Morgunblaðið - 04.12.2001, Page 59

Morgunblaðið - 04.12.2001, Page 59
FRÉTTIR MORGUNBLAÐIÐ ÞRIÐJUDAGUR 4. DESEMBER 2001 59 Kynnum í Lyf og heilsu Melhaga í dag, þriðjudag, kl. 13-17, Lyf og heilsu Glæsibæ miðvikudag 5. des. kl. 13-17, Lyf og heilsu Kringlu föstudag 7. des. kl. 14-18. oroblu@sokkar.is skrefi framar 20% afsláttur af öllum sokkum og sokkabuxum. Ef keypt er tvennt frá fylgir kaupauki. Yfir 21 milljón afgreiðslustaða um allan heim Tískulitir! ÞRÍR aðilar fengu Múrbrjótinn, viðurkenningu Landssamtakanna Þroskahjálpar. Er hann veittur þeim sem þykja hafa skarað fram- úr í að ryðja fötluðum nýjar brautir í átt til jafnréttis. Viðurkenningar hlutu Karl Lúð- víksson fyrir uppbyggingu sum- ardvalar á Löngumýri og starfa sinna að kennslumálum, Björn Bjarnason menntamálaráðherra fyrir uppbyggingu á fjögurra ára námi fyrir ungmenni með þroska- hömlun við almenna framhalds- skóla og Átak, félag fólks með þroskahömlun, vegna baráttu fé- lagsins fyrir réttindum félags- manna sinna. Halldór Gunnarsson, formaður Þroskahjálpar, kynnti verðlauna- hafana og rök Þroskahjálpar fyrir valinu. Voru Múrbrjótarnir af- hentir um leið og opnuð var sögu- sýning Þroskahjálpar í Ráðhúsinu í Reykjavík síðastliðinn laugar- dag. Viðurkenningin er jafnan veitt á alþjóðadegi fatlaðra sem var í gær, 3. desember. Þrír fengu Múrbrjót Þroskahjálpar Morgunblaðið/Árni Sæberg Ingibjörg Sólrún Gísladóttir borgarstjóri afhendir hér Karli Lúðvíks- syni einn Múrbrjótanna. Fjær má sjá Björn Bjarnason menntamálaráð- herra og Ínu Valsdóttur, formann Átaks, sem einnig fengu Múrbrjót. VIÐURKENNINGAR Sjálfsbjargar til þeirra stofnana og fyrirtækja sem hafa gott aðgengi fyrir hreyfihamlaða að húsakynnum sínum voru veittar í gær á alþjóðadegi fatlaðra. Viðurkenningarnar eru af tvennum toga, annars vegar fyrir nýtt eða nýlegt húsnæði sem uppfyllir ýtrustu kröfur byggingareglugerðar og hins vegar fyrir eldri byggingar sem bættar eru verulega með tilliti til fatlaðra. Að þessu sinni hlutu þrjár þjónustustofnanir á höf- uðborgarsvæðinu viðurkenningar en það voru Höfða- borg í Borgartúni 21, Listasafn Kópavogs og Þjónustu- miðstöð Esso á Ártúnshöfða. Þá veitti Sjálfsbjörg í A-Húnavatnssýslu viðurkenn- ingar í sinni heimabyggð. Þau hlutu fyrirtækin Kaup- félag Húnvetninga, aðalverslun og byggingavörudeild á Blönduósi, og Héraðsbókasafn og skjalasafn A-Hún- vetninga, sömuleiðis á Blönduósi. Viðurkenning fyrir gott aðgengi Morgunblaðið/Sverrir F.v. Þórir Karl Jónasson, formaður Sjálfsbjargar á höfuðborgarsvæðinu, Pétur Guðmundsson, framkvæmda- stjóri Eyktar, eiganda Höfðaborgar, Theodór Sólonsson, stjórnarformaður Eyktar, Guðni Stefánsson, stjórn- arformaður Listasafns Kópavogs – Gerðarsafns, Jón Pétursson, stöðvarstjóri þjónustumiðstöðvar Esso á Ár- túnshöfða, og Hannes Stefánsson, skrifstofustjóri Sjálfsbjargar.

x

Morgunblaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.