Morgunblaðið - 18.12.2001, Qupperneq 8

Morgunblaðið - 18.12.2001, Qupperneq 8
FRÉTTIR 8 ÞRIÐJUDAGUR 18. DESEMBER 2001 MORGUNBLAÐIÐ 159.999 ÞETTA KALLA ÉGJÓLAPAKKA! 2002árgerði n COMPUTERS SIEMENS STYLUS C40 Scaleo 600 Línan • 1500+ AMD Athlon XP • 128MB SDRAM • 20GB harður diskur • Geforce2 MX 200 32MB AGP skjákort • 16xDVD drif • 16x10x32 geislaskrifari • 56K V.90 fax/módem • AC97 hljóðkort • 120W hátalarar • Skrunmús og margmiðlunarlyklaborð • Windows XP Home Edition • MS Suite 2001: - MS Word 2000 - MS Works 6 - MS World Atlas 2001 - MS Autoroute Euro 2001 - MS Picture IT! 2001 • Norman Antivirus • MS Midtown Madness • MS Crimson Skies FYLGIR FYLGIR FYLGIR FYLGIR FYLGIR FYLGIR FYLGIR WINDOWS XP PRENTARI SKJÁKORT LEIKIR HUGBÚNAÐUR FYLGIR MUMMY Á DVD FYLGIR MEÐ TVÖFALDUR DISKUR 16 HRAÐA GEISLASKRIFARI 16 HRAÐA DVD DRIF Samverustund á aðventu fyrir syrgjendur Hlúð að syrgjendum JÓLIN eru ekki að-eins hátíð ljóssinsog fögnuður vegnafæðingar frelsar- ans heldur geta þau verið erfiður tími þeim sem eiga einhverra hluta vegna um sárt að binda. Látinna ást- vina er t.d. einna sárast saknað á slíkum stundum. Því hefur verið fitjað upp á „samverustund fyrir syrgj- endur á aðventu“. Morgun- blaðið ræddi við Guðlaugu Helgu Ásgeirsdóttur, sjúkrahúsprest þjóðkirkj- unnar, og fræddist um samverustund syrgjenda. Guðlaug hefur orðið: „Þetta er þriðja árið í röð sem haldin er sérstök sam- verustund á aðventu fyrir syrgjendur. Tilgangur hennar er að hlúa að syrgjendum og gefa þeim sérstakt tækifæri til að koma í kirkju fyrir jólin. Jólin eru hátíð þar sem lögð er áhersla á gleði og samveru með fjölskyld- unni. Erfit er að halda jól í skugga sorgar. Öll umgjörð jólanna minn- ir á þann sem er farinn. Það er átak að syngja jólasálmana í fyrsta skipti eftir andlát ástvinar þar sem þessum tíma tengjast margar minningar. Í sorginni viljum við benda á boðskap jóla og aðventu um komu guðs til okkar og ljósið sem skín í myrkrinu. Við höfum fengið viðbrögð aðstandenda við þessum samverustundum og það hefur hvatt okkur til að halda áfram að bjóða til slíkrar stundar. Fyrir marga er þetta í fyrsta skipti sem farið er í kirkju eftir jarðarför ástvinar. Það eitt getur verið átak en jafnfram mikilvægt skref til að vinna úr sorginni.“ – Hverjir hafa farið af stað með þessar samverustundir? „Það var að frumkvæði fagfólks innan heilbrigðiskerfisins. Það óskaði eftir að þjóðkirkjan sinnti syrgjendum sérstaklega á aðventu og fyrir jól. Biskupsstofa tók að sér í samvinnu við sjúkrahús- presta og djákna að skipuleggja samveruna. Þetta er hluti af starfi sem nefnist fylgd og er meðal ann- ars sinnt af Heimahlynningu Krabbameinsfélags Íslands, Hjúkrunarþjónustunni Karitas og ýmsum deildum innan Landspít- ala – háskólasjúkrahúss.“ – Hvað áttu við með fylgd? „Fylgd er stuðningur við syrgj- endur sem stendur í um það bil eitt ár eftir andlát ástvinar. Hún bygg- ir á samverustundum, fræðslu- fundum, hópastarfi og einnig er haft samband símleiðis. Misjafnt er hversu langt fylgdin er komin innan mismunandi eininga heil- brigðiskerfisins.“ – Geturðu sagt okkur meira um fylgdina? „Kirkjan sinnir fylgd við syrgj- endur og er það í samræmi við hlutverk hennar að styðja fólk í erfiðum aðstæðum. Innan kirkj- unnar hafa það fyrst og fremst verið prestar, en nú á síðustu árum hafa bæst við djáknar og fleira starfsfólk. Sorgarhópar hafa myndast í sumum söfnuðum þar sem komið hefur verið sam- an reglulega. Ennfrem- ur hafa ýmis samtök um sorg og sorgarviðbrögð sinnt þessari fylgd, t.d. Ný dögun í Reykjavík. Innan Landspítala hefur fylgdin einkum verið í hönd- um presta, djákna, hjúkrunar- fræðinga, félagsráðgjafa og sjúkraliða. Dæmi: Á líknardeild LSH í Kópavogi starfar hópur sem skipuleggur og heldur utan um fylgdina. Hún byggist m.a. á því að haft er símasamband við aðstand- endur þeirra sem látist hafa á deildinni fyrst og fremst til að veita þeim stuðning og hvort við- komandi vilji þiggja þjónustu eins og viðtal eða ráðgjöf um ýmis mál. Aðstandendur eru alltaf velkomn- ir á deildina og það er ítrekað. Skipulagðar samverustundir eru fjórum sinnum á ári þar sem bæði fer fram fræðsla og uppbyggilegt samfélag, t.d. fer ein samveru- stundin þannig fram að sjúkra- þjálfari deildarinnar hefur liðk- andi og styrkjandi æfingar og farið er í göngu og fræðsla höfð fyrir gildi hreyfingar fyrir al- menna vellíðan. Önnur samveru- stund hefur verið fræðsla um sorg- ina, allt frá greiningu sjúkdóms og fram yfir andlát. Þá hefur verið rætt um sorgina og huggunina sem og hátíðir í skugga sorgar. Þessi samverustund núna tengist einmitt þeim þætti hvernig hægt sé að halda hátíð þegar sorg ríkir í huga og hjarta. Einnig hefur verið hópstarf annars vegar fyrir ekkjur og hins vegar fyrir unglinga sem misst hafa foreldri.“ – Þyrfti helst að auka þjón- ustuna? „Já, við teljum svo vera. Fylgdin felur það í sér að sífellt vera að finna leiðir til þess að mæta syrgj- endum.“ Hvar og hvenær verður þessi samverustund? „Hún verður í Grens- áskirkju í kvöld klukk- an átta. Við syngjum saman sálma og jólalög. Fluttir verða ritningar- lestrar, jólasaga og hugvekja. Sérstök minningar- stund er í samverustundinni þar sem fólki gefst kostur á að tendra ljós til minningar um látinn ástvin. Dagskráin er skipulögð þannig að hún höfði til allrar fjölskyldunnar. Börn eru sérstaklega velkomin. Samverustundin er öllum opin og allir velkomnir sem finna hjá sér þörf til að koma. Guðlaug Helga Ásgeirsdóttir  Guðlaug Helga Ásgeirsdóttir er fædd í Reykjavík 6. apríl 1961. Stúdent frá MH 1980, tók emb- ættispróf í guðfræði frá HÍ 1988 og 1997 lauk hún námi í fjöl- skylduvinnu og fjölskyldu- meðferð á vegum Endurmennt- unarstofnunar HÍ og Ráðgjafar- og fræðsluþjónustunnar Tengsla sf., starfaði hjá Félagsþjónust- unni í Reykjavík 1989–98 og vígðist sem prestur aldraðra á sömu stofnun 1991. Sjúkra- húsprestur þjóðkirkjunnar með aðsetur á LHS Hringbraut og líknardeild í Kópavogi frá 1998. Hún er gift Lárusi Marinussyni og eiga þau þrjú börn. …börn eru sérstaklega velkomin Þú getur alveg gleymt þessu „kerti og spil“-kjaftæði. Ég vil bara fá sólgleraugu og sólarolíu og ekkert röfl, sveinkinn þinn.
Qupperneq 1
Qupperneq 2
Qupperneq 3
Qupperneq 4
Qupperneq 5
Qupperneq 6
Qupperneq 7
Qupperneq 8
Qupperneq 9
Qupperneq 10
Qupperneq 11
Qupperneq 12
Qupperneq 13
Qupperneq 14
Qupperneq 15
Qupperneq 16
Qupperneq 17
Qupperneq 18
Qupperneq 19
Qupperneq 20
Qupperneq 21
Qupperneq 22
Qupperneq 23
Qupperneq 24
Qupperneq 25
Qupperneq 26
Qupperneq 27
Qupperneq 28
Qupperneq 29
Qupperneq 30
Qupperneq 31
Qupperneq 32
Qupperneq 33
Qupperneq 34
Qupperneq 35
Qupperneq 36
Qupperneq 37
Qupperneq 38
Qupperneq 39
Qupperneq 40
Qupperneq 41
Qupperneq 42
Qupperneq 43
Qupperneq 44
Qupperneq 45
Qupperneq 46
Qupperneq 47
Qupperneq 48
Qupperneq 49
Qupperneq 50
Qupperneq 51
Qupperneq 52
Qupperneq 53
Qupperneq 54
Qupperneq 55
Qupperneq 56
Qupperneq 57
Qupperneq 58
Qupperneq 59
Qupperneq 60
Qupperneq 61
Qupperneq 62
Qupperneq 63
Qupperneq 64
Qupperneq 65
Qupperneq 66
Qupperneq 67
Qupperneq 68
Qupperneq 69
Qupperneq 70
Qupperneq 71
Qupperneq 72
Qupperneq 73
Qupperneq 74
Qupperneq 75
Qupperneq 76
Qupperneq 77
Qupperneq 78
Qupperneq 79
Qupperneq 80

x

Morgunblaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.