Morgunblaðið - 04.12.2001, Side 28

Morgunblaðið - 04.12.2001, Side 28
ERLENT 28 ÞRIÐJUDAGUR 4. DESEMBER 2001 MORGUNBLAÐIÐ ÖRYGGISSVEITIR palestínsku heimastjórnarinnar handtóku 110 félaga í íslömsku hreyfingunum Hamas og Jihad í fyrrinótt eftir sprengjutilræði í Ísrael um helgina sem kostuðu 25 manns lífið. Ariel Sharon, forsætisráðherra Ísraels, ræddi við helstu ráðherra sína hvort Yassar Arafat, leiðtogi Pal- estínumanna, hefði gert nóg til að hindra hryðjuverk palestínskra hreyfinga og hvernig bregðast ætti við sprengjutilræðunum. Margir hægrisinnaðir stuðnings- menn Sharons lögðu fast að honum að vísa Arafat á brott frá palest- ínsku heimastjórnarsvæðunum. Tíu Ísraelar á unglingssaldri biðu bana í sjálfsvígsárás tveggja Palest- ínumanna í miðborg Jerúsalem seint á laugardagskvöld og fimmtán manns létu lífið í öðru sprengju- tilræði í strætisvagni í borginni Haifa tólf klukkustundum síðar. Ísraeli beið einnig bana í skotárás tveggja Palestínumanna á Gaza- svæðinu á sunnudag. Hamas lýsti tilræðunum á hend- ur sér og hótaði fleiri hryðjuverk- um í Ísrael. Sharon var í heimsókn í Banda- ríkjunum um helgina og flýtti heim- för sinni vegna sprengjutilræðanna. Fundur hans með George W. Bush Bandaríkjaforseta, sem átti að vera í gær, var haldinn á sunnudag til að Sharon gæti farið til Ísraels. Hátt- settur ísraelskur embættismaður sagði að ekki hefði komið upp „minnsti ágreiningur“ milli leiðtog- anna á fundinum og Bush hefði ekki reynt að fá Sharon til að forð- ast harkalegar aðgerðir. „Arafat verður að gera allt sem í hans valdi stendur til að hafa hend- ur í hári þeirra sem myrtu saklausa Ísraela og færa þá fyrir rétt,“ sagði Bush eftir fundinn. Colin Powell, utanríkisráðherra Bandaríkjanna, sagði að „stund sannleikans“ væri runnin upp og Arafat yrði að binda enda á hryðju- verkin. Leiðtogar margra ríkja heims fordæmdu sprengjutilræðin og skoruðu á Arafat að skera upp her- ör gegn hryðjuverkahreyfingum. Arafat sakaður um „sýndarmennsku“ Arafat lýsti yfir neyðarástandi og tók sér vald til að láta handtaka Palestínumenn sem berjast gegn því að samið verði um vopnahlé við Ísraela. Palestínskir embættismenn sögðu að 110 félagar í Hamas og Jihad hefðu verið handteknir á Vesturbakkanum og Gaza-svæðinu í fyrrinótt. Andlegur leiðtogi Ham- as, Ahmed Yassin, hefði verið sett- ur í stofufangelsi og fengið fyr- irmæli um að ræða ekki við fréttamenn. Öryggissveitunum hefur einnig verið sagt að gera ólögleg vopn upptæk. Háttsettur herforingi í Ísrael lýsti þessum aðgerðum sem „sýnd- armennsku“ og sagði að markmiðið með þeim væri „aðeins að sefa Bandaríkjamenn og Evrópubúa“ sem hafa hvatt Arafat til aðgerða gegn hryðjuverkamönnum. Palest- ínumenn hefðu ekki handtekið neinn sem tengdist hryðjuverkun- um um helgina og engan þeirra tíu Palestínumanna sem Ísraelar legðu mesta áherslu á að handtaka. Ágreiningur í stjórn Sharons Lögreglan í Ísrael var með há- marksviðbúnað og þúsundir lög- reglumanna voru á verði við fjöl- farnar götur og verslunarmiðstöðv- ar. „Stríð er hafið,“ sagði í flennifyr- irsögn á forsíðu ísraelska dagblaðs- ins Yediot Ahronot með myndum af fórnarlömbum sprengjutilræðanna. /  0  ,-./012 3415*674, 1  6&  +& +# 8 ( 9 +  !%+ +9:  8'8  8 ;+)+#%<$% &$%!8+  + <'%8 : # + =1=*-1::*1647 :*1647 2 , 34 5 6 78 97 $: 5     >6'' 3+ ;<      4* *  8 + ". "     9       ..  "    , ;% *  8 1 %  "       /@# 8 7 8 ?5= %      " >& .    "  " % @  + "& @ % "   &  0&0& "   3 A  B %& "A& "  & "  @ " & 1  %@  ) % . % !   ;% Sprengjuárásir Hamas kosta 25 Ísraela lífið Fast lagt að Sharon að steypa palestínsku heimastjórninni ReutersBjörgunarmenn að störfum við strætisvagn sem eyðilagðist í sprengjutilræði í borginni Haifa á sunnudag. Jerúsalem. AFP, AP. YASSER Arafat, leiðtogi sjálf- stjórnar Palestínumanna, er milli steins og sleggju eftir hinar mann- skæðu sprengjuárásir helgarinnar og hefur staða hans sennilega aldrei verið ótryggari. Arafat á aðeins tvo kosti í stöð- unni. Annarsvegar að bregðast skjótt við og grípa til harðra að- gerða gegn herskáum sveitum Pal- estínumanna, sem hefur vaxið mjög ásmegin síðan átökin á sjálf- stjórnarsvæðunum hófust fyrir 14 mánuðum. Ef hann gerir það ekki, eða ekki eins rösklega og Ísr- aelsstjórn krefst, má hann búast við að Ísraelar svari af fullum þunga. Staða hans sem leiðtogi palestínsku heimastjórnarinnar virðist í hættu á hvorn veginn sem er. Háværar kröfur um aðgerðir Eftir blóðbaðið um helgina eru uppi háværar kröfur í Ísrael um að gripið verði til harðra aðgerða gegn Palestínumönnum. Fullyrt er að Arafat og embættismenn heimastjórnar Palestínumanna beri ábyrgðina á ódæðunum, þrátt fyrir að meðlimir óskyldra öfga- hreyfinga hafi framið þau. Talað hefur verið um að hendur Arafats séu „ataðar blóði“ og því verði að víkja honum úr leiðtogaembættinu eða jafnvel að heimastjórnin, sem komið var á í kjölfar friðarsam- komulagsins 1993, verði leyst upp. Meira að segja hófsamir menn á ísraelska þinginu tala um að nú hafi orðið „vatnaskil“. Samkvæmt niðurstöðum skoð- anakönnunar sem birtar voru í gær í hinu víðlesna dagblaði Yed- ioth Aharonot eru 37% Ísraela hlynnt því að Arafat verði vikið úr embætti og heimastjórnin leyst upp. 18% taka undir þá skoðun harðlínumanna að Ísraelar eigi að hertaka sjálfstjórnarsvæðin á ný, en 32% telja hins vegar að for- sætisráðherrann Ariel Sharon eigi að láta af þeirri hörðu stefnu sinni að neita að ræða við Palestínu- menn fyrr en átakalaust hafi verið í Ísrael og á sjálfstjórnarsvæðun- um í sjö daga. Almennt hefur þó staða Sharons styrkst eftir atburði helgarinnar, enda eykst jafnan stuðningur við harðlínumenn í Ísrael eftir mann- skæð tilræði. Ljóst er að palestínska heima- stjórnin verður að grípa til veru- lega róttækra aðgerða til að svara kröfum Ísraela. Handtaka þyrfti hundruð eða þúsundir meðlima samtaka á borð við Hamas og Jihad, en slíkar aðgerðir gætu leitt til alvarlegs klofnings meðal Pal- estínumanna. Til átaka gæti komið milli hófsamra hreyfinga og her- skárri afla, og jafnvel innan sam- taka Arafats sjálfs, Fatah. Öryggissveitir palestínsku heimastjórnarinnar hafa þegar handtekið yfir hundrað félaga í Hamas og Jihad eftir árásir helg- arinnar. Ýmsir Ísraelar segja ekki nóg að gert og fullyrða að þeir sem stóðu að ódæðunum hafi ekki verið meðal hinna handteknu. Her- skárri samtök Palestínumanna gagnrýndu hins vegar handtökurn- ar á öðrum forsendum. Forystumenn Hamas fordæmdu aðgerðirnar í gær og sökuðu Ara- fat og stjórn hans um undanláts- semi við Ísraela. „Það er ljóst að heimastjórnin hefur látið undan þrýstingi Ísraela og Bandaríkja- manna um að grípa til kúgandi og ólöglegra aðgerða gegn meðlimum Hamas og Jihad,“ sagði varafor- seti stjórnmálaarms Hamas, Mussa Abu Marzuk, í samtali við AFP-fréttastofuna í gær. „Palest- ínska heimastjórnin hefur gerst verndari Ísraels,“ bætti hann við. Marzuk fullyrti að öryggisveitir Palestínumanna hefðu tekið upp sömu aðferðir og Ísraelsher beitti áður en heimastjórnin var sett á fót. „Þeir berja að dyrum að nóttu til, hrella konur og börn og nema fólk á brott af heimilum sínum, rétt eins og Ísrelar gerðu.“ Slík viðhorf njóta æ meiri hljómgrunns á sjálfstjórnarsvæðunum, en heimastjórnin hefur einnig legið undir ámæli fyrir spillingu og óstjórn. Gjörólíkt sjónarhorn Spjótin standa því á Arafat úr báðum áttum, af hálfu Ísraela og róttækra Palestínumanna. Staða hans hefur vafalaust aldrei verið ótryggari og mikil óvissa ríkir um hvað taki við, verði honum bolað úr forystusætinu. Margir stjórnmálaskýrendur á Vesturlöndum óttast að endanlega verði úti um friðarferlið í Mið- Austurlöndum ef Arafat verður velt úr sessi og Palestínumenn velja herskárri leiðtoga til forystu. Í rauninni er þó vandséð að nokk- ur leiðtogi Palestínumanna eða Ísraela geti leitt þessar þjóðir til friðar á meðan skilningur stórs hluta þeirra á ástandinu er svo gjörólíkur sem raun er á. Meiri- hluti Ísraela lítur svo á að aðgerðir Ísraelshers séu réttmæt viðbrögð við hryðjuverkum, á meðan flestir Palestínumenn álíta ofbeldisverkin á undangengnum mánuðum ekkert annað en óhjákvæmilega afleið- ingu af 34 ára hersetu Ísraela á palestínsku landi á Vesturbakkan- um og Gaza-svæðinu. Yasser Arafat milli steins og sleggju Jerúsalem. AFP, AP, The Washington Post. ’ Meira að segjahófsamir menn á ísr- aelska þinginu tala um að nú hafi orðið „vatnaskil“ ‘

x

Morgunblaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.