Morgunblaðið - 12.12.2001, Qupperneq 17
SUÐURNES
MORGUNBLAÐIÐ MIÐVIKUDAGUR 12. DESEMBER 2001 17
EMILÍA Dröfn Jónsdóttir, eigandi
Jazzdansskóla Emilíu í Keflavík,
mun setja upp söngleikinn Annie í
tilefni af tíu ára afmæli skólans
sem verður í janúar næstkomandi.
Emilía hefur kennt dans í 21 ár.
Hún hóf nám í Jazzballettskóla
Báru þegar hún var þrettán ára og
kenndi svo sjálf við skólann frá
átján ára aldri til tuttugu og eins
árs.
Jazzdansskólann stofnaði hún
árið 1991 og hafa vinsældir hans
aukist ár frá ári síðan, en nú eru
nálægt 100 nemendur við skólann.
Sextíu börn taka þátt
í uppsetningunni
Ég hef sett upp nemendasýn-
ingar á hverju ári allt frá stofnun
skólans. Fyrst voru þær haldnar í
Félagsbíói, en eftir að því var
breytt í matvöruverslun hef ég
fengið afnot af Frumleikhúsinu.
Jón Marinó Jónsson ætlar að leik-
stýra söngleiknum Annie fyrir Em-
ilíu: „Hann er fullur af krafti og
áhuga þannig að það er mjög gam-
an að vinna með honum,“ segir
Emilía brosandi og bætir því við að
þau stefni að því að verða klár með
sýninguna í mars eða apríl á næsta
ári.
„Við erum enn á byrjunarstigi
með uppsetninguna, en við not-
umst við eldri útgáfuna af söng-
leiknum. Við erum búin að hlusta á
söngprufur allra þeirra sextíu
krakka sem koma til með að taka
þátt í uppsetningunni, því við erum
að leita að hinni réttu Annie. Við
erum þó ekki búin að taka end-
anlega ákvörðun um það enn hver
verður í aðalhlutverkinu, en þau
stóðu sig öll alveg ótrúlega vel í
prufunum.“
Emilía hefur sett upp fjölda sýn-
inga í gegnum tíðina, nefna má
Karnival dýranna og Bestu sjopp-
una í bænum, með tónlistarskóla
Reykjanesbæjar, en auk þess
samdi hún dansana við leikritið
Stæltir stóðhestar fyrir Leikfélag í
Keflavíkur. Uppsetningin var valin
sú besta af áhugaleikfélagi það ár-
ið. Þá setur hún árlega upp sýn-
ingar með nemendum Njarðvík-
urskóla fyrir árshátíðir þeirra.
Ferðast um heiminn
Emilía hefur sjálf lifað og
hrærst í dansi allt frá því hún var
þrettán ára gömul og tók meðal
annars þátt í fjölda sýninga á Hót-
el Sögu þegar hún var í Jazzball-
ettskóla Báru. Þá voru valdir dans-
arar þaðan til að setja upp
sýningar og var Emilía oftast í
sólóhlutverkum.
Árið 1985, þegar hún var 21 árs
ákvað hún að breyta til og fór sem
„au pair“ til New Haven í Con-
necticut-ríki í Bandaríkjunum.
„Þar komst ég inn í dansflokk sem
heitir Dans Theatre Production og
dansaði með honum í þá 13 mánuði
sem ég var í Bandaríkjunum,“ seg-
ir Emilía, en í stað þess að fara
heim eftir dvölina, ákvað hún að
breyta flugmiðanum sínum og fara
beint til London. „Ég fékk vinnu í
ferðamannaverslun í Oxfordstræti
og sótti danstíma í Pineapple, en
það er alhliða dansstúdíó. Þangað
hafði ég komið nokkrum sinnum
áður þegar ég var í Jazzball-
ettskóla Báru.“
Emilía fór loks heim um jólin
1986, en dvaldi þó aðeins í tvo
mánuði hérlendis: „Mér og vinkonu
minni, Sigrúnu Ægisdóttur, bauðst
að fara til München til að vera
dansarar og bakraddasöngkonur
fyrir þýska söngkonu sem var gift
Íslendingi. Við bjuggum þennan
tíma í München og ferðuðumst um
Þýskaland og til Austurríkis að
sýna,“ segir Emilía og bætir við:
„Þetta var mikið ævintýri og gríð-
arlega mikil og góð reynsla.“
Börn á biðlista
Emilía ílengdist í Þýskalandi og
dvaldi þar í þrjú ár við dans og
fleira. „Þegar ég kom heim bauðst
mér vinna í Dansstúdíói Sóleyjar í
Reykjavík. Sóley kynnti mig síðan
fyrir eiginmanni mínum, Skúla
Bjarnasyni, og með honum fluttist
ég til Njarðvíkur árið 1990, en þá
gekk ég með eldra barnið okkar,“
segir Emilía og bætir því við að
hún hafi sannarlega verið tilbúin í
fjölskyldulíf eftir öll ferðalögin og
ævintýrin. „Þegar dóttirin var orð-
in fimm mánaða stofnaði ég skól-
ann og fékk leigðan sal í líkams-
ræktarstöðinni Perlunni í Keflavík.
Fyrstu árin var ég eingöngu með
danskennslu á laugardögum, en
eftir því sem eftirspurn jókst og
nemendurnir voru komnir lengra
þá bætti ég við tímum. Þannig að
þeir nemendur sem eru lengra
komnir æfa nú tvisvar í viku.“
Dansskólinn hefur verið svo vin-
sæll undanfarin ár að Emilía hefur
þurft að setja marga á biðlista.
„Ég vil geta sinnt þeim almenni-
lega sem komast að, en á síðasta
ári réð ég til mín danskennara,
Berglindi Skúladóttur. Það er mik-
ill munur að hafa hana, en hún sér
um danstíma og ég er meira í
tæknilegu hliðinni,“ segir Emilía
að lokum og drífur sig af stað til
að ná á réttum tíma í danskennsl-
una.
100 nemendur eru við Jazzdansskóla Emilíu og biðlistar eftir að komast að
Setja upp söng-
leikinn Annie
Morgunblaðið/Sigríður Hjálmarsdóttir
Emilía Dröfn Jónsdóttir tekur dansspor með nokkrum nemenda sinna.
Keflavík
Eldur
í mann-
lausri íbúð
TÖLUVERÐAR skemmdir
urðu af völdum reyks og sóts í
íbúð í húsi við Garðaveg í
Keflavík í gærmorgun. Íbúarn-
ir voru að heiman.
Slökkvilið Brunavarna Suð-
urnesja fékk tilkynningu rétt
eftir klukkan átta í gærmorg-
un, frá nágrönnum, um að
reykjarlykt fyndist frá íbúð í
húsi við Garðaveg og að tvö
börn væru sennilega í íbúðinni
ásamt móður sinni. Tveir
slökkviliðsbílar og sjúkrabíll
komu fljótt á staðinn. Tveir
reykkafarar fóru strax inn í
íbúðina og aðrir tveir skömmu
síðar. Kom þá í ljós að íbúarnir
voru að heiman. Höfðu þeir
farið í burtu fyrr um morg-
uninn.
Upptök í eldhúsi
Samkvæmt upplýsingum
slökkviliðsins var mikill hiti í
íbúðinni en þó allar gluggarúð-
ur heilar. Talið er að upptök
eldsins hafi verið í eldhúsi
íbúðarinnar, sennilega frá raf-
magni. Sigmundur Eyþórsson
slökkviliðsstjóri segir að illa
hefði getað farið ef fólkið sem
fyrst kom að hefði brotið upp
læsta hurð að íbúðinni því eld-
urinn hafi verið í súrefnissvelti
og mikill hiti í rýminu, við það
hafi eldurinn aukist til mikilla
muna. Slökkvistarf gekk vel og
var íbúðin reykræst. Eldhúsið
er talsvert brunnið og tölu-
verðar skemmdir af völdum
reyks og sóts. Samkvæmt upp-
lýsingum slökkviliðsins vantaði
rafhlöðu í reykskynjara sem
var í íbúðinni.
Keflavík
MIKIÐ er sungið í safnaðarheim-
ilinu í Sandgerði þessa dagana. Sex
kórar syngja þar á þrennum tónleik-
um á tæpri viku, samtals vel á annað
hundrað manns.
Söngurinn hófst síðastliðinn
sunnudag þegar kirkjukórar Hvals-
nes- og Útskálakirkna héldu að-
ventutónleika, undir stjórn Pálínu
Skúladóttur, nýráðins organista. Ína
Dóra Hjálmarsdóttir söng einsöng,
Brynja Dögg Jónsdóttir lét á þver-
flautu og Einar Georg Einarsson las
jólasögu.
Nýstofnaður Barnakór Hvalsnes-
kirkju söng einnig nokkur lög. Um
40 börn eru í kórnum og mikill áhugi
meðal barnanna. Húsfyllir var á tón-
leikunum.
Í kvöld syngja Kvennakór Suður-
nesja og Söngsveitin Víkingarnir í
safnaðarheimilinu jólalög og kirkju-
tónlist frá ýmsum tímum.
Annað kvöld þar fram kór Banda-
ríkjamanna af Keflavíkurflugvelli og
syngur jólalög og gospelsöngva við
tónlist.
Unnendur söngs á Suðurnesjum
ættu því að geta notið sín þessa dag-
ana.
Morgunblaðið/Reynir Sveinsson
Mikið er sungið í safnaðarheimilinu þessa dagana, myndin er tekin á aðventutónleikum um helgina.
Sex kórar á
fimm dögum
Sandgerði
TRÍÓIÐ Guitar Islancio leikur á tón-
leikum í Kaffi Duus í Keflavík á
morgun, fimmtudag, klukkan 21.
Guitar Islancio skipa þeir Björn
Thoroddsen gítarleikari, Gunnar
Þórðarson gítarleikari og Jón Rafns-
son kontrabassaleikari. Þeir hafa
leikið saman í rúm þrjú ár, haldið
fjölda tónleika hérlendis og erlendis
og gefið út þrjá geisladiska með ís-
lenskum þjóðlögum í léttdjössuðum
útsetningum. Á tónleikunum á Kaffi
Duus munu félagarnir leika efni af
nýútkomnum diski sínum, Guitar
Islanco III, og lög af fyrri diskum.
Guitar
Islancio á
Kaffi Duus
Keflavík