
inn vanur því. Upphaflega ætlaði Japis að gefa
okkur út en platan var tilbúin um miðjan ágúst,
umslagið um miðjan september. Skyndilega
var hún svo tekin úr spilun og lögfræðingur var
látinn fara yfir textana, með það að markmiði
að taka út allt það sem við gætum verið kærðir
fyrir – þegar minnst er á stjórnmálamenn og
slíkt. T.d. vorum við látnir taka út nafnið Stein-
grímur Njálsson. Þá sáum við það fyrir okkur
að hann myndi kæra okkur fyrir að sverta
mannorð sitt (!?). Svo þegar Skífan tók yfir
samninginn var hætt við þetta allt saman.“
Einar Bárðarson er spurður að því hvað hon-
um finnist um þessi ritskoðunarmál.
Einar: „Sumt þurfa börn og unglingar ekkert
að heyra og einnig þarf útvarpið að gæta sinna
hagsmuna. Hins vegar finnst mér rétt hjá Skíf-
unni að vera ekki að blanda sér í það sem lista-
maðurinn sjálfur vill koma frá sér. Listamað-
urinn verður auðvitað að standa við það sem
hann skapar, hvort sem það er jákvætt eða nei-
kvætt.“
Kristján: „Ég er mikið til sammála því sem
Einar er að segja. En mér finnst að ritstjórn-
arlögregla eigi aldrei rétt á sér. Hins vegar
ættu menn að ræða það hvað þeim þykir vera
vel sæmandi og hvað ekki. En ef sá sem flytur
kemst þá að því að það sem hann er að lýsa yfir
sé það eina rétta er það á endanum höfundurinn
sem ræður. Hann á að hafa fullkomið mál- og
tjáningarfrelsi í því sem hann er að gera.“
Hlynur: „Ég held að sagan sé mjög þakklát
þeim sem hafa þorað að koma fram og standa
við það sem þeir eru að segja.“
Hlynur er spurður hvort hann hafi fengið
símhringingar vegna plötu sinnar í fyrra. Að
vísu fór útgáfan ekki hátt en þar er t.d. að finna
athugasemdir um baráttu Bubba gegn heimilis-
ofbeldi sem voru einhvern veginn á þessa leið:
„Leitum að öðrum lausnum segir Bubbi, og
gengur með Mike Tyson-húfu á hausnum!“ og
enn fremur línur eins og „Börnunum hann
Steingrímur frá spúsunni stal. Ert þú hinn ís-
lenski Halim Al?“
Hlynur: „Landinn hefur nú ekki kippt sér
upp við þetta. Það er spurning um næstu plötu.
Þar er ég að skjóta á nokkra menn.“
Kristján: „Ég held að það verði að líta til
þeirra forsenda sem fólk gefur sér. Eldra fólk
hneykslast kannski vegna þess að því finnst því
ögrað. Á meðan Rottweilerhundarnir eru ein-
faldlega að tala út! Þeir eru að tala eins og þeim
er tamt að tala. Þeir eru bara að tala!“
Erpur: „Fólk heldur alltaf að við séum að tala
út frá okkur en stundum förum við bara í hlut-
verkaleik eins og eðlilegt er fyrir listamenn að
gera. Í laginu „Sönn íslensk sakamál“ erum við
að ímynda okkur hvernig við værum ef við vær-
um glæpamenn.“
Talið berst að spurningunni um ábyrgð lista-
mannsins en hún hefur lengið verið vinsælt
þrætuepli í umræðum um listir.
Kristján: „Þá er það spurningin um þetta:
Hvort er verið að vekja athygli á sjálfum sér
eða málstaðnum?“
Hlynur: „Það er hægt að nota svona lagað
sem ódýra auglýsingu ef menn vilja.“
Kristján: „Ábyrgðin er líka fólgin í því hvort
þú ætlir að verja þinn málstað eða hvort þú ætl-
ir að lúffa. Ef maður hefur einhverja skoðun á
maður að hafa leyfi til að koma henni á fram-
færi. Maður á að virða skoðanir fólks, hverjar
sem þær eru. Annars væri maður ekki með
skoðanir sjálfur og hefði ekki rétt á þeim. Ég sé
þetta sem takmarkalaust málfrelsi skálda og
textahöfunda. Einnig liggur ábyrgð þeirra höf-
unda sem vilja koma einhverju á framfæri í því
að áheyrendur skilji hvað þeir eru að segja.“
Sú staðhæfing að í einhverjum tilfellum hljóti
Rottweilerhundarnir að vera að ganga viljandi
fram af fólki er nú lögð fyrir þá Erp og Bent.
Bent: „Ég myndi ekki segja að við værum að
gera það viljandi. En við erum heldur ekki að
reyna að forðast það. Ég sem ekki eitthvað til
þess að reyna að hneyksla einhvern en ég er
ekki að passa mig á því að gera það ekki. Mér
finnst allt í lagi ef það gerist. Þessi ritskoðun er
líka að mörgu leyti á villigötum að mínu mati.
Myndbönd með okkur eru bönnuð á meðan að
vinsælasta lagið í dag er „Because I Got High“
sem er lag um hvað það er gaman að reykja
hass.“
Hlynur: „Ef maður fer að ritskoða sjálfan sig
þá fellur maður. Fyrsta floppið hans Arnolds
Schwarzeneggers var Last Action Hero, mynd
sem átti að höfða til allra.“
Bent: „Mér finnst líka fáránlegt að okkar
myndband sé tekið alveg úr spilun á meðan ver-
ið er að sýna einhverjar myndir þar sem Steven
Seagal er að slátra fólki. Ég yrði alveg sáttur ef
það yrðu settar tvær rauðar hendur á undan
myndböndunum.“
Kristján: „Er það ekki líka krafa samtímans
að menn komi fram með yfirlýsingar sem
ganga í berhögg við viðtekin norm? Ég meina ...
Hebbi, Bubbi og Hallbjörn hafa engu við neitt
að bæta og þá koma fram menn eins og XXX
Rottweilerhundar með efni sem er á skjön við
það sem tíðkast. Og í framhaldi af því fara nöld-
urseggir upp á háa C-ið og ætla sér að slátra í
allar áttir.“
Erpur: „Það er líka alltaf til lið sem býr yfir
hvötum eins og valdagrægði. Það er alltaf til
fólk sem vill ráða yfir öðrum. Það á til milljón
merkimiða yfir þessa þörf sína að fá að ráða yfir
öðrum og stjórna því hvað þeir segja. Í Banda-
ríkjunum eru t.d. til þrýstihópar eins og „Prot-
ect the Children“, „War against Drugs“, „War
against Terrorism“ o.s.frv. Það er fullt af fólki
sem fylgir þessu sem hefur þá einu þörf að fá að
ráða yfir fólki. Það eru allir sammála um að
þetta séu góðir og gildir málstaðir en það er
bara svo mikið af liði sem fylgir með þessu og á
ekkert heima þarna.
Hér er gott dæmi um hvar „Protect the
Children“ gekk of langt. KRS-1, sem er mjög
þekktur rappari, segir í einu laga sinna: „Coc-
aine and Crack – Don’t Blast That“ sem þýðir
einfaldlega „Kókaín og krakk – ekki nota það“.
En af því að hann nefnir þessi tvö efni, þá er það
tekið út. Og í ritskoðaðri útgáfu lagsins heyrist
ekki hvað hann er að segja. Hann er að tala
gegn eiturlyfjum og hann getur það ekki einu
sinni! Af því að bandarísk lög meina honum að
minnast á þetta. Þarna eru lögin farin að vinna
gegn baráttunni gegn eiturlyfjum...“
Umræðurnar leiddust fljótlega eftir þetta út
í almennara spjall um dægurlagatexta og sem
áður voru allir sem einn með sterkar skoðanir á
hlutunum.
Eitt er það víst að XXX Rottweilerhundar
hafa hrist upp í mörgum með nýrri plötu sinni
og greinilegt að enn er verið að segja eitthvað í
íslenskri dægurtónlist, og það meira að segja á
íslensku, eitthvað sem er minna en sjálfgefið nú
til dags.
„Mamma þín, mamma þín,
mamma þín er…beygla!“
Ný plata rappsveitarinnar
XXX Rottweilerhundar þykir
um margt marka tímamót í ís-
lenskri dægurtónlistarsögu og
þá kannski aðallega vegna
textagerðarinnar. Arnar Egg-
ert Thoroddsen fékk fimm
textasmiði til sín til að ræða
um þessi mál.
Plata XXX Rottweilerhunda einkennist m.a. af grófu og beinskeyttu málfari.
„Ég sem ekki eitthvað til þess
að reyna að hneyksla ein-
hvern en ég er ekki að passa
mig á því að gera það ekki.“
– Ágúst „Bent“ Sigbertsson –
„Hebbi, Bubbi og Hallbjörn
hafa engu við neitt að bæta
og þá koma fram menn eins
og XXX Rottweilerhundar með
efni sem er á skjön við það
sem tíðkast. Og í framhaldi af
því fara nöldurseggir upp á
háa c-ið og ætla sér að slátra
í allar áttir.“
– Kristján Hreinsson –
„T.d. vorum við látnir taka út
nafnið Steingrímur Njálsson.
Þá sáum við það fyrir okkur að
hann myndi kæra okkur fyrir
að sverta mannorð sitt (!?)“
– Erpur Eyvindsson –
Morgunblaðið/Golli
Íslensk dægurtextagerð – sóðaskapur eða siðfágun?
Erpur Eyvindsson Kristján Hreinsson Ágúst „Bent“ Sigbertsson Einar Bárðarson Hlynur Áskelsson (Ceres 4)
arnart@mbl.is
FÓLK Í FRÉTTUM
76 LAUGARDAGUR 1. DESEMBER 2001 MORGUNBLAÐIÐ