Morgunblaðið - 12.12.2001, Page 38
UMRÆÐAN
38 MIÐVIKUDAGUR 12. DESEMBER 2001 MORGUNBLAÐIÐ
AÐ KVELDI 30.
september sl. horfði
greinarhöfundur á
ágætan þátt í umsjón
dr. Hannesar Hólm-
steins Gissurarsonar
er fjallaði um frelsið. Í
þessum þætti var reynt
að svara spurningu
þess efnis hvort það
væri lausnarorðið og
sátu þar til svara
nokkrir ágætir menn,
þeir Ögmundur Jónas-
son, Guðmundur Ólafs-
son og Sigurður B.
Stefánsson, allir valin-
kunnir menn. Þáttur-
inn var afar fróðlegur
og mætti hér undirstrika nauðsyn
þess að aðrir skjámiðlar sýni slíka
framtakssemi sem Skjár einn sýnir
með þessum þætti.
Í þessum þætti virðist sem dr.
Hannes hafi verið á rangri braut
með að bera annars vegar saman
austrið í Rússlandi og hrun komm-
únismans þar við vestrið t.d. í Evr-
ópu á kaldastríðsárunum og hins
vegar Kína og Hong Kong. Saman-
burðurinn virtist ganga út á að
þarna væru góð dæmi þar sem frels-
ið hafi komið framförum á og orðið
til að bæta efnahag fólks almennt á
meðan miðstýrð ríki kommúnismans
leystust upp í vosbúð. Með einföld-
unum sem þessum virðist sem dr.
Hannes varpi óvarlega fram fullyrð-
ingum sem standast ekki þegar nán-
ar er að gáð.
Hvers vegna hrundi Kína ekki
þegar Sovétríkin hrundu? Í grund-
vallaratriðum liggur svarið í því að
Kína var nánast skuldlaust við al-
þjóðastofnanir og banka í fjölda ára
á meðan austantjaldsríkin söfnuðu
skuldum til að byggja upp óarðbær-
an stóriðnað. Einnig kom í ljós að
þvingaður sparnaður, s.s. lífeyris-
sparnaður, var umtalsverður og er
nú nýttur á móti erlendu framlagi
fjárfesta víða að til að byggja upp
markaðshagkerfi sem nú er eitt hið
öflugasta í heimi. Því
er ljóst að Kínverjar
hafa gert kraftaverk í
því að byggja landið
upp úr eymd og volæði
sem orsakaðist m.a.
vegna nýlendustefnu
ríkja eins og Breta og
Portúgala.
Bent skal á að það
voru Bretar sem
þvinguðu Kínverja eitt
sinn til uppgjafar eftir
niðurlægjandi meðferð
þeirra á þessari stoltu
þjóð. Barátta Breta
snérist um fíkniefna-
innflutning þeirra til
Kína í óþökk keisarans
og það að þeir fengu Hong Kong
skilyrðislaust. Auk þess vildu Bretar
fullt frelsi til að selja fíkniefni, inn-
flutt opíum frá Indlandi, til fjár-
mögnunar á hinu breska stórveldi.
Því má telja það hafa verið ansi auð-
sótt fyrir Breta að ná að fjármagna
uppbyggingu í Hong Kong og víðar.
Þarna högnuðust þeir á ódýru vinnu-
afli handan landamæranna í suður
Kína, fengu allt land endurgjalds-
laust og seldu ómælt magn fíkniefna
til sárþjáðrar þjóðar sem þeir og
þvinguðu beinlínis til neyslunnar.
Þarna söfnuðust auðæfi sem Bretar
ávöxtuðu vel og það þyrfti margar
kynslóðir kjána ef þeim ætti að tak-
ast að tapa öllu því fjármagni sem
þarna hlóðst upp. Nokkru er um lið-
ið frá þessum tíma en þetta sýnir
mönnum hugsanlega ástæður þess
að Kínverjar eru ekkert ginnkeyptir
fyrir yfirgangi annarra ríkja og síst
þeirra sem farið hafa svo að ráðum
sínum.
Að undanförnu, eða allt frá því að
meistari Deng Xiaoping tók við völd-
um í Kína eftir áralanga valdabar-
áttu og fangelsisvist, hefur frelsi í
Kína sjálfsagt aukist meira en
nokkrar frelsisvísitölur Freedmans
geta mælt vestanhafs. Þegar Stein-
grímur Hermannsson, þá forsætis-
ráðherra, hitti meistara Deng þá
innti hann eftir því í hverju breyt-
ingar hans á hagkerfinu fælust.
Deng tjáði Steingrími að breyting-
arnar fælust m.a. í frelsi, frelsi til
viðskipta úti á strætunum rétt eins
og hafði tíðkast um aldir í þessu
forna ríki. Meistari Deng hóf þessa
aðgerð í hrísgrjónaræktinni þar sem
hann jók frelsi til framleiðslunnar til
mikilla muna og þetta varð m.a. til
þess að framleiðslan jókst og þeir
sem stóðu sig ekki í framleiðslunni
snéru sér að öðrum atvinnugreinum.
Snéru menn sér m.a. að fiskirækt en
þess ber að geta að nú rækta Kín-
verjar meiri fisk en þeir veiða úr sjó
og eru þeir þó mesta fiskveiðiþjóð
heims. Þarna er það því frelsið sem
meistari Deng veitir þjóð sinni til
góðra verka en hann beitti því af
mikilli snilld enda væri það á færi
fárra að stjórna 1,2 milljörðum
manna.
Því er þó ekki að neita að mikil fá-
tækt ríkir enn í Kína og mannrétt-
indi víða ófullnægjandi. Hins vegar
er því ekki að neita að um þessar
mundir eru Kínverjar að byggja upp
eitt stærsta hagkerfi heims sem mun
knýja á enn meira frelsi einstak-
lingsins þar í landi. Það mun síðar
koma öllum til góða ef vel er á spöð-
unum haldið.
Þegar litið er til frjálsræðis hér á
Íslandi er rétt að benda á mikilvægi
þeirrar ábyrgðar sem fylgir því að
fara með frelsið. Telja má að of lítið
hafi fari fyrir þeirri umfjöllun í orð-
ræðu þeirra ágætu manna er sóttu
dr. Hannes heim í þann þátt sem
fjallað var um frelsið. Það frelsi sem
við búum nú við hér á landi hefur nú
leitt til þess að skuldir heimilanna
hafa aldrei verið meiri og er svo
komið að skuldir heimila eru nú
meiri en eigið fé þeirra án lífeyr-
issjóða, þ.e. í ár er ekkert handbært
fé til á heimilum landsmanna til að
halda uppi einkaneyslunni sem
menn hafa spáð að muni aukast til
muna á næstu misserum. Líklega
verður henni haldið uppi með auk-
inni skuldasöfnun.
Í hverju er þá frelsið falið ef ekki
er til fjármagn til að auka fjárfest-
ingu innanlands á næstu misserum,
halda uppi hagkerfinu og nýjum
stórmörkuðum? Á að hætta lífeyr-
issjóðum landsmanna í áhættufjár-
festingar? Verðum við að auka
þvingaðan sparnað eins og skyldu-
sparnaðinn sem var afnuminn hér
um árið? Það er vandasamt að fara
með frelsið og við höfum tæplega öll
náð tökum á þeirri ábyrgð sem felst í
að höndla eigið frelsi. Hins vegar er
það engin lausn að halda aftur af því
að auka frelsið því að halda frelsinu
frá mönnum kennir þeim örugglega
ekki að fara rétt með það.
Bjartur í Sumarhúsum taldi sig
frjálsan á sinni jörð þegar hann
spjallaði við tík sína úti á túni. Alltaf
var hann þó háður öðrum og endaði
uppi slyppur og snauður, öreigi í vol-
uðu landi. Hvort það hefði verið
kommúnismi Rússa eða Kínverja
sem hefði getað bjargað honum er
óvíst með. Hins vegar er það deg-
inum ljósara að ekki var það sam-
vinnuhugsjónin sem hann bjó við eða
frelsið sem hann taldi sig búa við
sem bjargaði honum. Því er það lík-
lega eins með frelsið og margt annað
sem við höndlum í lífinu að veldur
hver á heldur.
Er lausnar-
orðið frelsi?
Sveinn Óskar
Sigurðsson
Frelsi
Það er vandasamt að
fara með frelsið, segir
Sveinn Óskar Sigurðs-
son, og við höfum tæp-
lega öll náð tökum á
þeirri ábyrgð.
Höfundur er framkvæmdastjóri.
NÚ í desember
fagnar Félag náms- og
starfsráðgjafa 20 ára
afmæli sínu og mun
halda upp á tímamótin
með pompi og pragt
hinn 14. desember nk.
Námsráðgjafar hafa
öðlast stöðugt mikil-
vægari sess innan
skóla- og menntastofn-
ana undanfarin ár.
Náms- og starfsráð-
gjafa má finna á vinnu-
miðlunum út um allt
land, hjá Menningar-
og fræðslusambandi
alþýðu, sem fræðslu-
stjóra fyrirtækja og stofnana og
víðar. En hvað er þessi stétt að
gera? Hefur þessi stétt slitið barns-
skónum og sannað mikilvægi sitt?
Skólakerfið
Öllum ber saman um það í dag að
náms- og starfsráðgjöf sé nauðsyn-
leg á háskólastiginu. Algengt er að
framhaldsskólanemar þurfi aðstoð
við að greina á milli fjölbreytts
námsframboðs háskólagreina og sí-
fellt fjölgar háskólunum hér á landi.
Hver er munurinn milli náms-
brauta? Hvers lags starf bíður mín
ef ég lýk þessari gráðu við þennan
háskóla o.s.frv. Námsráðgjöf hefur
verið veitt við Háskóla Íslands í 20
ár og á sér þar langa sögu og far-
sæla.
Í framhaldsskólum má líkja vali á
námsbraut við frumskógarferð.
Auðvitað eru sumir nemendur á leið
um skóginn með sína sveðju og vita
nákvæmlega hvert hugurinn stefnir
og þangað halda þeir ótrauðir. Hinir
eru miklu fleiri, sem þykir hann ær-
ið illfær og sjá ótal möguleika eða
jafnvel engan nógu fýsilegan. Ný
námskrá hefur litið dagsins ljós fyr-
ir framhaldsskólann og leiðirnar
eru óhemju fjölbreyttar. Þar er
jafnframt lögð mikil áhersla á mik-
ilvægi markvissrar námsráðgjafar.
Nú skiptir líka máli hvaða áherslur
nemandinn lagði í grunnskólanum,
ekki eru allar leiðir jafn greiðfærar.
Viltu stunda verknám, hefðbundið
bóknám, og á hvaða braut, styttra
starfsnám, listnám eða ...? Spurn-
ingarnar eru óteljandi sem leita á
huga unglingsins og ekki er svo víst
að þeim fáist öllum svarað hjá for-
eldrum eins og algengara var hér á
árum áður. Skólakerfið, sem betur
fer, hefur tekið miklum stakka-
skiptum og þróunin orðið ör. Nem-
endur mega því hafa sig alla við til
að höndla allt þetta upplýsingaflóð
og þá getur verið gott að eiga rólega
stund með námsráðgjafanum sín-
um, velta vöngum, afla upplýsinga
og vega og meta möguleikana.
En hvað þá með grunnskólann?
Er þörf á námsráðgjöfum á því
skólastigi? Ný námskrá fyrir
grunnskólann hefur einnig komið út
og þar, líkt og í þeirri sem tilheyrir
framhaldsskólanum, er
margítrekað gildi öfl-
ugrar námsráðgjafar.
Nú skipta þær náms-
áherslur miklu máli
sem nemandinn leggur
undir lok grunnskóla-
námsins. Þær hafa
áhrif á það hvaða leiðir
standa honum opnar
þegar í framhaldsskól-
ann kemur. Námsráð-
gjafar vinna ötult starf
innan grunnskólans og
veita nemendum hans
gagnmerkar upplýs-
ingar um nám að hon-
um loknum. Með komu
nýs fræðslustjóra í Reykjavík árið
1997, er gerði sér góða grein fyrir
vaxandi þörf fyrir öfluga ráðgjöf í
grunnskólum, hefur námsráðgjöf á
því skólastigi vaxið fiskur um hrygg
og nemendur, og foreldrar, notið
þar góðs af.
,,Ég hlakka ekki til afmæl-
isveislunnar minnar“
Náms- og starfsráðgjafar stunda
ekki bara námsráðgjöf í þrengstri
merkingu þess orðs. Segja má að
starfsheitið feli það í sér að veita
ráðgjöf um ýmis málefni meðan á
námi og/eða starfi stendur eða þeg-
ar leita skal að námi og/eða starfi.
Hugsanlega er starfsheitið nem-
endaráðgjafi gagnsærra eða jafnvel
skólaráðgjafi þegar um skólakerfið
er að ræða, en látum það liggja á
milli hluta.
Námsráðgjafinn er trúnaðarmað-
ur nemandans. Öll eigum við við
okkar vandamál að glíma, einhvern
tímann ævinnar. Öll þekkjum við
það að standa frammi fyrir erfiðri
ákvarðanatöku í einkalífi, sem og
námi eða starfi. Stór ákvörðun á
einu sviði hefur, að öllu jöfnu, áhrif
á líf okkar allt. En að áhyggjurnar
tilheyri unglings- eða fullorðinsár-
um eingöngu er ekki alls kostar
rétt. Tökum dæmi. Átta ára nem-
andi bankar upp á hjá námsráðgjaf-
anum sínum og virðist áhyggjufull-
ur. Hann sest inn og tjáir
námsráðgjafanum það að hann hafi
áhyggjur af foreldrum sínum. Þau
rífist og sér líði svo illa út af því.
„Kannski eru þau að rífast af því ég
er ekki nógu duglegur?“ Barnið tjá-
ir sig óhikað og loks komast þau að
þeirri niðurstöðu að líklega sé nú
rétt að foreldrarnir fái að vita af
þessum áhyggjum barnsins svo þeir
geti upplýst það um hvort þær eigi
við rök að styðjast. Þarna getur ver-
ið afskaplega gott að hafa millilið,
sem getur opnað umræðuna fyrir
barnið.
Svo var það nemandinn sem hafði
svo miklar áhyggjur af komandi af-
mælisveislu sinni. „Í fyrra var svo
leiðinlegt, það var ekkert að gera og
krakkarnir voru að tala um það. Ég
er búin að segja mömmu það en
henni fannst ég ekkert þurfa að
hafa áhyggjur af því, það verður
„ábyggilega“ skemmtilegt, en ég
veit að það verður það ekki. Ég gat
ekki sofnað í gærkvöldi því ég vil
ekki að bekkjarsystkinum mínum
leiðist aftur hjá mér og þetta er
núna á sunnudaginn.“ Eftir spjall
hjá námsráðgjafanum voru komnar
upp hugmyndir að leikjum til að
fara í, leikritum til að æfa og ým-
islegt fleira bar á góma er létti
áhyggjum af litlu manneskjunni
sem hélt léttstígari í átt að skóla-
stofunni sinni.
Það er gott að hafa einhvern til að
tala við þegar eitthvað virðist óleys-
anlegt í augnablikinu og fá aðstoð
við að skoða ýmsa, áður órannsak-
aða, möguleika.
,,Það var leið-
inlegt í afmæl-
inu mínu…“
Svandís Ingimundar
Námsráðgjafar
Í framhaldsskólum
má líkja vali á náms-
braut, segir Svandís
Ingimundar, við
frumskógarferð.
Höfundur er formaður Félags náms-
og starfsráðgjafar og námsráðgjafi
Tækniskóla Íslands.
Allt til jólanna
í Hólagarði