Morgunblaðið - 12.12.2001, Side 24

Morgunblaðið - 12.12.2001, Side 24
ERLENT 24 MIÐVIKUDAGUR 12. DESEMBER 2001 MORGUNBLAÐIÐ meistar inn. is GULL ER GJÖFIN EIGINMENN mega vara sig. Mikil vinna eiginkvenna þeirra getur ver- ið heilsuspillandi fyrir þá. Sú er a.m.k. niðurstaðan úr rannsókn Ross Stolzenberg, félagsfræðings við Há- skólann í Chicago. Hann komst að því, að eiginmenn kvenna sem unnu meira en 40 tíma á viku voru umtals- vert heilsuveilli en aðrir kvæntir menn. Rannsóknin leiddi ennfremur í ljós, að langur vinnutími eig- inmanna hafði engin skaðleg áhrif á heilsufar eiginkvenna þeirra, hvort sem þær unnu utan heimilisins eða ekki. En það er hægt að túlka nið- urstöðurnar á annan veg, sem Stolz- enberg sagði að ef til vill hefði best komið fram í titli ritgerðar er birtist á áttunda áratugnum: Varúð, kyn- hlutverk karla kann að vera heilsu- spillandi. Greining Stolzenbergs birtist ný- verið í tímaritinu American Journal of Sociology, og byggist á upplýs- ingum er safnað var 1986 frá 2.867 fullorðnum einstaklingum. Tekið var viðtal við þátttakendurna þrem- ur árum síðar. Í báðum tilfellum voru þátttakendur beðnir að meta heilsufar sitt á bilinu frá „frábært“ til „slakt“. (Rannsóknir hafa ítrekað leitt í ljós að svona sjálfsmat er ná- kvæmara en mat læknis, segir Stolz- enberg). Aukavinna bætir heilsufar Stolzenberg fékk staðfest það sem þegar var vitað, þ.e., að hjónaband er heilsusamlegt. Bæði kvæntir menn og giftar konur voru mun lík- legri en einhleypingar til að segja að heilsufar sitt væri gott. Einnig kom í ljós að langur vinnudagur hafði eng- in sýnileg áhrif á heilsufar bæði karla og kvenna. Aukavinna virtist meira að segja bæta heilsufar flestra karla. Stolzenberg varð fyrst undrandi á niðurstöðunum þegar hugað var að áhrifum vinnu kvenna á eiginmenn þeirra. „Færri en 40 vinnustundir eiginkvenna á viku höfðu engin áhrif á heilsu eiginmannanna, en fleiri en 40 stundir höfðu talsvert neikvæð áhrif,“ segir Stolzenberg. Hvers vegna skyldi vinnugleði konu vera hættuleg heilsu eigin- manns hennar? Stolzenberg segir að ástæðan sé að stórum hluta sú, að eiginmenn og eiginkonur hafi enn ólíkum hlutverkum að gegna í hjónabandinu – og það er enn að miklu leyti hlutverk konunnar að gæta að heilsu fjölskyldumeðlim- anna. „Konum er innrætt frá barnæsku að bæta heilsufar fjölskyldunnar, huga að heilsunni, vera meðvitaðar um sjúkdómseinkenni. Það eru líka þær sem eru líklegri til að koma á félagslegum samskiptum, og þægi- leg samskipti virðast auka heilbrigði vegna þess að þau eru einhver besta leið sem vitað er um til að draga úr streitu,“ fullyrðir Stolzenberg. Hann komst að því, að konur sem vinna langan vinnudag höfðu minni tíma til að gera hluti eins og að minna eiginmenn sína á að borða heilsusamlegan mat eða taka lyf, og Mikil vinna eiginkvenna hættuleg heilsu makans The Washington Post. ÍSRAELSKIR hermenn felldu í gær tvo Palestínumenn í loftárás, sem beint var að palestínskri ör- yggismiðstöð á Gaza-svæðinu. Árás- in átti sér stað skömmu áður en evrópsk sendinefnd hóf friðarum- leitanir í Jerúsalem ásamt Banda- ríkjamönnum. Friðarumleitanir undanfarinna daga hafa skilað litlum árangri og hafa Bandaríkjamenn nú tilkynnt að Anthony Zinni, sérstakur sendi- fulltrúi þeirra, hafi ekki í hyggju að hætta milligöngu þrátt fyrir fyrri hótanir sínar. Meðal sendifulltrúa Evrópusambandsins (ESB) var Javier Solana, æðsti talsmaður Evrópusambandsins í utanríkis- og varnarmálum, sem fundaði með Yasser Arafat, leiðtoga Palestínu- manna, í bænum Ramallah á Vest- urbakkanum í gær. En á mánudag hafði Solana krafist þess að Arafat leysti upp samtök á borð við Hamas og Jihad. „Ég mun segja Arafat það sama og ég hef verið að segja við hann undanfarið. Hann verður að halda áfram að berjast gegn hryðjuverk- um,“ sagði Solana við fréttastofu AFP, en stjórn Ísrael hefur oft sinnis sakað ESB um að draga taum Palestínumanna. Hörð um- mæli Solana eru hins vegar talin benda til þess að ESB hafi nú nálg- ast stefnu Bandaríkjanna, sem þrýsta í síauknum mæli á Arafat að taka á sjálfsmorðsárásum. Reuters Vopnaðir Palestínumenn þramma eftir þröngum götum Dheisheh-flóttamannabúðanna í nágrenni Betlehem. Solana fundar með Arafat Gaza-svæðið. AP, AFP. 4.4#45#+0.*"66" 9   &  : 5 '/  ': 0 4'   ; :  ' ;'; 0 </5 ''' 0  /=$  & =& & ' 0' ( :%; D+  '1 <  *"##   .    < $- ?? 1 <  "" . -  4'  EF G H 26 2 I2J2/ KLM4M C26>6 E%  I N $4 .   6 ! ! # / #  5( 1 <  *  (' 7 O . "" ""/   <% 9> 8 !  # FUNDUR tuga friðarverðlauna- hafa Nóbels og margra þekktra fræðimanna á ýmsum sviðum um átök á 20. öld og lausnir á nýrri öld fór fram í Ósló um liðna helgi. Geir Lundestad, formaður norsku Nóbelsnefndarinnar, sagði að vafalaust yrði áfram deilt næstu hundrað árin um forsendurnar fyrir verðlaunaveitingum. Nefnd- in væri stundum sökuð um að hygla sjónarmiðum þeirra sem aðhylltust draumóra og óraun- sæjar staðleysuhugmyndir og í öðrum tilvikum væri hún sögð ganga of langt í raunsæinu, til dæmis þegar umdeildir stjórn- málamenn hefðu verið verðlaun- aðir. „Það er hægt að segja margt gott um stuðningsmenn stað- leysuhugmynda í heiminum, þeir hafa svo oft reynst vera hinir sönnu raunsæismenn. Og raunsæi verður oft kaldlyndi,“ sagði Lundestad. En hann minnti á að oft tækist stjórnmálamönnum að stilla til friðar. Einn fundargesta minnti á að oft kostuðu þeir miklu til: Yitzhak Rabin, forsætisráð- herra Ísraels, hefði verið myrtur. „Hnattvæðing með friðsamlegri ásjónu“ Gunnar Staalsett, biskup Ósló- arborgar, var fundarstjóri en hann hefur gagnrýnt mjög loft- árásir Bandaríkjamanna á Afgan- istan og þá ákvörðun að erlendir hryðjuverkamenn verði dregnir fyrir herrétt vestra. „Ég er ekki friðarsinni og við- urkenni að hervald sé nauðsyn- legt,“ sagði Staalsett, „en það er stig valdbeitingarinnar sem ég gagnrýni.“ Hann sagðist telja að eitt mesta vandamál aldarinnar yrði hvernig fást skyldi við laustengd, alþjóð- leg ofbeldisamtök á borð við al- Qaeda, hryðjuverkanetið sem Osama bin Laden fer fyrir. Einn- ig væri brýnt að tryggja að bilið milli fátækra og ríkra héldi ekki áfram að breikka og koma á „hnattvæðingu með mannlegri ásjónu“. En það myndi kosta pen- inga og Staalsett sagðist ekki al- veg viss um að fólk væri reiðubúið að borga. Sagnfræðingurinn Eric Hobsb- awm sagði í erindi sínu að hann teldi erfiðasta viðfangsefnið á öld- inni verða að taka á ofbeldi sem efnt væri til af hálfu einstaklinga eða hópa en ekki ríkja eins og ver- ið hefði á 20. öldinni. Hann var svartsýnn á að nýhafin öld yrði friðsamari en hin liðna. Þess má geta að einn af málshefjendum átti að vera utanríkisráðherra Ísraels, Shimon Peres, en hann sá sér ekki fært að mæta. Bent var á að sjúkdómar eins og alnæmi ýttu undir óstöðug- leika og væri mikilvægt að vinna bug á þeim til að hindra upplausn og átök. Málamiðlanir og hjálparstarf Meðal þeirra sem töluðu á ráð- stefnunni í Ósló var Norðmaður- inn Morten Rostrup, fulltrúi sam- takanna „Læknar án landa- mæra“. Hann lýsti reynslu samtakanna af því að starfa í ein- ræðislöndum sem oft væri erfitt. Hefðu þau til dæmis verið rekin frá Norður-Kóreu eftir að hafa gagnrýnt að aldrei væri útskýrt hverjir fengju hjálpargögnin, allt slíkt væri leyndarmál. Ráðamenn ækju sjálfir um á glæsivögnum en almenningur sylti, yfir þrjár millj- ónir manna hefðu dáið úr hungri í landinu 1995 til 1998. Blaðamaður Morgunblaðsins spurði Rostrup hvort fleiri alþjóð- legar stofnanir hlytu ekki að rek- ast á sams konar vanda í einræð- islöndum. Hann sagði það óhjá- kvæmilegt. „Þegar verst lætur verðum við eins og hver annar hluti af kerfinu í alræðislöndunum,“ sagði Rostr- up. „Vandinn er alltaf sá sami: Hvað mikla málamiðlun er hægt að sætta sig við gagnvart stjórn- arfarinu? Stundum erum við raunsæ og kyngjum ýmsu. En í Norður-Kóreu var engin undan- komuleið, við urðum að gagnrýna þá. Við verðum að vera heiðarleg í því sem við gerum og segjum og taka þá áhættu að vera vísað burt,“ sagði Morten Rostrup. Uppgangur öfgahópa helsta ógnin Ósló. Morgunblaðið.

x

Morgunblaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.