Morgunblaðið - 18.12.2001, Qupperneq 12

Morgunblaðið - 18.12.2001, Qupperneq 12
FRÉTTIR 12 ÞRIÐJUDAGUR 18. DESEMBER 2001 MORGUNBLAÐIÐ í Hamraborginni, sem til þessa hef- ur verið aðalverslunarkjarni Kópa- vogs. „Við höfum styrkt þann kjarna með menningarmiðstöðinni og árið 2003 munum við hefja framkvæmdir við breytingar á Hamraborginni. Ég tel að hún muni alltaf hafa þennan miðbæj- arbrag á sér sem er annars konar en skapast í verslunarmiðstöðvum á borð við Smáralindina. Ég held að Hamraborgin komi til með að halda sínu þegar til lengri tíma er litið.“ Gunnar segir bæjaryfirvöld í Kópavogi hafa haft frumkvæði í mörgum málum og bendir þar sér- staklega á menningarmiðstöðina. „Reykjavík hefur verið sofandi í þessum málum. Þar er búið að tala um að byggja tónlistarhús í tugi ára, en við erum búin að byggja okkar tónlistarhús.“ Gunnar segir lykilinn að öllu þessu vera þann að rekstur sveitarfélagsins er lagi. „Við njótum stærðarhagkvæmninn- ar og höfum næstum engu bætt við í yfirstjórn bæjarins meðan á þess- ari miklu uppbyggingu hefur stað- ið. Gunnar segist líta björtum aug- um til framtíðar þrátt fyrir um- ræðu um samdrátt í þjóðfélaginu. „Ég tel að menn hafi tekið mjög skynsamlegar ákvarðanir og að ís- lenskt efnahagslíf standi traustum fótum. Utanaðkomandi aðstæður á undanförnum árum, svo sem hátt olíuverð, hafa gert okkur erfitt fyr- ir. Það koma alltaf timburmenn eftir góð ár þegar neyslan hefur verið mikil. Það er nú svona, það gerir kannski víkingablóðið í okk- ur. Ef við lítum á Kópavog sérstak- lega, þá tel ég að það muni hægja á innflutningi fólks til bæjarins, en ég held að fyrirtæki muni halda áfram að koma og mun nýja Vatns- endahverfið og sú uppbygging sem orðið hefur við höfnina eiga þar stóran þátt. Ég er bjartsýnn fyrir næsta ár, uppbygging mun halda áfram í Kópavogi þó hún verði ekki eins hröð og verið hefur undanfarin ár.“ MIKIL uppbygging hefur orðið í verslun og þjónustu í Kópa- vogi síðasta áratuginn og hefur íbúum bæj- arins fjölgað um 9.000 íbúa á þessu tímabili, sem nemur ríflega fjölda íbúa Garða- bæjar. Í fjárhagsáætlun Kópavogsbæjar sem samþykkt var í bæj- arstjórn sl. þriðjudag kemur fram að rekstr- arafgangur bæjarsjóðs er áætlaður tæpar 1940 milljónir króna. Skatttekjur íbúa og tekjur bæjarfélagsins hafa farið vaxandi undanfarin ár og heildar- skuldir á hvern íbúa hafa lækkað. „Þarna eru að skila sér aðgerðir sem við gripum til á árunum 1991– 97 er við keyptum land og brutum nýtt land undir byggð,“ segir Gunnar I. Birgisson, forseti bæj- arstjórnar Kópavogs. „Fyrir þann tíma var Kópavogsbær tekjulægsta sveitarfélagið á höfuðborgarsvæð- inu. Þeirri þróun þurfti að snúa við og það gerðum við með því að fá fleiri íbúa og fyrirtæki til okkar. Þetta hefur orðið til þess að núna erum við með svipaðar tekjur á íbúa og Reykjavík.“ Heildarvelta bæjarsjóðsins er samkvæmt fjárhagsáætluninni áætluð rúmlega átta milljarðar króna, þar af eru skatttekjur 5.900 milljónir. Ráðdeild og aðhald í rekstri „Á meðan við vorum aðþrengd í rekstrarafgang þurftum við að gæta ítrasta sparnaðar og mark- mið fjárhagsáætlunarinnar nú er að halda því áfram, að hafa ráð- deild og aðhald í rekstrinum.“ Nið- urstaða fjárhagsáætlunarinnar er sú að rekstrarafgangurinn verður 1,9 milljarðar sem aðallega verður notaður í framkvæmdir og 100 milljónir í niðurgreiðslu skulda. „Skuldir á íbúa fara hægt og síg- andi lækkandi. Aðhald og sparnaður hefur orðið til þess að rekstrarafgangur hef- ur aukist ár frá ári. Mestum fjármunum til reksturs verður varið til fræðslu- og menningarmála á næsta ári eða um 1.950 milljónum króna, og félags- og leikskólamála, 1.027 milljónum. „Okkur hefur um næstu ára- mót tekist að útrýma biðlistum eftir leik- skólaplássi tveggja ára barna og eldri sem var eitt markmiða okkar á þessu kjörtímabili. Við höfum líka lagt mikinn metnað í það að byggja góðan ramma í kringum æskulýðs- og íþróttastarf í bænum og höfum varið umtalsverðum fjármunum til þessa málaflokks.“ Íþrótta- og æskulýðsmál verða ofarlega á baugi. Verið er t.d. að byggja íþróttamiðstöð í Salahverfi þar sem verða tvær sundlaugar og íþróttahús. Þá er verið að byggja fjölnotahús í Smáranum þar sem verður innanhúss knattspyrnuvöll- ur, aðstaða fyrir eldri borgara, sýningar og sitthvað fleira sem taka á í notkun í mars á næsta ári. „Við viljum að bærinn útvegi þennan ramma um þessa umgjörð sem þarf um íþrótta- og æskulýðs- starf, en svo sjái íþróttafélögin sjálf og foreldrarnir um reksturinn í framtíðinni.“ Á næsta ári verður 16. leikskól- inn tekinn í notkun í bænum, 8. grunnskólinn er í byggingu og verður fyrsti hluti hans tekinn í notkun. Þá er verið að leggja loka- hönd á frágang við tvo aðra skóla. Töluverðum fjármunum verður varið til menningarmála og menn- ingarmiðstöðin, þar sem Salurinn og listasafnið er til húsa, verður tilbúin að fullu á næsta ári með til- komu bókasafns og náttúrufræða- stofu. „Menningin er snar þáttur í lífi hvers manns og þjóðar og við gleymum henni ekki. Á árum áður var Kópavogur þekktur fyrir slæm- ar götur en framkvæmdir á vegum bæjarins við gatnagerð hafa verið miklar undanfarin ár. „Á næsta ári verður enduruppbyggingu gatna í bænum að mestu lokið. Við leggj- um einnig áherslu á að ganga strax frá götum í nýjum hverfum, en það var áður einkenni á Kópavogi að menn þurftu að vaða drulluna í nokkur ár meðan þeir voru að byggja. Það er nú úr sögunni.“ Aukin þjónusta og íbúafjölgun hafa haldist í hendur Gunnar segir bæjaryfirvöld hafa verið ásökuð fyrir að byggja of hratt upp í bænum en því vísar hann á bug. „Ef byggt er hratt og íbúunum fjölgar hratt þá aukast tekjurnar að sama skapi hratt. Þjónustustofnanir, göngustíga og annað þarf aðeins að byggja einu sinni, hvort sem byggt er hratt eða ekki. Þess vegna höfum við ákveðið að gera þetta svona. En í framtíð- inni, þegar farið verður að byggja upp í Vatnsenda, munum við fara rólegar, því það hverfi getur að hluta til notast við þjónustu sem þegar verður fyrir hendi í Sala- og Lindahvefum.“ Við Vatnsenda er fyrirhugað at- vinnusvæði auk íbúðabyggðar, en þegar er búið að úthluta öllum nýj- um lóðum í Salahverfi. „Um þessar mundir erum við að fara í viðræður við Ríkið um landið sem Síminn átti upp í Vatnsenda og okkar áætlanir kveða á um að byggja íbúahverfi þar.“ Smáralind var opnuð í haust og segir Gunnar segir hana hafa margvísleg jákvæð áhrif á bæjar- félagið. „Smáralindin skapar ný at- vinnutækifæri. Það er ljóst að það verður að vera jafnvægi á milli íbúafjölda og fyrirtækja, því þarna á milli er nauðsynleg víxlverkun. Því erum við ánægð með að fá þessa stóru verslunarmiðstöð sem þýðir að miðja höfuðborgarsvæð- isins flyst suður í Kópavog.“ Gunnar telur að Smáralindin komi ekki til með að skaða verslun Gunnar I. Birgisson, forseti bæjarstjórnar Kópavogs Gunnar I. Birgisson Mestum fjármunum varið til fræðslumála á næsta ári FLUGVÉLASMIÐJAN Diamond Aircraft Industries, sem hefur að- alaðsetur í Austurríki, notar Thiel- ert-dísilvél sem verksmiðjan hefur þróað í nýja flugvélagerð sína, Diamond Star DA40. Fór hún jómfrúarferð sína í lok nóvember. Er þetta í fyrsta sinn sem dísil- hreyfill er settur í flugvél sem er fjöldaframleidd og segir Matthías Arngrímsson, flugmaður hjá Flug- leiðum og einn forráðamanna flug- félagsins Geirfugls, að einkaflug- menn og fleiri bíði spenntir eftir hreyflum sem smíðaðir séu sér- staklega fyrir minni flugvélar því að lægri rekstrarkostnaður þeirra gæti blásið lífi í almannaflugið á ný sem hann segir löngu tímabært. Vandinn hefur verið þyngd hreyfilsins Helstu kostir dísilhreyfils eru minni eldsneytiskostnaður og lengra flugdrægi vegna minni eldsneytiseyðslu en á flugvél með bensínhreyfli. Í frétt í evrópska flugvélatímaritinu Aeromarkt kem- ur fram að eldsneytisnotkun dísil- hreyfilsins er talin vera um 17 lítr- ar á klukkustund en hefðbundinn bensínhreyfill er talinn eyða 35 lítr- um á klukkustund. Til þessa hefur vandinn við dísil- hreyfla verið þyngd þeirra en nýi hreyfillinn er talinn nógu léttur þar sem hann er að miklu leyti smíð- aður úr áli. Þá kemur fram í áðurnefndu tímariti að framleiðsla á nýju flug- vélinni mun hefjast fljótlega og bú- ast má við að hún fáist skráð í Evr- ópulöndum frá miðju næsta ári. Gæti lækkað kostnað við flugnám Matthías Arngrímsson segir að þessi hreyfill sé bílvél sem hefur verið breytt fyrir flugvélar en menn bíði spenntir eftir dísilhreyfl- um sem eru smíðaðir sérstaklega fyrir minni flugvélar. Verið sé að gera prófanir á þeim hjá Contin- ental í USA og SMA Engines í Evrópu sem séu lengst komnir. „Það sem er kannski mikilvægast við dísilhreyfla er að hagkvæmn- innar vegna getur verið að þetta blási lífi í almannaflugið á ný. Það hefur átt undir högg að sækja vegna hækkandi kostnaðar úr öll- um áttum og er því miður ekki svip- ur hjá sjón miðað við hvernig það var fyrir rúmlega tíu árum. Dísilhreyfillinn ætti að verða kjörinn liðsauki í baráttunni við að efla almannaflugið. Það er lífsnauð- synlegt því án almannaflugsins er ekki hægt að búa til flugmenn til að fljúga farþegavélunum. Ég geri ekki ráð fyrir að landsmenn vilji fara milli landa með skipum héðan í frá. Aftur á móti verður dísilhreyf- illinn varla kominn í almenna notk- un fyrr en eftir tvö til þrjú ár í fyrsta lagi. Þá má gera ráð fyrir að það verði töluvert ódýrara að læra flug en nú og það er frábært því að mjög marga dreymir um að læra það,“ sagði Matthías að lokum. Þróa dísilhreyfil fyrir fjöldaframleiddar flugvélar Gæti lækkað kostnað og aukið almannaflug Doktor í suður- amerísk- um bók- menntum  HÓLMFRÍÐUR Garðarsdóttir varði doktorsritgerð í suðuramer- ískum bókmenntum við Spænsku- deild Texashá- skóla í Austin í september sl. Rit- gerðin ber heitið: „At the End of a Millennium: The Argentinean Novel Written by Women“ (Við aldahvörf: Skáld- sagnaritun arg- entínskra kvenna). Ritgerð Hólm- fríðar fjallar um það hvernig skáld- sagnaritun hefur gegnt mikilvægu hlutverki við að setja fram hug- myndir um sjálfsmynd og sjálfsmat þjóða Rómönsku Ameríku. Aðal- umtalsefni ritgerðarinnar er hvernig vaxandi þátttaka kvenna á sviði skáldsagnaritunar á undanförnum áratugum hefur skipt sköpum varð- andi endurskoðun á sjálfssýn þess- ara þjóða. Gert að umtalsefni hvern- ig hefðbundnum karllægum staðalmyndum er ógnað og raun- myndir þjóðfélaganna verða fjöl- breyttari og flóknari í kjölfarið. Enn fremur er gert að umtalsefni hvernig skáldsagnaritun kvenna hef- ur tekið virkan þátt í að skilgreina sjálfsmyndina upp á nýtt og verið skoðanamyndandi í umræðunni um síbreytilega sjálfsvitund þjóðanna. Hólmfríður sýnir fram á að pólitísk umræða um stöðu og aðstæður kvenna í Rómönsku Ameríku hefur fundið sér farveg í skáldsagnaritun undanfarinna ára og gerbreytt því hvernig konur skilja og meta að- stæður sínar og umhverfi. Með því að greina efnistök og um- fjöllunarefni skáldsagnanna No te olvides de mí (1995) eftir Súsönnu Silvestre, Costanera Sur (1995) eftir Gloriu Pampillo, og Pequena música nocturna (1998) eftir Liliönnu Díaz Mindurry er skoðað hvernig skáld- sagnaritun kvenna í Argentínu end- urspeglar almenna þróun víðar í álf- unni. Velt er upp kenningum um mótun sjálfsmyndar og því hvernig umræddir höfundar setja fram hug- myndir sínar um persónulega, póli- tíska og kynferðislega sjálfsmynd og sjálfsmat. Hljóðláta heimasætan, niðurlúta meyjan og undirgefna eig- inkonan sem karlrithöfundar fyrri hluta aldarinnar fylltu með blaðsíður bóka sinna eru hvergi sjáanlegar í verkum samtíðarrithöfunda. Nú eru kallaðar til leiks ákveðnar, bar- áttuglaðar, meðvitaðar og gagn- rýnar kvenpersónur sem gæta þess fyrst og fremst að bæta stöðu sína og fullnægja eigin þörfum. Leiðbeinendur Hólmfríðar voru ljóðskáldið dr. Enrique Fierro frá Uruguay, dr. Pablo Brescia frá Arg- entínu og bandarísku prófessorarnir dr. Nicolas Shumway og dr. Virginia Higginbotham. Auk þeirra átti dr. Dagný Kristjánsdóttir prófessor við Háskóla Íslands sæti í nefndinni. Hólmfríður er fædd á Seyðisfirði 18. júlí 1957 og uppalin á Austur- landi. Hún lauk stúdentsprófi frá Verslunarskóla Íslands árið 1978, BA-prófi í spænsku frá Háskóla Ís- lands vorið 1989, en hluta námsins stundaði hún við Háskólann í Buenos Aires í Argentínu. Hólmfríður lauk B.ed.-námi í Uppeldis- og kennslu- fræðum árið 1993 frá Háskóla Ís- lands og MA-prófi frá Spænskudeild Texasháskóla í Austin vorið 1996. Hólmfríður er dóttir hjónanna Dagmarar Óskarsdóttur og Garð- ars Eðvaldssonar á Eskifirði. Eig- inmaður Hólmfríðar er Páll Biering geðhjúkrunarfræðingur og eiga þau soninn Garðar Helga. Hólmfríður starfar sem aðjúnk við Heim- spekideild Háskóla Íslands. Hólmfríður Garðarsdóttir Vill flytja inn norska fósturvísa EFTIR að kúabændur höfnuðu til- raunainnflutningi á fósturvísum úr norskum kúm í kosningu Landssam- bands kúabænda og Bændasamtak- anna í lok nóvember lagði Naut- griparæktarfélag Íslands, NRFÍ, inn umsókn hjá landbúnaðarráðu- neytinu um leyfi fyrir innflutningi á sambærilegum fósturvísum frá Nor- egi. Jón Gíslason, formaður NRFÍ, sagðist í samtali við Morgunblaðið vona að umsóknin fengi sanngjarna og löglega meðferð stjórnvalda. Guðni Ágústsson landbúnaðarráð- herra hefði heitið því á fundi með talsmönnum félagsins í síðustu viku. Jón sagði að ef einhver misbrestur yrði á umfjölluninni myndi NRFÍ fara með málið fyrir dómstóla. „Þegar úrslit kosninganna lágu fyrir komu yfirlýsingar frá landbún- aðarráðherra sem menn túlkuðu á þá leið að hann hefði ákveðið að segja nei við umsókn okkar. Síðan áttum við fund með ráðherra og hann hét okkur því að umsóknin færi í eðlileg- an farveg í kerfinu,“ sagði Jón. „Ef okkur sýnist að það eigi að brjóta á okkur munum við leita að- stoðar lögfræðinga. Við munum fylgja eftir okkar lagalega rétti,“ sagði Jón ennfremur.
Qupperneq 1
Qupperneq 2
Qupperneq 3
Qupperneq 4
Qupperneq 5
Qupperneq 6
Qupperneq 7
Qupperneq 8
Qupperneq 9
Qupperneq 10
Qupperneq 11
Qupperneq 12
Qupperneq 13
Qupperneq 14
Qupperneq 15
Qupperneq 16
Qupperneq 17
Qupperneq 18
Qupperneq 19
Qupperneq 20
Qupperneq 21
Qupperneq 22
Qupperneq 23
Qupperneq 24
Qupperneq 25
Qupperneq 26
Qupperneq 27
Qupperneq 28
Qupperneq 29
Qupperneq 30
Qupperneq 31
Qupperneq 32
Qupperneq 33
Qupperneq 34
Qupperneq 35
Qupperneq 36
Qupperneq 37
Qupperneq 38
Qupperneq 39
Qupperneq 40
Qupperneq 41
Qupperneq 42
Qupperneq 43
Qupperneq 44
Qupperneq 45
Qupperneq 46
Qupperneq 47
Qupperneq 48
Qupperneq 49
Qupperneq 50
Qupperneq 51
Qupperneq 52
Qupperneq 53
Qupperneq 54
Qupperneq 55
Qupperneq 56
Qupperneq 57
Qupperneq 58
Qupperneq 59
Qupperneq 60
Qupperneq 61
Qupperneq 62
Qupperneq 63
Qupperneq 64
Qupperneq 65
Qupperneq 66
Qupperneq 67
Qupperneq 68
Qupperneq 69
Qupperneq 70
Qupperneq 71
Qupperneq 72
Qupperneq 73
Qupperneq 74
Qupperneq 75
Qupperneq 76
Qupperneq 77
Qupperneq 78
Qupperneq 79
Qupperneq 80

x

Morgunblaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.