Morgunblaðið - 12.12.2001, Síða 58
ÞEIR Guðjón og Einar Ágústhafa þekkst lengi. Alvegfrá því að þeir voru aðreyna að vera „flottari en
við höfðum nákvæmlega engan
möguleika á, algjörir bjánar,“ einsog
Einar Ágúst orðar það, yfir í að
stunda jóga og heilsusamlegt líferni,
rækta líkama og sál og aðstoða aðra
við það sama. Nú hafa þeir gefið út
diskinn Slökun og nýja bók Guðjóns
um jóga fyrir byrjendur.
Eins og vatnskassi í bíl
„Hugmyndin á bakvið diskinn
Slökun var að halda sig við einfald-
leikann, einfalt stef, einfalda slökun
og kalla hann einfaldlega Slökun,“ út-
skýrir Guðjón tilurð disksins, þar
sem blaðamaður situr ásamt þeim fé-
lögum í Lótus-stellingunni, endur-
nærður eftir jógatímann.
„Á plötunni eru þrjár tímalengdir
af slökun. Fimm mínútna sitjandi
slökun er hugsuð fyrir vinnandi fólk,
en mjög margir þurfa á því að halda
þessa dagana. Síðan er 10 og 20 mín-
útna liggjandi slökun fyrir alla sem
vilja kúpla sig út í smátíma á dag.
Djúp slökun, jafnast á við 4–5 tíma
svefn, en ef fólk sofnar í slökun er það
bara tíu mínútna svefn. Það skiptir
öllu máli að slökunin sé meðvituð. Í
lok disksins rúllar stefið í hálftíma og
það er hugsað fyrir jógaiðkun eða
bara slökun hjá hverjum og einum.“
„Við slökun er erfitt að nota tón-
listina sem við erum vön að setja á til
að slappa af,“ segir Einar Ágúst. „Við
notum klassíska tónlist þegar við vilj-
um slappa af, en mantríska tónlist ef
við viljum fara í slökun.“
„Þ.e.a.s tónlist sem í er stöðug end-
urtekning, og framkallar alfa-bylgjur
sem skapa djúpa slökun, og gera að
verkum að við aukum einbeitingu,
aukum styrk og snerpu því líkaminn
fær tækifæri til að endurnýja sig. Það
er ástæða fyrir því að það er vatns-
kassi í bílnum. Við keyrum okkur
áfram alla daga, og þurfum stundum
að staldra við og kæla okkur niður,“
bætir Guðjón við.
Tilfinningalega hæfari
„Eins og þú tókst eftir áðan, er
slökun stór hluti af jógaiðkuninni,“
heldur Guðjón áfram. „Maður teygir
á vöðvunum, kemur blóðflæðinu af
stað og losar um fyrirstöður í líkam-
anum með því að gera jógaæfingar og
svo leyfum við líkamanum að með-
taka þessar breytingar í slökuninni,
það er mikilvægt.“
„Lífið verður að hafa ákveðinn
samhljóm, sem maður finnur ekki
dópaður og drukkinn,“ segir Einar
Ágúst. „Í leit að þeim samhljómi er
jóga eitt af því sem hefur skilað mér
árangri og aukinni vellíðan. Ég hef
komist yfir þunglyndi og í gegnum of-
boðslega mörg erfið tímabil með jóga.
Ég hef orðið hæfari tilfinningalega til
að takast á við hlutina.“
„Í slökunartónlist sýnir tónlistar-
maðurinn hlutleysi sitt, og hvað hann
skiptir litlu máli,“ heldur Einar
Ágúst áfram. „Ég reyndi einfaldlega
að finna fallega hljóma sem gætu
myndað þægilega áreynslulausa tón-
list.“
„Það má helst ekki vera nein lag-
lína, því hún kallar fram tilfinningar
og fólk fer jafnvel að raula með. Tón-
listin á að vera eins lítið áreiti og
mögulegt er. Lögin þurfa helst að
vera löng og mikið um endurtekning-
ar, það gefur fólki rými til að vera það
sjálft,“ skýtur Guðjón inn í.
Vinir eru góðir kennarar
„Ég hef alltaf haft mikinn áhuga á
jóga, og var að æfa í Planet Pulse
þegar Guðjón byrjaði með jóga þar.
Ég hugsaði með mér að það væru ein-
hver skilaboð og fór að mæta í tíma.
Þetta fór hægt af stað, og ég gleypti
það ekki alveg, einsog ég hef gert
með svo margt í lífinu. Heldur kom
jóga smám saman inn í lífsrútínuna,“
upplýsir Einar Ágúst. „Nú stunda ég
jóga daglega heima hjá mér. Það
dettur út einn og einn dagur þegar ég
vakna of seint einsog í morgun. Ég
hef verið í tímum hjá Guðjóni, á nám-
skeiði og framhaldsnámskeiði, það er
um að gera að nota þessa vini sína
eins mikið og maður getur. Það er
það sem góðir vinir eru, góðir kenn-
arar.“
Líkamlegt jafnvægi og andlegt
„Þessi bók er sú eina sem beint er
að byrjendum fyrst og fremst. Mér
fannst það vanta, þegar ég var að
skoða bækurnar sem til voru á ís-
lensku. Fyrirsæturnar eru oft svo
rosalega liðugar að maður gefst upp
við að horfa á myndirnar.“
„Mér finnst muna um það að hold-
gervingur jógaiðkunar og þessa lífs-
stíls á Íslandi sé að gefa út þessa bók.
Í staðinn fyrir að þýða bók eftir ein-
hvern karl í útlöndum sem enginn
veit hver er eða hvernig er. Það mun-
ar miklu hvort maður er að selja fólki
betri líðan, eða reyna að græða,“
finnst Einari Ágústi.
„Ég græði nú seint á þessari bók.
Hún þarf að seljast í stjarnfræðilegu
upplagi til að borga upp kostnaðinn
sem ég hef lagt í hana,“ segir Guðjón
og hlær. „En ég er ánægður að vera
að koma með bók sem allir geta skilið
og notað. Slökunardiskar með leiddri
slökun eiga það til að vera með of
andlegu ívafi. Það á ekki að koma
fólki í hæstu hæðir þegar það er í
engum tengslum við líkamann. Ég er
að hjálpa fólki að ná líkamlegu jafn-
vægi og andlegt jafnvægi er fylgifisk-
ur,“ segir Guðjón sem frábiður sér að
vera kallaður gúrú.
Einar Ágúst segir að það hafi gert
mikið fyrir hann að gefa út þennan
disk í stað markaðstengdrar tónlist-
ar, „því vonandi skilar hann meiri til-
gangi þótt hann seljist í færri eintök-
um en popptónlistin. Þetta markaði
ákveðna stefnubreytingu í mínu lífi.
Ég komst að því að „less is more“.
Þetta er ekki beint lag, heldur stef og
ákveðnir hljómar, og svo ákveðin
hrynjandi. Ég gæti hugsað mér að
gera meira af þessari tónlist sem
þjónar tilgangi,“ segir tónsmiðurinn
að lokum sem notar sjálfur tónlistina
sína við jógaæfingarnar heima í stofu.
Rými til að vera
maður sjálfur
Í leit sinni að sam-
hljómi í lífinu hefur
Einar Ágúst Víð-
isson notað jóga til
að ná árangri og
aukinni vellíðan.
Hildur Loftsdóttir
fór í jógatíma hjá
Guðjóni Bergmann.
Morgunblaðið/Sverrir
Einar Ágúst
og Guðjón í
andlegu og
líkamlegu
jafnvægi.
Slökun og jóga draga úr streitu og fylla líkamann orku
ÍSLENSKA hljómsveitin Sigur
Rós mun koma fram á föstudag í
sjónvarpsþætti Craig Kilborn á
bandarísku CBS-sjónvarpsstöð-
inni. Ætlar hljómsveitin að flytja
þar lagið „Njósnavélin“, sem hef-
ur ekki verið tekið upp á plötu
enn, en er leikið í kvikmyndinni
Vanilla Sky, með Tom Cruise,
Penelope Cruz og Cameron Diaz
sem frumsýnd verður á föstudag
í Bandaríkjunum. Tvö önnur lög
með Sigur Rós hljóma einnig í
myndinni.
Í fréttatilkynningu frá MCA
Records, sem gefur út plötur Sig-
ur Rósar í Bandaríkjunum, segir
að Cameron Crowe, leikstjóri
Vanilla Sky, hafi óskað eftir því
að fá að nota lögin „Svefn-G-
Englar“ og „Ágætis byrjun“, sem
eru á plötunni Ágætis byrjun, í
mynd sinni. Hann fór síðan og
fylgdist með tónleikum Sigur
Rósar í Los Angeles í október og
í kjölfarið bað hann hljómsveit-
ina um að fá að nota „Njósnavél-
ina“. Hann bað einnig um eintak
af myndbandi, sem notað er á
hljómleikunum til að mynda bak-
grunn, svo hann gæti bætt því
inn í kvikmynd sína. Jón Þór
Birgisson (Jónsi), söngvari Sigur
Rósar, tók myndbandið á Íslandi
með lítilli myndbandsupptökuvél.
„Sigur Rós er ein þeirra frá-
bæru hljómsveita sem gera sér
grein fyrir því að besta tónlistin
býr til myndir í huga manns,“ er
haft eftir Crowe í tilkynningunni.
„Sigur Rós er ein besta kvik-
myndagerð sem maður heyrir.“
Jónsi segist í tilkynningunni
ekki alveg geta ímyndað sér
hvernig tónlist hans muni falla
að leik Toms Cruise en segir hins
vegar að sig hafi langað til að
verða rokkstjarna þegar hann
horfði á kvikmynd Crowes, Al-
most Famous.
Nýtt lag Sigur Rósar í
Hollywood-stórmynd
FÓLK Í FRÉTTUM
58 MIÐVIKUDAGUR 12. DESEMBER 2001 MORGUNBLAÐIÐ
SÍMI 564 0000 - www.smarabio.is5 hágæða bíósalir
Miðasala opnar kl. 15
Mögnuð mynd með stórleikurunum
Bruce Willis, Cate Blanchett
og Billy Bob Thornton
E.P.Ó.
Kvikmyndir.com
Empire
SV Mbl
Rás 2
MOULIN
ROUGE!
Hausverkur
DV
Glæsileg leysigeislasýning á undan myndinni.
1/2
Ungfrú Skandinavía
Íris Björk
Ljóskur
landsins
sameinist!
Reese Witherspoon
fer á kostum sem
ljóska sem sannar
hvað í ljóskum býr
Sýnd kl. 3.40, 5.50, 8 og 10.10.Sýnd kl. 5.15, 8 og 10.30.
Sýnd kl. 4, 6, 8 og 10.
Sýnd kl. 5.30, 8 og 10.30.
Missið ekki af nýjasta glæpaþriller Bruce Willis
Gallerí Skuggi
Skuggasýning kl. 20.30. Hin um-
deilda heimildarmynd Hughes-
bræðra, American Pimp, verður
sýnd bakatil í galleríinu. Björn Þór
Vilhjálmsson bókmenntafræðingur
mun halda stutt spjall þar sem hann
veitir innsýn í ýmsa þætti mynd-
arinnar. Umræður eru jafnframt
opnar. Myndin er kynnt á vefsíðu
Skugga á www.galleriskuggi.is.
Húsið verður opnað kl. 20 og gefst
gestum jafnframt kostur á að skoða
myndlistarsýningu Jóns Sæmundar
Auðarsonar og Páls Banine, „Séð og
heyrt“.
Gaukur á Stöng
Útgáfutónleikar söngvarans Geirs
Ólafssonar sem gaf út plötu á dög-
unum sem hann kallar Á minn hátt.
Á tónleikunum verður hann studdur
af valinkunnum hljóðfæraleikurum.
Sportkaffi
Uppistand í boði RadíóX 103,7. Sig-
urjón Kjartansson og Þorsteinn
Guðmundsson hafa ákveðið að taka
eigin áskorun um að endurtaka uppi-
Í DAG
Morgunblaðið/Jim Smart
Geir Ólafsson kynnir nýja
plötu sína á Gauknum í kvöld.
TENGLAR
.....................................................
Sjá einnig Staður og stund á mbl.is
stand sitt á Sportkaffi. Þeir voru
báðir þeirrar skoðunar að þeim hefði
tekist sérstaklega vel upp síðast og
gætu ekki annað en endurtekið leik-
inn nú.
Uppistandið hefst kl. 22 og er að-
gangseyrir 1.000 kr.