Morgunblaðið - 12.12.2001, Qupperneq 64
MORGUNBLAÐIÐ, KRINGLUNNI 1, 103 REYKJAVÍK, SÍMI 569 1100, SÍMBRÉF 569 1181, PÓSTHÓLF 3040,
ÁSKRIFT-AFGREIÐSLA 569 1122, NETFANG: RITSTJ@MBL.IS, AKUREYRI: KAUPVANGSSTRÆTI 1 MIÐVIKUDAGUR 12. DESEMBER 2001 VERÐ Í LAUSASÖLU 190 KR. MEÐ VSK.
svæði kennarans, sem voru vistaðar
á unix-netþjóni Reiknistofnunar HÍ,
sem hafi verið aðgengilegar. Þessar
möppur séu að jafnaði lítið notaðar
því kennarar reiði sig að mestu á
harða diska í sínum eigin tölvum.
Undirmöppur hjá þessum tiltekna
kennara hafi ekki verið verndaðar
fyrir óviðkomandi aðgangi þar sem
hann hafi ekki haft vitneskju um að
hann þyrfti sjálfur að gefa skipanir
um að vernda gögnin. Páll bætir við
NEMI í véla- og iðnaðarverkfræði
við Háskóla Íslands komst að því á
sunnudagskvöld að skráasafn kenn-
ara var aðgengilegt en í því var
skjal merkt „lokaprof2001.doc“ og
bar skráasafnið sama heiti og nám-
skeiðið sem neminn átti að þreyta
próf í daginn eftir. Á heimasíðu
sinni segist nemandinn ekki hafa
skoðað prófið heldur lét hann vita
af þessu og benti jafnframt á dæmi
um próf í öðrum deildum sem haldin
verða á næstunni og voru að hans
sögn opin öllum nemendum HÍ.
Páll Valdimarsson, skorar-
formaður í véla- og iðnaðarverk-
fræðiskor, sagði í samtali við Morg-
unblaðið í gær að hann hefði enga
ástæðu til að ætla að nemendur
hefðu skoðað umrætt próf. „Ég get
samt ekki sagt af eða á um það,“
sagði Páll.
Hann tekur fram að það hafi að-
eins verið undirmöppur af heima-
að þetta tiltekna próf hafi að öllum
líkindum verið aðgengilegt í afar
stuttan tíma.
Páli var gerð grein fyrir málinu á
mánudagsmorgun, skömmu áður en
prófið átti að fara fram. Hvorki
þótti ástæða til að fresta prófinu né
heldur var svigrúm til að leggja
nýtt fyrir. Aðspurður hvort ekki
hafi verið talin hætta á misferli seg-
ist Páll ekki telja að svo hafi verið.
Hefði verið um slíkt að ræða kæmi
það væntanlega fram þegar farið
yrði yfir prófin. Það myndi vænt-
anlega vekja grunsemdir ef einhver
nemanna sýndi óeðlilega góðan
námsárangur á prófinu miðað við
frammistöðu sína yfir veturinn.
Páll ber lof á nemann sem lét vita
af hinu umrædda prófi og segir
hann hafa brugðist hárrétt við.
Sæþór L. Jónsson, forstöðumaður
Reiknistofnunar HÍ, sagði að girt
hefði verið fyrir möguleika á óvið-
komandi aðgangi að sambærilegum
skráasöfnum hjá öllum starfs-
mönnum skólans. Fleiri dæmi hefðu
komið í ljós um að nemendur hefðu
aðgang að hluta af heimasvæði
kennara en hann hefði ekki vitn-
eskju um hvort próf hefðu verið
vistuð þar.
Aðspurður sagði hann að hægt
væri að sjá hvort gögnin hefðu verið
skoðuð en sagðist ekki geta tjáð sig
um hvort svo hefði verið.
Nemandi í véla- og iðnaðarverkfræði tilkynnti að nemendur hefðu aðgang að prófum
Hluti af heima-
svæði kennara
var aðgengilegur
STÍGANDI, útgerð Ófeigs II VE,
sem fórst undan Vík í Mýrdal aðfara-
nótt miðvikudagsins 5. desember sl.,
hefur ákveðið að skip sem verið er að
smíða fyrir útgerðina í Kína muni
ekki bera nafnið Ófeigur VE eins og
til stóð, heldur Stígandi VE. Að sögn
Þorsteins Viktorssonar útgerðar-
manns var ákvörðunin tekin í fram-
haldi af slysinu í síðustu viku en þá
hafi margir velt fyrir sér sögu skips-
nafnsins Ófeigur. Skipskaðinn í síð-
ustu vikur var sá þriðji í sögu útgerð-
arinnar þar sem Ófeigsnafnið kemur
við sögu en árið 1943 fórst Ófeigur
VE með allri áhöfn og Ófeigur III VE
strandaði við Þorlákshöfn í byrjun árs
1988.
„Í ljósi fyrri harmleikja og skaða
sem útgerðin hefur orðið fyrir þá var
ákveðið að nýja skipið skyldi ekki
bera Ófeigsnafnið. Ég tel samt sem
áður að skipskaðarnir tengist ekki
nafninu á neinn hátt, Ófeigur hefur
ætíð verið mjög farsælt og fengsælt
skip. Nýja skipið mun hinsvegar bera
sama nafn og útgerðin, Stígandi, en
skip með því nafni tengdist útgerðinni
hér áður fyrr,“ segir Þorsteinn.
Skipið sem er í smíðum fyrir Stíg-
anda í Guangzhou í Kína sökk í höfn
stöðvarinnar í mars á þessu ári og lést
þá einn kínverskur starfsmaður
stöðvarinnar. Þorsteinn segir að
væntanlega verði nýja skipinu
reynslusiglt í lok þessa mánaðar.
Nýja skip-
ið mun
ekki heita
Ófeigur
*+
GENGI krónunnar styrktist um 2,7% í gær og er
það mesta styrking hennar frá því að gjaldeyr-
ismarkaði var komið á fót hérlendis. Davíð Odds-
son forsætisráðherra sagði á Alþingi í gær að tíð-
indi um drög að samkomulagi milli stjórnvalda
og aðila vinnumarkaðarins sem nú lægju fyrir
hefðu haft góð áhrif á gengi krónunnar.
„Ég vona að þessir samningar gangi allir eftir
og gefi okkur færi á að viðhalda kaupmætti laun-
anna, sem er meginmarkmiðið; að standa vörð
um þá kaupmáttaraukningu sem orðið hefur,“
sagði Davíð Oddsson í viðtali við Morgunblaðið í
gær. Vísaði hann þar í viðræður milli fulltrúa Al-
þýðusambands Íslands og Samtaka atvinnulífsins
í gær um leiðir til að vinna bug á verðbólgu og
koma í veg fyrir að launalið kjarasamninga verði
sagt upp. Við umræður á Alþingi í gær kvaðst
forsætisráðherra ánægður með að samningar
skuli vera að takast. „Það er algerlega ljóst að
það mun hafa mjög góð áhrif á stöðu krónunnar,
gengið og þar með á verðbólguna sem hefur ver-
ið of mikil eins og við höfum alltaf sagt, gengið
hefur verið of lágt skrifað,“ sagði Davíð.
Vísitala krónunnar lækkaði í gær úr 148,96
stigum í 145 en hún mælir verð erlends gjald-
eyris og lækkar þegar krónan styrkist. Davíð
segir þetta hafa tengst fréttum af viðræðum aðila
vinnumarkaðarins. Ráðherra sagði ýmis jákvæð
merki í efnahagslífinu. „Ég tel líklegt og nokkuð
ljóst að þessir samningar með öðrum þáttum,
eins og afgreiðslu fjárlaga með afgangi, muni ýta
undir að okkur takist það, sem við höfum stefnt
að, að tryggja stöðugleikann og jafnvægi í efna-
hagslífinu.“
Mesta styrking krón-
unnar á einum degi
Forsætisráðherra segir viðræður aðila vinnumarkaðarins hafa góð áhrif á gengið
Vonar að/32
JÓLASVEINARNIR fara nú að tínast til
byggða og fyrstur að vanda er Stekkjarstaur,
stífur eins og tré. Þau börn sem til þess höfðu
unnið fengu væntanlega eitthvað gott í skóinn
frá karli í nótt. Stekkjarstaur nýtti sér nú-
tímasamgöngur þegar hann tók sér strætó frá
hlíðum Esjunnar í gær, þar sem hann býr
ásamt bræðrum sínum og Grýlu og Leppa-
lúða, og þaðan var ekið til Reykjavíkur. Á
leiðinni hitti hann nemendur úr 1. bekk Ár-
bæjarskóla í Ártúni, söng með þeim og sprell-
aði.
Morgunblaðið/Golli
Tók strætó til byggða
SKIPVERJA af Kaldbaki EA tók út í
gærkvöld á Eyjafirði en náðist um
borð eftir um 10 mínútur í 6 gráða
heitum sjónum. Maðurinn var orðinn
kaldur þegar hann bjargaðist og var
fluttur á sjúkrahúsið á Akureyri, en
fékk að fara heim að skoðun lokinni.
Óhappið varð þannig að maðurinn
flæktist í vír sem var að renna fyrir
borð. Skipsfélagar hans köstuðu
bjarghring með ljósi á eftir honum og
slegin var inn staðsetning í því skyni
að finna manninn eftir að skipinu var
snúið. Skipverjinn var ekki í flotgalla
þegar óhappið varð og náði aldrei taki
á hringnum. Skipsfélagar hans fóru
út á vélbát og fundu hann eftir að hafa
elt ljósið frá bjarghringnum sem var
skammt frá manninum.
Bjargað
úr sjónum
í Eyjafirði