Morgunblaðið - 12.12.2001, Qupperneq 42

Morgunblaðið - 12.12.2001, Qupperneq 42
MINNINGAR 42 MIÐVIKUDAGUR 12. DESEMBER 2001 MORGUNBLAÐIÐ ✝ Brynhildur Rík-ey Björnsdóttir fæddist 4. mars 1954. Hún lést 29. nóvem- ber síðastliðinn. For- eldrar hennar eru hjónin Björn Jónsson lögregluþjónn frá Haukagili í Hvítár- síðu, f. 3.9. 1915, d. 13.2.1992, og Kristín Bjarnadóttir hús- freyja frá Fjósum í Svartárdal, f. 3.2.1917. Systkini Brynhildar eru Jón Haukur, f. 9.2. 1953, maki Ágústa Egilsdóttir, f. 3.10. 1956, og Hjördís, f. 15.10. 1957, d. 16.1. 1995, maki Jónas Sævar Hrólfsson, f. 1.4. 1957. Sammæðra hálfsystkini Brynhildar af fyrra hjónabandi Kristínar eru Unnur Guðmundsdóttir, f. 12.4. 1940, Bjarni Guðmundsson, f. 9.7. 1943, maki María Þorgrímsdóttir, f. 22.7. 1944, Ögmundur Guðmunds- son, f. 9.7. 1943, maki Kristín Jónsdóttir, f. 16.12. 1950, og Guð- mundur Hlynur Guðmundsson, f. 20.7. 1945, maki Álfheiður Guð- jónsdóttir, f. 30.4. 1946. Brynhildur bjó um tíma með Hreini Vil- hjálmssyni, f. 25.8. 1946. Dóttir þeirra er Harpa María, f. 16.7. 1973. Sambýlis- maður Hörpu er Álf- ur Þráinsson. Sonur Hörpu og Álfs er Andri, f. 1.1. 1998. Brynhildur giftist 23.1. 1983 Kristjáni Grétari Sigurðssyni, f. 29.11. 1953. Þau skildu. Sonur þeirra er Sigurður Ásgeir, f. 3.12. 1982. Síðar bjó hún með Bergsteini Vigfús- syni, f. 2.3. 1954, en þau slitu sam- búð. Dætur þeirra eru Eydís Rán, f. 11.5. 1991, og Ingibjörg Sædís, f. 24.6. 1992. Brynhildur giftist 24.6. 2001 Helga Jónssyni, f. 16.4. 1951. Brynhildur ólst upp í Reykjavík og átti þar heima lengst af. Hún lærði matreiðslu og vann um tíma á millilandaskipum og um nokk- urra ára skeið á Hvanneyri og víð- ar. Útför Brynhildar hefur farið fram í kyrrþey. Nú ert þú farin til himna, elsku mamma mín. Þú sem varst alltaf svo góð við mig og þú sem varst svo fal- leg. Þetta verða erfiðir tímar fram- undan. Við pabbi söknum þín mjög mikið. Þú varst búin að vera svo mikið veik síðustu mánuði. Við pabbi vitum að nú ert þú á himnum hjá guði og líður vel þar sem þú getur fylgst með okkur hin- um sem elskuðu þig. Við pabbi munum styrkja hvor annan í þessari miklu sorg. Bless, elsku mamma mín, og guð varðveiti þig alla tíð. Þinn sonur Sigurður Ásgeir Kristjánsson. Bless, elsku Binna mín, og þakka þér fyrir allar góðu stundirnar sem við áttum í lífinu. Við Siggi sonur þinn söknum þín sárt. Kristján. Þegar snjór þekur jörð á þessum tíma árs og þau ljós og það skraut sést víða, sem kennt er við jól þá vekur þessi stemmning flesta til hugleiðinga um jólin og þann góða tíma sem aðventan er. Það er að segja flesta þá sem hafa gaman af lífinu hér á þessum stað í tilverunni, En stöldrum aðeins við. Gleymum við einhverju? Erum við of upptek- inn við að dansa eigingjarnan lífs- dans? Eða eru það örlagadísirnar sem hafa spunnið annan og öðruvísi þráð þeim til handa sem þrá að hverfa frá þessu tilverustigi? Eða, gleymum við alttof oft að sýna okk- ar nánustu og öðru samferðarfólki væntumþykju í orði og í verki. Það er nefnilega ekki nóg að hugsa það, því viðkomandi nær ekki að lesa þær hugsanir. Það komu margar slíkar áleitnar spurningar upp í huga minn þegar ég frétti af láti minnar elskulegu mágkonu Brynhildar Ríkeyjar Björnsdóttur eða Binnu eins og hún var ætíð kölluð. Hún sem hafði svo mikið að lifa fyrir fjögur yndisleg börn, eitt barnabarn, eiginmann og móður. Hún sem varð svo ung mamma og seinna svo ung amma jafnframt því að eiga líka sjálf svo ungar tvær dætur. Lífið hefði svo sannarlega átt að geta verið skemmtilegt. En það er ekki okkar að dæma um slíkt. Svo margt fer á annan veg heldur en manni þykir svo sjálfsagt að það ætti að gera. Binnu var margt til lista lagt, hún málaði og teiknaði myndir bjó til ýmiss konar verk úr úr leir og fleiri efnum, var afbragðs kokkur og ekki var bakkelsið síðra. Hún var góðum gáfum gædd, fönguleg kona og gam- ansöm. Hún var mikið fyrir ljóð og lestur góðra bóka, enda alin upp af bókelskum foreldrum. Fyrir nokkr- um árum varð hún fyrir því áfalli að missa ástkæra systur sína Hjördísi, en hún var ein af þeim sem fórust í snjóflóðinu á Súðavík ásamt dætr- unum Birnu Dís og Helgu Björk. Þar missti hún mikið, þær systur voru mjög samrýndar og var Hjör- dís hennar stoð og stytta. Nokkrum árum áður hafði faðir hennar látist. Þessi miklu áföll hafa verið henni erfið. Þótt Binna væri lífsglöð og glað- leg í fasi, þá var líf hennar ekki allt- af auðvelt. Ég minnist Brynhildar mágkonu minnar með söknuði í hjarta og hlýju fyrir ánægjulega viðkynningu frá því hún var aðeins níu ára göm- ul. Þá kynntist ég henni er hún bjó ásamt fjölskyldu sinni í Goðheimum 18. Þar var krakkafjöld úti öll kvöld og hún þar á meðal fjörmikil og kát. Þar sem leið mín lá oftar en ekki heim til Binnu, en áhugamálið var stóri bróðir hennar, þá var hún hoppandi og skoppandi í kringum okkur alveg að springa úr forvitni yfir þessu öllu saman eins og títt er um krakka á þessum aldri. Hún tók mér afar vel eins og allir aðrir á heimilinu og hef ég átt vináttu henn- ar æ síðan. Eiginmaður, móðir, börn, barna- barn, systkini og allir aðrir ástvinir Binnu. Við eigum góðar minningar, varðveitum þær og gefum hvert öðru styrk. Hvað hjálpar þér í heimsins glaumi, að heiminum verðirðu’ ekki að bráð, þá berast lætur lífs með straumi og lystisemdum sleppir taumi, – hvað hjálpar, nema Herrans náð? Og þegar allt er upp á móti, andinn bugaður, holdið þjáð, andstreymisins í ölduróti allir þó vinir burtu fljóti, Guðs er þó eftir gæska’ og náð. Hver dugar þér í dauðans stríði, er duga ei lengur mannleg ráð, þá horfin er þér heimsins prýði, en hugann nístir angur og kvíði, – hvað dugar, nema Drottins náð? (G. Thomsen.) Ég hef tilhneigingu núna síðustu dagana að hugsa til lítillar stúlku með gyllt hár sem valhoppar um í sólskininu. Það er dýrmæt minning liðins tíma. Vertu sæl, mín kæra. Er ég hugsa um engla, ég hugsa til þín. Þín mágkona, Álfheiður Guðjónsdóttir. Það hefðu átt þér stjörnur um höfuð að skína sem hlað þig að krýna, sem geisladjásn að glitra þér um hár með silfurbirtuglærum og gullmóðubleikum smá glömpum að leikum, sem kvíslist af ljósrákum kveldhiminn blár. Þitt höfuð jafnan álútt sem sef í blænum barstu og bleik um kinnar varstu sem blóm, þar sem sól ekki í skóginum skín. En heiðdimm sem kveldhiminn horfðu augun bláu til heima, sem lágu of fjarri, of myrkvaðir mannlegri sýn. En kannske hefir lífið þó betur við þig búið, – er baki að þér var snúið af mönnunum, örlög þín unnað þér góðs. Þú birtist mér sem ljóssýn á kvöldsins himni kviknuð, við komu dagsins bliknuð, ég minnist þín sem stjörnu, sem ævintýrs og óðs. (G. Fröding, þýð. Magnús Ásgeirsson.) Allt í frá frumbernsku minni stendur Brynhildur frænka mín mér ljóslifandi fyrir hugskotssjón- um. Snemma kom hún til sumar- dvalar heim að Haukagili þar sem hún var höfð til snúninga utan dyra og innan, rétt eins og fara gerði, svo með okkur systkinin sem sumar- krakkana. Í minningunni er líflegt í kringum Binnu, því hún lá aldrei á liði sínu þegar um var að ræða fjör og frelsi, ærsl og leiki æskunnar. Í strjálum ferðum okkar Haukagils- fólksins til höfuðborgarinnar var svo einlægt áð heima hjá henni, í rausnargarði frændfólksins í Goð- heimum 18 þar sem Kristín stóð fyr- ir barnmörgu heimili þeirra Björns af mikilli reisn og hlýju. Stundum bar svo vel í veiði að frændi minn var að koma af vakt í lögreglunni. Mér þótti ekki lítið til þess koma að sjá hann borðalagðan með kaskeiti og kylfu, hendurnar ógnarstórar og þykkar, röddin djúp, en umhyggjan og blíðan allt um lykjandi. Þessir dagar allir finnst mér hafa verið undurbjartir þegar ég hugsa til baka. Svo kvaddi æskan unga, eða væri ef til vill réttara að segja að hún hafi hlaupið? Binna frænka var ekki lengur barn. Sem fulltíða kona gekk hún til móts við lífið, sem brátt færði henni storminn í fangið, en lagði líka í kjöltu hennar ljúfar gjafir. Þessi árin fækkaði fundum um sinn. Inn á milli lægði vindinn og þá náði frænka mín sér á strik. Vetrartíma vorum við frændsystkin samtíða á Hvanneyri fyrir bráðum aldarfjórð- ungi, þegar Binna vann í mötuneyti Bændaskólans, og unnum saman sumarlangt ári seinna við tilraunir þar á staðnum. Þetta var kalda sum- arið 1979. Við hlúðum að jarðarberj- um og kálplöntum af ýmsum gerð- um í útiræktinni og bárum á og slógum túngrös á tilraunareitum. Uppskeran var svo mæld og vegin af vísindalegri nákvæmni. Binna naut sín vel þann tíma sem hún var búsett á Hvanneyri. Hún var vin- sæll starfsmaður og skemmtilegur félagi, glaðsinna og gamansöm. Ósjaldan kastaði hún fram vísu og stundum var henni svarað í sömu mynt. Þessir dagar eru líka bjartir í minningunni þegar ég horfi um öxl. Síðustu árin voru frænku minni erfið. Hún þráði að eignast fjöl- skyldu og heimilislíf, en leið hennar að því marki reyndist henni örðug og torsótt. Í sumar, eftir að hún fluttist að Haukagili og giftist Helga bróður mínum, stóð hún mér að sínu leyti nær en áður og mér urðu betur ljósir hagir hennar. Þá duldist mér ekki að hún hafði misst tökin – hún var „sem blóm, þar sem sól ekki í skóginum skín.“ Nú er hún farin, þangað sem brestur mannlega sýn. Það er huggun harmi gegn, á þess- um þungbúnu dögum sem nú standa yfir, að hin trúarlega sýn færir okk- ur von lífsins eilífa í samfélagi við Guð, sem „fyrirgefur allar misgjörð- ir þínar, læknar öll þín mein, leysir líf þitt frá gröfinni, krýnir þig náð og miskunn“. (Sálm. 103.) Guð gefi að þau fyrirheit hafi nú ræst á henni. Hann huggi ástvini hennar og gefi okkur öllum sem nær henni stóðum trú og kjark til að standa saman og styðja hvert annað á göngunni framundan. Guð blessi minningu Brynhildar Ríkeyjar Björnsdóttur. Hún hvíli í friði. Sigurður Jónsson. Elsku Binna mín, mig langar til að setja nokkrar línur á blað til þín. Andlát þitt kom mér svo í opna skjöldu. Við vorum búnar að vera vinkonur síðan við vorum unglingar, vorum jafn gamlar og gerðum svo margt skemmtileg saman. Þú varst alltaf svo hress og skemmtileg, þú spilaðir á gítar og söngst, það var svo gaman að hlusta á þig. Svo tók alvaran við, þú eignaðist fjögur mannvænleg börn sem þú elskaðir mikið. Því miður höfðum við lítið samband síðasta árið þitt sem þú lifðir, en þú hafðir samband við mig mánuði áður en þú fórst. Þá varst þú gift og flutt á bóndabæ í Borgar- fjörð og það lá vel á þér. Þú sagði mér að þú værir alltaf að teikna og mála myndir, þú hafðir svo gaman af því, það voru þínir hæfileikar Binna mín, og allt sem þú gerðir úr leir, þú hafðir svo gaman af að föndra, ég á nokkra gripi eftir þig og ég mun varðveita þá. Binna mín, alla góðu minningarn- ar um þig ætla ég að geyma í mínu hjarta. Nú kveð ég þig, elsku Binna mín, og bið ég Drottin Guð að gefa Helga Jónssyni, Kristínu Bjarna- dóttir og börnum styrk í sorg sinni. Legg ég nú bæði líf og önd, ljúfi Jesús, í þína hönd, síðast þegar ég sofna fer sitji Guðs englar yfir mér (H. Pétursson.) Þín vinkona, Elín Elídóttir. BRYNHILDUR RÍKEY BJÖRNSDÓTTIR Það var á Heimsmóti æskunnar í Moskvu að Ekaterína Suskía frá ÓLAFUR BRIEM ✝ Ólafur Briemfæddist í Reykja- vík 30. júlí 1933. Hann lést í Stokk- hólmi 19. október síðastliðinn. Foreldr- ar hans voru Eggert og Guðbjörg Briem. Ólafur kvæntist Eka- terínu Sushia frá Kislovask í Sovét- ríkjunum. Börn þeirra eru Ivan og Björg. Ólafur lærði bifvélavirkjun og vann við þá iðn lengst af. Þau fluttu til Stokkhólms fyrir 25 árum og þar vann Ólafur hjá General Mot- ors í tölvudeild til æviloka. Útför Ólafs fór fram frá Bot- kyrka kirkju í Stokkhólmi 9. nóv- ember. Kislovask og Ólafur hittust fyrst og það var ást við fyrstu sýn. Óli Briem æskuvinur minn var á „Heimsmóti æsk- unnar“ ásamt nánustu vinum sínum, Hauki, Jónasi, Tómasi, og hópi af íslensku æsku- fólki. Kata var þarna sem einn af mörgum túlkum og túlkaði hún á ensku. Því miður fór ég ekki á Heimsmótið, sem Haukur, Jónas og Tómas sögðu að hafi verið stórkostlegt æv- intýri. Nú tóku við erfiðir tímar. Sem sagt að fá leyfi handa Kötu til að flytjast til Íslands. Kalda stríðið var í algleymingi og allir útlend- ingar sem til Moskvu komu, voru á einn eða annan hátt taldir njósnarar eða vafasamir og tortryggni í garð útlendinga mjög mikil. Óli fór margar ferðir til Moskvu og var alls ekki á því að gefast upp. Pétur Benediktsson var þá sendi- herra Íslands í Moskvu og reyndist Óla mikil hjálparhella, og þegar allt sat fast fór Pétur á fund eins af valdamestu mönnum í Sovétríkjun- um og fékk leyfi fyrir Óla, bæði til að fara til Kislovask og giftast Kötu. Aðalástæðan fyrir því að illa gekk að fá leyfið var að á langri leið til Kislovask voru herstöðvar Rauða hersins og enginn útlendingur æski- legur, því þetta var og er bann- svæði. Óli tók lest í Moskvu til Kislovask og tók ferðin tvo daga. Þegar komið var á bannsvæði Rauða hersins stigu vel vopnaðir hermenn um borð, spurðu Óla um passa og leyfi. Óli fór hægt og ró- lega í sína skjalatösku og rétti her- mönnum passann, stuttu síðar réttu þeir Óla passann og leyfið og sögðu spassipa konnorek og heilsuðu að hermannasið. Þetta endurtók sig 30–35 sinnum því leiðin var mjög löng, einnig í bakaleið. Er til Kislo- vask var komið var mikill fagnaðar- fundur og Óli kærkominn gestur á heimili Kötu. Óli sagði og hló við að allir í „Borginni“ sneru sér við og gláptu á Óla, því Vesturlandabúi hafði ekki sést þar áður. Óli og Kata giftu sig í Kislovask, en brátt kom að því að Óli þurfti að snúa heim. Á leiðinni til baka fór Óli að skoða leyfið góða með miklum stimplum og sá þá sér til furðu að það var sjálfur André Gromiko, ut- anríkisráðherra Sovétríkjanna í 30 ár og einn valdamesti maður Sov- étríkjanna, sem skrifaði undir leyfið. Nú skildi Óli, hvers vegna hermenn- irnir voru allt í einu svo vingjarn- legir. Óli blessaði Pétur Ben og hans fólk í sendiráðinu í Moskvu og talaði um að það væri úrvalsfólk. Oft áttum við góðar stundir á Bergþórugötu 11, en þar bjó Óli ásamt foreldrum sínum, sem voru Eggert og Guðbjörg Briem sem voru kennarar að mennt. Óli og ég áttum mjög spennandi áhugamál, útvarpshlustun. Hann átti geysi- stórt og kraftmikið tæki, Halikeftir, með ótal tökkum og mælum, oft var hávaðinn, brak og brestir, en það fannst okkur ágætt. En ekki öllum, því eitt sinn komu þau, Bjarni heit- inn Kjartansson og Guðbjörg móðir Óla, og sögðu mikið ganga á. Bjarni sagði, strákar, af hverju fáið þið ykkur ekki 200–350 takka og setjið á þilið og snúið og snúið og þau hlógu sig máttlaus, sem sagt, þau gerðu stólpagrín að okkur, séníun- um. Síðar er ég sótti Óla heim í Stokk- hólmi, barst þetta í tal og nú hlógum við því þetta var della þá, en síðar átti hann lítið og gott tæki sem náði öllu. Óli var lærður bifvélavirki og vann við sitt fag. Á þessum tíma átti SÍS fjölda skipa, þar á meðal olíu- skipið Hamrafell og Óli fékk pláss sem háseti á því ágæta skipi. Skipið sigldi til Batumi og þar hittust Óli og Kata. Að lokum tókst Óla að koma Kötu til Íslands og það eitt á þessum tíma var mikið afrek, því landið var lokað og fólk komst ekki úr landi nema í sendinefndum á veg- um ríkisins. Forstjóri skipadeildar SÍS var Hjörtur Hjartar og reyndist sá maður Óla mikil hjálparhella á allan hátt. Eitt sinn er Hamrafellið lá á ytri höfn þá voru skipstjórinn, 1. stýrimaður og 1. vélameistari allir mættir á dekkinu í sínum uniform- um. Lóðsbáturinn var að koma að skipinu með góða gesti, þar á meðal sjálfan forstjóra skipadeildar Hjört Hjartar. Hann kom um borð, geng- ur beint til Óla, heilsar honum með handabandi og ræddust þeir við í góða stund. Síðan er gestir fóru með
Qupperneq 1
Qupperneq 2
Qupperneq 3
Qupperneq 4
Qupperneq 5
Qupperneq 6
Qupperneq 7
Qupperneq 8
Qupperneq 9
Qupperneq 10
Qupperneq 11
Qupperneq 12
Qupperneq 13
Qupperneq 14
Qupperneq 15
Qupperneq 16
Qupperneq 17
Qupperneq 18
Qupperneq 19
Qupperneq 20
Qupperneq 21
Qupperneq 22
Qupperneq 23
Qupperneq 24
Qupperneq 25
Qupperneq 26
Qupperneq 27
Qupperneq 28
Qupperneq 29
Qupperneq 30
Qupperneq 31
Qupperneq 32
Qupperneq 33
Qupperneq 34
Qupperneq 35
Qupperneq 36
Qupperneq 37
Qupperneq 38
Qupperneq 39
Qupperneq 40
Qupperneq 41
Qupperneq 42
Qupperneq 43
Qupperneq 44
Qupperneq 45
Qupperneq 46
Qupperneq 47
Qupperneq 48
Qupperneq 49
Qupperneq 50
Qupperneq 51
Qupperneq 52
Qupperneq 53
Qupperneq 54
Qupperneq 55
Qupperneq 56
Qupperneq 57
Qupperneq 58
Qupperneq 59
Qupperneq 60
Qupperneq 61
Qupperneq 62
Qupperneq 63
Qupperneq 64

x

Morgunblaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.