Morgunblaðið - 12.12.2001, Side 47

Morgunblaðið - 12.12.2001, Side 47
MINNINGAR MORGUNBLAÐIÐ MIÐVIKUDAGUR 12. DESEMBER 2001 47 Nú er hann gamli okkar farinn, saddur lífdaga sinna, þessi knái karl sem allt lék í höndunum á. Það lýsir Sigurþóri nokkuð vel að hann skyldi kveðja þennan heim á 95. afmælisdegi eiginkonu sinnar heitinnar. Það er eins og hann sé að segja okkur að nú sé hann í góðum höndum og þar sem hann kaus helst að vera. Við þekktum Beggu og vit- um að hún hefur tekið vel á móti honum. Svona var hann, ljúf- mennskan uppmáluð, vildi öllum vel og mátti ekkert aumt sjá. Við kynntumst gamla okkar og Beggu gömlu er við vorum á barns- aldri og voru þau hjónin þá í kring- um sextugt sem í huga barns er bara mjög gamalt og höfum við því alltaf kallað hann Sigurþór gamla. Kynni okkar af honum og Beggu gömlu lágu í gegnum vinskap okkar við Erlu dótturdóttur þeirra sem þau ólu upp og hefur sá vinskapur haldist síðan. Segja má að við höfum verið hálfgerðir heimagangar í litla húsinu á C-götu 8 allt þar til að gamli fór á elliheimilið á Hellu fyrir um þremur árum. Það lýsir þessum góða vinskap okkar mjög vel að öll börnin okkar stelpnanna kölluðu hann aldrei annað en afa, enda karl- inn með eindæmum barngóður og alltaf hafði hann eitthvað gott að stinga upp í þau. Eins var það þegar við vorum stelpur. Þá var okkur allt- SIGURÞÓR SKÆRINGSSON ✝ Sigurþór Skær-ingsson fæddist í Hrútafellskoti í Austur-Eyjafjöllum 6. júlí 1909. Hann andaðist á Dvalar- heimilinu Lundi á Hellu 1. desember síðastliðinn og fór útför hans fram frá Þorlákskirkju í Þor- lákshöfn 8. desem- ber. af boðið upp á pönnu- kökur og kaffi með sykri og alltaf gaf hann sér tíma til að spjalla við okkur heimaln- ingana. Við minnumst gamla okkar í bláa vinnu- sloppnum með six- pensara á höfðinu og Beggu í Hagkaups- slopp og í tátiljum. Hún sitjandi við eld- húsborðið að leggja kapal. Hann að brasa í bílskúrnum í frítíma sínum. Það sem okkur fannst einkennilegt við þetta snyrti- lega heimili þeirra hjóna var að þrátt fyrir þvottavélina höfðu þau tauvindu úti á bletti hjá sér. Oftar en ekki fór sú gamla út með balann og þvottabretti og þvoði þvott og fengum við oft að taka þátt í því. Þótt við hefðum þá takmarkaðan áhuga á þessu þvottastandi eru þetta ljúfar minningar í dag eins og svo margt annað er þeim viðkom. Sigurþór var mikill stangveiði- maður og aflakló og lét hann ald- urinn ekkert aftra því að fara dag eftir dag allt veiðitímabilið í hana Ölfusá, oft með Bödda gamla, Palla litla og Svenna Sum. og eflaust fleira góðu fólki. Síðustu árin höfð- um við dálitlar áhyggjur af gamla manninum er hann lagði af stað á Lödunni sinni sökum þess að heyrn hans og sjón voru farin að daprast, en alltaf kláraði karlinn sig af þessu. Þessi rólyndi maður sem við sáum sjaldan eða aldrei skipta skapi var mikill spaugari og glettinn mjög og hafði góða frásagnarhæfileika. Þær eru margar fróðleiks- og skemmti- sögurnar sem hann hefur sagt okk- ur í gegnum tíðina, t.a.m. af honum Stebba Þórðar. Hvernig þeir áttu það til hér á árum áður að hagræða sannleikanum örlítið og hermdu svo sögurnar hvor upp á annan. Eitt er okkur stelpunum ofarlega í minni en það var fyrir nokkrum ár- um að gamli fór í augnaðgerð við gláku. Skömmu eftir aðgerðina sát- um við allar í eldhúsinu hjá honum og spjölluðum. Þá segir sá gamli allt í einu: „Ja, ósköp eruð þið orðnar gamlar.“ Við urðum nú hálfklumsa. En sá gamli hélt áfram: „Ég hef bara ekki séð ykkur í mörg ár, nú sé ég ykkur í réttu ljósi.“ Síðan kór- ónaði hann allt með því að bæta við athugasemdum um breitt ummál okkar og var mikið að gantast og hlegið að þessum glettnu ummælum hans um okkur. Á áttugasta afmælisdegi Sigur- þórs færðum við honum koníaks- flösku og blóm að gjöf. Hann bauð okkur umsvifalaust koníaksstaup. „Þið viljið kannski heldur vodka?“ bætti hann við boðið og þáðum við það. Honum hefur líklega þótt við loksins nógu fullorðnar til að bjóða okkur áfengi. Við áttum skemmti- lega og góða stund með honum gamla okkar þennan dag og ákváðum þá að við skyldum öll skála að tíu árum liðnum. Fyrir tveimur og hálfu ári mættum við í níræð- isafmælið hans en þá var hann bú- settur á elliheimilinu á Hellu og var vegleg afmælisveisla haldin þar. Jafnbeinn í baki og hann var fyrir nokkrum tugum ára vindur hann sér að okkur stelpunum og hvíslar hvort hann eigi ekki að koma með okkur inn í herbergi og gefa okkur í staup- inu eins og um var talað fyrir tíu ár- um. Þar sem okkur þótti ekki til- hlýðilegt að við valkyrjurnar rændum níræðu afmælisbarninu og færum með hann inn í herbergi ákváðum við að geyma þetta til betri tíma, sem því miður hefur ekki orðið af. En eitt er víst, þótt við höfum aldrei séð vín á þér, elsku Sigurþór okkar, munum við skála fyrir þér á aldarafmælisdeginum þínum. Elsku Sigurþór, við þökkum þér fyrir að hafa verið svo lengi hluti af lífi okkar. Guð geymi þig. Okkar innilegustu samúðarkveðj- ur til Erlu og annarra ættingja gamla mannsins. Þóra, Lilja, Sólveig og Vigdís. Far þú í friði, friður Guðs blessi þig, hafðu þökk fyrir allt og allt. Gekkst þú með Guði, Guð þér nú fylgi, hans dýrðar hnoss þú hljóta skalt. (V. Briem.) Það fór undarleg tilfinning um mig er ég heyrði af andláti Georgs frænda. Hafði ég þó haft af honum spurnir viku áður á hráefnakynningu hjá fyrirtæki tengdasonar hans, Guð- jóns. Fannst mér það óhugsandi að Georg væri veikur yfirhöfuð og hvað þá að hann hefði elst. Hann var svo sannarlega unglingur meðal unglinga ef sá gállinn var á honum. Ég kynntist Georg afabróður mín- um fjögurra til fimm ára gamall heima í Hveragerði og fór fljótlega að venja komur mínar í bakaríið, jafnvel í náttfötum og í gúmmískóm, mjög svo snemma morguns að flest allir voru sofandi í rúmi. En ekki í bak- aríinu, þar var líf og fjör og mikið um að vera hjá frændum mínum, þeim Georg og Má. En vel var tekið á móti pjakknum eigi að síður, og það var stoltur drengur sem var keyrður heim í Rússanum með brauðmeti meðferðis eftir að hafa verið að „hjálpa til“, þegar fór að líða að fóta- ferðartíma foreldranna. Og enn fjölg- aði heimsóknunum eftir að piltur stækkaði og að hjálpa til var orðið hálf vandræðalegt fyrir foreldrana, og var hent gaman að seinna. En piltur þrá- aðist við og oft fékk hann salíbunur í GEORG BERNHARÐ MICHELSEN ✝ Georg BernharðMichelsen fædd- ist á Sauðárkróki 20. maí 1916. Hann lést á líknardeild Land- spítala Landakoti laugardaginn 3. nóv- ember síðastliðinn og fór útför hans fram frá Bústaða- kirkju 13. nóvember. Rússanum þegar t.d. var unnið við gerð sum- arhúss í Grímsnesi eða myndavélin var höfð með vegna fréttaöflun- ar. Þegar piltur var u.þ.b. 15 ára var hann inntur eftir því hvort hann myndi eftir gömlu loforði um að hann ætl- aði að læra að verða bakari eins og frændi hans, þegar aldri væri náð. Væri hann búinn að tala við eigendur og forráðamenn í Brauði hf. og gæti ég byrjað strax. Varð það úr að ég hóf störf sem sérlegur aðstoðarmaður Georgs og var það um skeið. Seinna eftir nám annars staðar kom ég eftur til starfa hjá Brauði hf. Störfuðum við aftur saman og komst maður þá að því að frændi var hafsjór af fróðleik og kunnáttu sem hann var óspar á að miðla því maður var víst bara „hálf- lærður“ þar sem ég hafði ekki lært hjá honum. En frændi hann var góð- ur, og ríkur var hann af glaðværð, og sögurnar sem voru svo ótrúlegar frá fyrri tíð gátu ekki annað en verið trú- legar þegar hann sagði frá. Er Georg hætti að starfa hittumst við alloft snemma dags þegar hann leit inn þar sem við feðgar störfuðum á Sendibílastöðinni Þresti eða í stór- mörkuðum, helst fyrri part dags, og er Georg var inntur eftir því hversu snemma hann væri á ferðinni kom oftar en ekki romsa af verkum morg- unsins, af heimsóknum og sundferð- um, „því morgunstund gefur gull í mund“. Enda virtist það vera hans lífsmottó, ásamt rækt við vini og vandamenn. Kæra Jytte og fjölskylda. Ég sendi ykkur innilegustu samúðarkveðjur frá fjölskyldu minni. Minningin um Georg frænda mun lifa. Steinþór Frank, Neskaupstað. ,,Þegar veturinn gengur í garð, missa tré og aðrar plöntur lauf sín tíma- bundið. En þessar plöntur og tré búa yfir lífi sem gerir þeim kleift að bera brum þegar vorar að nýju. Hið sama á við um dauða mannlegrar veru, við búum yfir lífskrafti sem mun leiða okkur í átt að nýju lífi, nýju hlutverki, samstundis og án sársauka.“ (Daisaku Ikeda.) Elsku Indíana, okkur langaði að þakka þér fyrir allt. Við erum svo þakklátar fyrir að hafa fengið að kynnast þér. Við munum svo vel hvað það var gaman að uppgötva að við áttum svona frábæra og hressa frænku. Við kynntumst fyrst þegar þú komst inn í hverfið okkar í Vetr- arbrautinni. Fundirnir urðu svo skemmtilegir með komu þinni. Þér tókst nefnilega að gera allt svo skemmtilegt í kringum þig. Það voru margir fundirnir sem við lágum í hláturskasti og yfirleitt eftir ein- hverja skemmtilega athugasemd frá þér. Það var svo sumarið 1997 að við kynntumst þér fyrir alvöru þegar þú ákvaðst að bjóða okkur með þér til Danmerkur til þess að hjálpa þér með krakkana. Við vorum nú heldur betur til í það. Þó að við værum svona miklu yngri, bara unglings- INDÍANA MARGRÉT JAFETSDÓTTIR ✝ Indíana MargrétJafetsdóttir fæddist 22. nóvem- ber 1962. Hún lést á Landspítala – há- skólasjúkrahúsi við Hringbraut 22. októ- ber síðastliðinn og fór útför hennar fram frá Kópavogs- kirkju 30. október. stelpur, varðst þú fé- lagi okkar og vinur. Það sem okkur er minnisstæðast er hvernig þú vaktir okk- ur alltaf með laginu úr söngleiknum Hárinu „Good morning sun- shine“. Þú kunnir bara fyrstu tvær línurnar svo að þú söngst þær bara aftur og aftur. Og manstu daginn þegar við fórum með krakk- ana í bæinn og við fór- um að skoða gosbrunn- inn á torginu og Elísabet datt ofan í hann? Þú kall- aðir á okkur að bjarga barninu upp úr og Eyrún var svo utan við sig að hún stökk að gosbruninum, en í stað þess að draga Elísabetu upp úr greip hún í bangsann hennar og bjargaði honum á þurrt land. Við hlógum svo mikið að engin okkar hafði orku í að draga aumingja rennandi blautt barnið upp úr og fólk var farið að hópast utan um okkur og gefa okkur illt auga. Henni varð nú ekki meint af volkinu og við hlógum að þessu í mörg ár á eftir, að því hversu klaufskar barnapíur þú hafðir nú val- ið þér. Svo var það kvöldið sem við vöktum langt fram á nótt og sögðum hvert öðru fullt af leyndarmálum um vonir okkar, gleði og sorgir. Ætli við höfum ekki kynnst hvað best þetta kvöld. Eins og venjulega var það samt gleðin og hláturinn sem hafði yfirhöndina og okkur var farið að verkja í magann af hlátri þegar við loks skriðum upp í rúm. Þetta voru góðir tímar. Við eigum eftir að sakna þín svo mikið. Þú kenndir okkur svo ótrúlega margt. Hvað það er að vera vinur í raun og veru, að meta vináttu sem nær út fyrir tíma og rúm og að það er alltaf hægt að sjá fyndnu hlið- arnar á lífinu. Við munum aldrei gleyma hlátrinum þínum. Charlie Chaplin sagði eitt sinn: „Að lifa er stórkostlegt, eins og hlátur. Hlátur, jafnvel á erfiðustu stundum lífsins, eða þegar maður stendur andspænis dauðanum, er eitthvað svo heilbrigð- ur. Hlátur er svalandi. Hann hressir mann við og upprætir sorgina. Hann er það heilbrigðasta sem til er í heiminum.“ Nú heldur þú í átt að nýju hlutverki, nýju lífi. Megi ham- ingjan fylgja þér hvert sem þú ferð. Leiðir okkar munu án efa liggja sam- an á ný, Nam mjóhó renge kjó, þínar vinkonur og frænkur Eyrún Ósk Jónsdóttir og Vala Rut Sjafnardóttir. Fallinn er frá einn besti vinur minn Ingólf- ur Kristjánsson, langt um aldur fram. Mér sortnaði fyrir augum þegar ég fékk þau dap- urlegu tíðindi að morgni 29. nóvem- ber síðastliðins að Ingólfur hefði orð- ið bráðkvaddur daginn áður. Ég kynntist Ingólfi um 1980 eða skömmu eftir að ég tók við rekstri Rsb. Flóa og Skeiða. Fljótlega tókst með okkur góð vinátta sem staðið hefur alla tíð síðan. Hann stofnaði fyrirtækið Spyrnuna og þjónustaði verktaka um land allt með ýmis að- föng. Ingólfur reyndist mér betur en enginn þegar við ákváðum að hasla okkur völl á sviði jarðborana. Fórum við saman í ýmsa leiðangra til að skoða tæki til þess arna, Ingólfur hafði yfirgripsmikla þekkingu á vél- um og öllu sem tengdist þeim, einnig hafði hann sambönd víða um heim sem nú komu vel að notum. Því gát- um við ásamt starfsmönnum okkar púslað saman jarðborum úr aðföng- um sem komu úr ýmsum áttum. Og ekki þurfti maður að hafa númerin á varahlutunum á hreinu sjálfur því Ingólfur hafði það allt á tæru. Það var einfaldlega nóg að hringja og segja: Nú vantar mig þennan hlut í þetta tæki. Oftar en ekki hringdi Ing- ólfur um hæl og sagði: Þetta er komið af stað, við náum þessu trúlega á INGÓLFUR KRISTJÁNSSON ✝ Ingólfur Krist-jánsson fæddist á Hólum í Hjaltadal 13. mars 1940. Hann varð bráðkvaddur á heimili sínu 28. nóv- ember síðastliðinn og fór útför hans fram frá Árbæjar- kirkju 7. desember. morgun. Fljótari mann við að útvega varahluti erlendis frá var ekki hægt að finna. Eftir tuttugu ára samstarf og vináttu eru margar minningar sem koma upp í hugann og eflaust væri hægt að skrifa um þær langa grein. Þær eru líka ófá- ar ferðirnar sem við fórum saman til út- landa og var ein þeirra ferð sem Ingólfur skipulagði með nokkra vel valda verktaka á Hillhed-vélasýninguna í Bretlandi. Flogið var til Glasgow þar sem rúta beið á flugvellinum. Farið var í skoð- unarferð í viskíverksmiðju og í sölu á hermangi. Síðan var haldið niður England og á leiðinni dunaði söngur Karlakórsins Heimis í hátalaranum. Ingólfur hafði hugsað fyrir öllu. Í annarri ferð sem við fórum saman í með fjölskyldur okkar til Írlands var að sjálfsögðu tekin rúta á leigu og auðvitað var það rútan hennar Mary Robinson sem þá var nýbúin að fara um Írland og vinna stóran kosninga- sigur. Já, svona var Ingólfur, hann var mikill vinur vina sinna og hugsaði vel um sína. Eflaust eiga því margir eftir að sakna Ingólfs og það verða mikil viðbrigði að fá ekki lengur hringingu frá honum með orðunum: Hvað seg- irðu vinur? Ég varð að heyra í ein- hverjum með viti. Jæja kæri vinur, svona er víst þetta líf og þetta er víst hlutskipti okkar allra að lokum. Hafðu þökk fyrir allt vinur. Ég votta Hildi, Kristjáni, Sigur- björgu, Arnoddi og öðrum ættingjum mína dýpstu samúð á sorgarstundu. Ólafur Snorrason. EIGI minningargrein að birtast á útfarardegi (eða í sunnudagsblaði ef útför er á mánudegi), er skilafrestur sem hér segir: Í sunnudags- og þriðjudagsblað þarf grein að berast fyrir hádegi á föstudag. Í miðviku- dags-, fimmtudags-, föstudags- og laugardagsblað þarf greinin að ber- ast fyrir hádegi tveimur virkum dögum fyrir birtingardag. Berist grein eftir að skilafrestur er útrunninn eða eftir að útför hefur farið fram, er ekki unnt að lofa ákveðnum birtingardegi. Þar sem pláss er takmarkað getur þurft að fresta birtingu greina, enda þótt þær berist innan hins til- tekna skilafrests. Skilafrestur minningargreina

x

Morgunblaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.