Morgunblaðið - 12.12.2001, Qupperneq 54
DAGBÓK
54 MIÐVIKUDAGUR 12. DESEMBER 2001 MORGUNBLAÐIÐ
MORGUNBLAÐIÐ, Kringlunni 1, 103 Reykjavík. SÍMAR: Skiptiborð: 569 1100. Auglýsingar:
569 1111. Áskriftir: 569 1122. SÍMBRÉF: Ritstjórn: 569 1329, fréttir 569 1181, íþróttir 569 1156,
sérblöð 569 1222, auglýsingar 569 1110, skrifstofa 568 1811, gjaldkeri 569 1115. NETFANG: RIT-
STJ@MBL.IS, / Áskriftargjald 2.100 kr. á mánuði innanlands. Í lausasölu 190 kr. eintakið.
Skipin
Reykjavíkurhöfn: Arn-
arfell, Laugarnes, Sel-
foss og Esther koma í
dag. Goðafoss og Hauk-
ur fara í dag.
Hafnarfjarðarhöfn: Sel-
foss fer frá Straumsvík í
dag.
Fréttir
Bókatíðindi 2001. Núm-
er miðvikudagsins 12.
des. er 96256.
Mæðrastyrksnefnd
Reykjavíkur Sól-
vallagötu 48. Skrifstofa
s. 551-4349, flóamark-
aður, fataúthlutun og
fatamóttaka, sími 552-
5277, eru opin miðvikud.
kl. 14–17.
Mannamót
Aflagrandi 40. Kl. 9
vinnustofa og postulíns-
málning. Kl. 10 versl-
unarferð í Hagkaup,
kaffiveitingar í boði
Hagkaupa. Skráning í
afgreiðslu s. 562-2571,
kl. 13 vinnustofa og
postulínsmálning. Jóla-
kvöldverður verður
föstud. 14. des.
Árskógar 4. Kl. 9–12
baðþjónusta og opin
handavinnustofan, kl. 13
spilað, kl. 13–16.30 opin
smíðastofan. Allar uppl.
í s. 535-2700. Opið hús
verður miðvikud. 12.
des. kl. 20. Jólabingó
verður föstud. 14. des.
kl. 13.30.
Bólstaðarhlíð 43. Kl. 8–
13 hárgreiðsla, kl. 8–
12.30 böðun, kl. 9–12
vefnaður, kl. 9–16
handavinna, kl. 10–17
fótaaðgerð, kl. 10 banki,
kl. 13 spiladagur, kl. 13–
16 vefnaður, kl. 14 dans.
Jólatrésskemmtun verð-
ur föstud. 14. des kl. 14.
Skráning í s. 568-5052
fyrir 13. des Allir vel-
komnir.
Eldri borgarar í Mos-
fellsbæ, Kjalarnesi og
Kjós. Félagsstarfið
Hlaðhömrum er á
þriðju- og fimmtudögum
kl. 13–16.30, spil og
föndur. Jóga föstudaga
kl. 13.30. Kóræfingar hjá
Vorboðum, kór eldri
borgara í Mosfellsbæ, á
Hlaðhömrum fimmtu-
daga kl. 17–19. Uppl. hjá
Svanhildi í s. 586-8014
kl. 13–16.
Félagsstarf aldraðra
Dalbraut 18–20. Kl. 9–12
aðstoð við böðun, kl. 9–
16.45 hárgreiðslu- og
handavinnustofur opnar,
kl. 10–10.45 leikfimi, kl.
14.30 banki.
Félag eldri borgara
Kópavogi. Viðtalstími í
Gjábakka í dag kl. 15–
16. Skrifstofan í Gull-
smára 9 opin í dag kl
16.30–18.
Félag eldri borgara,
Reykjavík, Ásgarði
Glæsibæ. Miðvikud.:
Göngu-Hrólfar fara í
göngu frá Ásgarði
Glæsibæ kl. 10. Söng-
félag FEB, kóræfing kl.
17. Línudanskennsla kl.
19.15. Bridsnámskeið kl.
19.30. Fimmtud.: Brids
kl. 13. Jólaferð verður
farin um Suðurnesin 17.
desember. Brottför kl.
15. Skráning hafin.
Skrifstofan er flutt að
Faxafeni 12, sama síma-
númer og áður. Fé-
lagsstarfið er áfram í
Ásgarði Glæsibæ. Uppl.
á skrifstofu FEB. kl. 10–
16 s. 588-2111.
Félagsstarf aldraðra,
Lönguhlíð 3. Kl. 8 böð-
un, kl. 10 hársnyrting,
kl. 10–12 verslunin opin,
kl. 13 föndur og handa-
vinna, kl. 13.30 enska,
byrjendur.
Félagsstarf aldraðra
Garðabæ. Miðvikud. 12.
des.: Lögreglan í Garða-
bæ býður í árlega ferð.
Farið verður í Svarts-
engi. Rútur frá Kirkju-
hvoli og Holtsbúð kl. 13.
Félag eldri borgara
Hafnarfirði, Hraunseli,
Línudans kl. 11, kl.
13.30. Á morgun verður
pútt í Bæjarútgerðinni
kl. 10. Í Hraunseli verð-
ur opið hús, „Jóla-
fundur“ kl. 14. Jóla-
dagskrá, jólakaffi og
happdrætti.
Félagsstarfið, Hæð-
argarði 31. Kl. 9–16.30
fótaaðgerð, opin vinnu-
stofa, postulín, mósaík
og gifsafsteypur, kl. 9–
13 hárgreiðsla, kl. 9–16
böðun. Opið alla sunnu-
daga frá kl. 14–16, blöðin
og kaffi.
Félagsstarfið Furu-
gerði. Kl. 9 bókband og
alm. handavinna, kl.
10.15 leikfimi, kl. 14 jóla-
bingó. Allir velkomnir.
Kaffiveitingar eftir
bingó. Nk. föstudag
verður messa kl. 14.
Prestur sr. Ólafur Jó-
hannsson, Furugerð-
iskórinn syngur undir
stjórn Ingunnar Guð-
mundsdóttur.
Gerðuberg, félagsstarf.
Kl. 9–16.30 vinnustofur
opnar, frá hádegi spila-
salur opinn, myndlist-
arsýning Bryndísar
Björnsdóttur stendur
yfir. Jólastemmning í
öllu húsinu. Veitingar í
veitingabúð.
Gjábakki, Fannborg 8.
Handavinnustofan opin,
leiðbeinandi á staðnum
kl. 10–17, kl. 10.30
boccia, kl. 13 félagsvist,
kl. 16 hringdansar, kl. 17
bobb. Söngfuglarnir
taka lagið kl. 15.15. Guð-
rún Lilja mætir með gít-
arinn. Jólahlaðborð
verður fimmtud. 13 des
og hefst með borðhaldi
kl. 12. Tilkynna þarf
þátttöku í s. 554-3400
eða 554-6611 fyrir kl. 17
í dag.
Gullsmári Gullsmára 13.
Kl. 9 vefnaður, kl. 9.05,
leikfimi kl. 13, keramik-
málun Búnaðarbankinn
með þjónustu í Gull-
smára kl. 10, boccia kl.
14. Aðventukaffi. kl. 14.
Föstud. 14. des verður
jólahlaðborð. Þátttöku
þarf að skrá í síðasta lagi
fyrir kl. 16 fimmtud. 13.
des. í s. 564-5260.
Hraunbær 105. Kl. 9 op-
in vinnustofa, handa-
vinna, bútasaumur, kl.
9–12 útskurður, kl. 9–17
hárgreiðsla og fótaað-
gerðir, kl. 11 banki, kl.
13 brids. .
Hvassaleiti 58–60. Kl. 9
böðun, föndurklippi-
myndir, kl. 13.30, göngu-
ferð, kl. 15 teiknun og
málun, kl. 15. dans. Fót-
snyrting, hársnyrting.
Korpúlfarnir, eldri
borgarar í Grafarvogi.
hittast á morgun 13. des.
kl. 10 í keilu í Mjódd.
Spiluð keila og spjallað.
Allir velkomnir. Nánari
uppl. veitir Þráinn, s.
5454-500.
Norðurbrún 1. Kl. 9–
16.45 opin vinnustofa, kl.
9–16 fótaaðgerðir, kl. 9–
12 tréskurður, kl. 10
sögustund, kl. 13 banki,
kl. 14 félagsvist, kaffi,
verðlaun. Spil falla niður
í dag.
Vesturgata 7. Kl. 8.25
sund, kl. 9–16 fótaaðgerð
og hárgreiðsla, kl. 9.15–
16 postulínsmálun og
myndmennt, kl. 13–14
spurt og spjallað, kl. 13–
16 tréskurður.
Vitatorg. Kl. 9 smíði og
hárgreiðsla, kl. 10 fóta-
aðgerðir, morgunstund,
bókband og bútasaumur,
kl. 12.30 verslunarferð,
kl. 13 handmennt og
kóræfing, kl. 13.30 bók-
band, kl. 15.30 kóræfing.
Spiluð verður félagsvist
fimmtudaginn 13. des.
kl. 20.
Félagsstarf aldraðra
Bústaðakirkju. Kl. 13
jólavaka með hefð-
bundnum hætti. Súkku-
laði og pakkar. Þeir sem
viljið láta sækja sig, látið
kirkjuvörð vita í s.
553-8500, eða Sigrúnu s.
864-1448.
Púttklúbbur Ness.
Meistaramót karla og
kvenna verður í tenn-
ishöllinni fimmtudaginn
13. des. kl. 13. Einnig
verður aðalfundur fé-
lagsins.
Öldungaráð Hauka.
Jólafundurinn er mið-
vikudaginn 12. des. á Ás-
völlum og hefst kl. 20.
Sænska félagið á Íslandi
heldur upp á Lúsíuhátíð
fimmtud. 13. des. kl. 9 í
Norræna húsinu og kl.
20 í Seltjarnarneskirkju.
Lúsíukórinn er undir
stjórn Mariu Cederborg,
píanóundirleikur Ari
Agnarsson.
Hallgrímskirkja, eldri
borgarar opið hús í dag
kl. 14–16. Bílferð fyrir
þá sem þess óska upp-
lýsingar í s 510-1034 og
510-1000. Verið velkom-
in.
Á.H.M. Fundur verður
haldinn fimmtudaginn
13. des. í veislusal,
Haukahússins á Ásvöll-
um, Hafnarfirði. Húsið
opnar kl. 20. Þórhallur
miðill verður með
skyggnilýsingu kl. 20.30.
Miðar seldir við inn-
ganginn. Allir velkomn-
ir.
Í dag er miðvikudagur 12. des-
ember, 346. dagur ársins 2001.
Orð dagsins: Þolgæðis hafið þér
þörf, til þess að þér gjörið Guðs
vilja og öðlist fyrirheitið.
(Hebr. 10, 36.)
Víkverji skrifar...
EITTHVAÐ virðist hugmynda-auðgi þáttastjórnenda ríkis-
sjónvarpsins vera að dala, að mati
Víkverja. Að minnsta kosti hefur
verið rætt við sama fólkið í nokkrum
tilvikum í einum þremur þáttum að
undanförnu.
Víkverji hlýddi þannig nýverið á
þau Svölu Björgvinsdóttur, Gísla
Rúnar Jónsson og Björgvin Hall-
dórsson í Kastljósi. Var þetta ágætt
spjall í laufléttri föstudagsstemmn-
ingu Kastljóss. Tilefnið var m.a. út-
koma bókar Gísla Rúnars um Björg-
vin og þau feðginin hafa einnig sent
frá sér plötur. Viku síðar mátti heyra
þá Björgvin og Gísla Rúnar hjá
Steinunni Ólínu og flutti Björgvin að
auki eitt laga Megasar. Gott ef þeir
voru ekki líka í enn einum þætti en
það veit Víkverji reyndar ekki svo
gjörla.
Þetta var til umræðu við sjón-
varpsáhorfanda sem nefndi að söng-
fuglinn ungi, Jóhanna Guðrún, hefði
einnig verið í viðtölum í fleiri en ein-
um þætti. Þetta getur svosem verið
gott og blessað en er þetta samt ekki
fullmikið? Meiningin er líklega sú að
hver þáttur hafi sinn áhorfenda- og
aðdáendahóp og því sé ólíklegt að sá
sem sér Kastljós sjái líka Mósaík.
Víkverja rennir nú í grun að þeir
sem á annað borð horfa á eitthvað af
þessum þáttum horfi á fleiri en einn
og því sé þetta þeim nokkur endur-
tekning. Er ekki vandlifað í litlu
landi?
x x x
HVERJIR skoruðu? spurði einnknattspyrnusérfræðingurinn
starfsbróður sinn þegar þeir ræddu
leik sem sá fyrrnefndi hafði misst af í
sjónvarpinu. Nú, var hann með? Ég
hélt að hann væri með slitið liðband,
sagði hinn. Í spjallinu sem á eftir
fylgdi ræddu þeir leikinn lið fyrir lið,
mistökin og markaregnið. Af og til
skaut sá sem hlustaði inn athuga-
semdum á borð við: Þetta var eins og
í leiknum gegn Liverpool eða er
þetta ekki sama klúðrið og þegar
þeir spiluðu við Arsenal?
Víkverji komst ekki hjá því að
heyra þessar samræður fótboltavitr-
inganna og dáist undir niðri að þeim.
Þeir geta metið frammistöðu manna
sinna, farið yfir leikinn aftur og aftur
eins og skák- og bridsfólk gerir þeg-
ar það hefur tapað. Þeir lýsa vand-
lætingu og hneykslan eða vellíðan og
hamingju eftir því hvernig gengið
hefur. Er helst að heyra að þeir mæti
ekki í vinnuna næsta dag ef illa hefur
farið. Þeir hafa líka öll nöfn liðs-
manna á takteinum, aðalmanna sem
varamanna, fyrrverandi manna og
jafnvel þeirra sem hugsanlega er
verið að kaupa.
Víkverji er nú þannig innréttaður
að hann man ekki önnur nöfn en
þeirra Pele, Hemma Gunn, George
Best og Maradona eða Madonna og
veit ekki hver var hvað. Enda sefur
hann nokkuð ótruflaður af gengis-
sveiflum í fótbolta. Og ekki reynir
hann að blanda sér í þessar viðræður
sérfræðinganna. Leyfir sér hins veg-
ar að horfa á stöku leik. En honum er
alveg sama hver skorar. Og líka fyrir
hvern það er. Eða hverjir spila, Wal-
es, Westham eða Debenham eða –
nei, eitthvað var þetta nú vitlaust –
líklega best að setja punktinn hér.
x x x
ÞEGAR einu sinni er búið aðklúðra verki gerir hvað sem
gert er til þess að bæta það bara illt
verra. Er ekki nokkuð til í þessu hjá
Murphy nokkrum sem áður hefur
komið við sögu hjá Víkverja?
Þitt brjóst af ekka bifast nótt og dag
en böl og harm þú segir Drottni einum
er sér og þekkir sinna barna hag
og sérhvert telur andvarp þitt í leynum;
þú laugar blíðu börnin þín í tárum
sem böls í hríðum leynir harmi sárum.
Þú veist það glöggt að vísdómsráðin hans
– ef vel er skoðað – miða til hins besta,
þótt á því verði auga dauðlegs manns
svo afar torvelt rétta sjón að festa
en góða mær! þinn andi’ er hafinn hærra
þín hugsjón þekkir ljósið öllu skærra.
En völdin heims, sem dilla sér svo dátt
ef dug ei skortir sérhvern órétt bannar
þau hljóta að sjá þú eftir málin átt
það allrar þjóðar réttur með þér sannar
við skulum ætla að skuldin verði goldin,
sem skýlaust ber þér greiði móður foldin.
En réttur sá, sem ofar jörðu er
og engin flærð né lyga innlegg blindar
í réttri mynd hann málefni þitt sér
og metur hegning rétt að virðing syndar
því það er víst að hann vill réttinn halda,
sem hefur talað: „Ég skal endurgjalda.“
Æ, grát þú ekki, athvarf traust þú átt,
þótt einmana þú sért með börnum þínum,
hann huggar þig sem hefur vilja og mátt,
og hætt er síst að gleymi börnum sínum,
sú kemur stund að gjörvöll gróa sárin,
og gleðisólin þerrar harmatárin.
Sighvatur Gr. Borgfirðingur.
Kalli er beðinn
að hringja
KALLI sem fann GSM-
símann í Hafnarfirði er
beðinn að hafa samband í
síma 555-2980.
Tapað/fundið
Púði í óskilum
PÚÐI úr sófasetti fannst á
mótum Lækjargötu og
Hringbrautar í Hafnarfirði.
Upplýsingar í síma 555-
2614.
Svört loðhúfa týndist
SVÖRT loðhúfa með áföst-
um trefli týndist föstudag-
inn 30. nóv., sennilega í
Skipholti eða við Háaleitis-
braut. Finnandi vinsam-
lega hringi í síma 568-5105.
Leðurjakki týndist
BRÚNN leðurjakki, hálf-
síður, úr Zöru, auðþekkjan-
legur, týndist á Kaffi Vikt-
or í sumar. Skilvís finnandi
hafi samband í síma
893 0400.
Dýrahald
Týri er týndur
KÖTTURINN Thyri, 21
árs, fór að heiman frá sér,
Kambsvegi 36, að morgni 8.
desember sl. Hann er
svartur og hvítur og með
lélega ól. Þeir sem hafa orð-
ið varir við hann hafi sam-
band í síma 553-2543.
VELVAKANDI
Svarað í síma 569 1100 frá 10-12 og 13-15.
Netfang velvakandi@mbl.is
Til ekkjunnar Solveigar Þórðardóttur
LÁRÉTT:
1 forhengi, 4 afturelding,
7 púkans, 8 dægur, 9 for-
skeyti, 11 svelgurinn, 13
vaxi, 14 eykst, 15 sterk,
17 reykir, 20 agnúi, 22
aula, 23 dínamó, 24
aldna, 25 lestrarmerki.
LÓÐRÉTT:
1 skýrði frá, 2 áana, 3
stynja, 4 slór, 5 megnar, 6
næstum, 10 starfsvilji, 12
tek, 13 tímgunarfruma,
15 slæpt af drykkju, 16
dýrahljóð, 18 legubekkj-
um, 19 munntóbak, 20
álka, 21 öngul.
LAUSN SÍÐUSTU KROSSGÁTU:
Lárétt: 1 sædjöfull, 8 folar, 9 lyfta, 10 tía, 11 sárna, 13
rýran, 15 stáss, 18 jagar, 21 lóa, 22 knapa, 23 tinna, 24
miskunnar.
Lóðrétt: 2 ætlar, 3 jurta, 4 fúlar, 5 lofar, 6 ofns, 7 bann,
12 nes, 14 ýsa, 15 sekk, 16 álagi, 17 slark, 18 jatan, 19
gunga, 20 róar.
K r o s s g á t a
1
7
11
15
22
24
12
14
3
9
20
10
4
8
21
23
25
13
17
5
18
6
19
2
16
Ljóð þetta fann ég á
síðasta ári innan um bréf
úr fórum Solveigar lang-
ömmu minnar og var
ekki vitað um tilvist þess.
Blaðið er mjög snjáð og
illa farið en Solveig hef-
ur greinilega lesið það
oft og geymt það vel og
litið á það sem sitt einka-
mál. Og svo leynt hefur
hún farið með blaðið að
börn hennar vissu ekki af
því.
Síðastliðinn laugardag
var fluttur ágætur þáttur
Halldóru Friðjónsdóttur
á rás eitt um þessa at-
EFTIRFARANDI hugg-
unarljóð sendi sá kunni
dýrfirski fræðimaður
Sighvatur Grímsson
Borgfirðingur Solveigu
Þórðardóttur, ekkju Jó-
hannesar Guðmunds-
sonar á Bessastöðum. Jó-
hannes fórst ásamt
bróður Solveigar Jóni frá
Meira-Garði og unglings-
pilti, Guðmundi Jónssyni
frá Bakka, við tilraun
Hannesar Hafstein sýslu-
manns til uppgöngu í
breska landhelgisbrjót-
inn Royalist á Dýrafirði
10. október 1899.
burði. Þátturinn heitir
„Ekkjan og yfirvaldið“
en hann verður end-
urfluttur nú í vikunni. Af
því tilefni langar mig til
þess að koma þessu
merkilega ljóði á fram-
færi en það hefur ekki
birst áður.
Í ljóðinu kemur vel
fram skoðun heima-
mannsins á því hverjum
beri að bæta henni tjón-
ið, íslensk yfirvöld, en í
þeirra nafni var haldið út
að togaranum.
Arinbjörn
Vilhjálmsson.
Ekkjan og yfirvaldið