Morgunblaðið - 18.12.2001, Qupperneq 33

Morgunblaðið - 18.12.2001, Qupperneq 33
LISTIR/BÆKUR MORGUNBLAÐIÐ ÞRIÐJUDAGUR 18. DESEMBER 2001 33 Kynningarafslátturinn gildir í ofangreindum Lyf & heilsu verslunum alla dagana. JÓA litla býr í Breiðholtinu og á góðan pabba. Einn frídaginn fara þau saman í Elliðaárdalinn á hjólinu hans, hitta dýr og busla í ánni. Jóa litla sofn- ar með bros á vör. Ég myndi halda að þessi bók væri ætluð allra minnstu börnunum, 1–2, kannski 3 ára. Höfundur heldur sig við einfalda og raunverulega hluti, gang lífsins sem minnstu krílin hafa gaman af. Þeim finnst spennandi að borða og klæða sig, klappa hundi og verða kalt á tánum. Örlitlum kennslu- tóni er fyrir að finna í bókinni, einsog í umferðinni og að vera kurteis og fara varlega. Það er gott og gilt, en Jóa hefði mátt gera meira, og finna fyrir meiru einsog slýinu sem hún kynnist, og hversu fyndið og kitlandi það er að láta hundinn sleikja á sér höndina. Höfundur hefur tekið út eitt orð á opnu sem er skrifað stórt í vinstra horn. Ég skil ekki alveg fyrir hvað það er, kannski kaflaheiti. Ann- ars hefði ég viljað sjá skrifað við fleiri hluti, eins og bendi- bækur minnstu barnanna. Myndir Þóru styðja algerlega þann íslenska raunveruleika sem Skarp- héðinn skrifar um. Vatnslitamyndir henn- ar eru látlausar og fal- legar, mjög raunveru- legar og þjóna sínum tilgangi fullkomlega. Mér finnst samt alltaf skemmtilegra að hafa sterkari liti í smábarna- bókum. Einnig hefði upplausnin mátt vera meiri, tölvuferhyrning- arnir eru einum of áber- andi. Það er léttur andi og frásagnartónn í þessari bók fyrir allra yngstu lesendurna. Falleg saga úr íslenskum raunveruleika. Heimur sem börnin þekkja BÆKUR Barnabók eftir Skarphéðin Gunnarsson. Teikningar: Þóra Þórisdóttir. Iljar 2001. 26 bls. JÓA LITLA Hildur Loftsdóttir Jóa litla ÓFEIGUR Sigurðsson lýsir veröld firringar og óraunveruleika, »… ver- öld / sem ég hef aldrei séð« eins og hann kemst að orði. Það er harður heimur sem hann lýsir, heimur þar sem sjálfur veruleikinn er orðinn veruleikafirrtur en draumurinn er ef til vill sanni nær, svo óraun- verulegur sem hann annars getur verið. Draumaland skáldsins er hvergi fegrað, það er grátt og tilbreytingar- laust, heimsmynd hans er veröld án takmarks og tilgangs. Orðafar skáldsins er sums stað- ar gróft og óheflað. En það er áleitið eins og margt efni ljóðanna – áreitið mætti allt eins segja – eigi að síður sjálfu sér sam- kvæmt þegar farið er ofan í ljóðin og þau skoðuð sem heild. Skáldið finnur sig »í landi auðnar« og »í ómannleg- um heimi« þar sem það er búsett í miðborg Reykjavíkur eða í »upp- blásnu tómi« eins og það er orðað í sama ljóði sem skáldið nefnir Sjálfs- mynd. Ófeigur er mælskur höfundur, ljóð hans eru orðmörg, hann hefur margt að segja, honum liggur mikið á hjarta þótt hvergi sé bjart fyrir aug- um. Nóttin er tími draumsins. Og hún býður upp á »regnvotan þankagang«. Að leggja einhvers konar flatan mælikvarða á skáldskap Ófeigs gildir hvergi. Í kveðskap sínum bregður hann fyrir sjónir ófegruðu lífsmynstri – afstæðum veruleika eins og hann birtist í sjálfs hugar eða reynsluheimi. Ófeigur sendir ekki skilaboð á neinu rósamáli, hann talar umbúða- laust. Líkingamál liggur honum ekki létt á tungu. Hann yrkir á talmáli. Orðafar hans er sum- staðar í óhefðbundnara lagi en hvarvetna efni samkvæmt. Dæmi um fyrirsagnir ljóðanna eru: Óyggjandi fárán- leiki, Þunglyndi, For- leikur í myrkrinu, Vetr- arnótt, Harður heimur, svo nokkur dæmi séu tekin. Eitt ljóðið ber að sönnu yfirskriftina: Það birtir eftir dimmar næt- ur. Sú birta nær þó tak- markað inn að bak- grunni ljóðanna. Bókin er líka – eftir á að hyggja – kennd til ís- lensks skammdegis. Víða er stutt í kaldhæðnina. Þótt skál- að sé fyrir skammdeginu, að vísu, eins og heiti bókarinnar skírskotar til, felst í því viss þversögn; skáldið er að bregða fyrir sig hálfkæringi. Þegar öllu er á botninn hvolft er það nóttin, draumurinn og skammdegið sem svíf- ur yfir vötnunum í ljóðum þessum. Hverjum bók þessi er sérstaklega ætluð? Það er nú það. Vafalaust er skáldið að tala til kynslóðar sinnar sem ætla má að skilji og meti málfar hans og tjáningarleiðir. Nótt og draumur BÆKUR Ljóð eftir Ófeig Sigurðsson. 71 bls. Útg. Nyk- ur. Prentun: Litróf. Reykjavík, 2001. SKÁL FYRIR SKAMMDEGINU Erlendur Jónsson Ófeigur Sigurðsson FLUGUVEIÐAR á Íslandi heitir ný bók ætluð stangaveiðimönnum og er eftir Lárus Karl Ingason ljós- myndara og Loft Atla Eiríksson blaðamann. Nafn bókarinnar lýsir innihaldinu. Höfundar fara um landið, staldra við á bökkum þekktustu veiðislóða stanga- veiðimanna og segja frá þeim í máli og myndum. Þetta er afar vegleg bók, öll litprentuð og brotið stórt. Sannkölluð stórgjöf til stangaveiði- mannsins. Ljósmyndar- inn Lárus Karl Ingason hefur þróað með sér mjög persónulegan stíl við veiðimyndatökur. Sárafáir íslenskir ljós- myndarar hafa lagt þetta fyrir sig innan ljósmyndasviðsins þannig að samanburður við aðra er varla gerleg- ur. Helst að Rafn Hafn- fjörð hafi sérhæft sig í veiðimyndatökum, en stíll Lárusar er mjög ólíkur stíl Rafns. Lárus Karl er mjög fær ljós- myndari og hvað mest ánægja fæst út úr bók- inni með því að einfald- lega fletta henni. Það er ekki mikil bókmennta- leg dýpt í því að lýsa yfir að maður komist í stuð við að fletta ritinu og bara skoða myndirnar, en það er nú samt svo einfalt. Stangaveiðimenn geta vænst þess að vera farnir að iða í skinninu eftir tiltölulega fáar blað- síður. Lárus fangar augnablikið og stemninguna á afar markvissan hátt. En myndir bókarinnar virka þó á stundum á mann meira eins og einkasýning ljósmyndarans heldur en markvisst val með tilliti til hvaða ár eða vatns verið er að fjalla um hverju sinni. Í mörgum tilvikum hafa myndirnar beina skírskotun til við- komandi svæða, en í öðrum tilvikum ekki. Er þá átt við að menn geta þekkt kennileyti eða veiðistaði, fjall, foss eða klett. Í augum gagnrýnanda er þetta þó ekki til að velta sér upp- úr, en nefna má þó eitt tilvik, þar sem fjallað er um Úlf- arsá, þar er ein mynd- skreyting sem er nær- mynd af sefi. Gullfalleg mynd, en tengir lesanda ekkert við Úlfarsá. En hluti af skýringunni á þessu er, að Lárus Karl hefur mikið dálæti á því að fara með linsurnar mjög nærri myndefn- inu, sem verður þá sjálf- stæðara og ekki verra fyrir það, enda eitt af einkennum þess per- sónulega stíls sem áður var mærður. Texti Lofts Atla er látlaus og hæfir efnis- tökunum. Uppistaðan eru praktískar upplýs- ingar um veiðivötnin og árnar sem fjallað er um. Menn geta velt fyrir sér hvað þeir vilja fá út úr ritverki sem jafn mikið er lagt í og raun ber vitni. Ef til vill meiri og fjölbreyttari umfjöllun um veiðisvæðin? En þá hefði annaðhvort þurft að fórna myndefni eða stækka verkið. Nú, eða ákveða fyrirfram fleiri bindi en eitt. Þegar af stað með svona stórvirki er farið er hins vegar ekki að undra þó menn vilji byrja á einu riti og sjá hvað ger- ist. Aukaefni er eftir þá Gylfa Páls- son, Ragnar Hólm Ragnarsson og Harald Eiríksson, þeir skrifa um flugur og veiðitækni og eru textar þeirra hressilegir, skemmtilegir og gefa bókinni meira gildi. Menn fara að iða í skinninu Bækur Veiðiskapur eftir Lárus Karl Ingason og Loft Atla Ei- ríksson. 288 blaðsíður. Muninn-bóka- útgáfa 2001. Fluguveiðar á Íslandi Guðmundur Guðjónsson Loftur Atli Eiríksson Lárus Karl Ingason GRALLI gormur og galdranornin spruttu upp þegar höfundurinn var að vinna efni fyrir sjónvarpsþátt sinn 2001 nótt. Bergljót segir að Gralli gormur og stafaseiðurinn mikli séu „án efa stærsta stafabók sem gefin hefur verið út hér á landi“ og segja megi að það sem hún hafi átt ósagt í Stafakörlunum komi fram í þessari sögu. Bókin er jafnframt tileinkuð öllum litlum gröllurum sem vilja tak- ast á við töfra stafrófsins. Gralli gormur er rottulegur mús- arstrákur sem kann að galdra enda býr hann hjá galdranorn. Þegar nornin slasar sig þarf Gralli að fikra sig í gegnum allt stafrófið og elda stafaseið í potti til þess að geta lesið í galdrabókinni hvernig á að koma henni til hjálpar. Eng- inn kemst jú áleiðis án þess að kunna að lesa (og skrifa og reikna). Íslensku bókstafirnir 32 eru tíundaðir með myndum og runu af orðum sem byrja á sama staf og er til út- listunar í hvert og eitt sinn. Hver stafur fær jafnframt heila opnu til umráða. Gott dæmi er stafurinn g, eins og í Gralli, sem hann getur ekki galdrað fram nema að setja fyrst í norna- pottinn eftirtalda hluti: Götóttar gardínur og gömul gler- augu, gítar, gorm og górilluhár, gír- affa úr gúmmíi og golfkúlu ásamt grímu, gulrót og góli úr litlum grís. (26) Undantekningar frá upphafsstafs- reglunni eru kex og bað, enda byrja engin íslensk orð á ð-i eða x-i, eins og bent er á. Auk þess að bera fram stafina og segja orðin upphátt má bera kennsl á myndir af þeim hlutum og fyrir- bærum sem nefnd eru, bæði í hverri opnu og fremst og aftast í bók- inni. Börn sem farin eru að þekkja stafina vel geta fikrað sig gegnum frásögnina með uppal- endum eða á eigin spýt- ur og notið skemmtun- arinnar. Þau sem minni eru staldra eins lengi og þau lystir við stafina, æfa sig við að bera fram hljóðin og skoða myndirnar. Það er ekki lítill áfangi að læra að þekkja stafina og sagan af Gralla og galdra- norninni er frábær og fyndin skemmtun fyrir litlar manneskjur sem vilja læra að lesa, eða bara auka orðaforða sinn. Stafatöfrar fyrir grallara á öllum aldri Bækur Börn eftir Bergljótu Arnalds. Teikningar eftir Daniel Sauvageau. 77 síður. Virago sf. – Reykjavík 2001. GRALLI GORMUR OG STAFA- SEIÐURINN MIKLI Helga Kr. Einarsdóttir Bergljót Arnalds
Qupperneq 1
Qupperneq 2
Qupperneq 3
Qupperneq 4
Qupperneq 5
Qupperneq 6
Qupperneq 7
Qupperneq 8
Qupperneq 9
Qupperneq 10
Qupperneq 11
Qupperneq 12
Qupperneq 13
Qupperneq 14
Qupperneq 15
Qupperneq 16
Qupperneq 17
Qupperneq 18
Qupperneq 19
Qupperneq 20
Qupperneq 21
Qupperneq 22
Qupperneq 23
Qupperneq 24
Qupperneq 25
Qupperneq 26
Qupperneq 27
Qupperneq 28
Qupperneq 29
Qupperneq 30
Qupperneq 31
Qupperneq 32
Qupperneq 33
Qupperneq 34
Qupperneq 35
Qupperneq 36
Qupperneq 37
Qupperneq 38
Qupperneq 39
Qupperneq 40
Qupperneq 41
Qupperneq 42
Qupperneq 43
Qupperneq 44
Qupperneq 45
Qupperneq 46
Qupperneq 47
Qupperneq 48
Qupperneq 49
Qupperneq 50
Qupperneq 51
Qupperneq 52
Qupperneq 53
Qupperneq 54
Qupperneq 55
Qupperneq 56
Qupperneq 57
Qupperneq 58
Qupperneq 59
Qupperneq 60
Qupperneq 61
Qupperneq 62
Qupperneq 63
Qupperneq 64
Qupperneq 65
Qupperneq 66
Qupperneq 67
Qupperneq 68
Qupperneq 69
Qupperneq 70
Qupperneq 71
Qupperneq 72
Qupperneq 73
Qupperneq 74
Qupperneq 75
Qupperneq 76
Qupperneq 77
Qupperneq 78
Qupperneq 79
Qupperneq 80

x

Morgunblaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.