Morgunblaðið - 12.12.2001, Page 10
FRÉTTIR
10 MIÐVIKUDAGUR 12. DESEMBER 2001 MORGUNBLAÐIÐ
LÖGÐ hefur verið fram
á Alþingi tillaga til
þingsályktunar um
auknar forvarnir gegn
krabbameinssjúkdómum
í meltingarvegi og öðr-
um sjúkdómum tengdum
þeim, svo og leit-
arstarfsemi. Tillagan
var lögð fram á síðasta
þingi en var þá ekki út-
rædd og er nú flutt
óbreytt.
Flutningsmenn eru
átján þingmenn úr öllum
flokkum og fer fyrir
þeim Árni R. Árnason. Í
tillögunni er ályktað að fela rík-
isstjórninni að undirbúa og hrinda í
framkvæmd víðtæku forvarnar- og
leitarstarfi vegna krabbameins í
meltingarvegi. „Jafnframt verði
hafinn undirbúningur að því að
beita sömu aðferðum, eftir því sem
fært er, í baráttu við aðrar algeng-
ustu tegundir krabbameins hér á
landi og hefja síðar skipulagt og
reglubundið forvarnar- og leit-
arstarf vegna þeirra,“ segir í tillög-
unni.
Grundvöllur að víðtækara
forvarnarstarfi
Í greinargerð segir að tillagan sé
lögð fram í því skyni að lagður
verði grundvöllur að víðtækara for-
varnar- og leitarstarfi á sviði
krabbameinssjúkdóma. Byggt verði
á því starfi sem unnið sé á vegum
Leitarstöðvar Krabba-
meinsfélags Íslands og
annarra í þessum efnum.
Þá segir að þar sem nú
sé fyrir hendi þekking
og búnaður til leitar að
forstigum krabbameins í
ristli og endaþarmi,
meinið sé algengt, að
meðhöndlun sé léttbær-
ari fyrir sjúkling og
kostnaðarminni en með-
höndlun langt genginna
og útbreiddra meina sé
ljóst að umtalsverður
ávinningur geti fengist
af því að hefja víðtækt
forvarnarstarf og almenna leit.
Þá segir að gerðar hafi verið til-
raunir með leit að einkennum
krabbameins í ristli og endaþarmi
hérlendis og erlendis. Hafi þær leitt
í ljós að leit myndi skila árangri.
Einnig segir að Félag sérfræðinga í
meltingarsjúkdómum undirbúi nú
fræðsluátak í samvinnu við aðra og
kannaður verði möguleiki á að
meta þjóðhagsleg áhrif leitar.
Auknar verði forvarnir gegn krabba-
meini í meltingarvegi með leitarstarfi
Morgunblaðið/Ásdís
HEILDARSKULDIR sjávarút-
vegsins voru á síðasta ári 198 millj-
arðar króna en voru 124,9 millj-
arðar árið 1997. Jukust þær því um
73 milljarða á þessum fjórum árum.
Á sama tíma hefur eiginfjárhlutfall
minnkað úr 26,7% árið 1997 í 22,4%
í fyrra.
Þessar upplýsingar komu fram í
svari Árna M. Mathiesen sjávarút-
vegsráðherra við fyrirspurn Gísla
Einarssonar alþingismanns. Þing-
maðurinn spurði hverjar væru
heildarskuldir sjávarútvegsins, er-
lendis og innanlands, og í öðru lagi
hver hefði verið þróun eigna- og
skuldastöðu íslenskra sjávar-
útvegsfyrirtækja síðustu fjögur ár-
in.
Eignir 170,3 milljarðar
árið 1997
Eignir sjávarútvegsfyrirtækja
voru 170,3 milljarðar króna árið
1997 og heildarskuldir 124,9 millj-
arðar. Meirihluti þeirra, eða 78,6
milljarðar króna, var erlendar
skuldir. Eignirnar höfðu aukist í
255 milljarða króna í fyrra og
skuldir í 198 milljarða. Öll árin fjög-
ur er meirihluti skuldanna erlend-
ur.
Í svari ráðuneytisins kemur fram
að við áætlun eigna sé hvorki tekið
tillit til útgáfu nýs hlutafjár eða
greidds arðs.
Þróun skulda sjávarútvegsfyrirtækja á fjórum árum
Skuldir jukust um
73 milljarða króna
VALGERÐUR Sverrisdóttir iðnað-
arráðherra vonast til þess að geta
lagt fram tillögur að nýrri byggða-
áætlun á Alþingi á næstu vikum en
unnið hefur verið að gerð hennar frá
því í vor. Þetta kom fram í máli Val-
gerðar á Alþingi í gær en þá flutti
hún munnlega skýrslu um starfsemi
Byggðastofnunar og framvindu
byggðaáætlunar.
Fram kom í ræðu Valgerðar að
ekki hefði tekist að ráðstafa öllu
framlagi Byggðastofnunar til stofn-
unar eignarhaldsfélaga, sem nam
300 millj. kr. á þessu ári, þar sem
skort hefði mótframlög heimaaðila.
Reyndist sérstaklega erfitt að afla
fjár á Austurlandi og á Vestfjörðum,
að sögn Valgerðar.
Ráðherrann sagði mega ráða af
skýrslu Byggðastofnunar að fram-
kvæmd gildandi byggðaáætlunar
hefði að mörgu leyti tekist vel.
Verulega auknu fjármagni hefði
verið varið til lækkunar húshitunar-
kostnaðar, námskostnaðar og þá
hefðu fasteignaskattar verið lækk-
aðir á landsbyggðinni, svo eitthvað
sé nefnt.
„Ýmsir hafa lýst yfir vonbrigðum
með þann þátt byggðaáætlunar sem
lýtur að flutningi opinberra starfa
og verkefna út á land,“ sagði Val-
gerður síðan. „Ég get að mörgu
leyti verið sammála þeim sem hefðu
kosið meiri árangur á þessu sviði.
Ýmislegt jákvætt hefur þó gerst á
síðustu árum. Félagsmálaráðu-
neytið og samgönguráðuneytið hafa
til dæmis staðið sig vel varðandi
flutning opinberra starfa út á land
og flest ráðuneyti hafa athugað
möguleika á að flytja starfsemi út á
land.“
Nokkur umræða spannst í kjölfar
skýrslu iðnaðarráðherra og sagði
Guðjón Guðmundsson (D) m.a. að
mikil byggðaröskun á síðustu árum
væri ekki séríslenskt vandamál.
Ýmislegt hefði verið gert til að
sporna við þróuninni og í mörgum
tilfellum gefist vel. Talsmenn stjórn-
arandstöðunnar töldu hins vegar lít-
ið hafa komið úr fögrum fyrirheitum
ríkisstjórnarinnar um aðgerðir til að
sporna við búseturöskun í landinu.
Tillögur að nýrri byggða-
áætlun væntanlegar
ÞORSTEINN Hilmarsson, upplýs-
ingafulltrúi Landsvirkjunar, segir
að samþykkt meirihluta hrepps-
nefndar Gnúpverjahrepps gegn
Norðlingaölduveitu muni ekki hafa
áhrif á það matsferli sem nú er haf-
ið á umhverfisáhrifum uppistöðu-
lóns í Norðlingaöldu. Stefnt er að
því, að sögn Þorsteins, að leggja
fram skýrslu um mat á umhverfis-
áhrifunum innan skamms en eftir
að sú skýrsla er fram komin má
vænta að það taki umþrjá mánuði
að fá fram niðurstöðu hjá Skipu-
lagsstofnun.
Meirihluti hreppsnefndar Gnúp-
verjahrepps lagðist gegn Norð-
lingaölduveitu á fundi sínum á
fimmtudag en þá greiddu þrír
hreppsnefndarmanna atkvæði gegn
Norðlingaölduveitunni, þeir Bjarni
Einarsson, Már Haraldsson og
Halla Guðmundsdóttir en tveir
greiddu atkvæði með henni, þeir
Sigurður Páll Ásólfsson og Þrándur
Ingvarsson.
Að sögn Bjarna Einarssonar,
oddvita Gnúpverjahrepps, leggst
meirihlutinn gegn Norðlingaöldu-
veitunni vegna umhverfisáhrifa
hennar. „Þá er þetta líka tilfinn-
ingamál því fólki er afskaplega annt
um Þjórsárver,“ segir Bjarni í sam-
tali við Morgunblaðið. Sigurður Páll
segist hins vegar í samtali við
Morgunblaðið telja Norðlingaöldu-
veitu vera „ásættanlega“.
Skoðanir hafa verið skiptar
Þorsteinn Hilmarsson segir í
samtali við Morgunblaðið að for-
svarsmenn Landsvirkjunar hafi
löngum gert sér grein fyrir því að
skoðanir væru skiptar á áformunum
um uppistöðulón í Norðlingaöldu.
Hann ítrekar í því sambandi að fyr-
ir nokkru hafi farið af stað vinna við
mat á umhverfisáhrifum Norðlinga-
ölduveitunnar en stefnt er að því að
þeirri vinnu ljúki „innan skamms“,
eins og hann orðar það.
Þorsteinn segir að þegar matið
liggi fyrir gefist almenningi kostur
á að kynna sér allar upplýsingar
málsins og koma fram með athuga-
semdir og ábendingar við fyrirhug-
aðar framkvæmdir. „Það verður
hinn formlegi ferill,“ segir Þor-
steinn, „einstakar samþykktir hafa
því ekki neina sérstöðu varðandi
matið fram að því.“
Samþykkja stækkun friðlands
Á fundi sínum á fimmtudag tók
meirihluti hreppsnefndar, sá sami
og áður var vísað til, undir þings-
ályktunartillögu þingmanna
Vinstrihreyfingarinnar – græns
framboðs um stækkun friðlands í
Þjórsárverum en minnihluti
hreppsnefndarinnar lagðist gegn
slíkri stækkun.
Í umræddri þingsályktun sem nú
er til meðferðar á Alþingi er lagt til
að Alþingi skori á ríkisstjórnina að
beita sér fyrir því að mörkum frið-
landsins í Þjórsárverum verði
breytt og það stækkað þannig að
sem mest af gróðurlendi svæðisins
lendi innan friðlýsingarmarkanna.
Einnig að áætlun verði gerð um
friðun Þjórsár frá mörkum frið-
landsins í Þjórsárverum til suðurs
að Sultartangalóni.
Í ályktun minnihluta hrepps-
nefndar Gnúpverjahrepps kemur
m.a. fram að hann telji umrædda
þingsályktunartillögu um stækkun
friðlands í Þjórsárverum ekki tíma-
bæra. Rétt sé að bíða með allar að-
gerðir í þá veru þar til náttúru-
verndaráætlun liggi fyrir.
„Við teljum að núverandi lög um
friðland í Þjórsárverum taki til þess
svæðis sem sérstaklega þarf að
vernda,“ segir m.a. í greinargerð
minnihlutans. „Við teljum ekki eðli-
legt að stór svæði hálendis Íslands
séu friðlýst sérstaklega og verði þar
með í umsjá sérstakra opinberra
stofnana, heldur gildi þar um hin al-
menna regla um náttúruvernd.“
Meirihluti hreppsnefndar
Gnúpverjahrepps
Lagst gegn
Norðlinga-
ölduveitu
MEIRIHLUTI Þjórsárveranefndar
styður framkomna þingsályktunar-
tillögu, þingmanna Vinstrihreyfing-
arinnar – græns framboðs, um
stækkun friðlands í Þjórsárverum.
Tillaga Vinstri grænna er nú til
meðferðar á Alþingi og er megin-
efni hennar m.a. að Alþingi skori á
ríkisstjórnina að beita sér fyrir því
að mörkum friðlandsins í Þjórsár-
verum verði breytt og það stækkað
þannig að sem mest af gróðurlendi
svæðisins lendi innan friðlýsingar-
markanna.
Þrír nefndarmanna Þjórsárvera-
nefndar eru tillögunni samþykkir,
þeir Gísli Már Gíslason, prófessor
og formaður Þjórsárveranefndar,
Már Haraldsson, fulltrúi Gnúp-
verjahrepps í nefndinni, og Sveinn
Ingvarsson, fulltrúi Afréttarmála-
félags Flóa og Skeiða. Tveir nefnd-
armanna eru tillögunni hins vegar
mótfallnir þ.e. þeir Agnar Olsen,
fulltrúi Landsvirkjunar, og Jónas
Jónsson, fulltrúi Ása- og Djúpár-
hrepps.
Í ályktun frá fyrrgreindum meiri-
hluta Þjórsárveranefndar segir að
með stækkun friðlandsins í Þjórs-
árverum muni það ná yfir öll verin
og jaðarsvæði meðfram Þjórsá að
Sultartangalóni, þ.m.t. landslags-
gerðir í ánni, s.s. tignarlega fossa.
Þá segir: „Nú þegar hefur verið
gengið á verin austan Þjórsár og
vatnsmagn í ánni hefur verið skert
um tæplega helming. Með friðlýs-
ingu á að koma í veg fyrir röskun á
Þjórsárverum meira en orðið er.
Ný friðlýsingarmörk verða að
tryggja verndun þeirra vera sem
Þjórsárkvíslar og Þjórsá renna um
og að þau nái yfir s.s. Eyvafen og
önnur ver rík af freðmýrarústum
austan megin ár og öll gróðurlendi
niður með Þjórsá að Sultartanga-
lóni.“
Meirihluti Þjórsárveranefndar
Styður tillögu um
stækkun friðlands
í Þjórsárverum