Morgunblaðið - 12.12.2001, Blaðsíða 29
UMRÆÐAN
MORGUNBLAÐIÐ MIÐVIKUDAGUR 12. DESEMBER 2001 29
Opið frá kl. 10.00 til 18.00
Síðumúla 13, sími 568 2870, 108 Reykjavík.
ÚTSALA – ÚTSALA
40-60% afsláttur
Mikið úrval
Dæmi um verð Áður Nú
Kaðlapeysa 3.600 1.900
Peysa m/tíglamunstri 4.700 2.800
Síð jakkapeysa 3.900 1.900
Leðurjakki 8.900 4.900
Úlpa m/loðkraga 5.800 2.900
Satínskyrta 3.100 1.600
Síð túnika m/kraga 3.900 1.900
Flíssett 5.900 2.900
Pils 3.400 1.700
Dömubuxur 4.300 2.400
Herrapeysa 5.800 2.900
Herrablazerjakki 6.500 3.900
Herrabuxur 4.900 2.900
og margt margt fleira.
Á SÍÐUSTU mán-
uðum hefur verið uppi
allnokkur umræða,
einkum meðal lögfræð-
inga en einnig á mun
víðara vettvangi, um
framtíð lagakennslu
hér á landi í ljósi þeirra
miklu krafna, er gera
verður til löglærðra
manna, sem gegna
margvíslegum trúnað-
arstörfum í okkar
flókna og margbreyti-
lega samfélagi. Í níutíu
ár var það hlutskipti
Lagadeildar Háskóla
Íslands að halda uppi
kennslu í lögum hér á landi, án
nokkurrar „samkeppni“, ef svo má
að orði komast, en nú hefur, eins og
kunnugt er, verið hafin kennsla í
viðskiptalögfræði við Viðskiptahá-
skólann á Bifröst og Háskólinn í
Reykjavík hefur einnig kunngert, að
þar verði stofnað til lagakennslu
næsta haust.
Ástæða er til að fagna því, að lög-
fræðinám skuli nú stundað víðar en í
hinni gamalgrónu háskóladeild, sem
fyrr var nefnd. Lagakennsla getur
vissulega farið fram með margvís-
legu móti, markmiðin má nálgast úr
ýmsum áttum og ýmis góð og heilla-
vænleg áhrif geta borist með nýjum
straumum. Vafalaust mun laga-
kennsla hér á landi verða enn víð-
tækari og fjölbreyttari á næstu ár-
um en þegar er fram komið eða
boðað hefur verið. Hvað um háskól-
ann á Akureyri, svo að dæmi sé
nefnt? Þar sýnist þetta verkefni
geta blasað við. Þá virðast nóg við-
fangsefni vera fram undan við
kennslu í sérhæfðri lögfræði á af-
mörkuðum athafnasviðum, sem
miklu máli skipta fyrir þjóðarbú-
skap okkar, svo sem varðandi fisk-
veiðar og landbúnað. Fiskveiðilög-
gjöf okkar og ekki síður
landbúnaðarlöggjöfin eru flókin og
örðug réttarsvið, þar sem sérmennt-
unar er þörf innan hlutaðeigandi
skólastofnana. Sannarlega er ósk-
andi, að gróska verði í lagakennsl-
unni – í víðtækum skilningi. Hinn
aldni og sterki stofn lögvísindanna
þolir stóra laufkrónu og einnig ný-
græðinga í grennd við sig. Það, sem
mestu máli skiptir, er að vel sé hald-
ið á kennslu á hverjum stað, allt frá
upphafi. Að einhverju marki getur
orðið um samkeppni að ræða milli
tiltekinna stofnana, sem sinna laga-
kennslu með einum eða öðrum
hætti, en samkeppni er almennt
holl, ef hún fær að þróast á heil-
brigðum grundvelli. Hún á að
hleypa auknu lífsmagni í fræðin, ef
vel tekst til. Jafnframt hlýtur að
koma til einhvers konar samvinna
milli hlutaðeigandi stofnana, þegar
fram í sækir – þ.e.
varðandi afmörkuð
verkefni, enda þótt
samkeppni fái að njóta
sín að öðru leyti.
Án efa mun vel
menntuðum mönnum,
á þessum sviðum sem
öðrum, bjóðast hæfileg
viðfangsefni að námi
loknu – en ekki er þar
með sagt, að allir þeir,
sem einhverja lög-
fræðimenntun hafa
hlotið í mismunandi
stofnunum á svonefndu
„háskólastigi“, eigi að
hljóta sömu starfsrétt-
indi. Sum störf löglærðra manna,
sem hvað mestu máli skipta, munu
enn sem fyrr kalla á víðtæka og
djúpstæða akademíska menntun en
öðrum störfum getur sem best hæft
allt annar bakgrunnur, t.d. styttra
nám á mun þrengra sviði. Mikilvægt
er, að í þeim efnum verði ekki rasað
um ráð fram, m.a. við endurmótun
löggjafar um starfsréttindi. Mistök
kynnu að verða dýr.
Í umræðunni um þessi efni hefur,
því miður, nokkuð borið á athuga-
semdum um að Lagadeild Háskóla
Íslands sé ekki, sem skyldi, í stakk
búin til að sinna lagakennslu, er
þjóni sérstökum þörfum tiltekinna
greina atvinnulífsins, einkum þó
„viðskiptalífsins“, sem svo er kallað.
Þær skoðanir og þau ummæli hafa
byggst á vankunnáttu á staðreynd-
um og þeir mætu menn, sem þar
eiga hlut að máli – einkum úr hópi
löglærðra manna – hefðu vissulega
mátt vita betur og átt þess auðveld-
an kost að afla sér réttra upplýs-
inga, sem hefðu tekið af öll tvímæli.
Sannleikurinn er sá, að kennsla í
Lagadeild hefur, þegar á heildina er
litið, tekið afar miklum breytingum
frá því sem var fyrir nokkrum ára-
tugum, enda þótt svo megi virðast
að sumir miðaldra lögfræðingar,
sem tala nú af nokkrum þunga um
nauðsyn nýrra vinnubragða við
lagakennslu, utan Háskóla Íslands,
hafi ekki fylgst með á því sviði!
Árum saman hefur Lagadeild
boðið upp á mjög fjölbreytt nám,
m.a. í tugum kjörgreina (valgreina),
sem ætlað er að mæta þörfum og
óskum nemenda – og um leið sam-
félagsins. Þessar greinar eru jafn-
framt í sífelldri mótun; einhverjar
þeirra hverfa af sjónarsviðinu,
smám saman, vegna breyttra að-
stæðna en aðrar koma í staðinn. Þar
er svo sannarlega tekið mið af þörf-
um samfélags og þjóðlífs á líðandi
stundu og síst af öllu er hagur við-
skiptalífsins fyrir borð borinn. Í
deildinni er m.a. mikil áhersla lögð á
viðskiptatengdar greinar, einkum
kjörgreinar, sem þeir nemendur
velja sér, er hyggja á störf á þeim
vettvangi. Þar eru ferskustu sprot-
arnir í viðskiptalögfræðinni, svo sem
rafræn viðskipti og nýjungar í verð-
bréfarétti, sannarlega ekki undan
skildir. Laganemar geta einnig,
meðan á laganáminu stendur, sótt
nám í Viðskipta- og hagfræðideild
Háskóla Íslands og fengið próf í ein-
stökum greinum þaðan metin sem
hluta af laganámi sínu. Þá var einnig
ákveðið nýlega, í samvinnu milli
þessara tveggja háskóladeilda, að
laganemar geti stundað eins árs
nám, á bundnu kjörsviði, innan Við-
skipta- og hagfræðideildar og fengið
það metið sem hluta af embættis-
prófi í lögum. Og enn stendur fyrir
dyrum endurskoðun námsskrár
Lagadeildar, þar sem leitast verður
við að mæta auknum kröfum og
þörfum nemenda og samfélags – og
auðvitað tekur sú endurskoðun í
reynd aldrei enda.
Velunnarar Lagadeildar Háskóla
Íslands þurfa vissulega ekki að ótt-
ast um framtíð hennar í því „sam-
keppnisumhverfi“, sem nú blasir við,
ef deildin reynist trú vísindalegum
stefnumiðum sínum og henni verður
gert kleift að starfa á fjárhagslegum
jafnréttisgrundvelli við þá aðila
aðra, sem bjóða upp á lagakennslu í
einhverri mynd.
Lögfræðinám og
kröfur samfélagsins
Páll Sigurðsson
Laganám
Lagadeild hefur boðið
upp á mjög fjölbreytt
nám, segir Páll
Sigurðsson, m.a. í tug-
um kjörgreina (val-
greina), sem ætlað er að
mæta þörfum og óskum
nemenda – og um leið
samfélagsins.
Höfundur er forseti lagadeildar
Háskóla Íslands.
ÞAÐ er gríðalega
mikið sem er að gerast í
menntamálum á Íslandi
í dag og það er spurn-
ing hvort um jákvæðar
breytingar er að ræða.
Sífellt er verið að einka-
væða skóla á háskóla-
stigi og skólagjöldin
hækka í samræmi við
það. Ég er sjálf útskrif-
uð úr skóla með háum
skólagjöldum og fannst
svo sem ekki mikið mál
að borga þau vegna
þess að ég leit á mig
sem kúnna fyrst og
fremst. Ég taldi mig
vera að borga fyrir há-
gæðakennslu og kennslufyrirkomu-
lag. Stjórnendur skólans auglýstu
hann þannig að um viðskiptatækifæri
væri að ræða, þeirra nemar væru við-
skiptavinir og við þau heppnu, sem
kæmumst inn, værum að gera lang-
tímafjárfestingu með því að sækja
viðkomandi skóla. Það þarf að hugsa
þetta mál lengra. Ef nemendur eru
viðskiptavinir geta þeir þá ekki kraf-
ist endurgjalds eða nýrrar vöru ef
þeir eru óánægðir. Hver er réttur
þeirra í þessu tilfelli? Í umræddum
skóla var sagt að við gætum haft áhrif
á kennsluna þar sem við fengjum að
gefa kennurum umsögn og væri tekið
tillit til hennar þegar um endurráðn-
ingu kennara væri að ræða. En er
þetta ekki í raun og veru lýðræðisleg-
ur réttur allra sem hljóta eitthverja
þjónustu hvort sem hún er niður-
greidd af ríkinu eða í einkageiranum?
Hvað ætla stjórnendur þessara skóla,
sem skilgreina nemendur sína sem
viðskiptavini, að gera ef nemendur
telja sig hafa fengið lélega kennslu og
heimta endurgreiðslu? Geta þessir
skólar virkilega verið að tala um við-
skiptavini? Með þessu er ég alls ekki
að gagnrýna minn ágæta skóla fyrir
lélega kennslu, ég vil aðeins koma
þessari umræðu í loftið. Þá eru það
skólagjöldin (innritunargjöld)!!! Það
er nokkuð ljóst að það er ekki ókeypis
að reka skóla, sama af hvaða tagi
hann er og hver rekur hann. Náms-
framboð hefur aukist og er það af
hinu góða. Það slæma er að flestir eru
að krefjast hárra skóla-
gjalda. Það er nokkuð
algengt að stjórnendur
skólanna verji hækkan-
ir skólagjalda þar sem
allir nemendur geti
fengið lán frá Lánasjóði
íslenskra námsmanna
og þess vegna ekki ver-
ið að ógna rétti allra til
náms. Þessar afsakanir
eru farnar að fara í
tauganar á mér. Svo er
að sjá að það sé talið
vera í lagi að hækka
skólagjöld ýmissa skóla
upp úr öllu valdi því
nemendur fái hvort sem
er lánað fyrir þeim! Það
er ekki ólíklegt að hækkanir skóla-
gjalda síðustu missera komi til með
að hafa nokkur áhrif þegar stjórn
LÍN fer í næstu úthlutunarvinnu.
Stjórnin þarf að fara eftir fjárhags-
áætlun og hefur úr ákveðinni upphæð
að spila þegar vinnan hefst. Hækkun
skólagjalda (innritunargjalda) getur
því haft töluverð áhrif. Það verður úr
minna að spila til að laga kjör náms-
manna. Það verður erfiðara að
hækka grunnframfærslu og hækka
frítekjumark. Það er því verið að hafa
áhrif á kjör námsmanna þrátt fyrir
allt með hækkunum skólagjalda. Ég
verð að biðja þá sem ferðinni ráða að
staldra við. Jöfnuður til náms er
grundvallaratriði í okkar þjóðfélagi.
Ekki breyta því með vanhugsuðum
aðgerðum sem miða að því að leysa
tímabundna efnahagserfiðleika, án
nauðsynlegrar framtíðarsýnar.
Eru nemendur
viðskiptavinir?
Fjóla Margrét
Hrafnkelsdóttir
Höfundur er framkvæmdastjóri
BÍSN.
Jöfnuður
Jöfnuður til náms, segir
Fjóla Margrét
Hrafnkelsdóttir, er
grundvallaratriði í
okkar þjóðfélagi.