Morgunblaðið - 12.12.2001, Side 53

Morgunblaðið - 12.12.2001, Side 53
BRÉF TIL BLAÐSINS MORGUNBLAÐIÐ MIÐVIKUDAGUR 12. DESEMBER 2001 53 búðinGOLF búðinGOLF GOLFBÚÐIN ehf. Strandgötu 28, 220 Hafnarfirði, sími 5651402, fax 5641467, GSM 8986324, e-mail: golfbudin@golfbudin.is Aukahlutir: Takka-lykill 1.250 Járna-statíf á poka 1.800 Bolta-veiðari 2.500 Kylfuhlífar á tré, 3 í pk. 1.500 Tvöfaldar-ólar á poka 1.800 Kerrur frá 3.900 Til æfinga: Rafmagnspútt 1.990 Æfinganet 10.500 Chipp-net 2.950 Ferðapoki á hjólum 4.900 Flagg + hola 2.000 Happdrætti GSÍ Þú kaupir 8 GO- titanium golfbolta + 8 skafmiða. Listaverð er 8 x 500 = 4.000 kr. Jólatilboð: 3.000 + frí heimsending. Vinningar eru 165 talsins og verðmæti þeirra um 2.000.000 kr. OPIÐ TIL JÓLA 12 - 19 alla daga, Þorláksmessu 12 - 23. HÉR ER ALLT Á GAMLA VERÐINU Jólagjafir í úrvali 4.400 kr. 9.900 kr. 7.9 00 kr . 4.900 kr. MIG langaði að koma á framfæri þakklæti til þeirra á Hótel Örk í Hveragerði fyrir frábæra helgi 7.–9. des. sl. Við fórum nokkur hópur sam- settur af starfsmönnum fram- kvæmda- og viðhaldsdeildar Varnar- liðsins ásamt mökum og áttum hreint frábæra helgi þar. Öll aðstaða er til fyrirmyndar á hótelinu fyrir svona hópa og ekki skemmdi fyrir að greiðlega var brugðist við öllum ósk- um okkar. Við höfðum fengið tilboð í helgar- pakka þar sem okkur var sagt að við fengjum léttan morgunverð á föstu- dagskvöldinu þannig að við áttum von á einhverju snarli, en fengum þessa fínu súpu eins og hver vildi og var henni síðan fylgt eftir með ágæt- um lasagna-rétti þannig að við vor- um mjög vel haldin eftir matinn. Að morgni var síðan vel úti látið morgunverðarhlaðborð þar sem hver og einn fann eitthvað við sitt hæfi, en þrálátar raddir höfðu haldið því fram að morgunverðurinn yrði mjög fábrotinn, allavega höfðu ein- hverjir í hópnum lesið það í Mogg- anum að fólk hefði orðið fyrir von- brigðum með morgunmatinn á Örkinni, jafnvel þeir sem létu færa sér á herbergið voru ánægðir með sitt þar sem það sem kom var vel úti látið þó það væri eðlilega fábrotnara en við hin fengum sem fórum á fæt- ur. Toppurinn á helginni var síðan jólahlaðborð sem var á laugardags- kvöldinu, þar var boðið upp á það glæsilegasta, fjölbreytilegasta og besta hlaðborð sem ég hef snætt af og staðfestu allir sem ég talaði við í hópnum okkar þessa skoðun mína á hlaðborðinu. Ævintýrinu lauk síðan með ágæt- um dansleik fram eftir nóttu og var það ánægður hópur sem hélt heim á leið eftir hreint frábæra helgi á Örk- inni á sunnudeginum og viljum við koma þakklæti á framfæri við alla sem komu að þessu á Hótel Örk og reikna ég með að við skoðum þennan kost og þá vonandi með enn stærri hóp að ári. VALÞÓR S. JÓNSSON, Borgarvegi 9, Njarðvík. Þakkir fyrir frábæra helgi á Hótel Örk Frá Valþóri S. Jónssyni: MIG LANGAR til þess að segja frá því að núna nýlega las ég tvær nýútkomnar bækur eftir hana Birgittu okkar. Já, ég sagði tvær. Önnur heitir „Ljósið að handan“ og er samtalsbók við Valgarð Ein- arsson, einn fremsta miðil okkar hér á Íslandi. Hin heitir „Játning“ og er nítjánda skáldsaga höfundar, aftan á bókarkápu segir: „Birgitta Halldórsdóttir fléttar söguþráðinn af list og kunnáttu og stigmagnaðri spennu að mögnuðu lokauppgjöri sem koma mun flestum á óvart. Hún sannar það hér sem fyrr að hún er í fremstu röð íslenskra spennusagnahöfunda.“ Þessi orð lýsa mjög vel sögunum hennar, og við vitum það öll sem höfum lesið bækurnar hennar frá ári til árs að við bíðum alltaf spennt eftir þeirri næstu! Í ár eru þær tvær, bæk- urnar frá henni, mjög ólíkar reyndar, en svo sannarlega bækur sem hverju heimili væri sómi að, að eignast. Bókina um Valgarð Einarsson las ég af mikilli forvitni og gleði, í henni eru svo mörg gull- korn að jafnvel væri hægt að nota hana til að fletta upp í henni annað slagið, bara til þess að lesa eitt- hvað fallegt. Ég er viss um að margir þekkja sig og sína hagi og reynslu í frásögnum Valgarðs sem er bæði einlægur og opinskár, og reynir alls ekki á nokkurn hátt að upphefja sjálfan sig. Útkoman finnst mér verða svona „öðruvísi“ ævisaga, sem skilur eftir hlý spor í sálinni og löngun til að hefja lestur bókarinnar að nýju, þegar henni er lokið. Um „Játningu“ þarf ég auðvitað ekkert að segja. Við þekkjum öll magnaðar spennu- og ástarsögur Birgittu, þær koma okkur alltaf jafn mikið á óvart, og án bókar frá henni væri ekkert gaman á aðvent- unni! Við Íslendingar erum svo mikil bókaþjóð og erum svo frek á rithöfundana okkar, gerum til þeirra óheyrilegar kröfur um að skrifa meira og meira handa okk- ur. Birgitta H. Halldórsdóttir er einn af þessum höfundum sem gera bókaflóruna okkar litríkari, gleðilegri og skemmtilegri, og ég vil óska henni, Valgarði Einarssyni og bókaútgáfunni Skjaldborg inni- lega til hamingju með tuttugustu og tuttugustu og fyrstu bók skáld- konunnar okkar. Með þessum fáu línum vil ég þakka fyrir mig, þakka fyrir ánægjulegar stundir með „Birg- ittubókunum“. Líði ykkur öllum vel á aðvent- unni – njótið góðra bóka, friðar og gleði í hjörtum. JÓHANNA HELGA HALLDÓRSDÓTTIR, Brandsstöðum 1, Blönduósi. Bækur Birgittu H. Halldórsdóttur Frá Jóhönnu Helgu Halldórsdóttur: Í MORGUNBLAÐINU 1. júlí 2001 er frétt um vegalagningu milli Arnkötludals við Steingrímsfjörð og Gautsdals í Geiradal. Þar segir: „lagning vegar milli Hólmavíkur og Gilsfjarðar um Arnkötludal og Gautsdal, er með arðsamari fram- kvæmdum, sem hægt er að ráðast í á Vestfjörðum. Þetta kemur fram í nýrri skýrslu, sem „Vegur“, félag áhugamanna um bættar vegasam- göngur, fékk verkfræðistofuna Línuhönnun til þess að vinna, með 500 þúsund kr. styrk frá Vega- gerðinni. Markmiðið með þessari vegalagningu er aðallega að stytta leiðina milli Reykjavíkur og Ísa- fjarðar um 40 km.“ Helgi Hall- grímsson vegamálastjóri segir í viðtali í Morgunblaðinu 7. júní sl. um þessa vegagerð: „enn á eftir að skoða fleiri möguleika og hefur engin ákvörðun verið tekin um hvaða leið verður farin við vega- gerðina.“ En er ekki rétt að skoða fleiri möguleika til þess að stytta leiðina á milli Reykjavíkur og Ísafjarðar, t.d. á þjóðvegi 60? Það hlýtur að styttast í það að tekin verði ákvörðun um það hvaða leið verður farin milli Kollafjarðar og Bjarkarlundar. Fjórðungsþing Vestfjarða, sem haldið var í Súða- vík í september 2000, „vill að hið fyrsta verði tekin ákvörðun um vegalagningu frá Skálanesi í Króksfjarðarnes“. Hreppsnefnd Reykhólahrepps og samgöngunefnd Barðastrandar- sýslu funduðu um málið 26. ágúst 2000. Þar var því beint til Vega- gerðarinnar að skoða hvaða leið væri hagkvæmust. Rætt hefur ver- ið um nokkra kosti. Veg frá Skálanesi yfir að Stað á Reykjanesi. Þverun Þorskafjarðar, Djúpa- fjarðar og Gufufjarðar, eða núver- andi leið um hálsa. Ef núverandi leið vestur verður valin er hægt að stytta leiðina milli Reykjavíkur og Ísafjarðar um allt að 50 km. Vegalengdin í dag milli Reykja- víkur og Ísafjarðar um Steingríms- fjarðarheiði er 496 km, en um Bröttubrekku og þjóðveg 60 457 km. Með 50 km styttingu á þjóð- vegi 60 er vegalengdin orðin rúmir 400 km, um 90 km styttri en að fara um Steingrímsfjarðarheiði. Ég vil benda á eftirfarandi, sem styttir leiðina um allt að 50 km: 1. Með því að fara með veg yfir Þorskafjörð þar sem vesturlína Landsvirkjunar liggur yfir fjörð- inn, þar er fjörðurinn um 1 km breiður og að mestu þurr um fjöru. Þarna var gerður vegur út í miðjan fjörð, þegar vesturlína var lögð, að raflínumastri, sem er í miðjum firði. Ef til vill mætti nota hann sem hluta af vegi yfir fjörðinn. Vegalagning á landi yrði um 1 km. Vegur fyrir fjörðinn er 11 km. Þarna styttist leiðin um 9 km og losnað við snjóþungan vegarkafla á Múlahlíð. 2. Úr Gufudal mætti gera jarð- göng yfir í Kollafjörð. Jarðgöng sem væru um eða innan við 2 km. Vegalagning á landi líklega um 500 m. Þarna mætti komast hjá erfiðri vegagerð fyrir Skálanes og yfir Gufufjörð milli Hofstaða og Brekku. Með jarðgöngum styttist leiðin um 12 km miðað við að fara út fyrir Skálanes. En sú leið er 14,5 km. 3. Í þingsályktun um jarðganga- áætlun fyrir árin 2000–2004 sem samþykkt var á Alþingi 13. maí 2000 segir: „sérstaklega verði rannsökuð göng milli Arnarfjarðar og Dýrafjarðar“, með þessum göngum styttist leiðin um 26–27 km miðað við að fara Hrafnseyrar- heiði. 4. Þegar vegur verður bættur í Kjálkafirði og Mjóafirði verður hann eflaust færður úr fjarðar- botnunum og farið yfir leirur utar í fjörðunum, til þess að forðast snjó- þyngsl. Þar yrði einhver stytting. Við vegagerð er nú mikið lagt upp úr því að stytta vegalengdir, bæði með þverun fjarða og jarð- göngum og taldar mjög arðsamar framkvæmdir. Til dæmis má benda á vegagerð yfir Kolgrafarfjörð á Snæfellsnesi 7,5 km langan veg, sem styttir leiðina milli Grundarfjarðar og Stykkishólms um 6,2 km. Þá eru ráðgerð jarðgöng milli Fáskrúðsfjarðar og Reyðarfjarðar. Göngin verða um 6 km, vegalagn- ing um 8 km og styttist leiðin um 31 km. Það er von mín að þingmenn Vestfjarða, samgönguráðherra, Vegagerðin og heimamenn finni þá leið sem er hagkvæmust. FINNUR BERGSVEINSSON, frá Gufudal, Laugarnesvegi 90, Reykjavík. Frá Finni Bergsveinssyni: Þjóðvegur 60       .!&!( / !          ', 0 !/!   1 !2 *343           5 -0&, * (  G (<    stretch- gallabuxur Kringlunni, sími 588 1680 v/Nesveg, Seltjarnarnesi, sími 561 1680. iðunn tískuverslun 3 skálmalengdir

x

Morgunblaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.