Morgunblaðið - 18.12.2001, Page 22
VIÐSKIPTI/ATHAFNALÍF
22 ÞRIÐJUDAGUR 18. DESEMBER 2001 MORGUNBLAÐIÐ
ókhalds-
námskeið
Nokkur sæti laus á 120 stunda morgun- eða
kvöldnámskeið sem hefjast 8. og 14. janúar.
hjá NTV í Kópavogi.
B
K
la
p
p
a
ð
&
k
lá
rt
/
ij
Verslunarreikningur (24 stundir)
Tvíhliða bókhald (36 stundir)
Tölvubókhald (42 stundir)
Launabókhald (12 stundir)
Vsk. uppgjör og undir-búningur
ársreiknings (6 stundir)
Helstu námsgreinar
n
t
v
.
is
nt
v.
is
n
tv
.i
s
Upplýsingar og innritun í
síma 544 4500 og á ntv.is
Hólshrauni 2 - 220 Hafnarfirði - Sími: 555 4980
Hlíðasmára 9 - 201 Kópavogi - Sími: 544 4500
Eyravegi 37 - 800 Selfossi - Sími: 482 3937
Póstfang: skoli@ntv.is - Veffang: www.ntv.is
GUÐRÚN Gísladóttir KE, nýtt nóta- og togveiðiskip
Festar hf. í Keflavík, kom til hafnar í Reykjavík í morg-
un úr sinni fyrstu veiðiferð með afla að verðmæti um
100 milljónir króna. Skipið, sem smíðað var í Kína, kom
nýtt til landsins síðastliðið haust.
Skipið er á síldveiðum og er aflinn flakaður og fryst-
ur um borð. Alls landaði skipið um 800 tonnum af síld-
arflökum og um 200 tonnum af ferskri síld til vinnslu.
Alls gera það um 1.800 tonn af síld upp úr sjó en skipið
var um fjórar vikur að veiðum. Verðmæti aflans er 100
milljónir króna og er þetta því einn verðmætasti upp-
sjávarfisksfarmur sem komið hefur á land hérlendis.
Ásbjörn Helgi Árnason, framkvæmdastjóri Festar,
segir árangurinn vonum framar. „Það tekur auðvitað
alltaf tíma að stilla strengina í nýju skipi og nýjum bún-
aði. Það voru hinsvegar tæknimenn um borð nánast
alla veiðiferðina og með samstilltu átaki þeirra og
áhafnarinnar tókst alveg ótrúlega vel að yfirvinna
byrjunarerfiðleika og koma vinnslunni í fullan gang.
Skipið hefur þar að auki reynst mjög vel í alla staði. Við
erum því mjög ánægðir með árangurinn en við gerðum
okkur aldrei vonir um að þetta myndi ganga svona vel í
upphafi,“ segir Ásbjörn Helgi.
Guðrún Gísladóttir KE var alla veiðiferðina að veið-
um á Austfjarðarmiðum og gerir Ásbjörn ráð fyrir að
skipið haldi á veiðar aftur fyrir jól. Alls eru 20 manns í
áhöfn en skipstjórar eru þeir Sturla Einarsson og Hall-
dór Jónsson.
Ljósmynd/Snorri Snorrason
Guðrún Gísladóttir með
100 milljóna aflaverðmæti
Hafrannsóknastofnunin hefur
lagt til að úthafsrækjukvóti á yf-
irstandandi fiskveiðiári verði
aukinn í 35 þúsund tonn en í
upphafi ársins var settur 17 þús-
und tonna bráðabirgðakvóti.
Rannsóknir stofnunarinnar
benda til þess að rækjustofninn
sé verulega að rétta úr kútnum.
Niðurstöður úr líkönum Haf-
rannsóknastofnunarinnar benda
til að stofn úthafsrækju hafi auk-
ist verulega frá árinu 2000 og
muni árið 2002 verða nálægt því
sem hann var á árunum 1992–
1993. Þótt vísitölur stofnstærðar
rækju hafi verið þær sömu árið
2001 og 2000 hefur kvendýravísi-
tala rækju aukist um 18%. Nýlið-
un samkvæmt mælingum bendir
til þokkalegrar nýliðunar árið
2002 eða svipaðrar og árið 2001.
Staðlaður afli á togtíma fyrir
norðan landið hefur hækkað um
40% frá árinu 2000 til 2001.
Hafrannsóknastofnunin hefur
því lagt til við sjávarútvegsráðu-
neytið að leyfilegur hámarksafli
á fiskveiðiárinu 2001 til 2002
verði 35 þúsund lestir. Í upphafi
yfirstandandi fiskveiðiárs var
gefinn út 17 þúsund tonna bráða-
birgðakvóti.
Í endurskoðaðri þjóðhagsáætl-
un Þjóðhagsstofnunar er gert
ráð fyrir að verðmæti útfluttra
sjávarafurða nemi 122 milljörð-
um króna á árinu 2002. Gera má
ráð fyrir að hækkun á leyfilegum
hámarksafla á úthafsrækju á
fiskveiðiárinu í 35 þúsund tonn
auki útflutningsverðmætið um
rúmlega þrjá milljarða, þ.e. úr
122 milljörðum í 125 milljarða.
Þá munu auknar veiðiheimildir
ásamt bættum aflabrögðum
væntanlega leiða til betri af-
komu í rækjuveiðum á árinu
2002.
Leggur til
aukinn
rækjukvóta
Útflutningsverð-
mæti sjávarafurða
eykst um þrjá
milljarða
SEÐLABANKI Japans hefur lýst
sig reiðubúinn að ábyrgjast veik-
burða banka landsins, en aðeins ef
til efnahagslegs hruns kemur, að
því er m.a. kemur fram á fréttavef
BBC.
Masaru Hayami, seðlabankastjóri
í Japan, segir að atburðirnir fyrir
þremur til fjórum árum sem leiddu
til gjaldþrots Yamaichi-fjármálafyr-
irtækisins muni ekki endurtaka sig.
Þá varð hrun á gengi hlutabréfa í
bönkunum vegna mikillar skuld-
setningar. „Ef til óvæntra atburða
kemur erum við reiðubúin að koma
til aðstoðar,“ segir Hayami. „Nú er
til staðar öryggisnet en það var
ekki á árunum 1997 og 1998.“
Japanskir bankar eiga í miklum
erfiðleikum um þessar mundir og
eru mjög skuldsettir. Hayami tekur
þó skýrt fram að núverandi ástand
sé ekki þess eðlis að Seðlabankinn
komi til bjargar.
Seðlabanki Japans aðstoð-
ar ef bankakerfið hrynur
FRANSKI fjölmiðlarisinn Vivendi
Universal hefur keypt afþreyingar-
hluta USA Networks fyrir 10,3 millj-
arða bandaríkjadala sem samsvarar
hátt í 1.100 milljörðum íslenskra
króna. USA Networks á m.a. Sci-Fi-
sjónvarpsstöðina og Home Shopping
Network. Vivendi Universal varð til
með sameiningu franska fyrirtækis-
ins Vivendi og hins kanadíska Sea-
gram á síðasta ári. Með sameining-
unni við USA Networks fær Vivendi
aukinn kraft til að keppa við AOL
Time Warner í Bandaríkjunum þar
sem aukinn aðgangur fæst að dreifi-
kerfinu þar í landi, að því er fram
kemur m.a. á fréttavef BBC.
Sérfræðingar telja sameininguna
skynsamlega þar sem Vivendi hafi
sárvantað aðgang að bandarísku
dreifikerfi.
Vivendi eykur
umsvifin í
Bandaríkj-
unum
FINNSKA símafélagið Sonera og
Nýsköpunarsjóður atvinnulífsins
hafa gengið frá samningum um kaup
á nýju hlutafé í ZooM hf. Sonera átti
fyrir 32% hlut en Nýsköpunarsjóður
kemur inn sem nýr hluthafi. Aðrir
hluthafar ZooM eru Íslenski hug-
búnaðarsjóðurinn og frumkvöðlar.
Að sögn Helga Axelssonar, stjórn-
arformanns ZooM, í fréttatilkynn-
ingu framleiðir félagið hreyfimyndir
fyrir sjónvarp svo og kvikmyndir.
Nú hefur ZooM einnig hafið fram-
leiðslu á hreyfimyndum eða skjáhvíl-
um fyrir síma, en fyrirtækið fram-
leiðir þá vöru undir vöruheitinu
ZoomPix © . ZooM hefur gert sölu-
samninga við Inmobia AB í Dan-
mörku og KAST á Íslandi um dreif-
ingarrétt á ZoomPix © til símafélaga
sem hafa alls um 7 milljónir farsíma-
notenda í áskrift. Eftir þessa hluta-
fjáraukningu er Sonera hluthafi 46%
fyrirtækisins, Nýsköpunarsjóður 18
%, Íshug 7%, og frumkvöðlar 25%.
Hlutafé
ZooM aukið
♦ ♦ ♦
FASTEIGNIR mbl.is