Morgunblaðið - 12.12.2001, Síða 46
MINNINGAR
46 MIÐVIKUDAGUR 12. DESEMBER 2001 MORGUNBLAÐIÐ
# +-+)*++,
8
3#
(
5! " !&!& !
+ %!6
(!
% + %
:%$+ % #$%%!
! *9 #$%%! A%
!1
!# #$%%!
;8
#&
9
) ) +
+
(
"
-.,* <-. !7$ !0$#$%%!
0$ 6 7$#-#$#$%%!
( A% #$%%! ! @A%
! #$%%! * ;* ; &
" 0 &
& 0
,
9
:8 3//
;& +. <
* '$
3
9
50 0
8 &
'
&
0
8,!
+ .7=& ,
;
-.+
+ ,
3 +
+ ,
, #
+
$, ,
- -.+- - -.
9
)
( )
+
+
(
(
(
1+--73/0)*++- 4%!
!9!!
4%%!8%BC
6
&
)
( 4" !
7$#9 #$%%!
/8&9 7$,$;#$%%!
9 #$%%! 86 9
;%!*&9 !& #$%%!
!9 #$%%! 1 !
, 9 #$%%! 9#
7 89 ;! :&!!#$%%!
8 8&
MIKIL áhersla er lögð á, að
handrit séu vel frá gengin, vél-
rituð eða tölvusett. Sé handrit
tölvusett er æskilegt, að disk-
lingur fylgi útprentuninni. Það
eykur öryggi í textameðferð og
kemur í veg fyrir tvíverknað. Þá
er enn fremur unnt að senda
greinarnar í símbréfi (569 1115)
og í tölvupósti (minn-
ing@mbl.is). Nauðsynlegt er, að
símanúmer höfundar/sendanda
fylgi.
Um hvern látinn einstakling
birtist formáli, ein uppistöðu-
grein af hæfilegri lengd, en aðr-
ar greinar um sama einstakling
takmarkast við eina örk, A-4,
miðað við meðallínubil og hæfi-
lega línulengd, - eða 2.200 slög
(um 25 dálksentimetra í blaðinu).
Tilvitnanir í sálma eða ljóð tak-
markast við eitt til þrjú erindi.
Greinarhöfundar eru beðnir að
hafa skírnarnöfn sín en ekki
stuttnefni undir greinunum.
Frágangur afmælis-
og minningargreina
Það var Garðari
Karlssyni líkt að
kvarta ekki yfir líðan
sinni í síðasta skiptið
sem við töluðumst við í
síma, heldur því hvað
hann þyrfti mikið að
sofa: „Mér finnst það svo illa farið
með tímann,“ sagði hann. Því næst
sagði hann frá því sem hann hafði
einsett sér að koma í verk á þeim
skamma tíma sem hann vissi að
hann átti ólifaðan. Eins og vænta
mátti tengdist það einkum tvennu:
fjölskyldunni sem hann unni og
ræktaði alla tíð og tónlistinni, sem
var svo ríkur þáttur í lífi hans. Við
ræddum þetta um stund og bolla-
lögðum, eins og við höfðum svo oft
gert. Garðar sagði frá lögunum sem
hann var búinn að velja á plötuna
sem hann ætlaði gefa út, ræddi um
útsetningar og flytjendur. Litla
stund var næstum eins og ekkert
hefði í skorist. Svo kvöddumst við
með heiti um að hittast á fyrirhug-
aðri kvöldvöku í Freyvangi 1. des-
ember og að við myndum heim-
sækja hann fljótlega. Hvorugt varð.
Tíminn varð skemmri en okkur
grunaði og á fimmta degi var hann
allur.
Samfylgd okkar við Garðar
Karlsson og fjölskyldu hans hófst
fyrir tuttugu og þremur árum,
haustið 1978 þegar við hófum
kennslu við Hrafnagilsskóla. Garðar
hafði hafið þar störf tveimur árum
fyrr sem húsvörður og smíðakenn-
ari, en lét þetta haust af húsvörsl-
unni og gerðist í staðinn tónmennta-
kennari við skólann, auk smíða-
kennslunnar. Það var nánast
sjálfgefið að mikill samgangur yrði
milli heimila okkar. Við vorum
næstu nágrannar, kenndum saman,
börnin okkar léku sér saman;
Guðný og Garðar áttu áhugann á
kennslu list- og verkgreina sameig-
inlegan og létu sig dreyma stóra
drauma um bætta aðstöðu þessara
greina í skólanum. En jafnframt
bundumst fjölskyldurnar vináttu-
böndum sem aldrei slitnuðu þótt
leiðir skildu.
Vitur maður hefur sagt að það sé
einkum fernt sem skipti máli í þessu
lífi: Að lifa lífinu, læra, elska og lifa í
verkum sínum. Allt þetta gerði
Garðar Karlsson í ríkum mæli.
Hann var glaðvær maður, þótt
stundum blési á móti, aldrei hlut-
laus eða hálfvolgur, alltaf fullur af
óbilandi hugarorku og hugmynda-
flugi, alltaf af læra og feta nýjar
brautir í starfi sínu, og naut þess að
einhenda sér í það sem hann tók sér
fyrir hendur. Engum sem kynntist
honum duldist ástin sem hann bar
til fjölskyldu sinnar og umhyggjan
fyrir velferð hennar og enginn sem
hlustaði á Garðar ræða um starf sitt
fór í grafgötur með hversu vænt
honum þótti um starf sitt og nem-
endur sína. Og síðast en ekki síst
mun hann lifa í verkum sínum, ekki
síst tónsmíðunum sem hann lætur
eftir sig.
Að leiðarlokum verða sorg og
söknuður öðrum tilfinningum
áleitnari. En um leið erum við þakk-
lát fyrir að hafa átt samleið með
góðum dreng – skapandi eldhuga
sem auðgaði líf samferðamannanna
og ekki síst okkar sem vorum svo
heppin að verða vinir hans.
Við vottum Steingerði og fjöl-
skyldu Garðars dýpstu samúð og
biðjum þeim blessunar og styrks á
þessum erfiða tíma.
Rúnar Sigþórsson,
Guðný Marinósdóttir.
Fyrir hönd Karlakórs Eyjafjarð-
ar langar mig að minnast Garðars
GARÐAR
KARLSSON
✝ Garðar Karlssontónlistarkennari
fæddist á Akureyri
10. júlí 1947. Hann
lést á heimili sínu 2.
desember síðastlið-
inn og fór útför hans
fram frá Akureyrar-
kirkju 10. desember.
Karlssonar, sem látinn
er eftir stutta en harða
baráttu við óvæginn
sjúkdóm.
Garðar var einn af
frumherjum í stuttri
sögu kórsins. Hann
raddæfði og sagði
mönnum til í söng, auk
þess sem hann söng
með okkur. Þá samdi
Garðar lög og ljóð sem
kórinn flutti. Garðar
var nokkuð gagnrýn-
inn á söng okkar og var
ófeiminn að láta í ljós
óánægju ef ekki tókst
vel til að hans mati. Eins var hann
fljótur að hrósa ef vel tókst til. Þá er
ógetið þess er hann, ásamt öðrum,
stóð fyrir því að kórinn fór að æfa
eftir tölvu. Vann hann mikið starf í
því að setja inn lög og ganga þannig
frá að við gætum lært raddirnar.
Auk þessa var Garðar driffjöður í
flestu sem viðkom tónlistarlífi í
Eyjafjarðarsveit, en ég læt öðrum
eftir að minnast þess þar sem mig
skortir þekkingu á því starfi hans.
Ég vil að endingu fyrir hönd
karlakórsins votta aðstandendum
Garðars samúð okkar og þökk fyrir
að hafa notið liðveislu hans.
Páll E. Jóhannsson.
Horfinn er af sjónarsviðinu en
ekki úr minningu okkar frum-
kvöðullinn, vinurinn og gleðimaður-
inn Garðar Karlsson kennarinn
okkar. Hann var fæddur kennari og
var alltaf að kenna hvort heldur það
hafi verið börnin í leikskólanum eða
okkur sem störfuðum við skólann.
Garðar þroskaði hæfileika sína með
hverju árinu sem leið bæði með ut-
anaðkomandi þekkingarleit eða
innsæi inn í persónurnar umhverfis
sig. Með þessa hæfileika var allt
hans starf með börnum leikur einn
og var hann vinur hvers einstak-
lings hver sem hann var.
Eftir að ljóst var eftir sumarfrí að
Garðar kæmi ekki í skólann okkar
fyrst um sinn var söknuðurinn mik-
ill en það var leyst með því að haldið
var með alla hersinguna til heimilis
Garðars að Laugalandi. Þótt sýni-
legt væri að þrek hans væri ekki
mikið tók hann upp gítarinn og tók
nokkur lög með litlu vinum sínum.
Er þetta ógleymanleg stund sem við
viljum þakka fyrir hér við þennan
tímabundna aðskilnað.
Þótt söknuðurinn sé mikill er það
minningin sem lifir. Lögin og ljóðin
sem Garðar samdi aðstoða okkur
núna og öll börnin kunna og syngja
við hvert tækifæri.
Með þessum fáu orðum viljum við
ljúka þessu með beinum tilvitnun-
um, eins konar gullmolum frá
hjartarótum elstu nemenda leik-
skólans: „Það var ekki gaman þegar
Garðar dó. Það er eins og að missa
vin sinn.“ „Það var gaman í tónlist-
artímum hjá honum.“ „Hann var dá-
lítið stríðinn.“ „Það var gaman að
vera með honum í tónlistinni.“
Steingerður og börn, við vottum
ykkur innilegustu samúðarkveðjur.
Megi Guð vera með ykkur í sorg-
inni, sorg sem hverfur aldrei en
hægt er að lifa við með hjálp minn-
ingarinnar um góðan dreng sem
naut lífsins og heldur áfram á öðrum
vettvangi.
Börn og starfsfólk á
leikskólanum Krummakoti.
„Sannleikurinn er ekki í bókum
og ekki einu sinni í góðum bókum,
heldur í mönnum, sem hafa gott
hjartalag.“ (Halldór Laxness.)
Þetta finnst mér segja svo mikið
um manninn sem við erum nú að
kveðja. Við systkinin öll kynntumst
honum mjög vel, Jóhannes og
Bogga þegar þau höfðu hann sem
skólastjóra, kennara og tónmennta-
kennara, þegar hann var skólastjóri
á Laugalandi. Síðan þegar ég byrj-
aði hjá honum á Laugalandi áður en
skólarnir voru sameinaðir á Hrafna-
gili. Margs er að minnast, maðurinn
fór aldrei í vont skap, hann gat alltaf
náð aga og friði í bekkina með góðu
og lærðum við mikið á því. Aldrei
var túnið fyrir ofan skólann svo
óslétt að ekki væri hægt að fara í
fótbolta og var Garðar þá alltaf með
eða sleðaferðirnar og alls konar
uppákomur þar sem hann var hrók-
ur alls fagnaðar. Ég hef verið að
skoða myndir frá skólaferðalögum
sem voru skemmtiferðir í orðsins
fyllstu merkingu. Ekki má gleyma
skólaslitum og árshátíðum sem voru
hápunktur skólastarfsins og allir
tóku þátt í. Síðan fluttum við yfir í
Hrafnagil. Þar var hann umsjónar-
kennarinn minn í 10. bekk. Þar kom
upp mjög persónulegt og erfitt
tímabil hjá mér og áttum við góð
samtöl og þá kynntist ég hjartanu
eða kjarna mannsins Garðars og
þótt það sé seint vil ég þakka þér
fyrir þetta allt saman. Þetta eru
minningar sem ég gleymi aldrei og
þetta á örugglega oft eftir að hjálpa
mér á lífsgöngunni. Eins var með
yngstu systurina Marsibil. Hún
kynntist honum mikið í tónmennt og
kórstarfi og alltaf var jafngaman.
Garðar, takk fyrir allt, sérstak-
lega fyrir að vera alltaf þú sjálfur,
heill í öllu sem þú tókst þér fyrir
hendur. Við sjáumst aftur á öðru til-
verustigi.
Elsku Steingerður og börn.
Drottinn leggur líkn með þraut.
Innilegar samúðarkveðjur til ykkar
allra.
Eva Hrönn og systkinin
Sámsstöðum.
Elsku amma. Okk-
ur langar til að kveðja
þig með ljóðinu sem
þú og systkini þín
kvödduð ömmu þína
og nöfnu með og Stef-
án frá Hvítadal orti í ykkar stað:
Þig engill drottins burtu ber
við bjarma af nýrri árdagsrönd,
ó, friður drottins fylgi þér
um fjarlæg höf á dýrðarströnd.
Úr minjasjóði er mörgu týnt
en minning þeirra daga skín,
er kveld og morgna að knjám á þér
við komum sonarbörnin þín.
SIGRÍÐUR
SIGURÐARDÓTTIR
✝ Sigríður Sigurð-ardóttir fæddist
26. nóvember 1903.
Hún lést á sjúkrahúsi
Hólmavíkur 15. nóv-
ember síðastliðinn
og fór útför hennar
fram frá Kollafjarð-
arneskirkju 24. nóv-
ember.
Ó, hjartans amma, þökk
sé þér,
við þökkum sérhvern
endurfund,
þín heilræði og hjálparráð
oss hollust verða alla
stund.
Við minnumst þín og
söknum sárt
þig sveipar dauðans
fölva lín,
við munum hlýju er bros
þitt bar
ó, blessuð veri minning
þín.
Frá minning þinni birtu ber
og bjarma slær á kveldsins djúp,
þig signi drottins sælu gnótt
og sveipi björtum dýrðarhjúp.
Hvíl í friði.
Sunna, Kristín, Sigríður,
Halldór, María Jóna og
Elín Þuríður.