Morgunblaðið - 12.12.2001, Qupperneq 44

Morgunblaðið - 12.12.2001, Qupperneq 44
MINNINGAR 44 MIÐVIKUDAGUR 12. DESEMBER 2001 MORGUNBLAÐIÐ ✝ Valgerður Gunn-arsdóttir fæddist í Reykjavík 15. júní 1991. Hún lést í Gautaborg 30. nóv- ember síðastliðinn. Foreldrar hennar eru Birna María Svanbjörnsdóttur, f. 14. apríl 1964, og Gunnar Þór Gunn- arsson, f. 25. júní 1965. Systir Valgerð- ar er Oddný, f. 3. maí 1994. Foreldrar Birnu eru Margareta Sigurðsson, f. 23. ágúst 1941, og Svanbjörn Sigurðs- son, f. 1. janúar 1937. Foreldrar Gunnars Þórs eru Þórdís Þorleifsdótt- ir, f. 24. janúar 1936, og Gunnar Þor- steinsson, f. 16. febr- úar 1937. Valgerður ólst upp á Akureyri þar til hún flutti til Gautaborgar með foreldrum sínum og systur árið 1994. Útför Valgerðar fer fram frá Akur- eyrarkirkju í dag og hefst athöfnin klukkan 13.30. Hinn 15. júní 1991 kom Valgerður eins og sólargeisli inn í líf okkar. Ný kynslóð í fjölskyldunni var að fæð- ast. Valgerður var allt sitt líf sem gefandi sólargeisli og allir sem kynntust henni eða komu í návist hennar fengu ríkulega að njóta. Valgerður fæddist í Reykjavík, þar sem foreldrar hennar bjuggu á þeim tíma. Faðirinn hringdi í okkur um morguninn og færði okkur þess- ar gleðifréttir. Margareta amma flaug með fyrstu flugvél sem bauðst til Reykjavíkur til fundar við dótt- urdótturina og hina stoltu foreldra, Birnu og Gunnar. Faðirinn hafði verið læknir við fæðinguna og allt hafði gengið vel. Margar myndir eru til frá þessum fyrsta degi í lífi Val- gerðar og minningarnar eru kærar. Annar stór dagur í fjölskyldunni var 23. ágúst sama ár, en þann dag átti langamma frá Svíþjóð 87 ára af- mæli, Margareta amma 50 ára, Val- gerður var skírð og foreldrarnir giftu sig. Valgerður var mjög vel gefið barn og hugarfar hennar þroskaðist fljótt. Hún var mikið náttúrubarn og unni blómum og dýrum. Hún unni tónlist og hafði byrjað að læra á selló. Hún var einnig fljót að tileinka sér alla tækni og lærði mjög ung að nýta sér tölvur. Valgerður er þó í minningu okkar fyrst og fremst ein- staklega góð og vönduð manneskja. Það kom snemma í ljós að Val- gerður hafði fæðst með hjartasjúk- dóm. Ríkti því mikil óvissa hjá for- eldrum hennar alla tíð, sem ekki var létt að bera. Valgerður varð aldrei vör við þennan sjúkdóm og naut ein- stæðrar ástar og umhyggju foreldra sinna, svo aldrei bar skugga á ham- ingju hennar. Hjartað hennar sló eðlilega fram á síðustu stund, er sjúkdómurinn sló til, eldsnöggt og án nokkurrar aðvörunar. Enginn mannlegur máttur gat bjargað lífi hennar á þeirri stundu. Á árinu 1994 bjuggu Margareta- amma og Lúlli-afi í Englandi. Hinn 3. maí, um kvöldið, hringdi síminn og undurfögur og blíð barnsrödd, sem sagði formálalaust: „Ég á litla systur, hún heitir Oddný.“ Þetta var fröken Valgerður að tilkynna komu systur sinnar í heiminn. Það er mikil huggun í sorginni að Valgerður átti yndislegt líf í faðmi ástríkra foreldra og Oddnýjar syst- ur sinnar sem er þremur árum yngri. Oddný bar virðingu fyrir Val- gerði, sem aftur á móti hafði mikla ábyrgðartilfinningu fyrir litlu syst- ur. Þær voru einstaklega nánar og góðir vinkonur. Nú er Valgerður horfin sjónum okkar, en sólargeisli hennar er enn til staðar og mun lýsa í huga okkar um alla framtíð. Margareta amma, Svanbjörn afi og Guðrún. Ég veit um lind, sem ljóðar svo ljúft að raunir sofna, um lyf, sem læknar sárin og lætur sviðann dofna. Um lítið blóm, sem brosir svo blítt, að allir gleðjast. Um rödd, sem vekur vonir, þá vinir daprir kveðjast. Ég þekki gleði góða, Sem græðir allt með varma og sælu, er svíkur aldrei, en sefar alla harma. Ég veit um stjörnu, er vakir, þó vetrarmyrkur ríki, – um ást, sem er á verði, þó ástir heimsins svíki. Það allt, sem ég hef talið, er eitt og sama: barnið, sú guðsmynd björt er gæfan og græðir jafnvel hjarnið. Á meðan lífið lifir það ljós mun aldrei deyja. Og mannsins björg og blessun er barnsins stjörnu að eygja. (Hulda.) Elsku Valgerður, þökkum allt sem þú gafst okkur. Vertu yfir og allt um kring með eilífri blessun þinni, sitji guðs englar saman í hring sænginni yfir minni. (Sig. Jónsson.) Amma og afi, Búðasíðu 3. Það er svo sárt elsku Valgerður mín, að þú skulir vera farin frá okk- ur. Ég hlakkaði svo mikið til að fá þig loksins heim til Íslands núna um áramótin eftir svona langa veru í Svíþjóð. Ég hef oft óskað þess að fjarlægð- irnar á milli okkar hefðu ekki alltaf verið svona miklar. Ég var við nám í Danmörku þegar þú fæddist, en um það leyti sem ég kom heim fluttir þú til Svíþjóðar með fjölskyldu þinni þar sem pabbi þinn lagði stund á framhaldsnám í hjartalyflækning- um. En þær stundir sem ég hef fengið að njóta með þér hafa verið ómetanlegar. Þú varst alltaf svo blátt áfram, hugsandi barn, fljót að læra og dugleg að taka tillit til ann- arra, þó sérstaklega til Oddnýjar, litlu systur þinnar. Það var svo gam- an hvað það var alltaf stutt í hlát- urinn hjá þér og hvað þú áttir auð- velt með að sjá spaugilegar hliðar á hlutunum. Ég man hvað það var mikil eft- irvænting þegar þú komst í heiminn og ekki brugðust væntingarnar því þú varst alveg sérstaklega fallegt barn. Þegar ég passaði þig í fyrsta skiptið varst þú ársgömul. Við urð- um strax mestu mátar og frá fyrstu stundu varð ég svo stoltur af þér. Jólin 1997 þegar ég dvaldi hjá ykkur í Gautaborg eru mér ofarlega í huga. Þú varst svo kotroskin þegar þú sýndir mér hverfið ykkar, skól- ann þinn og dróst mig í gönguferðir um skóginn. Áhugi þinn á lífríkinu var ódrepandi. Þar gilti einu hvort um var að ræða smápöddur eða stærri dýr, þau voru þér öll jafn kær. Þakka þér fyrir alla kennsluna í spilamennsku en þú varst óþreyt- andi í rommý. Þú varst Oddnýju stoð og stytta í einu og öllu og passaðir vel upp á hana. Þið systur voruð mjög sam- rýndar og gátuð unað ykkur saman svo tímunum skipti. Það var ynd- islegt að taka á móti ykkur systrum á Keflavíkurflugvelli síðastliðið sumar þegar þið höfðuð flogið einar frá Svíþjóð til að koma heim í sum- arfrí. Mér fannst svo gaman að kynna ykkur fyrir Bínu því ég var svo hreykinn af ykkur. Við nutum þess að vera með ykkur í Húsdýra- garðinum, fyrir norðan hjá ömmu og afa á Akureyri, í jeppaferðinni á Þeistareykjum og í Mývatnssveit. Mikið var gaman þegar við Bína komum í heimsókn til ykkar í vor til að vera viðstödd doktorsvörn pabba þíns og þið systurnar komuð hlaup- andi á móti okkur til að bjóða okkur velkomin. Betri móttökur var ekki hægt að hugsa sér. Það var aðdáun- arvert að sjá hvað þið systurnar gát- uð verið stilltar tímunum saman og hlustað á pabba ykkar verja ritgerð- ina sína. Það var mikið að gera þessa daga, sem við vorum hjá ykk- ur, en þið gáfuð ykkur samt tíma til að sinna froskunum ykkar sem þið voruð að ala upp. Engan hefði grun- að þegar við kvöddum þig, Valgerð- ur mín, að það væri í síðasta sinn. Við gerðum alltaf ráð fyrir að hittast um næstu áramót. Elsku Valgerður. Þakka þér fyrir þær frábærar stundir, sem við höf- um átt saman. Ég trúi því að þér hafi verið falin önnur verðug verk- efni annars staðar en hér á jörðu. Við Bína vottum Birnu systur minni, Gunnari mági mínum og Oddnýju okkar dýpstu samúð. Megi góður Guð vera hjá ykkur og gefa ykkur styrk í sorginni. Geir. Elsku litla frænka. Ég veit ekki alveg hvað ég á að segja en ég held að það fyrsta sem komi upp í hugann sé takk. Takk fyrir að hafa verið hluti af mínu lífi. Ég man þegar ég beið óþolinmóð eftir að geta farið með þig út að labba þegar þið bjugguð í Brekku- götunni. Hversu fínt herbergið þitt var, efri helmingurinn blár eins og himininn og neðri helmingurinn grænn með blómum. Blómum, já, ég held að upp frá því sé áhuginn kom- inn sem þú hafðir á öllum blómum, pöddum og dýrum almennt. Og þegar Odda fæddist varst þú alltaf svo góð við hana. Það að vera stóra systir var svo auðvelt fyrir þig. Á öllum þeim myndum sem til eru af ykkur saman heldur þú alltaf utan um Oddu, alltaf að passa hana. Það var svolítið erfitt þegar þið fluttuð til Svíþjóðar en þegar ég flutti til Noregs varð stutt á milli okkar. Ég man eftir fyrstu heimsókninni minni til ykkar. Allir svo glaðir og stoltir, farið á leikvöllinn, nýja íbúðin sýnd og herbergið þitt. Það var alltaf svo gaman, líka þegar við hittumst heima á Íslandi annaðhvort yfir sumartímann eða um jól. Á sumrin vorum við oft í sveitinni, fórum á bátinn, spiluðum, lögðum kapla og brölluðum ýmislegt. Síðustu jól eru mér minnisstæð, þegar þú, Odda og mamma þín og pabbi komuð í heim- sókn til mín til Sitges. Við settum jólatréð út á verönd, skreyttum það það og dönsuðum í kring. Minning- arnar eru svo ótal margar og ég ætla að geyma þær vel. Elsku Valgerður, orð fá varla lýst hvernig mér líður og hversu mikill söknuðurinn er. En ég trúi og veit að þú munt alltaf vera hjá mér og að við hittumst aftur seinna. Inda frænka. Elsku Valgerður. Ég get ekki trú- að því að þú sért farin. Innra með mér bergmálar rödd afa okkar þeg- ar hann sagði við mig: „Hún Val- gerður litla er dáin.“ Þessu andar- taki mun ég aldrei gleyma. Nú þegar ég sit og hugsa um þig hellast yfir mig minningar og þó að samverustundirnar hafi ekki verið margar eru þær mér mjög minnis- stæðar og þær mun ég geyma á góð- um stað í hjarta mínu. Ég man þegar þið bjugguð í Brekkugötunni áður en þið fluttuð til Svíþjóðar. Mér fannst svo gaman að fá að passa þig meðan mamma þín og Oddný voru heima og pabbi þinn í vinnunni. Við gerðum svo margt skemmtilegt saman, fórum oft á róló og tíndum blóm á leiðinni heim. Manstu eftir því þegar útlend- ingurinn tók myndina af okkur? Manstu þegar löngu fallegu augn- hárin þín flæktust í augunum þínum og þú fórst að gráta? Það var líka gaman að renna sér í rennibrautinni sem var í garðinum heima hjá þér og leika sér í litríka herberginu þínu. Síðan fluttuð þið til Svíþjóðar og ég heimsótti ykkur þegar þú varst fimm ára. Ég var lengi í heimsókn hjá ykkur, í þrjár vikur. Það var svo sannarlega góður tími. Þið systurn- ar voruð orðnar svo stórar. Ég man hvað ykkur fannst gaman þegar ég setti á ykkur sólgleraugu og öll háls- menin ykkar og tók af ykkur mynd- ir. Við gerðum svo margt saman þennan tíma, fórum í hjólaferð um skóginn, böðuðum okkur í vötnun- um í kring, fórum í bíltúra og lékum okkur úti á leikvelli. Ég fékk að sjá þegar þú hjólaðir í fyrsta skipti án hjálpardekkja, þú varst svo dugleg og þennan dag geislaðir þú af stolti. Ég fékk líka að fylgja þér og sækja þig í leikskólann. Manstu þegar við tíndum jarðarberin? Manstu þegar við fórum í tívolíið og plötuðum pabba þinn, sögðumst hafa fengið nammipoka í verðlaun í einu tækinu en við höfðum bara keypt hann í næstu sjoppu. Sá varð spældur því hann hafði reynt svo lengi við sama tækið. En það er eitt kvöld sem ég man hvað mest eftir; þegar mamma þín og pabbi fóru út og við vorum saman tvær, stóru frænkurnar, að passa Oddnýju. Manstu þegar hún var sofnuð og þú fékkst að vaka með mér og við borðuðum ís? Ísinn var svo flottur og vel skreyttur að þér fannst eins og þú værir í veislu. Þetta kvöld fannst þér svo gaman, þér fannst þú vera orðin svo stór, al- veg eins og ég. Svo áttuð þið að koma heim til Akureyrar í janúar og ég var farin að hlakka til að kynnast ykkur öllum betur. Ég veit að ég fæ að hitta pabba þinn, mömmu þína og Odd- nýju, en þér elsku frænka mun ég kynnast betur seinna. Ég veit að þér líður vel og blómstrar hvar sem þú ert. Það hefur verið þörf fyrir þig annars staðar, því það getur ekki verið að þú hafir farið að ástæðu- lausu. Ég veit líka að það hefur verið tekið vel á móti þér. Ég skal reyna að hugsa eins vel og ég get um pabba þinn og mömmu og hana Oddnýju litlu systur, fyrir þig. Þannig að, elsku litla, fallega frænka, láttu þér líða vel. Ég sakna þín. Lilja frænka. Elsku Valgerður, nú er komið að kveðjustund sem er sárari en orð fá lýst. Við þökkum fyrir tímann sem við áttum saman og gleðina og ylinn sem þú veittir okkur. Þú varst sann- arlega hress, lífleg og skemmtileg stúlka. Við viljum þakka þér fyrir þær stundir sem við áttum saman í Hamraborginni, á Akureyri og á Ólafsfirði áður en þú fluttir til Sví- þjóðar. Fyrir Hríseyjaferðina góðu, fyrir rommíkeppni í Mývatnssveit- inni, fyrir kvöldið sem þú varst hjá okkur og hoppaðir og skoppaðir í stofusófanum og þýddir sænska brandara fyrir okkur og hlóst manna hæst. Við þökkum fyrir tímann saman úti í Svíþjóð í vor, gönguferðina í skóginum, ferðina í Liseberg, út- skriftina hans pabba þíns og alla dansana um kvöldið. Minningin um þig, elsku Valgerður, lifir með okkur og hjálpar okkur í sorginni. Megi algóður Guð styðja og styrkja mömmu þína, pabba og Odd- nýju systur þína í þeirra þungu sporum. Innilegustustu samúðar- kveðjur til Díu ömmu, Gunna afa og Indu, Margaretu ömmu, Lúlla afa, Geirs, Bínu og Guðrúnar og annarra vina og vandamanna. Hvíl í friði. Þorsteinn og Svanhvít. Nú ertu leidd, mín ljúfa, lystigarð Drottins í, þar áttu hvíld að hafa hörmungá og rauna frí, við Guð þú mátt nú mæla, miklu fegri en sól unan og eilíf sæla er þín hjá lambsins stól. Dóttir, í dýrðar hendi Drottins, mín, sofðu vært, hann, sem þér huggun sendi, hann elskar þig svo kært. Þú lifðir góðum Guði, í Guði sofnaðir þú, í eilífum andarfriði (Hallgrímur Pétursson.) Elsku Valgerður frænka, sofðu rótt. Ari Gunnar. Það er óskiljanlegt hvernig lífið getur breyst á svipstundu. Eitt and- artakið leikur lífið við okkur en á því næsta blasir sorgin við. Valgerður var bara tíu ára þegar englar guðs tóku hana frá okkur. Ég og Birna, móðir Valgerðar, er- um systkinadætur. Fjölskylda okk- ar er lítil og þegar við ólumst upp var mjög mikill samgangur milli heimila okkar. Þegar Valgerður fæddist var hún fyrsta barnabarna- barnið í stórfjölskyldunni. Sonur minn, Sindri Geir, fæddist sex vik- um síðar. Fyrsta árið bjuggum við frænkurnar báðar á höfuðborgar- svæðinu og það voru ómetanlegar stundir þegar við hittumst og bárum saman bækur okkar varðandi VALGERÐUR GUNNARSDÓTTIR                              ! "    !" #$#$%%!& #    ' ( ))*++,  $   %    &! " '(     #)#     !    )          $     %  #  " (  !*(  +   ! ,# (   -)&  ##$%%!& Handrit afmælis- og minningargreina skulu vera vel frá gengin, vélrituð eða tölvusett. Sé handrit tölvusett er æskilegt, að disklingur fylgi útprentuninni. Senda má greinar til blaðsins í bréfsíma 569 1115, eða á netfang þess (minning@mbl.is). Nauðsynlegt er, að símanúmer höf- undar/sendanda fylgi. Nánari upplýsingar má lesa á heimasíðum. Það eru vinsamleg tilmæli að lengd greina fari ekki yfir eina örk A-4 miðað við meðallínubil og hæfilega línulengd — eða 2.200slög. Höfundar eru beðnir að hafa skírnarnöfn sín en ekki stuttnefni undir greinunum.
Qupperneq 1
Qupperneq 2
Qupperneq 3
Qupperneq 4
Qupperneq 5
Qupperneq 6
Qupperneq 7
Qupperneq 8
Qupperneq 9
Qupperneq 10
Qupperneq 11
Qupperneq 12
Qupperneq 13
Qupperneq 14
Qupperneq 15
Qupperneq 16
Qupperneq 17
Qupperneq 18
Qupperneq 19
Qupperneq 20
Qupperneq 21
Qupperneq 22
Qupperneq 23
Qupperneq 24
Qupperneq 25
Qupperneq 26
Qupperneq 27
Qupperneq 28
Qupperneq 29
Qupperneq 30
Qupperneq 31
Qupperneq 32
Qupperneq 33
Qupperneq 34
Qupperneq 35
Qupperneq 36
Qupperneq 37
Qupperneq 38
Qupperneq 39
Qupperneq 40
Qupperneq 41
Qupperneq 42
Qupperneq 43
Qupperneq 44
Qupperneq 45
Qupperneq 46
Qupperneq 47
Qupperneq 48
Qupperneq 49
Qupperneq 50
Qupperneq 51
Qupperneq 52
Qupperneq 53
Qupperneq 54
Qupperneq 55
Qupperneq 56
Qupperneq 57
Qupperneq 58
Qupperneq 59
Qupperneq 60
Qupperneq 61
Qupperneq 62
Qupperneq 63
Qupperneq 64

x

Morgunblaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.