Morgunblaðið - 04.12.2001, Blaðsíða 1

Morgunblaðið - 04.12.2001, Blaðsíða 1
278. TBL. 89. ÁRG. ÞRIÐJUDAGUR 4. DESEMBER 2001 PRENTSMIÐJA MORGUNBLAÐSINS STOFNAÐ 1913 MORGUNBLAÐIÐ 4. DESEMBER 2001 BANDARÍSKUR uppfinninga- maður, Dean Kamen að nafni, kynnti í gær nýjan fararskjóta sem hann kallar Segway, en tækisins hefur verið beðið með eftirvænt- ingu. Um er að ræða tveggja hjóla tæki, sem líkist helst hlaupahjóli eða sláttuvél í útliti. Tækið gengur fyrir rafhlöðum, er nær hljóðlaust og ætlað fyrir einn farþega. „Þú hugsar með þér að þú viljir fara fram á við, og þá fer tækið fram á við. Viljirðu fara aftur á bak, þá fer tækið aftur á bak,“ sagði Kamen þegar hann útskýrði fyrir áhorfendum ABC-sjónvarps- stöðvarinnar hvernig tækið virkaði. Mikið írafár varð í tækniheim- inum bandaríska í upphafi ársins þegar fréttist um uppfinninguna. Kamen sagði að líklega yrðu ein- hverjir fyrir vonbrigðum. „Tækið mun ekki senda menn með geisla upp til Mars eða breyta vatni í vín.“ Hann stóð þó fast á því að tækið ætti að reynast vel í stórborgunum. „Það er fínt að eiga bíl til að geta keyrt lengri vegalengdir,“ sagði hann. „En það er ekkert vit í því að íbúar stórborganna noti tvö þúsund kílógramma járnhrúgur til að kom- ast styttri vegalengdir.“ Kemst í um 20 km hraða á klukkustund Segway, sem áður gekk undir bráðabirgðaheitinu „Ginger“, er útbúið fíngerðum snúðbúnaði sem tryggir jafnvægi, og veldur því að tækið skynjar hvert farþeginn vill fara – og verður við óskum hans þar að lútandi. Tækið líður áfram eins og draumur og tryggir jafn- framt fullkomið jafnvægi – farþeg- inn þarf ekki að hafa áhyggjur af því að detta. Segway kemst í um tuttugu km hraða á klst. og er ekki útbúið bremsum. Það er jafnframt gíra- laust en hver hleðsla dugar til 27 km aksturs. Ferð þess stjórnast ein- göngu af hreyfingum og þyngdar- jafnvægi farþegans, auk þess sem á því er handstýri svipað og á reið- hjóli. Hjólin tvö sinna síðan í reynd þeim verkefnum sem tveir jafn- fljótir alla jafna sinna fyrir gang- andi vegfaranda. Hulunni svipt af undrafararskjóta New York. AFP. AP Uppfinningamaðurinn Dean Kamen með tæki sitt í New York. ARIEL Sharon, forsætisráðherra Ísraels, segir að beitt verði öllum ráðum sem ríkið ræður yfir til þess að stöðva hryðjuverkamenn en liðs- menn Hamas-samtakanna urðu alls 25 óbreyttum borgurum að bana í sjálfsmorðsárásum um helgina. Svöruðu Ísraelar með því að gera í gær árásir með þyrlum og F-16-orr- ustuþotum á nokkrar stöðvar palest- ínskra stjórnvalda. Í gærkvöldi réð- ust skriðdrekar svo inn á alþjóða- flugvöllinn á Gaza og jarðýtur hófu að tæta upp flugbrautina. Palest- ínskir varðmenn voru á staðnum en munu ekki hafa reynt að stöðva ísraelska hermenn sem hertóku flug- stöðvarbygginguna. Sharon lýsti í sjónvarpsávarpi til þjóðarinnar yfir „stríði gegn hryðju- verkum“. Sagði hann Ísraela og Bandaríkjamenn standa saman og líkti aðgerðum gegn sjálfsvígssveit- um Palestínumanna við hernaðinn gegn Osama bin Laden og al-Qaeda- samtökunum í Afganistan. Yasser Arafat, leiðtogi Palestínu- manna, fordæmdi hryðjuverkin um helgina og lýsti yfir neyðarástandi á svæðum Palestínustjórnar en Shar- on sagði leiðtogann bera ábyrgð á of- beldinu gagnvart Ísraelum. „Arafat hefur tekið ákvörðun og valið leið hermdarverkanna, valið að reyna að ná pólitískum markmiðum sínum með morðum á saklausum borgur- um,“ sagði Sharon í ávarpi sínu. Sharon ræddi á sunnudag við George W. Bush Bandaríkjaforseta í Washington og sagði engan ágrein- ing hafa verið í viðræðum þeirra. Bush fordæmdi sjálfsmorðsárásirn- ar um helgina og lýsti talsmaður hans efasemdum forsetans um að Arafat legði sig fram um að láta handsama hryðjuverkamenn. Tals- maðurinn, Ari Fleischer, sagði Ara- fat verða að sýna í verki andstöðu sína við hryðjuverk og bætti við að Ísraelar hefðu rétt til sjálfsvarnar. Viðvörun til Arafats Ísraelar skutu í gær að minnsta kosti tíu flugskeytum á bækistöð Arafats í Gazaborg, þrem þyrlum leiðtogans var grandað og mikill eldur kom upp í eldsneytisbirgða- stöð. Arafat var sjálfur staddur í borginni Ramallah á Vestur- bakkanum. 17 manns særðust lítil- lega í Gaza eða urðu fyrir reyk- eitrun. Einnig voru gerðar árásir á lögreglustöð Palestínumanna í borg- inni Jenin á Vesturbakkanum. Bin- yamin Eliezer, varnarmálaráðherra Ísraels, sagði að ekki væri stefnt að því að kollvarpa stjórn Arafats með aðgerðunum í gær. „Markmiðið er að gefa Arafat til kynna að hann beri ábyrgð á hryðjuverkunum sem við höfum orðið vitni að. Ísraelar eru að segja að þolinmæðin sé þrotin.“ Arafat bað í gær furstann í Persa- flóaríkinu Katar um að kalla saman bráðafund Samtaka íslamskra ríkja vegna árása Ísraela. Palestínustjórn lét í gær handtaka yfir hundrað liðs- manna Hamas og fleiri samtaka en Ísraelar segja að ekki sé nóg að gert. Ísraelar hefna fyrir hryðjuverk Hamas með loftárásum á stöðvar palestínskra stjórnvalda Segja Arafat bera ábyrgð á tilræðum Reuters Palestínumenn reyna að slökkva elda í þyrlum Yassers Arafats Palestínuleiðtoga eftir loftárásir Ísraela á Gaza. Jerúsalem, Damaskus, Washington, Doha. AP, AFP.  Sprengjuárásir/28 Sharon líkir aðgerðum sínum við stríðið gegn bin Laden og al-Qaeda FULLTRÚI Bandaríkjastjórnar, James Dobbins, sakaði í gær Norður- bandalagið um að tefja fyrir niður- stöðum í samningaviðræðunum um myndun stjórnar í Afganistan en þær fara fram í Þýskalandi. Til umræðu á fundunum eru tillögur Sameinuðu þjóðanna í níu liðum um myndun bráðabirgðastjórnar og frið. Er meðal annars kveðið á um að Kabúl verði herlaus borg og jafnframt að ný stjórn muni biðja öryggisráð SÞ um að íhuga heimild til að sent verði frið- argæslulið til landsins. Þar sem gæsluliðið tekur sér stöðu skuli allir herir deiluaðila hafa sig á brott. Norðurbandalag birtir nafnalista Margar þjóðir og þjóðarbrot byggja Afganistan og því er flókið að sætta sjónarmiðin eftir áratuga styrj- öld. Eining mun vera á fundunum í Þýskalandi um að fyrrverandi kon- ungur landsins, Zahir Shah, sem er 87 ára gamall og Pastúni, verði samein- ingartákn en án mikilla valda. Norð- urbandalagið tilnefndi loks í gær fjóra menn sem gætu farið fyrir stjórninni, þ. á m. Abdul Sattar Sirat sem er fulltrúi konungs í viðræðunum og Úsbeki. Hinir eru Pastúnarnir Hamid Karzai, Sibghatullah Mujadidid, sem var forseti um skeið árið 1992, og loks trúarleiðtoginn Pir Sayed Ahmad Gailani. Karzai er meðal þeirra sem stjórna nú atlögunni gegn vígi talib- ana í Kandahar. Nokkru eftir að loft- árásir bandamanna hófust í október fór hann með leynd til Afganistans og reyndi að fá Pastúna í suðurhlutanum til þess að rísa upp gegn talibönum. Margir Afganar eru sagðir efast um að Sirat, sem er virtur guðfræð- ingur og hefur verið í útlegð eins og konungurinn, hafi nægilega innsýn í málefni landsins. Deilt er um skipan ráðherraemb- ætta innbyrðis í Norðurbandalaginu sem er samband sjö fylkinga. Auk þrýstingsins frá Dobbins hringdi embættismaður í Hvíta húsinu, Zalmay Khalilzad, í leiðtoga banda- lagsins, Burhanuddin Rabbani, í Kab- úl til þess að fá hann til að sætta sig við lista sem samningamenn banda- lagsins á fundunum í Þýskalandi hafa birt yfir menn sem gætu tekið að sér embætti forsætisráðherra. Rabbani lét að lokum undan í gær og hét að staðfesta listann. Hann var útlægur forseti Afganistans meðan talibanar réðu öllu landinu og gegnir enn stöðunni að nafninu til. Kabúl verði herlaus borg Eining talin vera að nást um hugmyndir Sameinuðu þjóðanna í viðræðunum í Þýskalandi Königswinter, Bonn, Kabúl. AP, AFP.  Lokaorrustan/26
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.