Morgunblaðið - 01.12.2001, Blaðsíða 84

Morgunblaðið - 01.12.2001, Blaðsíða 84
FJÖLBRAUTASKÓLINN í Breið- holti hefur samkvæmt bréfi til nokkurra íslenskra fyrirtækja ákveðið að bjóða fyrirtækjunum að auglýsa sig og vörur sínar í stigagöngum skólans frá og með næsta vori. Samkvæmt upplýs- ingum frá skrifstofu FB var um tíu til tuttugu fyrirtækjum sent bréf dagsett hinn 23. nóvember sl. þar sem þeim var boðið að aug- lýsa í stigagöngum skólans. Hjá skrifstofunni fengust ennfremur þær upplýsingar að enn hefðu skólanum ekki borist nein við- brögð frá fyrirtækjunum. Auglýsingagildið töluvert enda margir í skólanum Þegar Morgunblaðið leitaði álits menntamálaráðherra, Björns Bjarnasonar, vegna þessa sagði hann að skólinn hefði ekki leitað svars við því hjá ráðuneytinu hvort fjármögnun sem þessi væri heimil með lögum. Því hefði ekki verið tekin formleg afstaða til málsins í ráðuneytinu. „Það er ekki heimild fyrir slíkum auglýs- ingum í lögum. Spurning er hins vegar hvort þær séu bannaðar,“ segir hann. „Skólinn hefur ekki leitað svars menntamálaráðuneytisins við því og þess vegna hefur ekki verið tekin formleg afstaða til málsins af ráðuneytinu.“ Þá segir ráðherra: „Þetta er ekki aðeins álitamál varðandi skólahúsnæði heldur allar op- inberar byggingar, þangað sem margir leggja leið sína. Það hefur ekki tíðkast að selja þar veggi undir auglýsingar, eftir því sem ég best veit.“ Í bréfi FB til fyrirtækjanna seg- ir m.a.: „Alls stunda tæplega 3.000 nemendur nám við skólann í dag- skóla, kvöldskóla og sumarskóla. Stigagangur skólans er „fullur af fólki“ allan daginn og því teljum við auglýsingagildi þessara aug- lýsinga vera töluvert. Auk þess telur starfslið skólans 150 manns.“ Geta hengt upp auglýsingar eða málað vegginn Síðan segir: „Við ætlum að gefa fyrirtækjum kost á auglýsingum í þessum stigagöngum, alls átta svæðum …“ Þá segir að skólinn hafi áhuga á að gera samning við fyrirtæki til eins eða þriggja ára og mega þau ráðstafa skv. því svæðinu að eigin vild, „en þó í ein- hverju samráði við stjórnendur skólans“, eins og það er orðað. „Fyrirtæki geta hengt upp kynn- ingarefni af ýmsu tagi eða ein- faldlega málað vegginn að eigin vild.“ Í bréfinu segir einnig að skólinn hafi hugsað sér að hvert rými kosti 130 þúsund krónur fyrir auglýsingar í eitt ár eða 290 þús- und kr. til þriggja ára. Fjölbrautaskólinn í Breiðholti Býður fyrirtækjum að auglýsa í stiga- göngum skólans MORGUNBLAÐIÐ, KRINGLUNNI 1, 103 REYKJAVÍK, SÍMI 569 1100, SÍMBRÉF 569 1181, PÓSTHÓLF 3040, ÁSKRIFT-AFGREIÐSLA 569 1122, NETFANG: RITSTJ@MBL.IS, AKUREYRI: KAUPVANGSSTRÆTI 1 LAUGARDAGUR 1. DESEMBER 2001 VERÐ Í LAUSASÖLU 190 KR. MEÐ VSK. „KEMST ekki strax, er fastur uppi í tré,“ hefði Vignir Hjörleifs- son réttilega getað sagt er far- síminn hringdi í miðjum klíðum þar sem hann var að skipta um perur í jólaljósum uppi í tré fyrir utan Listasafn Íslands. Morgunblaðið/Rax Símtengdur í trénu JOSEPH Stiglitz, Nóbelsverðlauna- hafi í hagfræði, hefur skilað Seðla- banka Íslands skýrslu um peninga- og gengismál í litlum og opnum hag- kerfum með sérstakri umfjöllun um Ísland. Meðal þess sem fram kemur í skýrslunni er að algeng líkön af slík- um hagkerfum gefi að ýmsu leyti ófullnægjandi vísbendingar um æskilegar efnahagsaðgerðir. Þannig séu hærri vextir, ef þeir auki líkur á gjaldþrotum, ekki endilega til þess fallnir að styrkja gengi gjaldmiðla. Stiglitz segir að sú hagstjórn sem fylgt hefur verið hér á landi hafi ver- ið með þeim hætti að ætla mætti að hún væri skynsamleg. Samt hafi við- skiptahalli aukist, og Stiglitz telur að taka þurfi á honum. Hann sé ekki endilega raunverulegt vandamál, en valdi hættu á óstöðugleika. Stiglitz segir viðskiptahalla áranna 1997 til 2000 vera að tveimur þriðju hlutum vegna minnkandi sparnaðar einka- aðila og að einum þriðja hluta vegna aukinnar fjárfestingar. Ríkið á þó, að sögn Stiglitz, meiri þátt í viðskiptahallanum en virðist við fyrstu sýn. Þetta sé vegna fast- gengisstefnunnar sem fylgt var þar til í mars á þessu ári og vegna þess að bankakerfið sé að hluta í eigu rík- isins. Eitt af því sem hann nefnir sem leið til að draga úr viðskiptahallan- um er að hækka vörugjöld á varan- legar neysluvörur. Stiglitz segir ábata af aukinni al- þjóðavæðingu svo mikinn að ekkert land vilji einangra sig, en ábatanum fylgi mikil áhætta og vandi lítilla op- inna hagkerfa felist í hnotskurn í áhættustjórn. Hann segir réttlætan- legt að draga úr flæði skammtíma- fjármagns milli landa og segir mörg vandamála litlu og opnu hagkerf- anna stafa af auknu frelsi í fjár- magnsflutningum. Joseph Stiglitz Nóbelsverðlaunahafi í hagfræði í álits- gerð sem samin var fyrir Seðlabanka Íslands Háir vextir styrkja ekki alltaf gengið  Viðskiptahallinn/42 DeCODE lækkar um 5,6% HLUTABRÉF í deCODE, móðurfélagi Íslenskrar erfða- greiningar, lækkuðu í gær um 5,6% og var lokagildi bréfanna á Nasdaq-markaðnum í Banda- ríkjunum 9,35 Bandaríkjadalir. Gengi bréfanna hafði hækk- að um 23% í 9,90 Bandaríkja- dali daginn áður í 1,2 milljóna Bandaríkjadala viðskiptum. Viðskipti gærdagsins námu rúmri hálfri milljón Banda- ríkjadala, eða yfir fimmtíu milljónum íslenskra króna. STARFSFÓLKI á ferðaskrifstofum hér á landi hefur verið að fækka að undanförnu. Auk uppsagna og gjald- þrots hjá Samvinnuferðum-Landsýn hefur stöðugildum fækkað um 10–15 hjá Ferðaskrifstofu Íslands á þessu ári og í gær fengu 6 starfsmenn Ferðaskrifstofunnar Sólar uppsagn- arbréf í hendur. Það er um helming- ur starfsmanna ferðaskrifstofunnar, sem hóf störf í ársbyrjun. Forráðamenn Sólar munu taka ákvörðun eftir helgi um hvort grípa þurfi til frekari aðgerða. Samkvæmt upplýsingum frá fyrirtækinu stend- ur ekki til að svo stöddu að hætta sölu á einhverjum ferðum og starf- seminni er haldið gangandi eins og ekkert hefði í skorist. Hjá Ferðaskrifstofu Íslands feng- ust þær upplýsingar að hagræðingu fyrir næsta ár væri lokið og ekki væru fyrirhugaðar meiri aðhaldsað- gerðir að sinni. Hörður Gunnarsson, framkvæmdastjóri Ferðaskrifstofu Íslands, sem rekur m.a. ferðaskrif- stofuna Úrval-Útsýn hf. og Plúsferð- ir ehf., segir eðlilegt að samdráttur sé í ferðamálageiranum miðað við í fyrra því árið 2000 hafi verið algert metferðaár. Að sögn Harðar vinna um 120 til 125 manns hjá fyrirtækinu. Hann segir að engin breyting hafi verið í starfsmannafjölda hjá þeim sem sinni innflutningi erlendra ferða- manna og sölu viðskiptafarseðla. Hörður segir að ekki ríki nein svartsýni og jafnvel sé útlit fyrir betra ferðaár 2002 en í ár en hafa beri í huga að í ár hafi þurft að ná nið- ur þenslunni sem hafi verið í fyrra og því sé ekki um neina kreppu að ræða. Ferða- skrifstofur fækka starfsfólki TÓNLISTARDEILD Norðurljósa hækkar heildsöluverð sitt á geisla- diskum í dag, 1. desember, og í kjölfarið hækkar verðið í smásölu. Hækkunin er fyrst og fremst vegna gengisbreytinga, að sögn Að- alsteins Magnússonar, sölustjóra. Algengasta heildsöluverð á geisla- diskum hjá tónlistardeild Norður- ljósa hefur verið 1.285 kr. án vsk. en það hækkar í 1.350 kr. Álagning smásala er breytileg en Haraldur Jónsson, framkvæmdastjóri versl- unarsviðs Norðurljósa sem sér um rekstur Skífuverslananna, segir að algengasta hækkunin verði um 200 kr., en það sé misjafnt eftir flokk- um. Einnig má gera ráð fyrir hækkun á DVD-kvikmyndadiskum innan skamms vegna hærra innkaups- verðs. Verð á geisladiskum hækkar um 200 krónur
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.