Morgunblaðið - 12.12.2001, Qupperneq 45

Morgunblaðið - 12.12.2001, Qupperneq 45
MINNINGAR MORGUNBLAÐIÐ MIÐVIKUDAGUR 12. DESEMBER 2001 45 barnauppeldi og þroska barnanna. Valgerður var mjög fallegt barn, smágerð, ljóshærð og með afar löng dökk augnhár. Hún hafði langa og granna fingur sem ungbarn og náði fljótt valdi á fínhreyfingum. Þegar hún var á öðru ári hófst kandidatsár föður hennar í læknis- fræði og foreldrar hennar fluttu til Akureyrar. Seinna sama haust flutti ég ásamt fjölskyldu minni til Akur- eyrar. Birna, Gunnar og Valgerður bjuggu á neðri hæðinni í Brekku- götu 39 en foreldrar mínir bjuggu á efri hæðinni. Ég og Sindri Geir bjuggum í tvo mánuði í Brekkugöt- unni áður en eiginmaður minn flutti norður og þann tíma var mjög mikill samgangur milli okkar frænknanna og börnin okkar urðu bestu vinir. Valgerður bjó í tvö ár í Brekku- götunni ásamt foreldrum sínum og í maí 1994, rétt áður en hún varð þriggja ára, eignaðist hún litla syst- ur, Oddnýju. Valgerður var mjög góð stóra systir enda litla systirin yndisleg. Í Brekkugötunni áttu Sindri og Valgerður margar góðar stundir saman. Þegar Valgerður var tveggja ára var hægt að treysta henni fyrir litum og skærum en Sindra Geir datt ýmislegt í hug og fékk frænku sína með sér í að teikna á veggi og klippa hár. Haustið 1994 flutti fjölskylda Val- gerðar til Svíþjóðar þar sem Gunnar hóf framhaldsnám í læknisfræði. Eftir það höfum við sést alltof sjald- an. Þegar fjölskyldan kom í heim- sókn til Akureyrar vildu afar og ömmur hafa litlu augasteinana sína hjá sér og var því ýmist dvalið hjá Margréti og Svanbirni í Kotárgerði eða hjá Þórdísi og Gunnari í Búða- síðu. Sumarið 1998 heimsóttum við fjölskylduna sem bjó í Sävedalen, fast við Gautaborg. Við áttum góðar stundir og Valgerður, Oddný og Sindri Geir náðu mjög vel saman. Sameiginlegur áhugi þeirra á skor- dýrum, salamöndrum og jurtum var mikill. Farið var í ýmsar skoðunar- ferðir en skemmtilegast þótti börn- unum í skemmtigarðinum Liseberg. Sindra Geir er mjög minnisstætt þegar Valgerður fór með okkur í apótek til að kaupa mýflugnafælu. Þegar okkur þraut orð til að gera okkur skiljanleg tók hún til sinna ráða og útskýrði fyrir starfsmann- inum hvað okkur vantaði. Við hittum Valgerði síðast sum- arið 2000 þegar hún var í heimsókn á Íslandi með foreldrum sínum. Til stóð að fjölskyldan myndi flytjast til Akureyrar skömmu eftir næstu ára- mót og í fjölskyldu minni ríkti mikil tilhlökkun yfir því. Það er svo skrýtið hvernig tíminn hleypur frá manni. Það virðist svo stutt síðan við hittumst síðast en í þroskaferli barns er eitt og hálft ár langur tími. Valgerður var mjög duglegt barn, skýr og skemmtileg. Hún var að læra að spila á selló og mikill teiknari. Hún var fyrirmynd litlu systur sinnar og voru þær góð- ar vinkonur. Þótt við vissum öll að hún væri með meðfæddan hjarta- sjúkdóm var það fjarlægur mögu- leiki að hún myndi hverfa svona fljótt frá okkur og án alls fyrirvara. Við sem eftir lifum munum varð- veita allar góðu minningarnar um Valgerði um alla ævi. Elsku Birna, Gunnar, Oddný, Margrét, Svanbjörn, Þórdís, Gunn- ar og allir hinir sem misst hafa. Við erum með ykkur í huga og hjarta. Helga Aðalgeirsdóttir og fjölskylda. Blátt lítið blóm eitt er, ber nafnið: gleymd-ei-mér. Væri ég fleygur fugl, flygi ég til þín. Svo mína sálu nú sigraða hefur þú, engu ég unna má, öðru en þér. (Ók. þýð.) Mikill harmur var að okkur kveð- inn þegar andlátsfregn Valgerðar litlu frænku okkar barst frá Svíþjóð. Hné hún niður bráðkvödd hinn 30. nóvember, aðeins tíu ára gömul. Hún var yndisleg stúlka, lagleg og góð. Aðlaðandi og einstaklega prúð og ljúf í allri umgengni. Hún var mjög dugleg í skólanum og tók virk- an þátt í íþróttum. Lét sér mjög annt um litlu systur sína, Oddnýju, og var sterkt og gott samband þeirra í millum. Valgerður var dýra- vinur og áhugasöm um dýr. Þegar þær komu í heimsókn voru kettir og hundar knúsaðir og kysstir. Hest- arnir höfðu þó sérstakan sess, alveg frá því hún var pínulítil. Hún sá þá á beit langar leiðir og síðast þegar Gunnar var á Akureyri, einn á ferð, kom hann í hesthúsið því hún hafði beðið hann um að taka mynd af hverjum einasta hesti í húsinu og færa sér þegar hann kæmi heim. Það gerði pabbi samviskusamlega. Fjölskyldan var að fara að flytja heim til Akureyrar eftir langa dvöl í Gautaborg þegar Valgerður lést. Allir hlökkuðu til að njóta meiri samvista við þau en gleðin breyttist í sorg og samúð með þessari litlu samrýndu fjölskyldu. Missir þeirra er mikill og sár. Hugur okkar allra er hjá þeim. Guð gefi þeim styrk. Valgerður býr í hjarta okkar, minningin um hana lifir ætíð, björt og falleg eins og hún sjálf. Ágúst og Auður,Elfa, Vala, Arna, Þorleifur og Birna og fjölskyldur Það var gaman að fylgjast með Valgerði Gunnarsdóttur þau rúmu tíu ár, sem hún lifði. Við, fjölskyldan í Bakkahlíð 8 á Akureyri, höfum átt margar gleðistundir með Valgerði, Oddnýju, Birnu og Gunna. Þótt langt væri á milli okkar hin síðari ár slitnaði aldrei vinaþráðurinn og var vináttan einkum ræktuð á sumrin í fríum. Vorið 1999 fórum við í frí til Norðurlanda og dvöldum hjá Gunna og Birnu í Gautaborg í tæpan hálfan mánuð í góðu yfirlæti. Þá náðu börn- in vel saman og var það ekki síst Valgerði að þakka, sem með glað- værð fann upp á ýmsu. Þá var meðal annars farið í göngu- og hjólaferðir. Við munum öll Valgerði, þegar stansað var, sitjandi á hækjum sér í þeim tilgangi að skoða náttúruna í návígi. Þekkingu hennar á skordýr- um og plöntum var viðbrugðið. Við hrifumst með þegar hún var að rannsaka og útskýra hin smáu und- ur náttúrunnar. Birna og Gunni örv- uðu og studdu þennan áhuga, en Valgerður var einstaklega næm og hennar sjálfstæði áhugi á nátt- úrunni svo einlægur að okkur öllum fannst sjálfsagt og eftirsóknarvert að fylgjast með því sem hún beindi sjónum að. Margt ánægjulegt kemur upp í hugann þegar minnst er Valgerðar, sem var falleg, greind og fjörmikil stúlka. Við sviplegt fráfall hennar vottum við Gunna, Birnu, Oddnýju, og öðrum nákomnum, okkar dýpstu samúð. Sigríður, Ingvar, Þóroddur og Ragnheiður Vilma. Það var haustið 1994 að við kynnt- umst Valgerði og fjölskyldu hennar, foreldrunum, Gunnari og Birnu, og Oddnýju litlu systur. Við vorum nokkrar fjölskyldur sem höfðu flust til Gautaborgar til að stunda nám á sama tíma, allar með börn á svipuðu reki. Við vorum búsett víðsvegar um borgina og störfuðum á ólíkum stöð- um en héldum þó alltaf hópinn og komum hvert öðru í fjölskyldu stað eins og gerist erlendis. Börnin voru smá í byrjun og sum nýfædd en síð- an höfum við fylgst með þessum litla hópi vaxa og þroskast og nýir með- limir hafa bæst við. Þannig hafa af- mælisveislur barnanna breyst úr kaffisamsætum fyrir fullorðna (þar sem reynt var að forðast að börnin helltu alltof miklu niður) í hávaða- söm diskó þar sem glaðværar stúlk- ur og kappsfullir drengir hamast í dansi (og foreldrarnir fá varla að vera með lengur). Þótt sænskum vinum hafi fjölgað með árunum hafa alltaf haldist náin tengsl meðal þess- ara íslensku barna. Valgerður, sem var elst, var sjálfsagður foringi hópsins. Hún lék og ærslaðist eins og öll hin börnin en var jafnframt íhugul og hafði jafnvel yfir sér alvar- legan blæ á stundum. Hún las mikið, hafði áhuga á umhverfi sínu og velti fyrir sér eðli hlutanna.Vera fjöl- skyldunnar hér í Gautaborg var brátt á enda, heimför á næsta leiti, blandin tilhlökkun og kvíða. Ný framtíð beið á Íslandi. Þá hverfur Valgerður svo skyndi- lega og óvænt frá okkur. Áfallið er þungt fyrir okkur öll, ein rödd úr af- mæliskórnum er horfin, barnahóp- urinn orðinn fátækari. Eina hugg- unin eru minningarnar samtvinn- aðar vistinni hér í Gautaborg og uppvexti barnanna. Missir okkar er mikill og söknuðurinn sár. Elsku Birna, Gunnar og Oddný, ef orð gætu sefað sorg ykkar mynd- um við mæla þau. Hugur okkar er hjá ykkur. Börnin í Gautaborg, Snorri Sigurbergsson, Ásdís Sigurbergsdóttir, Dagur Sig- urbergsson, Íris Björk Gunn- arsdóttir, Stefán Rafn Gunn- arsson, Agnes Ösp Gunnarsdóttir, Arnar Bragi Bergsson, Aron Bjarki Bergs- son, Andrea Björg Bergsdóttir og foreldrar þeirra. Andlát ástvinar færir okkur ætíð sorg, stundum örvinglan og reiði en oftast á endanum dýpri skilning á lífinu eins og það er. Fregn um að barn í lífi okkar sé dáið vekur þó hjá manni, auk djúprar sorgar, einhvers konar óraunveruleikatilfinningu. Þrátt fyrir öll rök bíðum við hálft í hvoru lengi eftir að einhver hafi samband og fullvissi okkur um að um misskilning sé að ræða. Að okkar greinda, líflega, uppá- finningasama, góða vinkona Val- gerður sé horfin úr okkar hópi eftir svo stutta ævi er óskiljanlegt og óréttlátt. Minningin sem hún skilur eftir sig er hins vegar eilíflega ljúf. Elsku vinir, Gunnar, Birna og Oddný, megið þið fá styrk til að lifa með þessum sára missi. Styrk frá lífinu sem færir okkur stundum óskiljanlegar sorgir en einnig með tímanum, í smáu og stóru, huggun. Ólafur Helgi, Elín, Birgitta og Þorbjörg.                            !       "#  $      % & % &     ' &   (  )     !  "#   *  +,,+-+. $*     !            *.,/01023/ ) 4!5  6       -! "          .       &! " ! !& !  *!#$%%! 7 %!78%0   0 !9!*!   : 0$ #$%%! 7$ 8*!#$%%! * 0$    8& /                 1.-3 ;4" / 7!! %! !9!!4 ;!%  ; ;!!      0           &! " !&!& ! *        " 1234   -5 66  7          ! -7 #$%%!  $9<  2  ;%=9 : <  7$  ! #$%%! 2!%  <  %   >$<   7$/ 8#$%%!   8& /     0 &    &   0   &     !" #$ #   %&' ! $() *  '$       -     '       %  + +, ,   -.,  / 0 1,  2 +, ,   3          -  -.+-  -  -. /                  7*.-,-.3 ;6 #! !?% $! ;4  6  %%! !9!! 4 ;!% ; ;!!           $  &! " !-! !  8#3&7$ #$%%! !/ #  !/&7$   :% : #$%%!  *&7$    * #$%%!  +&7$    >$&7$    %   ##$%%!  #$&7$   !  @49 #$%%! @%  9  #$%%!  &7$ #$%%!   7 !  !  6 7$ #$%%! 1$;A% 4;#4   2!%! 7$ #$%%! 0$&0$       8     8& 1   %     % &   #  0   * 0        0  *    2  0  &  0    0   /2445 3 6 2$ + 4* 7   '  )3   %          , '2   4   (  0  ' 2   5 * '* 6  / %   2   7  5   0 1  80   3  3   3. 3    3 + .+3   ,  3 3   ,  '$,  3  3     +,!  ,   $3   ,   + 8,  / 7*3   ,  3.    "3   ,  , ' +3   ,  , +3   ,  +-  -.
Qupperneq 1
Qupperneq 2
Qupperneq 3
Qupperneq 4
Qupperneq 5
Qupperneq 6
Qupperneq 7
Qupperneq 8
Qupperneq 9
Qupperneq 10
Qupperneq 11
Qupperneq 12
Qupperneq 13
Qupperneq 14
Qupperneq 15
Qupperneq 16
Qupperneq 17
Qupperneq 18
Qupperneq 19
Qupperneq 20
Qupperneq 21
Qupperneq 22
Qupperneq 23
Qupperneq 24
Qupperneq 25
Qupperneq 26
Qupperneq 27
Qupperneq 28
Qupperneq 29
Qupperneq 30
Qupperneq 31
Qupperneq 32
Qupperneq 33
Qupperneq 34
Qupperneq 35
Qupperneq 36
Qupperneq 37
Qupperneq 38
Qupperneq 39
Qupperneq 40
Qupperneq 41
Qupperneq 42
Qupperneq 43
Qupperneq 44
Qupperneq 45
Qupperneq 46
Qupperneq 47
Qupperneq 48
Qupperneq 49
Qupperneq 50
Qupperneq 51
Qupperneq 52
Qupperneq 53
Qupperneq 54
Qupperneq 55
Qupperneq 56
Qupperneq 57
Qupperneq 58
Qupperneq 59
Qupperneq 60
Qupperneq 61
Qupperneq 62
Qupperneq 63
Qupperneq 64

x

Morgunblaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.