Morgunblaðið - 12.12.2001, Qupperneq 27

Morgunblaðið - 12.12.2001, Qupperneq 27
LISTIR MORGUNBLAÐIÐ MIÐVIKUDAGUR 12. DESEMBER 2001 27 ÍMYND bankaræningjans, „band- itans“, hefur löngum verið framsett í rómantísku ljósi í bandarískri sagna- hefð. Ræninginn sem stelur pening- um ríkisbubbanna og skýtur réttvís- inni ref fyrir rass er hetjuímynd náskyld hinum evrópska Hróa Hetti og öðrum útlögum á undan honum. Sögur sögufrægra ræningja villta vestursins og skáldsagnapersóna í þeirra anda eru skráðar í þjóðsagna- arf landsins og hafa orðið vestrahefð hvíta tjaldsins drjúg sagnaupp- spretta. Til þessarar hefðar skírskotar nýjasta kvikmynd Barrys Levin- sons, sem fjallar um fjóra útlaga sem fara rænandi og ruplandi um smábæi í Ameríku og öðlast áður en yfir lýkur nafnbótina „Gistiræningj- arnir – farsælustu bankaræningjar Ameríku“. Einn þessara útlaga er reyndar sjálfskipaður, en það er óhamingjusama húsfrúin Kate (Cate Blancett, sem slæst í hópinn með flóttaföngunum Joe (Bruce Willis) og Terry (Billy Bob Thornton), eftir að hún fær sig fullsadda af því að vera tilfinninga- og vitsmunalega vanrækt puntudúkka í glæsilegu húsi eiginmanns síns. Þeir Joe og Terry hafa þá þegar hafið farsælan bankaránsferil, sem byggist á því að ræna bankastjóranum kvöldið fyrir ránið og láta hann opna fyrir sig bankann að morgni. Þessa iðju tóku félagarnir upp eftir að hafa sloppið á steypubíl úr fangelsi og njóta þeir í ránunum liðsinnis hins vitgranna frænda Joe. Þessi stjörnum prýdda stórmynd er hin allra besta skemmtun. Hún rambar á mörkum spennumyndar og gamanmyndar og vinnur óvænt á í gamanseminni eftir því sem á líður. Sjálf ræningjasagan er mátulega geggjuð en það er í persónusköpun- inni sem myndin nær á stundum miklu flugi. Miðpunktur þess gam- ans er ofurmóðursjúk persóna Terr- ys sem Billy Bob Thornton leikur af stakri snilld. Á tímabili snýst sagan upp í hreinan farsa og fer Billy Bob á kostum í spunakenndri túlkun sinni á hinum karlmennskukomplexeraða Terry. En sem fyrr segir er það þessi gamansemi (með góðum leik og fínni kvikmyndatöku) sem gefur mynd- inni hvað mest gildi, sem að öðru leyti segir kunnuglega afrekasögu stórsnjallra ræningja. „Þessi stjörnum prýdda stórmynd er hin allra besta skemmtun.“ KVIKMYNDIR Smárabíó, Regnboginn Leikstjóri: Barry Levinson. Handrit: Har- ley Peyton. Kvikmyndataka: Dante Spin- otti. Aðalhlutverk: Bruce Willis, Cate Blanchett, Billy Bob Thornton, Troy Gar- ity. Sýningartími: 124 mín. Bandaríkin. MGM, 2001. BANDITS (RÆNT OG RUPLAÐ) ½ Heiða Jóhannsdóttir Taugaveiklaði bankaræninginn Í BYRJUN hljómaði einleiks- konsert í d-moll fyrir óbó og strengjasveit op. 9 nr. 2 eftir fen- eyska barokktónskáldið Thomas Albinoni. Adagioið fræga eftir Albi- noni er það verk sem hefur haldið tónskáldinu á topp tíu vinsældalista, „hitt í mark“, sígildra tónverka á fjölþjóðasölutorgi. En færri vita hve afkastasamt og áhrifamikið tón- skáld Albinoni var og er hann þar í slagtogi með löndum sínum Corelli og Vivaldi. Albinoni hafði mikið dá- læti á óbóinu, eins og fjölmargir einleikskonsertar fyrir óbó sanna, sem má finna í flokkum merktum op. 7 og op. 9. Það er raunar ekkert skrýtið að óbóið sem hefur þessi sterku sérkenni, tón sem í senn er hrjúfur og blíður, alþýðulegur og fyrirmannlegur, og hefur án efa miðað við veikari hljóm hljóðfæra á þessum tíma verið mjög afgerandi í styrk. Þessa eiginleika óbósins kunni Bach vel að meta. D moll konsertinn er í þremum þáttum eins og títt var um barokkkonserta og hraðaforskrift dæmigerð, þ.e. hraður – hægur – hraður. Það sem öðru fremur einkennir vandaðan hljómsveitarflutning barokkverka er gott hraðaval, ríkulegar styrk- leikabreytingar og samræmd hend- ingamótun. Fyrstu taktar verksins voru ekki nógu vel samhæfðir í strengjasveitinni og undirbjuggu ekki nógu vel innkomuna fyrir ein- leikarann. Gunnar Þorgeirsson lék af öryggi og var túlkun og hend- ingamótun einkar fagmannleg. Stundum fannst mér á skorta að hljómsveitin tæki upp innri mótun hendinga eins og Gunnar hafði svo ágætlega útfært. Styrkleikabreyt- ingar fannst mér ekki nægar, sér- staklega var áberandi að hljóm- sveitin lék stundum of sterkt á móti einleikaranum. Svo fannst mér að skorti á lyftingu í styrkleika á móti löngum óbótónunum í hæga þætt- inum. Í heild var flutningurinn ekki nógu afgerandi og sannfærandi, og trúlega hefði verkið þarfnast meiri slípunar. Gunnar Þorgeirsson er góður óbóleikari og gladdi leikur hans áheyrendur vel. Þau sex jóla- lög sem næst voru á efnisskránni hafði Guðmundur Óli útsett fyrir barnakóra og hljómsveit. Lögin voru Hátíð fer að höndum ein, Skreytum hús með greinum græn- um, María í skóginum, Á jólunum er gleði og gaman, Þá nýfæddur Jesús og lag Jórunnar Viðar, Það á að gefa börnum brauð. Það ein- kennir allar útsetningar Guðmund- ar Óla hvað hann þekkir vel sér- kenni hljóðfæra hljómsveitarinnar, sem hann beitir af markvissri smekkvísi. Einnig verður einföld notkun slagverks á viðeigandi stöð- um bragðbætandi krydd sem styrk- ir merkingu orða og frásagnar kvæðanna. Einnig verður söngur barnanna einlægur, glaður og óþvingaður, þar sem þau fá oftast að syngja laglínurnar af hjartans lyst. Barnakórar Lundarskóla og Brekkuskóla á Akureyri komu Sin- fóníuhljómsveit Norðurlands til ómissandi aðstoðar í jólalögunum og sú barnslega einlægni og gleði sem barst með söng þeirra lét eng- an ósnortinn. Kórarnir eru vel skip- aðir og hefur tekist vel til með þjálf- un þeirra í að syngja hreint, með fallegum raddblæ og skýrri fram- sögn. Í lögum sem voru tvírödduð skorti á dekkri raddblæ og meiri brjósttónsblæ, en raddupplag barnanna er ágætt. Stórnendur barnakóranna voru kallaðir fram í lokin, en þeir eru Elínborg Lofts- dóttir í Lundarskóla og Arnór Vil- bergsson í Brekkuskóla. Flutningur jólalaganna færði okkur tvímæla- laust nær jólum í sannri og einlægri gleði. Að loknu hléi var nýtt tón- verk eða tónaævintýr frumflutt. Ævintýrið heitir Rigning í himna- ríki eftir Þórarin Hjartarson, en bráðskemmtilega tónlist við það samdi John Speight. Verkið er að hætti margra tónævintýra, þar sem sögumaður segir fram texta og hljóðfærin undirbyggja söguna með eftirlíkingu af hljóðum úr söguum- hverfinu og undirstrika stemmingu vissra atburða með sjálfstæðum stefjum og lögum. Sagan er sára- einföld og fjallar raunar um þetta vandamál sem við þekkjum svo vel þessa dagana, þegar vatnselgur og rigning ógnar jólunum í stað lognd- rífunnar, sem við gjarnan viljum hafa. Munurinn er þó sá að það er fiðrið í vængjum englanna í himna- ríki sem þolir illa vætuna og gerir þeim erfitt fyrir að fljúga, sem er auðvitað hið versta mál rétt fyrir jólin. Hjörleifur er snjall á mörgum svið- um og í þessari ein- földu og átakalitlu sögu sýnir hann mik- ið hugarflug, ríka til- finningu fyrir drama- tískri framvindu og einstakan frásagnar- hæfileika. Sögunni var mjög vel komið til skila af Arnóri Ben- ónýssyni með hans góðu rödd og ríkum blæbrigðum. Tónlist John Speight hittir einnig í mark. Tón- mál hans er þekkt úr slíkum tónaævintýr- um en átti vel við hér og klarinettið var þarna staðgengill engilsins Benedikts, aðalpersónu ævintýrisins, og var ágætlega leikið af Birni Leifssyni. John Speight vitnar í þekkt jólalög, bæði Oss barn er fætt og Þá nýfæddur Jesús. Einnig í tékkneska lagið Komið þið hirðar, sem hljómar allt í lokin með hljómsveitinni fullleikandi þegar Benedikt engli tekst á ævintýra- legan hátt að ná tímanlega á jóla- skemmtunina í himnaríki. Synd að þessir tónleikar skuli ekki verða endirteknir víðar um landið börnum til gleði og ekkert síður til að vekja barnið í brjósti okkar sem erum oft of fullorðin. Englafiður þolir illa rigningu TÓNLIST Akureyrarkirkja Sinfóníuhljómsveit Norðurlands flutti: Óbókonsert eftir Albinoni, sex jólalög í útsetningu Guðmundar Óla Gunn- arssonar fyrir barnakóra og hljómsveit, og Rigningu í himnaríki, nýtt tónverk eft- ir John Speight við ævintýri Hjörleifs Hjartarsonar. Einleikari á óbó var Gunnar Þorgeirsson. Sögumaður var Arnór Ben- ónýsson. Barnakórar Lundarskóla og Brekkuskóla á Akureyri fluttu jólalögin. Konsertmeistari var Gréta Guðnadóttir. Stjórnandi var Guðmundur Óli Gunn- arsson. Laugardaginn 8. desember, kl 17. SINFÓNÍUTÓNLEIKAR Hjörleifur Hjartarson John Speight Jón Hlöðver Áskelsson Nú geta fríkortshafar borga› me› punktum á Netinu... - Njóttu flinna gó›u punkta á www.frikaup.is Kynntu flér úrvali› fiú grei›ir me› frípunktum Einfalt og flægilegt
Qupperneq 1
Qupperneq 2
Qupperneq 3
Qupperneq 4
Qupperneq 5
Qupperneq 6
Qupperneq 7
Qupperneq 8
Qupperneq 9
Qupperneq 10
Qupperneq 11
Qupperneq 12
Qupperneq 13
Qupperneq 14
Qupperneq 15
Qupperneq 16
Qupperneq 17
Qupperneq 18
Qupperneq 19
Qupperneq 20
Qupperneq 21
Qupperneq 22
Qupperneq 23
Qupperneq 24
Qupperneq 25
Qupperneq 26
Qupperneq 27
Qupperneq 28
Qupperneq 29
Qupperneq 30
Qupperneq 31
Qupperneq 32
Qupperneq 33
Qupperneq 34
Qupperneq 35
Qupperneq 36
Qupperneq 37
Qupperneq 38
Qupperneq 39
Qupperneq 40
Qupperneq 41
Qupperneq 42
Qupperneq 43
Qupperneq 44
Qupperneq 45
Qupperneq 46
Qupperneq 47
Qupperneq 48
Qupperneq 49
Qupperneq 50
Qupperneq 51
Qupperneq 52
Qupperneq 53
Qupperneq 54
Qupperneq 55
Qupperneq 56
Qupperneq 57
Qupperneq 58
Qupperneq 59
Qupperneq 60
Qupperneq 61
Qupperneq 62
Qupperneq 63
Qupperneq 64

x

Morgunblaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.