Morgunblaðið - 12.12.2001, Side 14
HÖFUÐBORGARSVÆÐIÐ
14 MIÐVIKUDAGUR 12. DESEMBER 2001 MORGUNBLAÐIÐ
SEGÐU „JÁ“
H
V
ÍT
A
H
Ú
S
IÐ
/
S
ÍA
ÞEIR vita allt um það hvernig end-
urvinnsla og góð sorphirða fer fram,
krakkarnir sem tóku við viðurkenn-
ingum í Góða hirðinum á laugardag.
Verðlaunin fengu þeir fyrir myndir
sem þau teiknuðu og prýða munu
dagatal Sorpu á næsta ári.
Í tilefni af 10 ára afmæli fyrirtæk-
isins var efnt til samkeppni um
teikningarnar meðal nemenda sem
komu í vettvangsferð til Sorpu á
þessu ári.
Nokkur hundruð myndir bárust í
keppnina og voru þrettán þeirra
valdar til að prýða dagatalið.
Það var því stoltur hópur verð-
launahafa sem tók við gjafabréfum í
Kringluna á laugardag en lista-
mennirnir heita Svanfríður Sunna
Árnadóttir úr Rimaskóla, Hlynur
Freyr Gíslason úr Korpuskóla, Þór-
unn Þórðardóttir úr Hjallaskóla,
Agnes Hafsteinsdóttir úr Rimaskóla,
Vilhjálmur Nökkvi Baldvinsson úr
Gerðaskóla, Guðný Sigurðardóttir
úr Grunnskóla Þorlákshafnar, Anna
Karen Skúladóttir úr Lindaskóla,
Reynir Óli Smárason úr Korpuskóla,
Vilhjálmur Ragnar Eyþórsson úr
Foldaskóla, Erla Sif Markúsdóttir úr
Grunnskóla Þorlákshafnar, Regína
Ösp Guðmundsdóttir úr Hjallaskóla,
Aðalbjörg Halldórsdóttir úr Grunn-
skóla Þorlákshafnar og Helga Guð-
bjarnardóttir, einnig úr Grunnskóla
Þorlákshafnar.
Þeir sem hafa áhuga á að skoða
listaverkin geta gert það í Góða
hirðinum, nytjamarkaði Sorpu og
líknarfélaga, í Hátúni 12 fram til jóla
eða til 23. desember.
Í fréttatilkynningu frá Sorpu seg-
ir að stór þáttur starfsemi hennar sé
að taka á móti skólahópum á ýmsum
aldri þar sem þeir fá tækifæri til að
kynnast starfsemi fyrirtækisins með
eigin augum. „Myndirnar á sýning-
unni eru túlkun nemendanna á því
sem fyrir augu og eyru bar í vett-
vangsferðinni og þeim tilfinningum
sem þeir hafa gagnvart umhverf-
ismálum.“
Listaverkasýning um sorp
Morgunblaðið/Golli
Listamennirnir ásamt fulltrúum Sorpu við afhendingu verðlaunanna á laugardag.
Það er ekki dónalegt að nota dagblöð fyrir klósettpappír, a.m.k. þegar
þau hafa farið í gegnum rétta endurvinnsluferlið. Listamaðurinn heitir
Aðalbjörg Halldórsdóttir í 8. bekk Grunnskóla Þorlákshafnar.
Einn er sá sem verður sérstaklega glaður þegar kertaafgangar eru end-
urnýttir – og það er Kertasníkir. Helga Guðbjarnardóttir í 7. bekk
Grunnskóla Þorlákshafnar teiknaði þessa mynd.
Hátún
FERÐAMENN verða hugsanlega
nýjasta vinnuaflið í uppgræðslu ör-
foka lands því samtökin Gróður fyrir
fólk í Landnámi Ingólfs (GFF) og
Radisson SAS Hótel Saga stefna á
samstarf þar sem erlendum gestum
hótelsins verður boðið upp á að skilja
eftir tré sem þeir hafa sjálfir gróð-
ursett. GFF hefur um nokkurt skeið
nýtt til uppgræðslu úrgang úr þétt-
býlinu, sem annars hefði verið urð-
aður.
GFF hefur, að sögn Björns Guð-
brands Jónssonar, framkvæmda-
stjóra samtakanna, skilgreint tvö
svæði við Kleifarvatn þar sem
áhersla verður lögð á uppgræðslu á
næsta ári. Í Krýsuvík verður unnið
áfram að uppgræðslu sunnan
Grænavatns og Bleikhóls en á dag-
inn kemur að ræktunin tekur til
fleira en landsins „Þar höfum við
fengið vistmenn í Krýsuvíkurskólan-
um til að koma inn í verk með okkur
eftir þeirra getu og eins munum við
halda áfram með þessa véltæku
græðingu sem við köllum. Síðan
verður þar samstarf við Krýsuvík-
ursamtökin þar sem við beitum þess-
ari heimspeki, sem við kennum við
Vigdísi Finnbogadóttur, um það að
uppgræðsla og ræktun sé uppbyggj-
andi fyrir mannssálina.“
Í Vatnsskarði norðan við Kleifar-
vatn verður, að sögn Björns, áfram
unnið með verkefnið Skil 21 þar sem
lífræn úrgangsefni úr höfuðborginni
eru nýtt til uppgræðslunnar. „Þar
höfum við beitt okkur fyrir því frá
árinu 1999 að vinnustaðir og fyrir-
tæki skili inn lífrænum úrgangs-
flokkum flokkuðum þannig að þeir
geta nýst í jarðgerð. Úr þessu kemur
Molta sem er fyrirtaksefni í hvers-
konar ræktun og uppgræðslu og sem
við notum við útplöntun.“
Sjálfboðaliðar
frá Bandaríkjunum
Björn segir mjög þægilegt að
vinna með Moltuna þar sem hún sé
lyktarlaus og miklu hreinlegri á all-
an hátt en t.d. hrossatað. „Þetta er
úrgangur sem annars hefði verið
urðaður og þetta er í rauninni þessi
hringrásarhugmynd sem umhverfis-
mál nútímans mörg hver byggjast á.
Þú ert að minnka úrgang og nýta
hann í leiðinni sem áburð og styrkja
og undirbyggja vistkerfið hér við út-
mörk höfuðborgarinnar. Í leiðinni er
þetta besta veganesti sem plöntur
geta fengið því þetta eru ekki bara
áburðarefni heldur líka lífræn efni
sem eru svo mikilvæg fyrir samsetn-
inguna í jarðveginum.“
Björn segir stefnt að því að Vatns-
skarð verði helsti vettvangur upp-
græðslu með Moltu og einbeita sam-
tökin sér þar að trjáplöntun með
birki, víði og reyni. Fjöldi manns
kemur að plöntuninni, m.a. ungling-
ar í vinnuskólanum, starfsmenn fyr-
irtækjanna sem eru með í Skil 21 og
jafnvel sjálfboðaliðar frá Bandaríkj-
unum.
Þar með er þó ekki allt upp talið.
„Síðan erum við um það bil að fara í
samstarf við Radisson SAS Hótel
Sögu, sem eru eitt af þessum fyr-
irtækjum sem eru með í Skil 21, um
það að skoða hvort erlendir ferða-
menn, það er að segja gestir hótels-
ins, kæri sig um að skilja eftir sig tré
sem þeir hafa gróðursett með þess-
um hætti. Þetta er pínulítið innslag í
ferðamennskuna því maður skyldi
ætla að það myndi kannski kitla
ferðalanginn að koma svo aftur og
sjá hvernig þessu hefur reitt af.“
Svæðin umhverfis Kleifarvatn eru
þó ekki einu uppgræðslusvæðin sem
GFF hyggst einbeita sér að á næsta
ári því áætlanir eru um að vinna að
uppgræðslu á allt að 50 hektara
landsvæði við Sandskeið.
„Við kennum þetta svæði við Litlu
kaffistofuna en þar er um að ræða
rofabörðin miklu sem blasa við þegar
ekið er upp Sandskeiðið og upp frá
flugvellinum. Stefnan er að fá í lið
með okkur sveitarfélögin sem hafa
með þetta svæði að gera og það þýðir
að við verðum að koma á samstarfi
milli Reykjavíkur, Seltjarnarness og
Kópavogs auk nokkurra fyrirtækja
sem við viljum fá inn í þetta líka,“
segir Björn sem bendir á að svæðið
sé í eigu Kópavogs og Seltjarnar-
ness.
Aðkoma Reykjavíkur að verkefn-
inu yrði hins vegar með þeim hætti
að hrossatað, sem nota á til upp-
græðslunnar, yrði sótt í hesthúsin í
Víðidal en að sögn Björns yrði það
hagkvæmast fyrir verkefnið.
Ljósmynd/Björn G. Jónsson
Uppgræðslusvæðið sunnan Bleikhóls í Krýsuvík þar sem ekki er síður lögð áhersla á mannrækt en plönturækt.
Hluti svæðisins sem fyrirhugað
er að græða upp í Vatnsskarði.
Ferðamenn
virkjaðir í
uppgræðslu
Kleifarvatn