Morgunblaðið - 18.12.2001, Síða 14
HÖFUÐBORGARSVÆÐIÐ
14 ÞRIÐJUDAGUR 18. DESEMBER 2001 MORGUNBLAÐIÐ
SKIPULAGS- og bygginga-
nefnd Reykjavíkur hefur
lýst sig jákvæða í garð þess
að byggð verði hæð ofan á
húsið við Laugaveg 59, bet-
ur þekkt sem Kjörgarð, og
að reist verði nýbygging við
Hverfisgötu 80. Fyrirhugað
er að tengja byggingarnar
tvær með göngubrú og reka
í þeim hótel.
Er gert ráð fyrir að heild-
arherbergjafjöldi hótelsins
verði 109 herbergi. Móttak-
an verður á jarðhæðinni við
Laugaveg en til stendur að
nýta kjallara hússins fyrir
verslunar- og þjónustustarf-
semi.
Eins og Morgunblaðið
greindi frá í október síðast-
liðnum er það fyrirtækið
Lóðarafl ehf. sem stendur
fyrir hugmyndunum en eig-
endur þess eru byggingar-
meistararnir Magnús Guð-
finnsson og Svanur Tóm-
asson. Hafa þeir samið við
eigendur Kjörgarðs um
kaup á fasteigninni með fyr-
irvara um að hugmyndir
þeirra um hótelbyggingu
gangi eftir.
Hönnun hótelsins er í
höndum Teiknistofunnar
Óðinstorgi. Kemur fram í
samþykkt skipulags- og
bygginganefndar að breyta
þurfi deiliskipulagi vegna
hugmyndanna eigi þær að
verða að veruleika.
Skipulags- og bygginganefnd Reykjavíkur
Jákvæð í garð
hótels í Kjörgarði
Teikning/Teiknistofan Óðinstorgi
Gert er ráð fyrir að göngubrú tengi byggingarnar tvær en
inngangur hótelsins verður við Laugaveg.
Miðborg
NOKKUÐ er um að umferð-
areyjar og grasbalar með-
fram umferðargötum komi
illa leikin undan snjóruðn-
ingstækjum eftir mikla snjóa
eins og borgarbúar fengu að
kynnast um síðustu mánaða-
mót. Grasið er sérstaklega
viðkvæmt þegar jörð er ófros-
in þegar verið er að ryðja.
Morgunblaðið fékk ábend-
ingu um illa leikna umferðar-
eyju við Háaleitisbraut en að
sögn Sigurðar H. Skarphéð-
inssonar gatnamálastjóra er
ekki snjóruðningstækjunum
um að kenna í því tilfelli.
„Þessi grasbali sem er á móts
við Miðbæ skemmdist þegar
gengið var frá stéttinni í
haust þannig að það hefur
ekkert með snjóruðning að
gera en það er jafnhvimleitt
og ljótt fyrir því,“ segir Sig-
urður og bendir á að ítrekað
hafi verið reynt að fá umferð-
areyjuna viðgerða án árang-
urs.
Hann segir engu að síður
nokkuð um það að umferðar-
eyjar verði fyrir hnjaski
vegna snjóruðningsins. „Það
gefur augaleið að þegar
snjónum kyngir svona niður
þá hverfa kantsteinar og það
þýðir óhjákvæmilega að við
ryðjum einhverjum af þeim í
burtu þar sem menn sjá ein-
faldlega ekki hvar steinarnir
eru. Þannig að á hverju vori
er umtalsverð vinna fólgin í
því að lagfæra svona eyju-
enda og kantsteina en það er
ekkert meira núna en oft áð-
ur.“
Sigurður segir sérstaklega
hættulegt þegar ekkert frost
er í jörðu. „Þegar það fellur
til þess að gera mikill snjór á
skömmum tíma á ófrosna jörð
þá einangrar hann það vel að
þó að það kólni aðeins í
nokkra daga þá nær frostið
ekki niður. Grasið er þannig
bæði blautt og ófrosið og þar
af leiðandi viðkvæmara en
ella. Þetta mun væntanlega
leiða til þess að það verða um-
talsverðar skemmdir þar sem
við neyðumst til þess að fara
upp á eyjar. Þá er ekkert ann-
að að gera en að gera við eyj-
arnar á vorin því að ekki er
hægt að komast hjá þessu.“
Skemmdir vegna
snjóruðnings
Reykjavík
STJÓRN Kirkjugarða Hafn-
arfjarðar óskar eftir heimild
fyrir því í bréfi, sem lagt var
fyrir bæjarráð Hafnarfjarð-
ar á fimmtudag, að grípa til
neyðarréttar og loka kirkju-
garðinum fyrir öðrum en
heimamönnum sem hafa
greitt kirkjugarðsgjöld til
garðsins.
Í bréfinu kemur fram að
nú stefni í að innan tveggja
til þriggja ára verði öll ný
grafarsvæði garðsins að
fullu frátekin ef ekki verði
gripið til aðgerða þegar í
stað, annars verði að loka
honum með öllu. „Bæjaryf-
irvöld hafa enn ekki getað
sýnt fram á hvenær nýtt
landsvæði garðsins verður
tilbúið til notkunar þrátt
fyrir ítrekaðar óskir þar
um,“ segir í bréfinu.
Þá telur stjórnin löngu
tímabært að bæjaryfirvöld
afhendi til fullra nota land-
svæði þar sem um áratuga-
skeið hefur verið frátekið
sem framtíðarland garðsins,
austan núverandi kirkju-
garðs, handan Kaldársels-
vegar. „Það er ljóst að taka
mun nokkur ár að gera land-
ið grafartækt og málið því
nánast fallið á tíma. Síðast-
liðið vor var nokkrum bíl-
hlössum af mold ekið inn á
svæðið en síðan ekki söguna
meir. Horfurnar eru því afar
dökkar.“
Háð hönnun
Reykjanesbrautar
Magnús Gunnarsson, bæj-
arstjóri Hafnarfjarðar, segir
að deiliskipulag af svæðinu
sé háð aðalhönnun Reykja-
nesbrautar sem verið sé að
leggja lokahönd á, en sam-
kvæmt henni á að færa
Reykjanesbrautina upp fyrir
kirkjugarðinn. „Á sama tíma
er unnið að stækkun garðs-
ins. Áætlanir ganga út á það
að stækka garðinn til aust-
urs og samhliða því erum við
að velta því fyrir okkur að
stækka garðinn einnig til
vesturs. Á meðan verið er að
skoða alla þessa hluti, sem
allir taka mið af deiliskipu-
lagi því sem verið er að
vinna að og taka á gildi um
mitt næsta ár, þá getum við
í raun ekki tekið afstöðu til
bréfsins frá stjórn kirkju-
garðsins fyrr en við vitum
nákvæmlega stöðuna.“
Magnús segir að mikil
áhersla sé lögð á að engin
vandkvæði verði varðandi
framtíð garðsins og ekki
þurfi að koma til þess að
loka honum fyrir öðrum en
heimamönnum eins og
mælst er til í bréfinu.
Kirkjugarðurinn að fyllast
Hafnarfjörður
Morgunblaðið/Ásdís
Um 300 ný grafarsvæði eru eftir í nýrri hluta kirkjugarðs
Hafnarfjarðar og stjórn garðsins vill grípa til aðgerða svo
að garðurinn fyllist ekki innan þriggja ára.
Nýtt deiliskipulag mun liggja fyrir
um mitt næsta ár, segir bæjarstjóri
BYGGINGU fjölnota knatt-
spyrnuhúss við Fossaleyni
og Víkurveg miðar vel
áfram þessa dagana en
stefnt er að því að hægt
verði að spila í því fyrstu
leikina um mánaðamótin
mars-apríl. Góð tíð að und-
anförnu hefur haft mikið að
segja um framvindu verks-
ins.
Að sögn Snorra Hjaltason-
ar verktaka starfa 50–70
manns við bygginguna en
þeim fer jafnt og þétt fjölg-
andi. Auk fyrirtækis hans,
Trésmiðju Snorra Hjaltason-
ar, stendur Járnbending að
verkinu sem er í einka-
framkvæmd. Hann segir
ekki erfitt að fá mannskap
til verksins. „Það standa tvö
byggingarfyrirtæki að þessu
og við bætum það þá upp ef
það vantar því við erum með
fullt af mannskap í vinnu.
Það hafa fyrir löngu verið
gerðir samningar við und-
irverktaka og aðra þannig
að þetta er í góðu lagi.“
Með almættið
á sínu bandi
Hann segir tíðina heldur
ekki spilla fyrir. „Meðan al-
mættið heldur svona vernd-
arhendi yfir okkur og hefur
svona gott veður gengur
þetta vel. Það skiptir alveg
geysilega miklu máli því til
dæmis um daginn þegar
snjóaði þá hafði það mikið
að segja að vera að moka
snjó hálfan daginn og vinna
hinn helminginn.“ Hann seg-
ist þó alveg vera til í hvít jól
en með ákveðnum skilyrðum
samt. „Ja, ef það tekur strax
af,“ segir hann og hlær.
„Það væri mjög gott ef það
væri bara yfir þessa þrjá
ágætu daga en síðan vildum
við gjarnan hafa þessa góðu
veðráttu.“
Verkið er að hans sögn
nokkurn veginn á áætlun.
„Við reiknum með því að það
verði byrjað að spila í sjálfu
knattspyrnuhúsinu um mán-
aðamótin mars-apríl en þá
er mannvirkið bara að hluta
komið í notkun. Í haust mun-
um við síðan taka í notkun
leikfimisali og aðra íþrótta-
sali sem eru í þessu húsi og
næsta vetur, veturinn 2002–
2003, og fram eftir árinu
2003 klárum við húsið.“
Húsið er um það bil 23
þúsund fermetrar að flat-
armáli og er áætlaður bygg-
ingarkostnaður um 1,5 millj-
arðar.
Morgunblaðið/Sverrir
Knattspyrnuhúsið er óðum að taka á sig mynd enda veðrið gott til vinnu þessa dagana.
Grafarvogur
50 til 70 manns starfa við byggingu
fjölnota knattspyrnuhúss við Víkurveg
Hvít jól í þrjá daga, takk!
matinn í svokölluðu skóla-
skjóli í skólanum. „Undan-
farin tvö ár hefur þetta allt-
af komið upp og svo hefur
krafa foreldra kannski
magnast því þetta hefur
aukist líka í kringum okk-
ur,“ segir Ólína en til að
undirbúa verkefnið var
skipaður undirbúningshóp-
ur með fulltrúum frá skól-
anum, skólanefnd og for-
eldrafélaginu.
„Við kynntum okkur
hvernig þetta er gert á
HEITUR matur í hádeginu
verður á boðstólum í Mýr-
arhúsaskóla eftir áramót.
Börn í öllum bekkjardeild-
um munu fá heitan mat á
bökkum, óski foreldrar eftir
því.
Að sögn Ólínu Thorodd-
sen, aðstoðarskólastjóra
Mýrarhúsaskóla, hefur ver-
ið gerður samningur við fyr-
irtæki sem heitir ÁG veit-
ingar en það hefur séð um
nokkrum stöðum í Reykja-
vík og nágrenni og ákváðum
síðan að gera þetta með
svipuðu sniði og er í Garða-
bæ, það er að segja að börn-
in fá matinn á bökkum og
borða inni í stofunum þar
sem við höfum ekki aðstöðu
til að láta þau borða saman.“
Þeir foreldrar sem vilja
að börn sín fái heitan mat
gera samning við skólann til
átta vikna í senn þar að lút-
andi og kostar máltíðin 315
krónur.
Heitur matur í
Mýrarhúsaskóla
Seltjarnarnes