Morgunblaðið - 12.12.2001, Page 36

Morgunblaðið - 12.12.2001, Page 36
UMRÆÐAN 36 MIÐVIKUDAGUR 12. DESEMBER 2001 MORGUNBLAÐIÐ J ólagjöfin í ár er bílrúða vinstra megin að framan („ökumannsbílrúða“) í bláan Toyota Avensis steisjon árgerð 2000. Einnig geislaspilari og útvarp í bíl- inn og vænn hluti mælaborðsins, einn diskur sem var í tækinu og að minnsta kosti annar til, og svo nýr farsími handa frúnni. Snyrtimenni úr stétt íslenskra glæpamanna voru svo elskuleg að kíkja inn í bílinn okkar þegar kon- an mín var á blakæfingu í einu út- hverfa (!) borgarinnar á dögunum og leist svona ljómandi vel á geislaspilarann/útvarpið að þeir stóðust ekki mátið. (Við skulum gera ráð fyrir því, til einföldunar, að fleiri en einn hafi verið að verki; það er of flókið að þurfa að skrifa hann/þeir/ þær/þau í hvert skipti.) Þeir kunnu sem sagt ekki við að trufla konuna mína til að fá lánaða lyklana að bílnum, vegna þess að hún var upptekin – hefur líklega verið að æfa uppgjafir eða skelli – þannig að gripið var til þess ráðs að mölva rúðuna og rífa græjurnar úr. En það mega þeir eiga að mjög snyrtilega var staðið að verkinu, eins og maðurinn hjá trygginga- félaginu komst að orði; þ.e.a.s. þeir rifu græjurnar snyrtilega úr, en rúðan var að vísu ekki sérstaklega snyrtilega brotin. En þar sem ekkert var skemmt í bílnum sér tryggingafélagið sér því miður ekki fært að bæta tjónið sem ég varð fyrir. Því miður. Þeir skemmdu sem sagt ekkert – nema rúðuna sem fellur eins og gefur að skilja undir sjálfsábyrgðina – heldur fjarlægðu einungis ákveðna hluti. Mælaborðið var heldur ekki skemmt þótt horfið hafi úr því bút- ur, sá bútur bara hvarf og ekki vit- að með vissu hvort hann er skemmdur. Og þótt þær græjur sem gera mér kleift að gefa öðrum öku- mönnum merki um að ég hyggist beygja, stefnuljós sem svo er kall- að í daglegu tali, virki ekki var það ekki skemmt. Eitthvað var að vísu fjarlægt sem gerir það að verkum að ég gat ekki gefið stefnuljós, en þetta eitthvað (sem ég veit auðvit- að ekki hvað er, enda ekki bifvéla- virki) það var nota bene fjarlægt, ekki skemmt. Mér var hins vegar skemmt við það að tala við mennina tvo hjá tryggingafélaginu, og það bara all- verulega, ef ég á að vera hreinskil- inn. Ég komst meðal annars að því að hefðu vinir mínir, þrjótarnir, hætt við í miðjum klíðum og eyði- lagt geislaspilarann/útvarpstækið t.d. með skrúfjárni, eins og annar maðurinn hjá tryggingafélaginu orðaði það, hefði félagið greitt fyr- ir nýtt tæki. „Þið eruð snillingar!“ sagði ég við manninn. „Já,“ svaraði hann, en tók skýrt fram að ekki væri við hann að sak- ast. Ég kvaðst vita það; hann semdi auðvitað ekki reglurnar. Viðbrögð mín voru að öðru leyti einföld, þótt ég sé ekki viss um að þau séu hefðbundin: Ha, ha, ha, ha, ha, ha, ha, ha, ha, ha, ha, ha, ha, ha, ha, ha, ha, ha, ha, ha, ha, ha, ha, ha, ha, ha, ha, ha, ha, ha, ha, ha, ha, ha, ha, ha, ha, ha, ha, ha, ha, ha, ha, ha, ha, ha, ha, ha, ha, ha, ha, ha, ha, ha, ha, ha, ha, ha, ha, ha, ha, ha, ha, ha, ha, ha, ha, ha, ha! Ég ætlaði hreinlega aldrei að geta hætt að hlæja! Gat þó fengið mér bita í hádeginu, en vann ekki mikið það sem eftir var dagsins. Svo hló ég mig í svefn um kvöld- ið og vaknaði við eigin hlátur að morgni. Ha, ha, ha, ha, ha, ha, ha, ha, ha, ha, ha, ha, ha, ha, ha, ha, ha, ha, ha, ha, ha, ha, ha, ha, ha, ha, ha, ha, ha, ha, ha, ha, ha, ha, ha, ha, ha, ha, ha, ha, ha, ha, ha, ha, ha, ha, ha, ha, ha, ha, ha, ha, ha, ha, ha, ha, ha, ha, ha, ha, ha, ha, ha, ha, ha, ha! Konan mín, illa sofin, hélt ég væri orðinn vitlaus(ari) og dæt- urnar, örþreyttar, höfðu líka áhyggjur. Ég taldi þeim trú um að ég hefði ekki gleypt nema hefðbundinn skammt af töflunum mínum en er alls ekki viss um að þær hafi trúað því. Þennan myrka morgun sem ég heimsótti tryggingafélagið mitt komst ég að því að það var hárrétt sem eitt þeirra auglýsti um árið: maður tryggir ekki eftir á. En bæta mætti við að maður tryggir heldur ekki fyrir fram, ekki nema að tryggja alla hluti sérstaklega. Auðvitað var ég auli að lesa ekki smáa letrið, en efast um að al- menningur geri sér grein fyrir því hvernig reglurnar eru. Jólagjöf mín til landsmanna eru því þessar upplýsingar: Ef dekkin eru horfin undan bílnum þínum einhvern tíma þeg- ar þú kemur að honum færðu þau ekki bætt af tryggingafélaginu. Ekki nema þú hafir keypt sér- staka hjólbarðatryggingu. Hafi einhver fengið stýrið úr bílnum þínum lánað þegar þú hyggst aka af stað í fyrramálið fæst það heldur ekki bætt, nema það hafi verið tryggt sérstaklega. Heldur ekki þótt eitt sætið sé farið þegar á að setjast í það. Bara ef hlutirnir eru skemmdir. Ekki ef þeir eru teknir. „Hvað er þá tryggt?“ spurði ég. „Bíllinn,“ sagði hann. Mikið óskaplega er ég þakk- látur þjófunum. Bæði var ég nærri því orðinn úrkula vonar um að finna jólagjöf handa elskulegri eiginkonu minni og svo var ég bú- inn að gleyma því hve dýrmætt það er að hlæja hressilega í svart- asta skammdeginu. Þeir á verkstæðinu skemmdu að vísu svolítið jólagleðina fyrir mér og tryggingafélaginu, þegar þeir tóku eftir rispu við hurðina þar sem greinilega hafði verið reynt að spenna hana upp með skrúfjárni eða ámóta áhaldi. Skemmd! Það var varla að ég fengi mig til þess að segja trygg- ingafélaginu frá þessu, enda kom það í ljós sem ég óttaðist að félagið verður að greiða fyrir viðgerðina. Hefðu þjófarnir bara haft vit á því að skemma ekki hurðina held- ur taka hana einfaldlega af og hafa með sér á brott... Ha, ha, ha, ha, ha, ha! Til þín, elskan, frá mér: Rúða, geisla- spilari og útvarp, hluti mælaborðs, vinna, efni og „vaskur“: 91 þúsund og eitthvað. Við tréð eru svo tveir geisla- diskar og farsími frá tryggingafélaginu. VIÐHORF Eftir Skapta Hallgrímsson skapti@mbl.is NÝJUM lögum um fæðingarorlof er ætlað að taka gildi í áföngum. Á þessu ári gafst feðr- um í fyrsta sinn á Ís- landi kostur á að taka launað orlof frá vinnu og verja því með ný- fæddu barni sínu. Áður gáfust feðrum tækifæri til tveggja vikna orlofs og fengu um 35.000 krónur greiddar á þeim tíma, enda væru þeir ekki á launum hjá vinnuveitanda á meðan. Með nýju lögunum fá feður greidd 80% af meðallaunum sín- um úr sérstökum sjóði. Þetta var einn mánuður í ár, verða tveir mánuðir á því næsta og loks þrír árið 2003. Breytt viðhorf Ný lög um fæðingarorlof sýna breytt viðhorf hins opinbera til fjöl- skyldunnar og hafna þeirri mynd að hlutverk móður skuli vera að sinna börnum en föður að afla tekna. Meg- inhugsunin í lögunum er einmitt sú að foreldrar taki jöfnum höndum orlof frá vinnu. Þannig er gert ráð fyrir því þegar kerfið verður að fullu komið í notkun, að af níu mánaða fæðingaror- lofi er þremur ætlað föður, þremur móður og þremur til skiptana þeirra á milli. Ekki er gert ráð fyrir því að móðurin geti tekið alla þessa níu mán- uði. Hún getur að mestu tekið sex. Nýti faðirinn ekki þá þrjá mánuði sem honum eru ætlaðir falla þeir einfald- lega niður. Þetta ákvæði er afar mik- ilvægt. Það hvetur óneitanlega föðurinn til að taka orlofið og einnig hefur það áhrif á stöðu kvenna á vinnumarkaði. Eftir að þessi nýju lög verða að fullu komin til framkvæmda geta vinnuveitendur ekki lengur gert ráð fyrir að missa konu lengur frá vinnu en karlmann vegna barneigna. Sá hópur á Íslandi sem greiðir mest til samfélagsins í formi skatta er einmitt sá hópur sem er að stofna til fjölskyldna og er að byggja upp heimili. Hann vinnur að jafnaði mikið og hefur því að jafnaði há laun. Þessi hópur greiðir gjarnan auk hefð- bundinna skatta svonefnda jaðar- skatta vegna mikilla tekjutenginga í skattkerfi okkar. Framsóknarflokk- urinn hefur lagt áherslu á að draga úr jaðarsköttum og meðal annars beitt sér fyrir svonefndum barnakortum, ótekjutengdum greiðslum að upphæð 30.000 krónur á hvert barn. Áfanga- sigri var náð við gerð síðustu kjara- samninga þegar teknar voru upp slík- ar ótekjutengdar greiðslur á öll börn undir 7 ára aldri. Nýju fæðingaror- lofslögin eru ungu fjölskyldufólki mikil kjarabót. Þau gera feðrum fjár- hagslega kleift að taka orlof frá vinnu til að sinna nýfæddu barni sínu og eiga frekari samvistir við það og móð- ur. Greiðslurnar eru ótekjutengdar – nema 80% af meðallaunum einstak- lings síðustu 12 mánuði fyrir fæðingu. Námsmönnum og atvinnulausum eru tryggðar lágmarksgreiðslur í feðra- orlofi. Fréttir af niðurskurði Fjölmiðlar báru af því fréttir að til stæði að fresta gildistöku annars áfanga í feðraorlofi þannig að annar mánuður í orlofi kæmi ekki til fram- kvæmda fyrr en árið 2003. Nú er ljóst að ríkisstjórnin leggur slíkt ekki til, heldur verður staðið að framkvæmd málsins eins og Alþingi hafði áður ákvarðað. Það er ástæða til að fagna þeirri niðurstöðu. Geir H. Haarde fjármálaráðherra og Ólafur Örn Har- aldsson formaður fjárlaganefndar eru ekki í öfundsverðum hlutverkum þeg- ar finna þarf leiðir til að spara. Afar mikilvægt er að sýna aðhald í ríkis- rekstrinum nú. Þeir hafa hins vegar mikinn stuðning meðal ungs fólks við að standa við framkvæmd fæðingar- orlofsins. Stærstan hlut í því á þó Páll Pétursson félagsmálaráðherra sem hefur sýnt mikla víðsýni í baráttu sinni fyrir hinum nýju fæðingaror- lofslögum. Feður í orlofi Páll Magnússon Feðraorlof Meginhugsunin í lög- unum, segir Páll Magn- ússon, er einmitt sú að foreldrar taki jöfnum höndum orlof frá vinnu. Höfundur er varaþingmaður Framsóknarflokksins í Reykjanes- kjördæmi og aðstoðarmaður iðnaðar- og viðskiptaráðherra. Í HUGA flestra er það að vera veikur tíma- bundið ástand – maður læknast. Þegar sjúk- dómurinn er langvinnur og ólæknandi er það eins og að íklæðast flík sem er allt of þröng. Þér hefur verið troðið inn í hana en þú getur eigin- lega ekki hreyft þig. Langvinnur sjúkdómur takmarkar og heftir allt sem þú hefur áður gert óhindrað. Það er mikið áfall að fá langvinnan sjúkdóm. Enginn er viðbúinn. Enginn kann að bregðast við. Með- ferð vegna sjúkdóma og slysa og lík- amlegra þjáninga sem fylgja þeim eru á hendi heilbrigðisstéttanna. En sjúk- lingur er meira en safn líffæra sem þarf að halda gangandi. Sjúklingur er maður með andlega líðan sem lifir í ákveðnu félagslegu umhverfi. Mikið skortir á að næg hjálp sé í boði frá hendi heilbrigðiskerfisins til þess að takast á við þær andlegu þjáningar og vanlíðan sem fylgja áfallinu við að fá langvinnan sjúkdóm. Gífurleg breyting verður á högum allrar fjölskyldunnar þegar einn af meðlimum hennar greinist með lang- vinnan sjúkdóm. Lífið verður „fyrir“ og „eftir“ og ekkert er lengur eins og áður. Það þarf að læra að aðlaga sig lífinu á ný með sjúkdóm í farteskinu. Sjúkdómurinn verður hluti af ein- staklingnum, hluti af hversdagslífinu og hluti af fjölskyldulífinu. Til þess að geta lært að lifa með langvinnan sjúkdóm þarf hjálp frá lækninum sem þekkir gang sjúk- dómsins og veit hver er hin rétta með- ferð. En meira þarf til. Sjúklingurinn sjálfur verður að taka líf sitt til endur- skoðunar og aðlaga sig þeim lífsskil- yrðum sem bjóðast. Lífsskilyrði sem vissulega eru heftandi en búa einnig yfir nýjum tækifærum. Það má einnig orða það þannig að langvinnum sjúk- dómi fylgi sú krafa að sá sem fær hann bregðist við honum og þeim lífs- skilyrðum sem hann býður upp á. Hvernig til tekst hefur afgerandi áhrif á lífið upp frá því. Áður en sjúklingur- inn getur komið auga á þessi nýju tækifæri þurfa bæði hann og fjöl- skylda hans að leyfa sér að syrgja það líf sem var – kveðja það sem er ekki lengur mögulegt. Aðeins að því loknu er hægt að snúa sér að nýj- um tækifærum í lífinu. Gott líf með sjúkdóm þýðir að sjúkdómurinn fær það svigrúm sem hann þarf – en heldur ekki meira. Framvegis á athyglin að beinast að því að halda í gott hversdagslíf fjölskyldunnar, góðar stundir með vinum og ættingjum og góðar tómstundir. Félög langveikra sjúklinga geta unnið mikið að því að hjálpa meðlim- um sínum til þess að læra að lifa með langvinnan sjúkdóm þannig að það verði til góðs fyrir sjúklinginn og auki lífsgæði hans. Að vera heilbrigður táknar ekki bara að vera án sjúkdóms það getur líka þýtt að hafa heilbrigð andleg viðhorf til sjúkdóms síns. Læknirinn gegnir mikilvægu hlut- verki fyrir langveikan sjúkling sem þarf að leita til hans árum eða áratug- um saman. Samband sjúklings og læknis verður því að byggjast á gagn- kvæmu trausti. Skortur á trausti get- ur orðið til þess að sjúklingur gefst upp í baráttunni. Meðferðin sem læknirinn leggur til er sú sem miðar að því að halda sjúkdómnum niðri. Þar fyrir utan krefst meðferðin þess að sjúklingurinn sjálfur sjái um að halda sjálfum sér gangandi með þeirri líkamsrækt og sjúkraþjálfun sem möguleg er. Fyrir marga lang- veika sjúklinga er einnig nauðsynlegt að huga að mataræði. Það krefst virkrar þátttöku að vera ábyrgur langveikur sjúklingur. Flestir langveikir sjúklingar þurfa að finna sér nýjan stað í tilverunni og ný viðfangsefni vegna skertrar starfs- getu. Hin mikla breyting sem verður á lífi manns með langvinnan sjúkdóm við að þurfa að hætta að vinna veldur því að viðkomandi finnst hann settur til hliðar. Sú tilfinning er óháð þeirri staðreynd að við það að verða öryrki missir viðkomandi möguleikann á að sjá sjálfum sér og sínum farborða. Í vinnandi samfélagi kynnum við okkur út frá starfsheiti okkar. Starfsheitið er mikilvægur hluti persónuleika hvers manns. Í gegnum vinnuna verð- ur til stór hluti sjálfsmyndar einstak- lingsins. Því missir sá mikið sem á besta vinnufærum aldri missir vinn- una vegna örorku. Það er mikilvægt að unnið sé mark- visst að því að öryrkjar geti nýtt þá takmörkuðu krafta sem þeir hafa. Við erum ólík og lífið mætir okkur á ólíka vegu. Öryrkjar eru jafnmikils virði og þeir einstaklingar sem eru 100% vinnufærir. Því verður atvinnulífið að mæta þeim á sérstakan hátt sem hafa sérstakar þarfir. Það er verkefni fyrir bæði sjálfstæða atvinnurekendur og opinberar stofnanir að koma til móts við öryrkja með því að búa til fleiri störf með skiptum og sveigjanlegum vinnutíma. Það að vera hluti af sam- félagi er ekki bara að fá heldur einnig að leggja til. Margir öryrkjar bera þá ósk í brjósti að fá áfram að vera hluti heildar með því að leggja til sam- félagsins eins og aðrir. Sjúklingar búa yfir möguleikum til þess að bera sjálfir ábyrgð og taka þátt í meðferðinni. Það er hægt að gera góða heilbrigðisþjónustu miklu betri með því að virkja þá krafta sem sjúklingar búa yfir. Að vera hraustur en samt með langvinnan sjúkdóm er ekki þversögn ef sjúklingurinn og fjölskylda hans hafa tækifæri til þess að sjá að nýju tilgang með lífinu þrátt fyrir hina stöðugu og óhjákvæmilegu ógn sem sjúkdómurinn er. Með því að virkja krafta sjúklinga til sjálfshjálp- ar mun það ekki aðeins bæta líf þeirra heldur einnig vera fjárhagslega hag- kvæmt fyrir samfélagið. Að lifa með langvinnan sjúkdóm Jórunn Sörensen Heilsa Það er mikið áfall, segir Jórunn Sörensen, að fá langvinnan sjúkdóm. Höfundur er kennari.

x

Morgunblaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.