Morgunblaðið - 18.12.2001, Blaðsíða 35

Morgunblaðið - 18.12.2001, Blaðsíða 35
LISTIR MORGUNBLAÐIÐ ÞRIÐJUDAGUR 18. DESEMBER 2001 35 ER NEFIÐ HREINT? Fæst í apótekum og lyfjaverslunum Nefþurrkur, kvef eða ofnæmi! STERIMAR er náttúrulegur nefúði sem losar stíflur og léttir öndun. Fyrir 0-99 ára. Hinn þekkti bandaríski krabbameinslæknir Bernie Siegel segir um blóðflokkafæðið: „Tímamótauppgötvun í næringarlæknisfræði“ Bernie Siegel TÍMAMÓTAUPPGÖTVUN ÞETTA ER BÓK FYRIR ALLA SEM VIRÐA HEILSUNA Í þessari nýju bók kemur Dr. Peter D’Adamo með nýjar upplýsingar varðandi tengsl blóðflokka við almennt heilsufarsástand okkar. „Blóðflokkamataræðið hefur sannað með miklum fjölda reynslusannana hversu stórfengleg áhrif fæða hefur á heilsuna.“ Hallgrímur Þ. Magnússon, læknir. „Það liggur fyrir næg reynslusönnun og nægar lífefnafræðirannsóknir og dýrarannsóknir að það væri siðfræðilega rangt að upplýsa ekki almenning um þann mögulega ábata sem hann getur haft af því að aðlaga mataræði sitt að blóðflokki sínum.“ Dag Viljen Poleszynski, læknir og næringarfræðingur. „Þetta mataræði hefur gjörbreytt lífi mínu. Ég hef verið öryrki í mörg ár - ekki getað hreyft mig nokkuð að ráði. Nú geng ég úti á hverjum degi og hef runnið heil ósköp, sem er bara bónus og mér líður í einu orði sagt stórkostlega. Fólk sem þekkir mig segir að ég sé gangandi kraftaverk.“ Erla Magnúsdóttir, fyrrv. umsjónarmaður. Ú T G Á F A ENN eru Álfheiður og Guðfinna á ferð og nú með 300 blaðsíðna bók um sálfræði einkalífsins. Á bókarkápu eru nefnd þrjú lykilatriði sem gefa lesandanum strax í skyn, hvað í vændum sé: 1. Lífshamingja og þroski – konur og karlar; 2. Ástar- sambönd – togstreita í sambúð; 3. Tækifæri, kreppur og tímamót í líf- inu. Bók þessi er skrifuð af tveimur af þekktustu sálfræðingum hér á landi sem saman hafa rekið sálfræðistofu, Sálfræðistöðina sf., síðastliðin 18 ár. Þær stöllur hafa og verið iðnar við að miðla þekkingu til almennings, bæði á námskeiðum og í rituðu máli. Mig rámar í sálfræðingssvör í Helgar- póstinum og Vikunni, en eftir að þær skrifuðu veglegan kafla í Sálfræði- bókina 1993 varð ekki aftur snúið og margir kannast við bókina Barnasál- fræði sem út kom 1995. Auk þess hef- ur Guðfinna gefið út nokkrar bækur ein, nú síðast Tvíbura, sem ég rit- dæmdi nýlega. Þau þrjú lykilatriði sem nefnd voru í upphafi eru órjúfanlegur hluti af lífi flests fólks og alltof sjaldan blasir við þeim sem á tímamótum standa í lífinu hvert hægt sé að snúa sér. Auðvitað er fagfólk víða við höndina en fyrir marga er gott að geta farið á bóka- safn eða í bókabúð og leitað sjálfir fanga. Svo hefur netið bætzt við fyrir þá sem gott vald hafa á erlendum málum en hér hjá bókaþjóðinni er enn rúm fyrir vandaðar fræðibækur og uppflettirit sem legið hefur verið yfir og ekki verið kastað til höndum vegna tímaskorts eða fljótfærni. Kaflarnir eru þrír: I. Maðurinn og lífsgildin, II. Einkalífið á fullorðins- árum, og III. Lífið í samhengi. Hver kafli fyrir sig margskiptist og farið er yfir víðan völl, ekki kannski mjög ít- arlega í hvert efni fyrir sig en þó er öllu sinnt. Í miðkaflanum er til dæmis rætt um uppvöxt, ástarsambönd og hamingju, en einnig sérstakt álag í einkalífi svo sem daður, framhjáhald og afbrýðisemi, andlegt ofbeldi í sam- búð, góða og vonda skilnaði, seinni sambönd og það að vera einn. Lífs- skeiði fjölskyldu er skipt í fimm hluta þar sem fyrsta skeiðið hefst þegar par verður ástfangið, annað skeið nær yfir breytt hlutverk þegar fólk fer að eiga börn, á hinu þriðja eru verkefnin óþrjótandi við að tryggja fjárhagslegt öryggi og sinna börnum, við fjórða stigið eru börn að vaxa úr grasi og loks er parið eftir eitt, komið á byrjunarreit (bls. 86). Hægt er að hrasa um margt á lífs- ins leið en lengi býr að fyrstu gerð og sjálfsmynd hvers einstaklings og veganesti úr heimahúsum skiptir miklu um það hvernig tekizt er á við vandamál. Höfundar nefna geðlækn- inn Aron T. Beck (bls. 97), sem segir algengt að hjón deili og særi hvort annað vegna misskilnings og mistúlk- ana og geri auk þess óraunhæfar kröfur til makans. Það er svo merki- legt, að enn er fólk að deila um hver eigi að gera hvað, deila um umgengni á heimilum, barnauppeldi og fjármál. Frítími verður of lítill í álagsþjóð- félagi og kynlífið líður fyrir það. Þess vegna er áríðandi að átta sig á því jafnharðan hvað er að gerast í sam- bandinu, vera fluga á vegg í eigin lífi svo að hægt sé að ræða málin og bregðast við í tæka tíð. Skilnuðum hefur farið fjölgandi eins og allir vita. Þegar trúnaðar- brestur hefur orðið, vegna þess að maki hefur haldið framhjá, er erfitt en jafnframt nauðsynlegt að vinna úr því, sem gerzt hefur, af heilindum og standa við þær ákvarðanir sem tekn- ar eru í framhaldinu. Margir sárs- aukafullir skilnaðir hafa verið ákveðnir í fljótræði og vissulega gróa ekki öll sár, en þó ákveða sum hjón að ganga saman eftir veginum framund- an. Að því kemur að útrætt verði um málið og þá er mikilvægt að hætta slíku tali svo það spilli ekki möguleik- um til uppbyggingar (bls. 147). Marg- ir halda að bezt sé að nefna þriðja að- ila aldrei á nafn aftur né segja frá því ef það skýtur upp kollinum, það verði aðeins til þess að koma af stað deilum og ýfa upp sárin, en því er þveröfugt farið. Með því að eiga frumkvæði að því að segja satt og veita makanum hlutdeild í reynslu sinni eru gefin skýr skilaboð um að hægt sé að treysta bæði orðum og gerðum (bls. 149). Í viðaukum eru kynntar aðferðir til að meta eigið einkalíf, félags- og starfstengsl og til að velta fyrir sér hvaða áhrif uppvaxtarfjölskylda gæti haft á viðbrögð síðar á ævinni. Atrið- isorðaskrá sýnist mér vera vel unnin, sömuleiðis heimildaskrá, en þar sýn- ist mér að bók Þuríðar Pálsdóttur, Á bezta aldri, hefði átt heima. Í stuttu máli sagt er þessi sálfræði- bók prýðilega skýr og skemmtileg af- lestrar auk þess að vera unnin af þeirri vandvirkni sem einkennt hefur fyrri bækur höfunda. Vandamál í lífi og starfi BÆKUR Sálfræði Höfundar: Álfheiður Steinþórsdóttir og Guðfinna Eydal. Útgefandi: Almenna bókafélagið. Reykjavík 2001. 300 bls. SÁLFRÆÐI EINKALÍFSINS Katrín Fjeldsted Morgunblaðið/Golli Álfheiður Steinþórsdóttir og Guðfinna Eydal. RÚSSNESKUR reyfari og hann aldeilis frábær, stórhættulegur keppinautur innlendra spennusagna, kemur hér fram á sjónarsviðið með glæsilegum hætti í þýðingu Árna Bergmanns. Hér segir frá Fandorin ríkisráði, sem á í höggi við hryðju- verkamenn seint á 19. öld, meðlimi Baráttusveitarinnar sem skirrast ekki við að vinna voðaverk í þágu baráttu sinnar gegn einveldi. Fand- orin þarf ekki aðeins að gæta sín á sjálfum bófunum, heldur er fullrar aðgátar þörf í flóknu embættis- mannakerfinu, þar sem grimmileg samkeppni ræður ríkjum svo ekki sé meira sagt. Við slíkar starfsaðstæð- ur mætti ímynda sér að opinber starfsmaður hafi lítinn tíma aflögu fyrir málefni utan vinnunnar, svo sem leikfimiæfingar með hinum ógleymanlega Masa, þjóni Fandor- ins, eða kvenfólkið, sem er jafnóút- reiknanlegt að það er bráðfagurt. Reyndar fer það svo, að lífið eftir vinnu hjá þessum trygga og ein- beitta embættismanni hrærist sam- an við vinnuna sjálfa með kostuleg- um afleiðingum. En þótt lúmsk kímnin svífi yfir vötnum í sögunni, er henni ekki beitt á kostnað spennunn- ar eða alvörunnar, enda leikur þetta allt í höndum höfundar, að ógleymd- um hárfínum erótískum blæ. Persónusköpun og sjónarhorn sögunnar ljá henni dýpt með því að leiða lesandann þó ekki sjálfkrafa inn á þær brautir að halda með Fandorin í baráttu hans gegn hryðjuverkamönnum. Höfundur er ekki að bjóða upp á slíka einföldun, heldur margslungna sögu sem verð- ur aldrei fyrirsegjanleg. Þegar nefndur er ríkisstarfsmaður í rugl- ingslegu embættismannakerfi þar sem vart verður þverfótað fyrir starfsheitum, hverju öðru illskiljan- legra í hrærigraut deilda á deildir of- an, beinast hugsanir manns ekki í margar áttir. Margendurtekin ster- íótýpa kemur fljótt upp í hugann, einhliða og óspennandi. Að sama skapi vekja hryðjuverkamenn ekki upp flóknar hugsanir. Þeir eru ein- faldlega ógnin holdi klædd. En í þessari sögu er þessum andstæðu eigindum, þ.e. ríki og bófum, sem oft eru flokkaðar í hið góða og hið illa, lýst frá svo mörgum sjónarhornum að mörkin á milli góðs og ills eru ekki alltaf fyllilega ljós. Hvort heldur sem um ræðir fulltrúa laganna eða lög- leysunnar vekur hvort tveggja jafnt hjá manni reiði sem hlátur, viðbjóð sem samúð og aðdáun svo erfitt er að sjá hvernig þetta nú endar allt sam- an. En lausnin er fín, óvænt, nokkuð rómantísk, sem tengist kannski sam- félagssýn höfundar. Frábær Rússi BÆKUR Spennusaga Boris Akúnín. Árni Bergmann þýddi. Mál og menning. Reykjavík 2001. 300 bls. Ríkisráðið Örlygur Steinn Sigurjónsson
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.