Morgunblaðið - 12.12.2001, Page 30
UMRÆÐAN
30 MIÐVIKUDAGUR 12. DESEMBER 2001 MORGUNBLAÐIÐ
EITT af meginverk-
efnum Reykjavíkurlist-
ans var að koma bönd-
um á rekstur
borgarinnar sem undir
forystu Davíðs Odds-
sonar var komin í al-
gerar ógöngur. Á síð-
asta kjörtímabili
sjálfstæðismanna árin
1991–1994 jukust
skuldir borgarsjóðs um
143%, fóru úr 6,5 millj-
örðum króna í tæpa 16
milljarða. Þegar
Reykjavíkurlistinn tók
við blasti við sú stað-
reynd að ríflega 96% af
öllum skatttekjum
borgarinnar runnu beint í rekstur
málaflokka og fjármagnsgjöld. Nær
allar framkvæmdir og fjárfestingar
þurfti því að fjármagna með lánum.
Á valdatíma Reykjavíkurlistans
hefur tekist að snúa þessari
óheillaþróun við og byrjað er að
greiða niður skuldir borgarsjóðs.
Þannig munu skuldir borgarsjóðs
minnka um tæp 22% á yfirstandandi
kjörtímabili, fara úr 18,2 milljörðum
króna árið 1998 í 14,2 árið 2002.
Skuldir borgarsjóðs munu því
minnka um ríflega fimmtung á þess-
um fjórum árum.
Við lok þessa átta ára valdatíma
Reykjavíkurlistans hefur skulda-
staða borgarsjóðs því breyst með
þeim hætti að árið 1994 voru skuldir
sem hlutfall af skatttekjum 124% en
verða í lok ársins 2002 52%. Þetta
þýðir að árið 1994 þurfti allar skatt-
tekjur borgarinnar í fimmtán mán-
uði til að greiða upp skuldir borg-
arsjóðs, en árið 2002 þyrfti það
aðeins að taka u.þ.b. sex mánuði ef
ekki kæmu til önnur
gjöld.
Arðbærar fjárfest-
ingar í grunngerð
Samhliða þeim um-
skiptum sem orðið hafa
á rekstri borgarsjóðs
hafa fyrirtæki og stofn-
anir borgarinnar staðið
fyrir gríðarlegum fjár-
festingum í þágu borg-
arbúa, bæði í arðbær-
um verkefnum og
nauðsynlegri grunn-
gerð samfélagsins.
Þrátt fyrir tímabundna
lántöku í tengslum við
þessi verkefni má full-
yrða að staða borgarinnar í heild,
þ.e. borgarsjóðs og fyrirtækja borg-
arinnar, sé afar sterk og að framtíð
fyrirtækjanna hafi sjaldan verið eins
björt og um þessar mundir.
Þannig hefur Orkuveita Reykja-
víkur tryggt stöðu sína sem eitt öfl-
ugasta fyrirtæki landsins með mikl-
um fjárfestingum m.a. á nýjum
markaðssvæðum í Kópavogi, Suður-
landi og á Vesturlandi, uppbyggingu
raforkuvers á Nesjavöllum, undir-
búningi nýs orkuvers á Hellisheiði
og uppbyggingu Línu.nets. Allar
þessar fjárfestingar munu skila fyr-
irtækinu arði þegar fram líða stundir
og sá arður mun standa undir kostn-
aði við fjárfestinguna og gott betur.
Borgarbúar og aðrir viðskiptavinir
Orkuveitunnar munu því njóta þeirr-
ar framsýni og þess áræðis sem hjá
Orkuveitunni hefur ríkt í tíð Reykja-
víkurlistans.
Gríðarlegar fjárfestingar Fé-
lagsbústaða í félagslegum íbúðum
munu einnig nýtast borgarbúum um
langa framtíð. Á þessu kjörtímabili
hafa Félagsbústaðir staðið fyrir einu
umfangsmesta átaki Íslandssögunn-
ar í uppbyggingu félagslegs húsnæð-
is í Reykjavík. Um eitt hundrað íbúð-
ir hafa verið keyptar á hverju ári,
eða sem nemur u.þ.b. tveimur íbúð-
um í viku hverri. Vegna þessa átaks
hafa skuldir Félagsbústaða og þar
með borgarinnar í heild vaxið um vel
á fjórða milljarð króna. Öllum ætti
hins vegar að vera ljóst að slík skuld-
setning er réttlætanleg og í raun
bráðnauðsynleg í því ástandi sem
hér ríkir í húsnæðismálum.
Tugmilljarða gat
Sjálfstæðisflokksins
Það er athyglisvert að þrátt fyrir
vandlætingarfullan málflutning
sjálfstæðismanna um þá skuldasöfn-
un sem verið hefur hjá fyrirtækjum
borgarinnar í tengslum við þessar
fjárfestingar hafa þeir ekki treyst
sér til að leggjast gegn þeim. Þeir
hafa í orði kveðnu stutt allar helstu
fjárfestingar og framkvæmdir fyrir-
tækja og stofnana borgarinnar og
ítrekað viljað bæta í. Á sama tíma
hafa þeir lagst gegn allri þeirri
tekjuöflun sem fulltrúar Reykjavík-
urlistans hafa staðið fyrir og talið
nauðsynlega. Væri borginni stjórnað
í samræmi við málflutning sjálfstæð-
ismanna væri deginum ljósara að
skuldasöfnun borgarinnar næmi vel
á þriðja tug milljarða umfram það
sem nú er. Eigi að síður segja þeir
nauðsynlegt að sníða sér stakk eftir
vexti og fordæma skuldasöfnun. Öll-
um ætti því að vera ljóst að málflutn-
ingur sjálfstæðismanna gengur ekki
upp og hann er í raun lítilsvirðing við
borgarbúa. Það hlýtur að vera lág-
marksskylda stjórnmálaafls sem vill
láta taka sig alvarlega að það bjóði
umbjóðendum sínum upp á skýran
valkost. Það hafa sjálfstæðismenn í
borgarstjórn ekki gert en í staðinn
gengið fram með óábyrgum og vill-
andi málflutningi.
Hvar vilja sjálfstæðismenn
skera?
Í komandi kosningabaráttu kom-
ast sjálfstæðismenn ekki undan því
að svara borgarbúum skýrt og und-
anbragðalaust hvað þeir raunveru-
lega vilja. Voru þeir í raun á móti
aukinni tekjuöflun? Voru þeir í raun
á móti lántökum Orkuveitunnar og
Félagsbústaða? Ef svo var verða
þeir að benda á þau verkefni sem
þeir vildu skera niður eða fresta. Var
það einsetning grunnskólanna, upp-
bygging leikskólanna, orkuverin á
Hellisheiði eða Nesjavöllum, íbúða-
kaup Félagsbústaða, hreinsun
strandlengjunnar eða eitthvað ann-
að? Andstaðan við Línu.net dugir
ekki til að stoppa upp í það risavaxna
gat sem nú er í málflutningi sjálf-
stæðismanna, enda er þar einungis
um að ræða tæplega einn milljarð af
þeim ríflega 54 sem eignir borgar-
innar hafa vaxið um á þessu kjör-
tímabili. Á meðan þessum spurning-
um er ekki svarað með skýrum hætti
er ekki hægt að taka mark á upp-
hrópunum fulltrúa Sjálfstæðis-
flokksins í borgarstjórn. Málflutn-
ingur þeirra er einfaldlega
innistæðulaus.
Skýrt val í næstu kosningum
Sú staðreynd blasir við að Reykja-
víkurlistinn hefur náð miklum og já-
kvæðum árangri í fjármálastjórn
borgarinnar undanfarin tvö kjör-
tímabil. Borgin stendur sterkari en
nokkru sinni fyrr, bæði vegna stöðu
fjármála og ekki síður vegna þeirra
miklu fjárfestinga sem ráðist hefur
verið í til að styrkja grunngerð sam-
félagsins. Í komandi kosningum mun
valið standa á milli þess hvort
Reykjavíkurlistanum verður treyst
til að halda uppbyggingunni áfram
undir forystu Ingibjargar Sólrúnar
Gísladóttur eða hvort haldið verði út
í óvissuna með mótsagnir og stefnu-
leysi Sjálfstæðisflokksins.
Uppbygging og traust
fjármálastjórn
Hrannar Björn
Arnarsson
Borgarstjórn
Öllum ætti því að vera
ljóst, segir Hrannar
Björn Arnarsson, að
málflutningur
sjálfstæðismanna geng-
ur ekki upp og hann er
í raun lítilsvirðing
við borgarbúa.
Höfundur er borgarfulltrúi
Reykjavíkurlistans.
Í TILEFNI af því
að undanfarna daga
hafa óánægjuraddir
iðnnema í þessari
grein komið fram í
fjölmiðlum vil ég sem
formaður Meistara-
félags í hárgreiðslu
vekja athygli á nokkr-
um staðreyndum um
iðngreinina.
Í júni árið 2000 var
skipuð nefnd af
menntamálaráðuneyt-
inu fyrir hársnyrti-
iðnina sem nefnist
nemaleyfisnefnd. Í
hana voru skipaðir 5
manns: Kennarar úr
Iðnskólanum í Reykjavík og Hafn-
arfirði, fulltrúar frá Iðnnemasam-
bandi Íslands og Sveinafélagi í hár-
snyrtiiðn og undirrituð fyrir hönd
Meistarafélags í hárgreiðslu.
Mikið og gott starf hefur verið
unnið. Gefnar voru út reglur, sem
byggðar voru á iðnaðarlögum. Í
framhaldi af því fengu allar skráðar
hársnyrtistofur bréf, þar sem fram
kom að meistari skyldi sækja um
leyfi til að taka nema á námssamn-
ing. Þær stofur sem áhuga hafa á
því að vera með iðnnema hafa verið
að skila inn umsóknum. Staðan er
þannig í dag að einungis verða veitt
nemaleyfi til meistara í iðninni sem
uppfylla viðeigandi skilyrði. Mark-
miðið er að þeir hársnyrtar, sem út-
skrifast hér á landi, uppfylli öll fag-
leg skilyrði til að stunda sína iðn,
með viðeigandi þjálfun og þekkingu
að baki. Nemaleyfisnefndin hefur
mikilvægu hlutverki að gegna, til
að tryggja gæði þjálfunarinnar.
Kjaramálin eru alltaf ágreinings-
efni og ætla ég ekki að kryfja þau
til mergjar hér. Þau gefa tilefni til
sérstakrar umfjöllun-
ar. En ég má þó til
með að nefna það að
iðnnám er eina fram-
haldsnámið, sem að
hluta til er launað.
Iðnnemar stunda nám
í skóla og fá verkþjálf-
un í fyrirtæki, sem
hefur skuldbundið sig
í fjögur ár til að veita
þessa þjálfun. Í 30
mánuði stundar hár-
snyrtineminn verk-
þjálfun á hársnyrti-
stofu, undir hand-
leiðslu meistara í
greininni, og 18 mán-
uði í iðnskóla og er
námið skipulagt samkvæmt náms-
skrá, sem meistaranum er gert að
fylgja. Meistari ber þá ábyrgð, að
nemandinn kynnist og afli sér
reynslu af starfi á hársnyrtistofu.
Við uppbyggingu náms í hár-
snyrtiiðn er tekið mið af þekkingu
og hæfni, sem krafist er. Auknar
kröfur eru m.a. gerðar um gæði og
persónulega þjónustu fagmannsins
við viðskiptavini, ennfremur þekk-
ingu á efnum og tækni, sem notuð
er í greininni, enda er þar um öra
þróun að ræða. Ekki má gleyma
listræna þættinum en mikilvægi
hans er augljóst í þessari iðngrein.
Fyrir þessa kennslu fær nem-
andinn greitt, sem hlýtur að vera
góður kostur.
Hversu mikið greiða skal fyrir
þessa þjálfun er endalaust hægt að
deila um.
Meistarinn veitir þessa kennslu
og lætur í té aðstöðu sem nýtist
nemanum til að læra og útskrifast
með sæmd sem hársnyrtir, og
smám saman skilar nemandinn
vinnu sem kemur á móts við þá
vinnu sem meistarinn hefur skuld-
bundið sig til að láta af hendi
Skoðun mín er hinsvegar sú, að
ef grunur kemur upp, um að iðn-
nemar njóti ekki þeirrar þjálfunar,
sem þeim ber, ættu samtök sem
iðnnemar eru nú þegar aðilar að,
þ.e.a.s. Iðnnemasamband Íslands,
að taka þau mál fyrir og sjá til þess
að réttur sé ekki brotinn á iðnnem-
um. Meistarafélag í hárgreiðslu á
einnig að taka á öllum slíkum mál-
um, því það þjónar ekki hagsmun-
um greinarinnar, að nemar okkar
njóti ekki þeirrar þjálfunar, sem
þeir eiga rétt á skv. námsskrá og
meistarinn er skuldbundinn til að
veita.
Í gegnum tíðina hafa íslenskir
hársnyrtar verið mjög eftirsóttir á
erlendri grund þannig að allt bend-
ir til að forverar mínir og samtíma-
fólk hafi staðið rétt að þjálfunar-
málum. En kröfur um þekkingu,
færni og kunnáttu, auk faglegrar
ábyrgðar, eru sífellt að aukast.
Þess vegna er nauðsynlegt, að sí-
fellt sé fylgst með að allt gangi rétt
fyrir sig og að útkoman sé sú, sem
ætlast er til. Því það er okkar að
tryggja að viðskiptavinir íslenskra
hársnyrtistofa geti hér eftir sem
hingað til gengið að því sem vísu að
á íslenskum hársnyrtistofum starfi
hæfileikaríkt, vel menntað og vel
þjálfað starfsfólk sem hefur víð-
tæka þekkingu í sínu fagi.
Ábyrgð meist-
ara á nema
Jónína Sóley
Snorradóttir
Hársnyrtiiðn
Markmiðið er að þeir
hársnyrtar, sem útskrif-
ast hér á landi, segir
Jónína Sóley
Snorradóttir, uppfylli
öll fagleg skilyrði til að
stunda sína iðn.
Höfundur er formaður
Meistarafélags í hárgreiðslu.
UNDANFARIN ár
hafa bæjarfulltrúar
Samfylkingarinnar í
Hafnarfirði barið
hausnum við steininn
varðandi það hvernig
greiðslur Hafnarfjarð-
arbæjar vegna leigu
skólamannvirkja í eigu
einkaaðila eru bók-
færðar. Í tvígang hafa
þeir kært meirihluta
Sjálfstæðisflokks og
Framsóknarflokks til
félagsmálaráðuneytis-
ins vegna þessa og í
bæði skiptin hefur úr-
skurðurinn verið á þá
leið að Hafnarfjarðarbær fari eftir
alþjóðlegum reikningsskilareglum
við bókun þessa kostnaðar og að aðr-
ar betri reglur séu ekki til.
Svo lengi hafa bæjarfulltrúar
Samfylkingarinnar verið þjáðir af
þessari þráhyggju að ástæða er til að
hafa áhyggjur af líðan þeirra ef
marka má skrif Tryggva Harðarson-
ar bæjarfulltrúa í Morgunblaðinu sl.
laugardag. Af lestri síðasta úrskurð-
ar félagsmálaráðuneytisins í kæru
Samfylkingarinnar sem nýlega var
birtur dregur hann þá ályktun að úr-
skurður ráðuneytisins á því hvernig
bóka skuli umræddar leigugreiðslur
byggist á því að ráðuneytið telji að
nota megi grunnskóla í Hafnarfirði
sem sumarhótel. Ja, þvílíkt og annað
eins.
Það þarf ekki mikla glöggskyggni
til að átta sig á að grunnskólabygg-
ingu megi nota undir annað og meira
en grunnskólastarf. Dæmin um sum-
arhótel eru reyndar fjölmörg. Fáum
nú á tímum dettur í hug að sé skóla-
starf aflagt í skólabyggingu þá megi
ekki nota húsnæðið til annarra nyt-
samra verkefna. Meira að segja hafa
kirkjur verið afhelgaðar, seldar og
nýttar til annarrar starfsemi.
En kjarni málsins er langt frá
þessum hugleiðingum. Hann er sá að
meirihluta Sjálfstæðisflokks og
Framsóknarflokks í Hafnarfirði
hugkvæmdist að leysa á kjörtíma-
bilinu einsetningu grunnskólans að
stærstum hluta á nýjan og hag-
kvæman hátt og án þess að rýra
lánstraust bæjarsjóðs. Eitthvað sem
bæjarfulltrúar Samfylkingarinnar
hefðu aldrei getað látið
verða að veruleika þeg-
ar litið er til þess að í
upphafi kjörtímabilsins
var enginn skóli í Hafn-
arfirði einsetinn og
fjárfesting upp á fjóra
milljarða blasti við.
Besti mælikvarði á
fjárhagslega stöðu
bæjarsjóðs Hafnar-
fjarðar er það láns-
traust sem hann nýtur
hjá erlendum lána-
stofnunum. Hafnar-
fjarðarbær hefur á
kjörtímabilinu notið
einstaklega góðra láns-
kjara hjá erlendum bönkum. Þau
kjör byggjast á mati bankanna á
stöðu Hafnarfjarðarbæjar í nútíð og
framtíð. Þeir hafa fulla vitneskju um
alla einkaframkvæmdarsamninga
sem bærinn hefur gert. Líkt og
gengi hlutabréfa þá ráðast lánskjör-
in ekki einvörðungu af núverandi
skuldum og eignum heldur af þeim
framtíðartekjum og möguleikum
sem bæjarsjóður hefur og þeirri sýn
sem forsvarsmenn Hafnarfjarðar-
bæjar hafa á að nýta sér til tekna þá
miklu og margvíslegu möguleika
sem Hafnarfjarðarbær býr yfir. Sú
sýn byggist á allt öðru en kærum til
félagsmálaráðuneytisins og langri
stúdíu um hvort unnt sé að nota
grunnskólabyggingu undir sumar-
hótel eða ekki.
Þráhyggja Sam-
fylkingarinnar í
Hafnarfirði
Magnús Gunnarsson
Höfundur er bæjarstjóri í
Hafnarfirði.
Bæjarstjórn
Besti mælikvarði á fjár-
hagslega stöðu bæj-
arsjóðs Hafnarfjarðar,
segir Magnús Gunn-
arsson, er það láns-
traust sem hann nýtur
hjá erlendum
lánastofnunum.