Morgunblaðið - 04.12.2001, Side 26

Morgunblaðið - 04.12.2001, Side 26
ERLENT 26 ÞRIÐJUDAGUR 4. DESEMBER 2001 MORGUNBLAÐIÐ Cider vinegar diet formúla FRÁ Vatnslosun, brennsla, og megrun meðGMP gæðaöryggi Apótekin FRÍHÖFNIN H á g æ ð a fra m le ið sla HARÐIR bardagar geisuðu í gær nálægt Kandahar, síðasta vígi talib- ana í suðurhluta Afganistans, en þeim hefur verið gefinn kostur á að gefast upp eða falla ella. Líklegt þyk- ir, að borgin falli á næstu dögum, en gera má ráð fyrir mikilli mótstöðu araba og annarra útlendinga í liði al- Qaeda, samtaka Osama bin Ladens. Tvær fylkingar Pastúna sækja að Kandahar og náði önnur þeirra að flugvelli borgarinnar á sunnudag en varð þá að láta staðar numið vegna mikillar mótspyrnu liðsmanna al- Qaeda. Stefnt var að því að ná flug- vellinum í gær en hann er í um 20 km fjarlægð frá miðborg Kandahars. Hin fylkingin sækir að borginni úr norðvestri og mætti engri mót- spyrnu í framsókn sinni um helgina. Sagði leiðtogi hennar, Hamid Karzai, að talibanar hefðu látið und- an síga vegna mikilla loftárása Bandaríkjamanna. Fréttir eru um, að einhverjir hátt- settir menn í talibanastjórninni hafi haft samband við ættbálkahöfðingja meðal Pastúna til að kanna með hvaða hætti þeir gætu gefist upp. Ljóst er, að það gerðu þeir þó ekki með samþykki Mohammed Omars, leiðtoga þeirra. Búist við mikilli mót- spyrnu al-Qaeda-liða Talsmaður bandaríska hersins sagði í gær, að lokaátökin um Kanda- har virtust vera í uppsiglingu og Don- ald Rumsfeld, varnarmálaráðherra Bandaríkjanna, sagði, að erfiður tími færi nú í hönd hjá bandarískum her- mönnum, sem hafa bækistöðvar í eyðimörkinni suður af borginni. Bú- ast mætti við mjög hörðum bardög- um við al-Qaeda-liða, Pakistana, araba, Tsjetsjena og Kínverja. „Hringurinn þrengist en síðasta hrinan getur orðið blóðug. Ef þeir gefast ekki upp, þá verða þeir drepn- ir,“ sagði Rumsfeld. Um 1.000 bandarískir hermenn eru í bækistöðinni fyrir sunnan Kandahar. Á sunnudag voru fluttar þangað fleiri Cobra-þyrlur, mjög vel vopnum búnar, og léttar, brynvarðar bifreiðar. Sagt er, að talibanar hafi verið að flytja til Kandahars liðsafla og vopn frá Lashkar Gah, höfuðstað Helm- and-héraðs, sem er vestur af borg- inni, og bendir það til, að þeir ætli að einbeita kröftunum að því að verja Kandahar. Skýla sér á bak við óbreytta borgara Mikill flóttamannastraumur er frá Kandahar og er haft eftir fólkinu, að talibanar geri æ meira af því að skýla sér á bak við óbreytta borgara. Hafi þeir meðal annars komið flugvélum fyrir í íbúðahverfum og komið sér fyrir í moskum. Ástæðan sé þó að hluta til sú, að allur liðsafli þeirra er nú saman kominn á mjög litlu svæði og því erfitt að skilja á milli her- manna og óbreyttra borgara. Lokaorrustan um Kandahar á næstu dögum Reuters Landgönguliðar úr Bandaríkjaher gera sig klára í beljandi sandstormi í búðum sínum í Suður-Afganistan. Kabúl, Quetta, AFP, Los Angeles Times. má vinna heróín og fleiri lyf. Bændurnir í Nangarhar selja óp- íumuppskeruna til Pakistans, þar sem heróínframleiðslan fer fram. „Ég get haft tíu sinnum meira upp úr því að rækta valmúa en hveiti,“ tjáði Ahmed Shah blaða- manni Los Angeles Times. Ópíum- ræktendurnir í héraðinu vita mætavel að afurðir þeirra valda fíkn og hafa raunar margir rekist á illa farna neytendur á ferðum sín- um til markaðanna í Pakistan. „Við gerum okkur grein fyrir því að við erum að skapa fíkla,“ sagði Shah. „Eina ástæða þess að við höldum uppteknum hætti er sú að við erum fátæk. Ef ég gæti fundið aðra UNDANHALDI talibana hefur víðast hvar verið fagnað í Afganist- an, en fáir hafa þó tekið tíðind- unum jafn vel og valmúabændur í austurhluta landsins. Fátækir íbú- ar þessa svæðis reiða sig að miklu leyti á ópíumvalmúarækt, en úr valmúanum er meðal annars unnið heróín. Hvergi í heiminum er ræktað jafn mikið af ópíumvalmúa og í Afganistan. Fyrstu stjórnarár sín lögðu talibanar blessun sína yfir þennan atvinnuveg og skattlögðu hann til að fjármagna her sinn. En í júlí á síðasta ári gaf andlegur leiðtogi talibana, múllinn Mo- hammed Omar, út tilskipun þar sem bann var lagt við valmúarækt. Samkvæmt nýlegri skýrslu Sam- einuðu þjóðanna stöðvaðist ræktun ópíumvalmúa í landinu nánast í kjölfar bannsins, fór úr 3.276 tonn- um í 185 tonn á einu ári. En nú, þegar stjórn talibana er liðin undir lok, hugsa ópíumræktendur sér gott til glóðarinnar. Tíu sinnum ábatasamara að rækta ópíumvalmúa en hveiti Ópíumbóndinn Ahmed Shah og nágrannar hans á sléttunum suður af Jalalabad í Nangarhar-fylki eru í óða önn að undirbúa jarðveginn fyrir sáningu og er ópíumuppsker- an væntanleg í apríl. Ópíumið sjálft er mjólkurkenndur safi úr óþrosk- uðum fræjum valmúans, en úr því vinnu myndi ég hætta að rækta valmúa.“ Samsul Haq, yfirmaður hjá lyfja- eftirlitsskrifstofu Nangarhar-fylk- is, kvaðst í samtali við Los Angeles Times telja að fyrir bann talib- anastjórnarinnar hefði ópíumrækt- unin verið um 85% landbúnaðar- framleiðslu á svæðinu. „Þetta er frábært tækifæri fyrir ópíumbænd- urna,“ sagði Haq. „Stjórn talibana er fallin og óvíst hvað tekur við. Bændurnir geta því ræktað valmúa óáreittir.“ Fullyrti Haq að ef ekki bærist umfangsmikil mannúðarað- stoð erlendis frá, sem veitti bænd- unum kost á að afla sér lífsvið- urværis með öðrum hætti, myndi Afganistan vafalaust aftur hlotnast sá vafasami heiður að vera mesta ópíumframleiðsluríki heims strax næsta sumar. Brotin loforð um aðstoð Innan Afganistans hefur Nang- arhar-fylki verið næst mesta ópíum- framleiðslusvæðið, en aðeins hefur verið ræktaður meiri valmúi í Helmand-fylki vestur af Kandahar. Valmúabændurnir binda vonir við að nýir stjórnarherrar láti fram- leiðslu þeirra afskiptalausa og treysta á nýja fylkisstjórann, Haji Abdul Qadir, sem einnig gegndi því embætti á árunum 1992 til 1996. Eftir að Qadir tók í fyrra sinn við fylkisstjóraembættinu hleypti hann af stokkunum metnaðarfullri áætlun sem ætlað var að draga úr ópíum- framleiðslunni. Gegn loforðum vest- rænna ríkisstjórna um tækni- og fjárhagsaðstoð lagði hann á hömlur sem leiddu til þess að framleiðslan minnkaði um 25% á fyrsta árinu. Erlenda aðstoðin lét hins vegar á sér standa. Qadir brást reiður við og féll frá frekari tilraunum til að hamla ópíumrækt í fylkinu. Ópíumbændur fagna falli talibana Los Angeles Times/Brian Walski Bóndi í Nangarhar-fylki plægir akur, þar sem sá á ópíumvalmúa. Kariz, Afganistan. Los Angeles Times. ’ Við gerum okkurgrein fyrir því að við erum að skapa fíkla ‘ MEIRA en 80 fangar lifðu af átök- in í virkinu við Mazar-e-Sharif þar sem nokkur hundruð félaga þeirra féllu í mjög blóðugri uppreisn. Meðal hinna eftirlifandi er Banda- ríkjamaður, tvítugur að aldri, en hann gerðist múslimi fyrir um fjór- um árum. Fangarnir, sem lifðu af, gáfust upp seint síðastliðið föstudags- kvöld og snemma á laugardag. „Við gáfumst upp vegna þess, að það var ekkert eftir, engin skot- færi, engin vopn og enginn matur,“ sagði Abdul Jabar, sem er frá Tas- hkent í Úsbekístan. Fangarnir höfðust við í kjallara skóla, sem rekinn var í Qala-e- Jangi-virkinu á sovéttímanum. Samkvæmt fréttum í New York Times vörðust þeir í tvo daga eða þar til einn yfirmanna Norður- bandalagsins, Din Muhammad, lét veita vatni úr áveituskurði ofan í kjallarann. Það hefði orðið til þess, að vopnin hættu að virka, og þá hefðu þeir gefist upp skjálfandi af kulda. Þrettán hefðu gefið sig fram á föstudagskvöldið og hinir morg- uninn eftir. Jabar sagði, að einn talibanafor- inginn í hópnum hefði komið upp- reisninni af stað. Hefði hann sagt, að betra væri að deyja sem písl- arvottur en rotna í fangelsi. „Hljóta að hafa heilaþvegið hann“ Meðal fanganna, sem gáfust upp fyrir helgi, er Bandaríkjamaður, John Philip Walker Lindh, frá Fairfax í Kaliforníu. Segir móðir hans í viðtali við tímaritið News- week, að hann hafi verið „blíður en feiminn drengur“ en ákveðið að snúast til íslamstrúar er hann var 16 ára. Hafi hann þá tekið sér nafnið Abdul Hamid. Síðan hafi hann farið til Pakistans til að vinna fyrir íslamska hjálparstofnun og jafnframt sest í trúarskóla. Þeir foreldrar hans höfðu ekkert heyrt frá honum í sjö mánuði er þeir fréttu, að hann hefði verið meðal talibanafanganna og lifað af upp- reisnina. „Hafi hann gengið til liðs við tal- ibana, hljóta þeir að hafa heilaþveg- Meira en 80 fangar lifðu uppreisnina af Einn Banda- ríkjamaður í þeirra hópi AP Myndin er af sjónvarpsskjá og sýnir að sögn talibanann Abdul Hamid, öðru nafni John Philip Walker Lindh, tvítugan Bandaríkjamann. New York. AFP. Taska aðeins 750 kr. NETVERSLUN Á mbl.is

x

Morgunblaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.