Morgunblaðið - 04.12.2001, Qupperneq 16

Morgunblaðið - 04.12.2001, Qupperneq 16
AKUREYRI 16 ÞRIÐJUDAGUR 4. DESEMBER 2001 MORGUNBLAÐIÐ Skiptir staðsetning fjölmiðla máli? Uppbygging fjölmiðla á landsbyggðinni Byggðarannsóknastofnun Íslands boðar til málþings um fjölmiðla og landsbyggð á Akureyri föstudaginn 7. desember. Málþingið verður haldið í húsnæði Háskólans á Akureyri við Norðurslóð, í stofu L 201, og stendur frá klukkan 13:00-18:00. Dagskrá: 13:00 Setning Þorsteinn Gunnarsson, rektor HA. 13:15 Ímynd landsbyggðar í fjölmiðlum Stefán Jón Hafstein, útgáfustjóri. 14:00 Ríkisútvarpið, markmið þess og landsbyggðin í sögulegu ljósi Hilmar Thor Bjarnason, fjölmiðlafræðingur. 14:45 Fréttaflutningur af landsbyggðinni. Sjónarhorn ritstjóra. Sigmundur Ernir Rúnarsson, aðstoðarritstjóri DV. 15:15 Kaffi 15:45 Staðsetning fréttamanna skiptir máli! Jóhann Hauksson, fréttamaður Ríkisútvarpsins á Austurlandi. 16:15 Fjölmiðlun á 21. öldinni. Mun staðsetning skipta máli? Ásgeir Friðgeirsson, framkvæmdastjóri Íslandsnets. 16:45 Pallborð og umræður Stjórnandi: María Björk Ingvadóttir, fréttaritari Ríkissjónvarpsins á Sauðárkróki. 17:45 Málþinginu slitið Grétar Þór Eyþórsson, verkefnisstjóri Byggðarannsóknastofnunar Íslands. Aðgangur er ókeypis og öllum heimill, en tilkynna þarf þátttöku eigi síðar en fimmtudaginn 6. desember til skrifstofu Byggðarannsóknastofnunar í síma 463 0929, á faxi 463 0997 eða á tölvupóstfang tberg@unak.is. TAKMARKAÐUR áhugi er fyrir byggingalóðum á Akureyri sem aug- lýstar voru lausar til umsóknar nú í haust. Um er að ræða 55 íbúðahúsa- lóðir í 4. áfanga Giljahverfis, fyrir ein- býlis-, par- og raðhús og eldri lóðir víðs vegar um bæinn. Þá er nánast enginn áhugi fyrir iðnaðar- og þjón- ustulóðum sem einnig voru auglýstar lausar til umsóknar. Leifur Þorsteinsson hjá umhverf- isdeild Akureyrarbæjar sagði að mestur áhugi hefði verið á lóðum und- ir einbýlishús á einni hæð en mun minni áhugi fyrir öðrum lóðum. Hann sagði að fólk héldi að sér höndum og eins geti verið að að fólk sé að bíða eftir úthlutun í Naustahverfi en fyrstu lóðunum þar verður úthlutað næsta vor.“ Samkvæmt upplýsingum á heima- síðu Akureyrarbæjar eru nú um 25 einbýlishúsalóðir lausar til umsóknar í Giljahverfi og sex einbýlishúsalóðir annars staðar í bænum. Þá eru 7 lóðir lausar undir raðhús í Giljahverfi, þar sem gert er ráð fyrir um 30 íbúðum. Í nýja hverfinu í Krossaneshaga eru 14 iðnaðar- og þjónustulóðir lausar og 6 slíkar til viðbótar annars staðar í bænum. Í deiliskipulagi fyrsta áfanga Naustahverfis er gert ráð fyrir bland- aðri byggð með einbýlis-, rað- og fjöl- býlishúsum og að fyrstu lóðirnar verði byggingarhæfar næsta sumar. Lítill áhugi fyrir lóðum JÓNA Berta Jónsdóttir formaður Mæðrastyrksnefndar á Akureyri hafði samband við Morgunblaðið og vildi gera athugasemd vegna fréttar um jólaaðstoð til þeirra sem minna mega sín í síðasta sunnudagsblaði. Þar var haft eftir henni að kaup- menn hefðu jafnan verið rausnarleg- ir en hún sagði að það væru fyrst og fremst fyrirtæki og einstaklingar sem hefðu veitt nefndinni stuðning til þess að hjálpa fólki. Athugasemd ÖLLU starfsfólki Office 1 á Akur- eyri hefur verið sagt upp störfum, alls átta manns í verslun og þjón- ustudeild. Office 1 er í eigu AcoTæknivals og eins og fram kom í Morgunblaðinu sl. föstudag er ætlunin að kanna möguleika á sölu einstakra verslana- eininga fyrirtækisins eða allra versl- ana og hafa nokkrir aðilar sýnt áhuga á að koma að rekstrinum. Að sögn Karels Rafnssonar rekstrarstjóra Office 1 tengjast þessar uppsagnir á Akureyri fyrir- huguðum breytingum. Hann sagði málið í vinnslu en að starfsfólkið væri með uppsagnarfrest til þriggja mánaða. Starfsfólki Off- ice 1 sagt upp REGLUR fyrir uppstillingarnefnd Samfylkingarinnar á Akureyri vegna sveitarstjórnarkosninga á næsta ári hafa verið samþykktar. Fram mun fara skoðanakönnun meðal félagsmanna um skipan efstu sæta og verða póstgögn send fé- lagsmönnum um næstu áramót. Skiladagur verður um miðjan jan- úar næstkomandi. Rétt til þátttöku hafa allir flokksbundnir Samfylking- armenn á Akureyri, svo og fé- lagsmenn í Stólpa, félagi ungra jafn- aðarmanna á Akureyri. Uppstill- ingarnefnd hefur þegar auglýst eftir frambjóðendum, en formaður nefndarinnar er Þorgerður Þorgils- dóttir. Raða á fimm nöfnum í sæti og hefur nefndin niðurstöður til hliðsjónar við uppröðun. Tillaga uppstillingarnefndar á að liggja fyr- ir fyrri hluta febrúarmánaðar og verður þá borin undir félagsfund til samþykktar. Samfylkingin á Akureyri Skoðana- könnun um skipan listans ÍSLANDSKLUKKUNNI var hringt í fyrsta sinn við athöfn á laugardag, 1. desember. Ís- landsklukkan er nýtt útilistaverk við Háskól- ann á Akureyri, en um er að ræða sögulegt minnismerki eftir Kristin E. Hrafnsson mynd- listarmann. Kristinn sigraði í samkeppni um útilista- verk, sem efnt var til á Akureyri í tilefni ný- liðinna aldamóta. Í texta sem ritaður er á vegg við klukkuna stendur: „Þessi klukka var sett upp til minn- ingar um 1000 ára kristnitökuafmæli, landa- fundi í Ameríku og sögu þjóðarinnar í stóru og smáu. Á hverju ári verða slegin saman saga þjóðarinnar og hljómur samtímans, stór- brotnar furður og raunsannir atburðir.“ Við athöfnina voru fluttu ávörp, Kór Há- skólans söng og einnig sungu börn úr leik- og grunnskólum bæjarins. Kristján Þór Júlíusson bæjarstjóri afhenti Hermanni Óskarssyni varaformanni Háskólaráðs sérstakan kaðal sem í framtíðinni verður notaður til að hringja klukkunni. Ætlunin er að hringja klukkunni 1. desember ár hvert, eitt högg nú í ár, tvö á næsta ári og svo koll af kolli. Fram kom í máli Hermanns að fram hafa komið hugmyndir um að fá leyfi höfundar til að hringja klukkunni þegar skólaár hefst ár hvert. Eftir að Íslandsklukkunni hafði verið hringt hófst athöfn á Ráðhústorgi en ljós voru tendr- uð á jólatrénu frá Randers, vinabæ Akureyrar í Danmörku. Þar voru fluttu ávörp, tónlist flutt og jólalögin sungin. Jólasveinar komu í heimsókn af þessu tilefni og kættu fjölda barna sem saman var kominn á Ráðhústorgi. Íslandsklukku hringt og ljós kveikt á jólatré Morgunblaðið/Kristján Kristjana Milla Snorradóttir, formaður Fé- lags stúdenta í HA, hringir klukkunni. Leik- og grunnskólabörn tóku lagið með Kór Háskólans þegar Íslandsklukkunni var hringt. Unga fólkið var áberandi í kringum jólatréð frá Randers. UNNIÐ hefur verið að því nú í haust að koma fyrir öryggisbeltum í allar hópferðabifreiðar SBA-Norð- urleiðar. Fyrirtækið sem er eitt hið stærsta sinnar tegundar hér á landi hefur yfir að ráða 43 bifreiðum. SBA-Norðurleið opnaði nú nýlega nýja heimasíðu þar sem þetta kem- ur fram. Þar segir framkvæmda- stjórinn Gunnari M. Guðmundsson að bílbelti hafi enn ekki verið lög- leidd í hópferðarbílum, þannig að notkun þeirra sé undir farþegunum komin. Mikil umræða verði í þjóð- félaginu þegar upp hafa komið óhöpp og með því að setja belti í bíl- ana sé fyrirtækið fyrst og fremst að mæta óskum viðskiptavina sinna. Áætlanir miðast við að bílbelti verði komin í alla hópferðabíla SBA-Norðurleiðar um næstu ára- mót. Fyrirtækið annast áætlunar- akstur, skólaakstur og hópferða- þjónustu. SBA-Norðurleið Öryggisbelti í alla hópferða- bíla um áramót ♦ ♦ ♦ ♦ ♦ ♦ ♦ ♦ ♦
Qupperneq 1
Qupperneq 2
Qupperneq 3
Qupperneq 4
Qupperneq 5
Qupperneq 6
Qupperneq 7
Qupperneq 8
Qupperneq 9
Qupperneq 10
Qupperneq 11
Qupperneq 12
Qupperneq 13
Qupperneq 14
Qupperneq 15
Qupperneq 16
Qupperneq 17
Qupperneq 18
Qupperneq 19
Qupperneq 20
Qupperneq 21
Qupperneq 22
Qupperneq 23
Qupperneq 24
Qupperneq 25
Qupperneq 26
Qupperneq 27
Qupperneq 28
Qupperneq 29
Qupperneq 30
Qupperneq 31
Qupperneq 32
Qupperneq 33
Qupperneq 34
Qupperneq 35
Qupperneq 36
Qupperneq 37
Qupperneq 38
Qupperneq 39
Qupperneq 40
Qupperneq 41
Qupperneq 42
Qupperneq 43
Qupperneq 44
Qupperneq 45
Qupperneq 46
Qupperneq 47
Qupperneq 48
Qupperneq 49
Qupperneq 50
Qupperneq 51
Qupperneq 52
Qupperneq 53
Qupperneq 54
Qupperneq 55
Qupperneq 56
Qupperneq 57
Qupperneq 58
Qupperneq 59
Qupperneq 60
Qupperneq 61
Qupperneq 62
Qupperneq 63
Qupperneq 64
Qupperneq 65
Qupperneq 66
Qupperneq 67
Qupperneq 68
Qupperneq 69
Qupperneq 70
Qupperneq 71
Qupperneq 72
Qupperneq 73
Qupperneq 74
Qupperneq 75
Qupperneq 76

x

Morgunblaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.