Morgunblaðið - 12.12.2001, Síða 49
MORGUNBLAÐIÐ MIÐVIKUDAGUR 12. DESEMBER 2001 49
Fimmtudagskvöldið 13. desember.
mun sr. Sigfinnur Þorleifsson,
sjúkrahúspr estur, halda fyrirlestur
í Fossvogskirkju undir fyrirsögn-
inni: Jólin og sorgin. Þetta er fjórða
fræðslukvöld Nýrrar dögunar, sam-
taka um sorg og sorgarviðbrögð, á
þessu hausti, í samvinnu við Kirkju-
garða Reykjavíkurprófastsdæma
og prófastsdæmin. Að auki hefur
félagið staðið fyrir óformlegum
samverum í þrjú skipti og sorg-
arhópur er starfandi undir leiðsögn
sr. Jóns Bjarman. Fræðslukvöldið á
fimmtudaginn hefst kl. 20 og stend-
ur til kl. 22. Allir eru velkomnir í
Fossvogskirkju og aðgangur er
ókeypis, en boðið er upp á hress-
ingu, umræðu og stutta kyrrð-
arstund að fyrirlestrinum loknum.
Jólin og sorgin
MIKIL spenna ríkir nú í sjöttu
umferð heimsmeistaramótsins í
skák, undanúrslitum. Tefldar eru
fjórar kappskákir og eftir fyrstu
tvær skákirnar er jafnt í báðum
einvígjunum:
V. Ivanchuk – V. Anand 1-1
Peter Svidler – R. Ponomariov
1-1
Öllum skákunum hefur lokið með
jafntefli. Verði jafnt eftir kapp-
skákirnar verða tefldar skákir með
styttri umhugsunartíma. Að mati
margra er Ivanchuk sá eini sem tal-
ist getur eiga möguleika á að velta
Anand úr sessi. Hann er hins vegar
ekki eins taugasterkur og Anand og
það hefur oft reynst honum dýr-
keypt. Hafi hann náð tökum á þess-
um veikleika getur allt gerst, þann-
ig að gríðarlega spennandi verður
að fylgjast með framhaldi einvígis
þeirra.
Heimsmeistaraeinvígi kvenna fer
nú einnig fram á sama stað og þar
er tveimur skákum lokið. Staðan er
sú, að Alexandra Kosteniuk (Rúss-
landi) og Chen Zhu (Kína) standa
jafnt að vígi eftir fyrstu tvær skák-
irnar. Kosteniuk sigraði í fyrstu
skákinni, en Chen Zhu í annarri.
Í fimmtu umferðinni hjá körlun-
um átti Anand ekki í erfiðleikum
með Shirov, sigraði í fyrri skákinni
og sú síðari endaði með jafntefli.
Annars urðu úrslit þessi í fjórðu
umferð:
Shirov – Anand 1½-½
Gelfand – Svidler 2½-3½
Ponomariov – Bareev 3-1
Lautier – Ivanchuk 2½-3½
Það hafa verið tefldar margar
skemmtilegar skákir á heimsmeist-
aramótinu eins og „glanspartíið“
hér á eftir er dæmi um, en þessi
skák var tefld í þriðju umferð móts-
ins.
Hvítt: Nikolic (Bosníu)
Svart: Anastasjan (Armeníu)
Drottningarindversk vörn
1. d4 Rf6 2. c4 e6 3. Rf3 b6 4. g3
Ba6 5. Da4 c5 6. Bg2 Bb7 7. dxc5 –
(Eftir 7.0–0 cxd4 8.Rxd4 Bxg2
9.Kxg2 einfaldast taflið of mikið, að
mati Nikolic.)
7...bxc5 8.0–0 Be7 9.Rc3 0–0
10.Bf4 d6 11.Hfd1 Db6 12.Hab1 --
(Önnur leið er 12.Hd2 Hd8
13.Had1 Ra6 14.Db5 Re8 15.Rg5
Bxg2 16.Kxg2 Rac7 17.Da4 h6
18.Rf3 Rf6 19.e4 e5 20.Be3 Re6
með nokkuð jöfnu tafli (Antosh-
in-Szabo, Moskvu 1963).
12...Ra6 13.a3 Bc6
(Nýr leikur. Þekkt er 13...Hac8
14.Dc2 Hfd8 15.e4 h6 16.De2 Bc6
17.e5 dxe5 18.Rxe5 Bxg2 19.Kxg2
Rb8 20.h4 Rc6 21.Rxc6 Dxc6+
22.Df3 með jöfnu tafli, sem svartur
reyndar vann (Piket-Gelfand,
Monte Carlo 1999)).
14.Dc2 Hfd8 15.e4 Db7 16.Re1
Hab8 17.De2 e5?!
(Það er varasamt fyrir svart að
veikja þannig d5-reitinn. Frumleg
leið til jafntefli er 17...Re8 18.Rd5
Bf8 19.Rc3 Be7 20.Rd5 Bf8 o.s.frv.)
18.Bg5 h6?!
(Svartur hefði betur haldið í ridd-
arann með 18...Re8 til að verja d5-
reitinn, t.d. 19.Bxe7 Dxe7 20.Rc2
Hb3 21.Re3 Rac7 22.Rf5 Df6
23.Dc2 Hbb8 24.b4 með örlítið
betra tafli fyrir hvít.)
19.Bxf6 Bxf6 20.Rc2 Db3 21.Re3
Rc7 22.Hd3! Bg5 23.Rf5 Dxc4?
24.f4! --
(Svartur hefur líklega einungis
reiknað með 24.Rxd6 De6 25.Hbd1
Re8 26.Rxe8 Hxd3 27.Dxd3 Dxe8
með lítið eitt þægilegri stöðu fyrir
hvít.)
24...exf4
(Eða 24...Bf6 25.fxe5 og svartur
má ekki drepa til baka á e5: 25. --
dxe5 (25...Bxe5 26.Re7+ Kf8
27.Rxc6) 26.Hxd8+ Hxd8 27.Dxc4
og hvítur vinnur.)
25.gxf4 Bf6
(Það er alltaf sama sagan: 25. --
Bxf4 26. Re7+ Kf8 27. Rxc6
o.s.frv.)
26.e5! Bxg2
(Ekki 26. -- dxe5? 27.Hxd8+,
ásamt 28.Dxc4 o.s.frv.)
27.exf6 Re6
28.Rxh6+! Kh7
(Enn er staða svörtu drottning-
arinnar á c4 til vandræða:
28...gxh6? 29.Hg3+ Kh8 30.Dxc4
o.s.frv.)
29.Rf5 g6
(Ekki gengur 29...Rxf4? 30.Dg4
g6 31.Dh4+ Rh5 (31...Kg8 32.Re7+
Kf8 33.Dh8+ mát) 32.Dxc4 og hvít-
ur vinnur.)
30.Dg4 He8
(Svartur er kominn í klípu, sem
engin góð leið er út úr, t.d.
30...Dxd3 31.Dh4+ Kg8 32.Re7+
Kf8 33.Dh8+ mát, eða 30...gxf5
31.Dh4+ Kg8 32.Hg3+ Rg5
33.Hxg5+ Kf8 34.Dh8+ mát, eða
30...Kg8 31.Dh4 Hb7 32.Rd5 Dxd5
33.Hxd5 Bxd5 34.Re7+ Hxe7
35.fxe7 He8 36.Df6 og hvítur vinn-
ur.)
31.Rd5! Kg8
(Um aðra leiki svarts má vísa til
skýringa við næsta leik á undan,
hvítur vinnur í öllum tilvikum á
sama hátt og lýst er þar.)
32.Dh4 Dxd5
(Eða 32...Hb7 33.Rfe7+ Hbxe7
34.Rxe7+ Hxe7 35.fxe7 Rg7
36.Hxd6 Re8 37.He1 Kg7 38.Kxg2
Rxd6 39.e8D Rxe8 40.Hxe8 Dd5+
41.Kg1 Dd4+ 42.Df2 Dd7 43.
He1og hvítur vinnur auðveldlega.)
33.Hxd5 Bxd5 34.Re7+ Hxe7
35.fxe7 Rd4 36.Df6 --
(Svartur hefði getað gefist upp í
þessari stöðu, með góðri samvisku!)
36. -- Rf5 37.He1 He8 38.Kf2 Be6
39.Hxe6! fxe6 40.Dxg6+ Rg7
41.Df6 d5 42.Kf3 d4 43.h4 Kh7
(Eða 43...d3 44.h5 d2 45.Ke2
Rxh5 46.Dxe6+ Kg7 47.Dg4+ Kh6
48.Dg5+ Kh7 49.Dxh5+ og tjaldið
fellur.)
44.Df8 c4 45.h5
(og loksins hafði svartur fengið
nóg og gafst upp. Hann ræður ekk-
ert við sókn hvítu drottningarinnar
og peðanna á kóngsvæng.)
Kasparov hafði betur
í hraðskákinni
Samhliða heimsmeistarakeppn-
inni í skák tefldu þeir Kramnik og
Kasparov einvígi í Moskvu, sem
haldið var til minningar um Mikhail
Botvinnik fyrrverandi heimsmeist-
ara. Um var að ræða þrjú einvígi,
kappskák, atskák og hraðskák.
Fjórar kappskákir voru tefldar og
lauk þeim öllum með jafntefli. At-
skákaeinvíginu lauk einnig með
jafntefli, 3-3, eftir að Kasparov
hafði unnið fyrstu skákina. Kram-
nik náði síðan að jafna stöðuna með
sigri í lokaskákinni. Það var svo
loksins í hraðskákunum sem dró til
tíðinda. Kasparov vann fyrstu skák-
ina og í kjölfarið fylgdu fjögur jafn-
tefli, þannig að Kasparov hafði
vinnings forystu þegar einvígið var
hálfnað. Þá seig hins vegar á
ógæfuhliðina hjá Kramnik sem tap-
aði næstu þremur skákum og þar
með einvíginu. Allar tíu skákirnar
voru engu að síður tefldar og
Kramnik náði að rétta sinn hlut lít-
illega með því að fá 1½ vinning úr
síðustu tveimur skákunum. Kasp-
arov sigraði því 6½-3½.
Spennandi undan-
úrslit á HM í skák
SKÁK
Moskva
HEIMSMEISTARAKEPPNI FIDE
27.11. 2001–26.1. 2002
SKÁK
Daði Örn Jónsson
Bragi Kristjánsson
KIRKJUSTARF
Bústaðakirkja: Starf með öldruðum í dag
kl. 14 hefst með helgistund í kirkjunni. Jóla-
saga og söngur. Boðið upp á súkkulaði og
kökur í safnaðarheimilinu á eftir.
Dómkirkjan: Hádegisbænir kl. 12.10. Létt-
ur málsverður á eftir. Prestarnir taka við fyr-
irbænum í síma 562 2755.
Grensáskirkja: Foreldramorgunn kl. 10–
12. Samverustund aldraðra kl. 14. Biblíu-
lestur, bænastund, kaffiveitingar og sam-
ræður.
Hallgrímskirkja: Opið hús fyrir foreldra
ungra barna kl. 10–12. Starf fyrir 9–10 ára
börn kl. 16. Starf fyrir 11–12 ára börn kl.
17.30.
Háteigskirkja: Morgunbænir kl. 11. Súpa
og brauð kl. 12 í Setrinu á neðri hæð safn-
aðarheimilis. Brids kl. 13 fyrir eldri borgara.
Yngri deild barnakórsins æfir kl. 16.30 und-
ir stjórn Birnu Björnsdóttur. Kórinn er ætl-
aður börnum úr 1.–3. bekk. Eldri deild
barnakórsins æfir kl. 17.30 undir stjórn
Birnu Björnsdóttur. Kórinn er ætlaður börn-
um úr 4.–6. bekk. Kvöldbænir kl. 18.
Laugarneskirkja: Jólafundur kirkjuprakkara
kl. 14.10–15.30. Nú verður gaman að
koma á fjölbreyttan og spennandi fund.
Neskirkja: Foreldramorgunn kl. 10.
Fræðsla: Mataræði ungbarna. Hjúkrunar-
fræðingur af Heilsugæslustöðinni á Sel-
tjarnarnesi sér um efnið. Umsjón Elínborg
Lárusdóttir. 7 ára starf kl. 14. Öll börn í 2.
bekk velkomin. Skráning í síma 511 1560.
Opið hús kl. 16. Spjallað yfir kaffi og með-
læti. Lestur úr ævisögu sr. Jóns Steingríms-
sonar. Umsjón Örn Bárður Jónsson. Bæna-
messa kl. 18. Prestur sr. Örn Bárður
Jónsson.
Seltjarnarneskirkja: Kyrrðarstund kl. 12.
Léttur málsverður í safnaðarheimili eftir
stundina.
Árbæjarkirkja: Kyrrðarstund kl. 12. Orgel-
spil, söngur, fyrirbænir og heilög kvöldmál-
tíð. Súpa og brauð í safnaðarheimilinu á eft-
ir gegn vægu verði. Opið hús fyrir aldraða
frá kl. 13–16. Kirkjuprakkarar kl. 17–18.
Breiðholtskirkja: Kyrrðarstund í dag kl.
12.10. Tónlist, altarisganga, fyrirbænir.
Léttur málsverður í safnaðarheimilinu eftir
stundina. Kirkjuprakkarar. Starf fyrir 7–9
ára börn kl. 16.30. TTT. Starf fyrir 10–12
ára kl. 17.30. Æskulýðsstarf á vegum
KFUM&K og kirkjunnar kl. 20.
Digraneskirkja: Fjölskyldumorgnar kl. 10.
Foreldrum er velkomið að taka þátt í sam-
veru fram undir hádegi með börnum sínum.
Helgistund kl. 11. Unglingadeild Digranes-
kirkju og KFUM&K, 13–16 ára, kl. 20. Jóla-
fundur.
Grafarvogskirkja: Kyrrðarstund í hádegi kl.
12. Altarisganga og fyrirbænir. Boðið er upp
á léttan hádegisverð á vægu verði að lok-
inni stundinni. Allir velkomnir. KFUM fyrir
drengi 9–12 ára, kl. 17.30–18.30. Kirkju-
krakkar í Rimaskóla fyrir börn 7–9 ára kl.
17.30–18.30. Æskulýðsfélag í Engjaskóla
fyrir börn í 8.–9. bekk kl. 20–22.
Hjallakirkja: Fjölskyldurmorgnar kl. 10.
TTT-starf fyrir 10–12 ára kl. 17. Litlir læri-
sveinar í Lindaskóla kl. 17.
Kópavogskirkja: Starf með 8–9 ára börn-
um í dag kl. 16.45–17.45 í safnaðarheim-
ilinu Borgum. Starf með 10–12 ára börn-
um, TTT, á sama stað kl. 17.45–18.45.
Seljakirkja: Kyrrðar- og bænastund í dag kl.
18. Beðið fyrir sjúkum. Allir hjartanlega vel-
komnir. Tekið á móti fyrirbænaefnun í kirkj-
unni í síma 567 0110.
Bessastaðasókn. Dagur kirkjunnar í
Haukshúsum í boði Bessastaðasóknar.
Foreldramorgnar, starf fyrir foreldra ungra
barna kl. 10–12. Heitt á könnunni. Fjöl-
mennum. Opið hús fyrir eldri borgara kl.
13–16 í samstarfi við Félag eldri borgara á
Álftanesi. Notalegar samverustundir með
fræðslu, leik, söng og kaffi. Auður og Er-
lendur sjá um akstur á undan og eftir.
Hafnarfjarðarkirkja. Kyrrðarstund í kirkj-
unni kl. 12, íhugun, altarisganga, fyrirbæn-
ir. Léttur hádegisverður kl. 13 í Ljósbroti
Strandbergs.
Víðistaðakirkja. Foreldramorgnar á fimmtu-
dögum kl. 10–12. Opið hús fyrir eldri borg-
ara í dag kl. 13. Helgistund, spil og kaffi-
veitingar
Lágafellskirkja. Kirkjukrakkafundur í Lága-
fellsskóla á miðvikudögum frá kl. 13.15–
14.30.
Keflavíkurkirkja. Miðvikud. 12. des.: Kirkj-
an opnuð kl. 12. Kyrrðar- og fyrirbænastund
í kirkjunni kl. 12.10. Samverustund í Kirkju-
lundi kl. 12.25 – súpa, salat og brauð á
vægu verði – allir aldurshópar. Umsjón:
Ásta Sigurðardóttir.
Þorlákskirkja. Barna- og foreldramorgnar í
dag kl. 10–12.
Landakirkja í Vestmannaeyjum. Kl. 10 og
13.30 koma leikskólar í kirkjuheimsókn, kl.
18–19 æfing hjá litlum lærisveinum í safn-
aðarheimilinu. Kl. 20 opið hús í KFUM&K-
húsinu fyrir unglinga. Kl. 23.30 jólatón-
leikar Samkórsins.
Kletturinn, kristið samfélag. Bænastund
kl. 20. Allir velkomnir.
Friðrikskapella. Aðventukvöld í kvöld kl.
20.30. Ræðumaður Jónas Þórisson, fram-
kvæmdastjóri hjálparstarfs kirkjunnar.
Karlakórinn Fóstbræður og Valskórinn
syngja. Allir velkomnir.
SÍK, Háaleitisbraut 58. Samkoma kl.
20.30. Hjónin Elísabet Jónsdóttir og Bjarni
Gíslason tala. Ingunn og Sveinn Einar
syngja. Allir velkomnir.
Safnaðarstarf
Morgunblaðið/Ómar
Aðalfundur
Hverfafélag sjálfstæðismanna í Austurbæ/
Norðurmýri verður haldinn í Valhöll, Háaleit-
isbr. 1, í kvöld, miðvikud. 12. des., kl. 18.
Dagskrá:
1. Venjuleg aðalfundarstörf.
2. Önnur mál.
Gestur fundarins Jóna Gróa Sigurðardóttir,
borgarfulltrúi.
Stjórnin.
FÉLAGSSTARF
Aðalfundur
Hverfafélags sjálfstæðismanna í Smáíbúða-,
Bústaða- og Fossvogshverfi verður haldinn í
Valhöll, Háaleitisbraut 1, í kvöld miðvikudaginn
12. desember kl. 20.00.
Dagskrá:
1. Venjuleg aðalfundarstörf.
2. Önnur mál.
Gestur fundarins: Inga Jóna Þórðardóttir, borgarfulltrúi.
Fundarstjóri: Hannes Þ. Sigurðsson.
Stjórnin.
SMÁAUGLÝSINGAR
FÉLAGSLÍF
I.O.O.F. 18 18212128 9.0*.
GLITNIR 6001121219 III
Njörður 6001121219 Jf.
I.O.O.F. 7 18212127½ Jv.
I.O.O.F. 9 18212128½ Jv.Kk.
HELGAFELL 600112129 IV/V
EDDA 6001121220 III Fræðslu-
fundur
Hörgshlíð 12.
Boðun fagnaðarerindisins.
Bænastund í kvöld kl. 20.00.
Háaleitisbraut 58—60
Samkoma í Kristniboðssalnum í
kvöld kl. 20.30. Elísabet Jónsdótt-
ir og Bjarni Gíslason tala. Söngur:
Ingunn og Sveinn Einar.
Allir hjartanlega velkomnir.
Sik.is
R A Ð A U G L Ý S I N G A R
ATVINNUAUGLÝSINGAR
sendist á augl@mbl.is
Myndakvöld í F.Í.-salnum
miðvikud. 12. des. kl. 20.30.
Haukur Jóhannesson sýnir
„Á tröllaslóðum“ - myndir úr
Árneshreppi á Ströndum
ásamt myndum frá öðrum
landshlutum. Smákökur og kaffi.
Aðgangseyrir 500.
Vetrarsólstöður á Esju sun. 16.
des. Enn nokkur pláss laus í ára-
mótaferð í Landmannalaugar. Sjá
www.fi.is, textavarp RÚV s. 619.