Morgunblaðið - 12.12.2001, Side 1
285. TBL. 89. ÁRG. MIÐVIKUDAGUR 12. DESEMBER 2001 PRENTSMIÐJA MORGUNBLAÐSINS
STOFNAÐ 1913
MORGUNBLAÐIÐ 12. DESEMBER 2001
AFGÖNSKU sveitirnar, sem barist
hafa við liðsmenn hryðjuverkasam-
takanna al-Qaeda í Tora Bora, náðu
flestum hellanna þar á sitt vald í gær.
Höfðu þær umkringt flesta vígamenn
Osama bin Ladens, sem fengu frest
þar til í nótt til að gefast upp.
Al-Qaeda-liðarnir, hugsanlega
nokkur hundruð manns, veittu síðast
mótspyrnu uppi á fjallsöxl en hrökkl-
uðust þaðan ofan í klettagil undan
loftárásum Bandaríkjamanna og
ákafri stórskotahríð Afgananna.
Náðu þeir símasambandi við umsát-
ursliðið og báðu sér griða, kváðust til-
búnir til að gefast upp.
Mohammed Zaman, einn foringja
Austurbandalagsins, sem svo er kall-
að, lýsti þá yfir vopnahléi og skipaði
öllum liðsmönnum al-Qaeda í Tora
Bora og Milawa-dal að leggja niður
vopn og gefa sig fram klukkan átta í
morgun að afgönskum tíma en 3.30 að
ísl. Að öðrum kosti yrðu þeir drepnir.
Sagði hann, að þeir yrðu afhentir
Sameinuðu þjóðunum og látnir svara
til saka fyrir alþjóðlegum dómstóli.
Talsmaður Bandaríkjastjórnar
kvaðst ekki geta staðfest þessar frétt-
ir í gær.
Ekkert vitað um bin Laden
Ekkert er vitað um bin Laden en
annar afganskur foringi fullyrðir, að
njósnarar sínir hafi séð hann skammt
frá Tora Bora í fyrradag. Paul Wolfo-
witz, aðstoðarvarnarmálaráðherra
Bandaríkjanna, sagði í gær, að flest
benti til, að bin Laden væri á þessum
slóðum en upplýsingar um það væru
þó „mjög óáreiðanlegar“. Bandaríkja-
menn vilja heldur ekki útiloka, að bin
Laden og Mohammed Omar, leiðtogi
talibana, séu í felum skammt frá
Kandahar.
Reynist það rétt, að al-Qaeda hafi
að mestu gefist upp í gær, þá átti upp-
gjöfin sér stað er þrír mánuðir voru
liðnir frá hryðjuverkunum í Banda-
ríkjunum. Var þess minnst þar og
víða um heim.
Hazrat Ali, einn foringja Afg-
ananna, sagði, að sést hefði til hópa al-
Qaeda-liða forða sér í suðurátt og lík-
legt, að þeir ætluðu að reyna að kom-
ast yfir fjallaskörðin til Pakistans.
Pakistanar hafa hins vegar flutt þús-
undir hermanna til landamæranna á
þessum slóðum en sums staðar eru
þau í meira en 4.000 metra hæð.
Samráð við bandamenn
Colin Powell, utanríkisráðherra
Bandaríkjanna, hélt heim í gær eftir
vikuferð til níu ríkja í Evrópu og Mið-
Asíu. Á fréttamannafundi í London í
gær sagði hann, að ekki yrði tekin
ákvörðun um hernaðaraðgerðir ann-
ars staðar nema í samráði við banda-
lagsríkin. Hann lagði hins vegar
áherslu á, að hryðjuverkahreiður al-
Qaeda yrði að uppræta um allan heim.
Al-Qaeda-liðum gefinn
frestur til að gefast upp
AP
Afganar, sem sótt hafa að Tora Bora, skjóta af skriðdreka á al-Qaeda-liða. Þeim hefur nú verið gefinn kostur á að gefast upp eða verða drepnir ella.
Tora Bora á valdi Afgana en
bin Ladens er enn leitað
Tora Bora. AP, AFP.
Segja bin Laden/22
FYRSTA ákæran vegna hryðju-
verkanna í Bandaríkjunum 11.
september var birt í gær er rétt-
ir þrír mánuðir voru liðnir frá
ódæðisverkun-
um. Snýr hún
að Zacarias
Moussaoui,
frönskum rík-
isborgara af
marokkóskum
ættum.
Moussaoui
er sakaður um
að hafa lagt á
ráðin um
hryðjuverkin í
samráði við Osama bin Laden og
liggur dauðarefsing við fjórum
ákæruatriðanna af sex. Í ákæru-
skjalinu segir, að Moussaoui hafi
fengið þjálfun í hryðjuverkabúð-
um al-Qaeda í Afganistan; feng-
ið senda peninga frá Þýskalandi
og Mið-Austurlöndum og stund-
að flugnám í Minnesota þar sem
hann hafði sérstakan áhuga á
áburðardreifingarvélum.
Moussaoui var handtekinn 14.
ágúst, nokkrum vikum fyrir
hryðjuverkin, vegna ábendinga
frá flugskólanum en þar þótti
mönnum það undarlegt, að Mo-
ussaoui vildi aðeins læra að
fljúga beint en sleppa öllu varð-
andi flugtak og lendingu.
Talið er líklegt, að Moussaoui
hafi átt að vera 20. maðurinn í
flugræningjahópnum og sá
fimmti, sem vantaði í flugvélina,
sem hrapaði til jarðar í Penn-
sylvaniu.
Hryðjuverkin
í Bandaríkjunum
Fyrsta
ákæran
birt
Washington. AP, AFP.
Zacarias
Moussaoui
SEÐLABANKI Bandaríkjanna
lækkaði í gær vexti úr 2% í
1,75%. Er þetta 11. vaxtalækk-
unin á árinu.
Vextir í Bandaríkjunum hafa
ekki verið lægri frá því í júlí
1961 og seðlabankinn heldur því
opnu að lækka þá enn meira.
Með lækkununum er verið að
bregðast við samdrættinum í
efnahagslífinu en hann jókst
verulega eftir hryðjuverkin.
Raunar virðist eftirspurn vera
að jafna sig nokkuð en óvissan
um framhaldið er samt mikil.
11. vaxta-
lækkunin
Washington. AP.
SLOBODAN Milosevic, fyrrverandi
Júgóslavíuforseti, var í gær leiddur
fyrir stríðsglæpadómstól Sameinuðu
þjóðanna þar sem hann hlýddi á
ákæru fyrir þjóðarmorð. Er þetta
þriðja og alvarlegasta ákæran sem
lögð hefur verið fram á hendur hon-
um fyrir dómstólnum í Haag.
Það tók rúma klukkustund að lesa
upp öll 29 ákæruatriðin en þau varða
þjóðarmorð, morð og pyntingar á
tímum Bosníustríðsins 1992–1995.
Forsetinn fyrr-
verandi er sakað-
ur um að bera
beina eða óbeina
ábyrgð á
grimmdarverk-
um Serba gegn
Bosníu-múslim-
um og Króötum í
stríðinu, þar á
meðal umsátrinu
um Sarajevó og
fjöldamorðunum á yfir 7.000 múslim-
um í Srebrenica árið 1995.
Milosevic neitaði sem fyrr að tjá
sig um ákæruatriðin, sagði aðeins, að
þakka bæri sér fyrir að hafa komið á
friði í Bosníu. Dómarinn gaf því næst
út yfirlýsingu um sakleysi fyrir hönd
Milosevic. Dómstóllinn samþykkti að
sameina ákærurnar er snerta stríðið
í Bosníu og Króatíu en úrskurðaði að
rétta bæri sérstaklega í málinu sem
varðar átökin í Kosovo.
Slobodan Milosevic ákærð-
ur fyrir þjóðarmorð
Haag. AFP, AP.
Milosevic
GEORGE W. Bush, forseti Banda-
ríkjanna, sagði að Gagneldflauga-
sáttmálinn frá 1972, ABM, myndi
ekki stöðva hann í að koma upp eld-
flaugavarnakerfi í Bandaríkjunum.
Bush gaf þessa yfirlýsingu eftir að
rússneska Itar-Tass-fréttastofan
hafði eftir ónefndum heimildamönn-
um, að Bandaríkjastjórn ætlaði að
segja sáttmálanum upp einhliða,
jafnvel strax á morgun. Gefið var í
skyn, að Colin Powell, utanríkisráð-
herra Bandaríkjanna, hefði skýrt
rússnesku stjórninni frá þessari
ákvörðun í heimsókn sinni í Moskvu
fyrir nokkrum dögum.
Sean McCormack, talsmaður
Hvíta hússins í þjóðaröryggismál-
um, sagði í gær, að nú væri komið að
því að segja skilið við ABM-sáttmál-
ann. „Forsetinn mun skýra frá því.
Stundin nálgast,“ sagði McCormack.
ABM-sátt-
mála slitið?
Charleston. AFP.